Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1996, Síða 22
22
LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996
Stofnun Kaupþings á verðb réfafyrirtæki í fjármálaborginni Lúxemborg:
Hundruð milijóna
flugu út á fyrsta degi
- tímabært að eignast eitthvað annað en skuldir erlendis, segja forráðamenn Kaupþings
Frá undirritun samstarfssamnings Kaupþings og Rothschild- bankans vegna veröbréfatyrirtækisins í Lúxemborg.
Frá vinstri á myndinni eru Jean Hácmus, forstööumaöur Noröurlandadeildar Rothschild, Siguröur Einarsson, aö-
stoöarforstjóri Kaupþings, Anne de la Vallée Poussin, bankastjóri Rothschild, og Bjarni Ármannsson, forstjóri Kaup-
þings. Fyrir aftan þau stendur Hreiöar Már Sigurösson, sjóösstjóri hjá Kaupþingi, sem sá til þess aö blekiö rataöi á
rétt blöö. DV-mynd Lárus Karl Ingason
Tímamót uröu í íslenska fjár-
málaheiminum í byrjun vikunnar
þegar Kaupþing tilkynnti um stofn-
un verðbréfafyrirtækis í Lúx-
emborg í samstarfi við Rothschild-
bankann. Tveir verðbréfasjóðir
standa innlendum sem erlendum
fjárfestum til boða í fyrstu, annars
vegar alþjóðlegur skuldabréfasjóður
(Kaupthing Fund - Global Bond
Class) og hins vegar alþjóðlegur
hlutabréfasjóður (Kaupthing Fund -
Global Ecuity Class). Sjóðirnir
verða i vörslu Rothschild.
Fréttaljós á
laugardegi
Bjöm Jóhann Bjömsson
Kaupþing varð fyrst íslenskra
verðbréfafyrirtækja til að hasla sér
völl á þessu sviði og ekki aö efa að
fleiri eigi eftir að fylgja í kjölfarið á
næstu misserum.
Langtímamarkmið Kaupþings
með stofnun verðbréfafyrirtækis-
ins, sem á ensku nefnist Kaupthing
Management Company, er að það
skili eigendum alþjóðlegu verð-
bréfasjóðanna og þjóðarbúinu góð-
um arði þegar fram í sækir. Vonast
er til að hægt verði að vekja athygli
fjárfesta um alla Evrópu á þeim
möguleikum sem felast í fjármagns-
ávöxtun á íslandi. Þar er nefnd til
sögunncu- víðtæk verðtrygging hér-
lendis á opinberum bréfum sem geti
verið fýsilegur kostur fyrir fjár-
festa. Vextir hafa verið hærri hér en
víðast erlendis og gæti það einnig
freistað erlendra fjárfesta. Forráöa-
menn Kaupþings benda á aö ef veru-
legt erlent innstreymi fjármagns
verði með tilkomu sjóðanna gæti
það aukið eftirspum og leitt til
lækkandi vaxtastigs á íslandi.
Fiárfest í íslenskum
hlutafélögum
Svo tekið sé dæmi um þessa nýju
sjóði þá er hlutabréfasjóðnum heim-
ilt að kaupa íslensk hlutabréf að
vissu marki og fjárfesta þannig í ís-
lenskum hlutafélögum. Þar með er
búiö að opna leið til að fá nýtt fjár-
magn í atvinnureksturinn og gæti
það haft verulega þýðingu fyrir at-
vinnulíf á íslandi.
Skuldabréfasjóðurinn á a.m.k. 20
til 30 skuldabréfaflokka og dregur
þannig úr áhættu vegna einstakra
skuldara. Meðallíftími verðbréfa-
safns sjóðsins er 4-6 ár en breytist
eftir væntingum sjóðsstjómar um
framtíðarþróun á alþjóðlegum
skuldabréfamörkuðum. Sjóðurinn
fjárfestir í skuldabréfúm útgefnum í
nokkrum gjaldmiðlum en þó má
vægi einstakra gjaldmiðla ekki fara
yfir 40% af heildareignum sjóðsins.
