Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1996, Qupperneq 15
LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996
15
>
►
>
)
I
)
I
I
I
i
kennslu í Fred Astaire-dansstúdíói í
Hartfort í Connecticut í eitt ár og
tekur þar við íramkvæmdastjórn
um áramót. í nóvember fer Anna
Björk Jónsdóttir, fyrrum dansfélagi
Gunnars, til hans og mun hún
kenna við sama skóla. Dansskólinn
byggist aðallega upp á einkakennslu
en einnig á hópkennslu. í skólanum
eru á milli 150 og 200 nemendur sem
sjö kennarar sjá um að kenna.
Gunnar var nýkominn heim frá
Englandi þegar honum bauðst að
fara utan en Anna Björk varð eftir
þar sem þau voru óbeint hætt að
dansa saman. Hann vissi að hann
gæti ekki hætt alveg.
„Ég var á tímamótum í lífl mínu
þegar íris hringdi í mig og bað mig
að koma. Ég kenni dans og nota
þekkingu mína til þess. í staðinn fæ
ég kennslu í rekstri og fram-
kvæmdastjórn á dansskólanum sem
ég tek líklega við um áramótin. Ég
hef lært afskaplega mikið á þessum
tíma og ég verð þarna allavega eitt
og hálft ár í viðbót,“ segir Gunnar.
Anna Björk og Gunnar
keppa aftur
Anna Björk og Gunnar ætla að
æfa af krafti aftur þegar hún verður
komin utan til hans og þau stefna á
að keppa áfram fyrir hönd íslands.
Gunnar tók kennarapróf í dansi,
svokailað Fred Astaire-próf, áður en
hann fékk að kenna í skólanum.
Danskennslan er svolítið öðruvísi í
Ameríku en þar er dansaður suður-
amerískur dans sem er örlítið frá-
brugðinn þeim sem dansaður er á
íslandi og er alþjóðlegur. Gunnar er
mjög ánægður með að hafa getað
gert dansinn að atvinnu sem ekki er
líklegt að hann hefði getað heima á
íslandi þar sem dansskólar eru
mjög margir og samkeppnin á miili
skóla mikil.
„Ég hef fundið leið til þess að
gera dansinn að atvinnu. Ég vissi
alltaf að ég vildi verða atvinmunað-
ur í dansi en mig langaði til þess að
prófa eitthvað annað en boðið er
upp á á íslandi. Ég gat ekki annað
en gripið tækifærið þegar það kom
upp í hendurnar á mér.
Það er mjög skemmtilegt að
stunda dansinn héma. Þetta er mjög
gott tækifæri til þess að búa í út-
löndum en græöa samt peninga og
lifa góðu llfi. Ég er á mjög góðum
launum og myndi aldrei ná sömu
launum á íslandi. Fyrir utan það er
miklu ódýrara að lifa hérna. Eig-
andi dansskólans segir að það sé
tækifæri fyrir aUa sem kunna að
dansa að gera nákvæmlega það sem
ég er að gera. Það vantar góða dans-
ara víðar í Bandaríkjunum. Hópur-
inn sem þarf aö sinna er mjög stór,“
segir Gunnar.
Nýsmitaður
golfari
í Hartfort búa í kringum 250 þús-
und manns. Gunnar segir að að-
staða til golfiðkunar sé nokkuð góð
í Hartfort og hann sé byrjaður að
stunda það þar sem hann hafi alltaf
langað til þess að prófa það.
„Ég keypti mér golfsett og spila
tvisvar, þrisvar í viku. Ég er farinn
að hitta kúluna. Ég er ekki eins
hæfileikaríkur í golfinu og í dansin-
um. Maður veit ekki hversu erfitt
golf er fyrr en maður byrjar að spila
það,“ segir Gunnar.
Hann segir að ef dansarar á ís-
landi hafi áhuga á að spreyta sig í
útlöndum sé þeim óhætt að tala við
sig. Hann er tilbúinn til þess að leið-
beina íslenskum dönsurum. Gunnar
verður trúlega framkvæmdastjóri
dansskólans í Hartford á meðan eig-
endurnir gera trúlega eitthvað ann-
að. Hann var á leið til Cancun í
Mexíkó á fund með öðrum yfir-
mönnum skólans þegar DV sló á
þráðinn til hans.
Lftil tækifæri
heima
Anna Björk heldur utan fimmta
nóvember og hlakkar hún mjög til
þess að takast á við dansinn aftur
en hún hefur verið í dálitlu fríi.
Meiningin er að Gunni og Anna
Björk dansi saman og jafnvel aug-
lýsi fyrir dansskólann.
„Ég verð á mjög góðum launum
til að byrja með. Ég get vonandi
unnið mig upp í yfirmannsstöðu i
nýja skólanum sem verður opnaður
bráðum. Ég læri áreiðanlega mjög
mikið á þvi að vera þama og verð
vonandi i góðri þjálfun og búin að
ná mér í nafn þegar ég kem heim,“
segir Anna Björk.
Hún er í sömu stöðu og hin en
hana langar til þess að starfa sem
danskennari í framtíðinni. Hún set-
ur fyrir sig að námið tekur fjögur ár
hér á landi þar sem nemar eru á
samningi með lítil laun hjá ein-
hverjum skólanna. í Bandaríkjun-
um getur hún hins vegar tekið próf-
in beint og nýtt sér þá gífurlega
löngu dansreynslu sem hún hefur.
Anna Björk leggur áherslu á að
* dans
munurinn á verðlaunum á íslandi
og í Bandaríkjunum sé sá helstur að
þar eru há peningaverðlaun en á ís-
landi eru það verðlaunapeningar og
farandbikarar.
„Tækifærin era fá fyrir dansara á
íslandi. Hver sem er getur labbað
inn í dansskóla og hafið danskenn-
aranám þó viðkomandi hafi aldrei
dansað. Það tekur mig jafnlangan
tíma að verða danskennari og þetta
fólk þó að ég hafi dansað nánast alla
ævi. í Bandaríkjunum hef ég tæki-
færi til þess að komast fram hjá
þessu,“ segir Anna Björk. -em
Anna Björk og Gunnar byrja aftur aö
dansa saman f nóvember.
DV-myndir ÞÖK
Hafðu fyrirvara!
Pantaðu tímanlega
nHlllli
WÁIÍH ELDSHÖFÐA17
W®lln? SÍMI 587 5128
KIENZLE
EES ökurita
færð þú hjá okkur!
Dlock D.I.V.A.-skjórinn
er með myndmöskva úr nýju efni INVAR, sem
er sérsfaklega hifaþolið. Þessi nýja fækni fryggir
nókvæma lifablöndun og meiri skerpu, ðsamf
bjarfari mynd.
Telefunken S-540N er með:
• 29" Black D.I.V.A-hógæðaskjá
• Zimena Zoom - tveggja þrepa sfækkun
• 40 W Nicam Surround Sfereo
Sísfillf móffoko:
Móffaka á sjónvarpsefninu er sísfillf með
sérsfökum hraðvirkum örgjörva, sem fryggir að
allf flökf á mófföku er leiðréff, þannig að
myndgæðin eru ávallf frygg.
• Allar aðgerðir birfasf á skjá
• Fjölkerfa móffaka - Pal, Secam, NT5C
• 2 Scarf-fengi
• Myndavélafengi að framan
• Tengi fyrir tvo Surround-bakhátalara
TELEFUNKEN
Tilboðsverð
114.800,-
stgr-
Skipholti 1 9
Sími: 552 9800
Grensásvegi 1 1
Sími: 5 886 886
TELEFUNKEN
Black D.I.V.A.