Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1996, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1996, Qupperneq 31
JLJV LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996 %lk Úlafía Hrönn Jónsdóttir leikkona er veik fyrir sárkennilegum kjólum: „Nei, er hún ekki í náttkjól!" - var sagt um nýjasta kjólinn hennar þegar hún mætti á frumsýningu nýlega í*’ ana. Hún segir að það hafi safnast til sín kjólar úr öllum áttum gegnum tíðina, konur hafi kannski komið til sín með kjóla og sagt: „Æ Lóla, þessi kjóll er svo mikið þú. Þú skalt bara eiga hann,“ út- skýrir hún. Þegar hún hafi unnið við heimil- ishjálp hafi kona gefið henni fúllan af fal- legum kjólum og þannig hafi hún sank- að þeim að sér. Ólafla Hrönn segist velta því talsvert fyr- ir sér á morgnana þegar hún vaknar hverju hún eigi að klæðast þann dag- inn og það fari mikið eftir því hvemig henni líður á morgn- ana hvernig „Ég spái heilmikið í fot og er alltaf að spá meira og meira í þau. Ég hef til dæm- is í fyrsta skipti í haust velt því fyrir mér hvernig haust- tískan verði. Ég hef gaman að fot- um, sérstaklega skrýtnum kjól- um, og mér fmnst gam- Nýjasti kjóllinn hennar Ólafíu Hrannar kostaöi 1.500 krónur. Hún mætti í honum á frumsýningu og þá var sagt: „Nei, er hún ekki í náttkjól!“ Ólafía Hrönn er hér með eina af uppáhaldsfestunum sínum. DV-myndir ÞÖK an að vera í sérkennilegiun kjól- um. Eftir aö ég fór að syngja þá hafa líka margir kjólar komið til mín og það má segja að ég eigi orðið gott kjóla- safn,“ segir Ólafia Hrönn Jónsdóttir leikkona. Ólafia Hrönn býr á huggulegri efri hæð í gömlu húsi við Skólavörðustíginn og hefur þar gott pláss fyrir sig og kjól- Ólafía Hrönn segir að sér áskotnist á einhvern óskiljanlegan hátt fallegir og sérkennilegir kjolar. Það komi til sín konur og segi: „Æ Lóla, þessi kjóll er svo mikiö þú. Þú skalt bara eiga hann.“ hún klæðir sig. „Ef mér finnst ég falleg og vel vaxin þegar ég vakna þá spái ég mikið í það í hvað ég fari. En ef ég vakna sem hlussa þá pæli ég ekkert í því,“ segir hún og kveðst stundum ganga í kjól hversdags. r Atti eina skó Ólafía Hrönn á nokkra kjóla, sem hún heldur mikið upp á. Hún er til dæmis búin að eiga svartan kjól úr japönsku silki með ásaumuðum plastskeljum í sex ár en nýjasti kjóllinn er gamaldags náttkjóll með þunnum sloppi og kostaði aðeins 1.500 krónur. Hún mætti í honum á frumsýningu nýlega og segir að að- eins ein kona hafi tekið eftir að þetta var náttkjóll og það hafi verið konan hans Sigga Sveins. Hún hafi sagt: „Nei. Er hún ekki í náttkjól!" „Hún tók eftir þessu af því að mamma hennar átti eins kjól,“ út- skýrir Ólafía Hrönn. Margir hafa gaman af þvi að eiga gott skósafn og segist Ólafía Hrönn tilheyra þeim hópi núorðið. Hún tínir fram á gólfið hvert skóparið á fætur öðru, þykka og grófa fjallaskó og finlega og sæta spariskó, vel hirta skó og illa hirta skó og allt þar á milli. Hún viðurkennir að hafa lengi vel átt aðeins eitt skópar, sem hún hafi gengið í öllum stundum, en sé nú nýbyrjuð að safna skóm. „Ég átti eina skó og var í þeim út um allt. Fyrir einu ári breyttist þetta. Ég veit ekki hvað gerðist. Ég fór bara allt í einu að eyða pening- um i fót og skó,“ segir hún og bætir við að Tóta vinkona sín, Þórunn Sveinsdóttir búningahönnuður, sé sér mikil hjálp í fatamálunum. Veik fyrir glingri Ólafía Hrönn er veik fyrir glingri og í skartgripaskríninu hennar, sem ættað er frá móður hennar, er ýmislegt glingur að finna. Hún tek- ur fram fallegar kúlur og setur um hálsinn og segir að sú festi sé í upp- áhaldi fyrir utan semelíusteinana sína. í skríninu er gott safn af falleg- I sex ár hefur Ólafta Hrönn átt svartan kjól úr japönsku silki með ásaumuð- um plastskeljum og er hann í miklu uppáhaldi. um hálsmenum og einmana eyma- ilramma úr eyrnalokkunum. lokkum og segir hún að einhvern -GHS tímann sé meiningin að húa til speg- Ólafía Hrönn er mikið fyrir glingur og á fulit skartgripaskrín af hálsmenum og einmana eyrnalokkum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.