í upphafi verður vægi dollars 40%
og Evrópugjaldmiðla 60%.
700 þúsund króna
lágmark
Kaup og sala í sjóðunum hér
heima fer þannig fram að fjárfestar
fylla út eyðublað sem Kaupþing sér
um að faxa eða póstsenda til
Rothschild-bankans í Lúxemborg.
Fjárhæðin verður að leggjast inn á
erlenda reikninginn innan tveggja
virkra daga og lágmarksfjárhæö er
700 þúsund krónur. Þegar kemur aö
því að selja í verðbréfasjóöunum er
beiöni send til Rothschild og inn-
lausnarverð greitt
í ECU innan fimm
virkra daga. Hlut-
deildarskírteini í
verðbréfasjóðun-
um eru ekki gefin
út. Staðfesting er
send til kaupanda
um að bréfin séu
skráð á nafn eig-
anda hjá
Rothschild.
Eins og áður
sagði tók dóttur-
fyrirtæki Kaup-
þings til starfa í
byrjun vikunnar.
Viðbrögð fjárfesta
voru afar góð. Strax fyrsta daginn
streymdu 300-400 milljóna króna
áskriftir inn í sjóðina og ekki ólík-
legt að fljótlega verði talan komin
vel yfir einn milljarð króna.
Áttu ekki von á
þessum viðbrögðum
„Við áttum von á miklum við-
brögðum en ekki svona snöggum
með verulegum kaupum fyrsta dag-
inn. Þetta sýnir greinilega þörf á
valkostum af þessu tagi,“ sagði Sig-
urður Einarsson, aöstoðarforstjóri
Kaupþings, í samtali við DV en
hann stýrir skútunni á meðan for-
stjórinn, Bjami Ármannsson, er að
ljúka framhaldsnámi í Sviss.
Sigurður sagði að sterk stjórn
veröbréfasjóða hér innanlands und-
anfarin ár hefði verið gott veganesti
við stofhun fyrirtækisins í Lúxem-
borg. Kaupþing hefði náð betri ár-
angri en flestir aðrir innlendir og
erlendir samkeppnisaðilar á mark-
aðnum.
Verðbréfasjóðir Kaupþings, ef
hlutabréfasjóður Auðlind er undan-
skilinn með 2 miliarða veltu, hafa
verið að velta alls um 8 milljörðum.
Aðspurður hvort sjóðirnir í Lúxem-
borg yrðu fljótir að ná þeirri upp-
hæð sagði Sigurður erfitt að full-
yrða um.
„Við höfum lagt megináherslu á
innlenda markaðssetningu fyrstu
vikurnar. Síðan fomm við á fullt að
markaðssetja sjóðina erlendis inn á
sérstaka markhópa. Það fer eftir því
hvemig sú markaðssetning tekst
hvernig fer með heildarstefnu þess-
ara sjóða. Miðað við viðbrögðin inn-
anlands, sem em ævintýraleg, erum
við nokkuð vongóðir. Símalínumar
hérna stoppa ekki,“ sagði Sigurður.
I undirbúningi í tvö ár
Kaupþingsmenn hafa undirbúið
þetta í nærri tvö ár. Mikill tími fór
t.d. í að semja út-
boðslýsingu og
telur hún einar 40
blaðsíður. Samn-
ingaviðræður við
Rothschild-bank-
ann tóku sömu-
leiðis drjúga
stund.
„Áður en það
fór fram þurftum
við að finna sam-
starfsaðilann. Það
er ekki sama hver
það er. Við fórum
í gegnum langt
ferli. Völdum
fyrst sex aðila og
notuðum síðan útilokunaraðferðir.
Við vorum komin niður í tvo mjög
trausta aðila. Það sem skildi á milli
Rothschild og hinna var hin faglega
þekking þeirra á þjónustu við verð-
bréfasjóðsfyrirtæki. Næst var að
óska heimildar bankaeftirlits Lúx-
emborgar og þar em menn ekki
auðveldir viðureignar. Bankaeftir-
litið krafðist mjög ítarlegra upplýs-
inga um rekstur og sögu Kaupþings
og við þurftum að fara í gegnum
stranga skoðun áður en leyfið
fékkst."
Sigurður minnti á að til þessa
hefðu íslendingar fyrst og fremst
safnað skuldum erlendis. Tímabært
væri orðið að eignast annað en
skuldir og fjárfesta í erlendum sjóð-
um og fyrirtækjum. í mörgum ná-
grannaríkjanna væri það talinn
eðlilegasti hlutur að allt spariféð
væri ekki bundið í heimalandinu.
Skref til aukinnar
fjárfestingar
„Það liggur í augum uppi að er-
lendar fjárfestingar íslendinga eiga
eftir að aukast verulega á næstu
árum en þær hafa verið sáralitlar til
þessa. Sjóðimir sem við bjóðum upp
á em mjög hentug skref í þá átt,“
sagði Sigurður Einarsson en á með-
fylgjandi grafi má sjá þróun verð-
bréfaviðskipta íslendinga erlendis
frá ársbyrjun 1994 þegar þeim var
heimilt að fjárfesta erlendis án
hindrana. Kaupin vora töluverð
fyrsta árið en snarminnkuðu í fyrra
vegna slakrar stöðu á verðbréfa-
markaðnum ytra. Með tilkomu
sjóða Kaupþings í Lúxemborg má
áætla aö erlend verðbréfakaup fari i
8 milljarða á þessu ári og salan
nemi 4 milljörðum.
Anne de la Vallée Poussin er
bankastjóri í Rothscild-bankanum.
Hún segir í bæklingi að Kaupþing
hafi sýnt fyrirhyggju með því að
velja Lúxemborg sem aðsetur fyrir
verðbréfafyrirtækið. Þetta sé um-
hverfi sem íslendingar þekki og
treysti. Samskipti landanna standi á
gömlum merg, enda sé þar fjölmenn
íslendinganýlenda.
Ánægjulegt, segja
samtok fjarfesta
„Við höfum
ekkert nema gott
um þetta að segja.
íslendingar hafa
ekki bara verið
að taka lán er-
lendis heldur
hafa menn verið
að festa þar fé síð-
ustu misseri,
bæði einstakling-
ar og lifeyrissjóð-
ir, og ég geri ráð
fyrir að það muni
aukast enn. Ég þykist t.d viss um að
lífeyrissjóöimir eigi eftir að sækja
meira út en þeir hafa gert. flla hefur
gengið að greiða niður skuldir hins
opinbera og mér finnst eðlilegt að
við leitumst eftir að ná jöfnuði með
því einnig að einstaklingar safni
innistæðum erlendis. Það er ánægju-
leg þróun að íslendingar skuli sækja
út á þessu sviði og fá arð í útlöndum
ekki síður en að greiða útlendingum
vexti,“ sagði Þorvarður Elíasson,
skólastjóri Verslunarskólans og for-
maður Samtaka fjárfesta á íslandi,
við DV um nýja þjónustu Kaupþings
en vel á annað þúsund manns eru í
samtökunum sem stofhuð vora fyrir
nokkrum áram.
Greinilegt er að útspil Kaupþings
á íslenska fjármálamarkaönum hef-
ur hitt í mark og fróðlegt verður að
fylgjast með þróun mála næstu mán-
uðina. Miðað við nokkur hundruð
mifljóna króna kaup fyrsta daginn er
ljóst að fjármagn er á leiðinni úr
landi, ekki í skuldir heldur fjárfest-
ingar sem vonandi eiga eftir að skila
aröi.
Verðbréfaviðskipti íslendinga erlendis - í milljónum króna frá ársbyrjun '94 -
± u 9.175
8 8.000 Áætlun til áramóta
6 i6 o23i 4.000
4 4.408 3.214 3.243
2 1.375
0 1994 1995 1996 1994 1995 1996
Kaup Sala
Þorvaröur Elías-
son, formaður
Samtaka fjár-
festa.