Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1996, Page 32
32 %glgar\iðtal
LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996 JjV
LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996
%elgarviðtal«
Superstar, þá gengur það upp. Ef það
er íslensk tónlist þá hlýtur hún ekki
brautargengi. Kannski er hún ekki
nógu góð en ég hef trú á því að hún
sé nógu góð. Hún hefur bara engan
vettvang. Úti í hinum stóra heimi er
sjónvarpið miðillinn fyrir tónlistina
er. ekki á íslandi. Þó að tónlistin sé
táknmál þjóðfélagsins í dag þá er
enginn þáttur með tónlistarmynd-
bönd á íslandi. Krakkar eru hættir
að lesa bækur, þeir hlusta á tónlist í
útvarpi og horfa á sjónvarpið þar
sem þeir heyra ensku,“ ségir hann.
Helgi telur nauðsynlegt að búa til
þætti í íslensku sjónvarpi með tón-
listarmyndböndum og styðja þannig
við bakið á íslenskri tónlist. Hann
segir að auðvitað hafi verið mikil
umfjöllun um íslenska tónlist fyrir
nokkrum árum og eðlilega gangi sú
umfjöllun i bylgjum. Þetta hafi þó
verið að gerjast lengi í sér og hann sé
ekki að tjá sig um þetta núna af
þeirri ástæðu einni að hann sé stadd-
ur erlendis og fyUist því eldmóði
heldur sé þetta mál sem þarf að
halda vöku sinni yfir.
„Ég las í ítölsku blaði að það væri
búið að tilnefna Bob Dylan tU nóbels-
verðlauna í bókmenntum. Það finnst
mér frábært. Það eykur viröinguna
fyrir tónlist okkar tíma,“ segir hann.
Hraðlestin
rennur áfram
Helga verður tíðrætt um það að
takast á við sjálfan sig og hversu
þroskandi það sé fyrir hvern mann
að skipta um umhverfi. Honum
finnst það yndislegt að fá tækifæri tU
að dveljast í „einskismannslandi" og
fá tíma til að „hugsa og endurmeta
sjálfan sig. Maður tekst á við sjálfan
sig á aUt annan hátt þegar maður
hefur ekki það öryggi sem maður á
að venjast í sínu heimalandi.
Kannski kemur ekki neitt út úr
þessu og maður byrjar að fara hring-
veginn enn einu sinni,“ segir hann.
- En af hverju verður honum tíð-
rætt um að takast á við sjálfan sig?
„Ég held að það sé manneskjunni
svo hoUt að takast á við sjálfa sig
vegna þess að öU lendum við fljótt
inn á ákveðinni braut og rennum
síðan sjálfkrafa áfram. Maður finnur
eitthvert öryggi og rennur áfram á
teinunum eins og hraðlest, án þess
að hugsa um það. Kannski rennur
maður þangað sem maður viU ekki
fara,“ svarar hann.
r
A krossgötum
„í mínu tilviki þá er ég búinn að
vera svo lengi í ákveðnu hlutverki,
kannski hlutverki sem mig langar tU
að losna út úr en hef ekki fengið
tækifæri tU þess. Þó að maður sé
sjálfur búinn að losa sig út úr þessu
hlutverki þá eru allir aðrir með
mann í því. Maður fær ekki tækifæri
tU að horfa á sig á annan hátt en hin-
ir sjá mann,“ útskýrir hann og legg-
ur áherslu á að það sé hverjum
manni hoUt að setja sig i önnur spor
á öðrum stað.
Helgi játar því að standa á kross-
götum i lífi sínu. Hann segist vera
búinn að fá nóg af „ákveðinni" járn-
brautarlest og vUji fara að skipta um
spor. Núna segist hann bara leyfa líf-
inu að taka sína stefnu og taka því
sem að höndum ber. -GHS
að. Hvað það verður nákvæm-
lega finnst mér mjög spennandi
að vita,“ segir hann.
Þröngsýnir
gagnrýnendur
Helga fmnst íslenskir rokkgagn-
rýnendur vera þröngsýnir og hafa
mjög takmarkaðan sjóndeildar-
hring og hann segir að engin virö-
ing sé borin fyrir popptónlistinni
og því sem verið sé að gera í þeim
geira á íslandi. „Á íslandi er enginn
stuðningur við íslenska tónlist, enda
er hún hálfþartinn að deyja út. Það
eru bara „dínósárarnir" sem halda
út, Sólin, Bubbi... og Páll Óskar og
Emilíana Torrini syngja ekki ís-
lenska tónlist," segir hann.
„Ef það er
eitthvað útlenskt: Stone Free, Hárið,
Rocky Horror eða Jesus Christ
„Þetta er
kannski að einhverju
leyti bless viö síöustu ár,“
segir Helgi Björnsson, söngvari ■
SSSól.
Helgi hefur þótt stórkostlegur leikari og heillaöi margan leikhúsgestinn upp úr
skónum sem elskhugi danskrar heföarkonu í leikritinu Ljón á síöbuxum eftir
Björn Th. Björnsson fyrir nokkrum árum.
Helgi Björnsson, lengst til vinstri, sem danski elskhuginn á æfingu á stykkinu
Ljón á síöbuxum.
sé hættur, að við komum ekki til
með að semja eitt einasta lag saman
eða gefa neitt út,“ segir Helgi og bæt-
ir við að nú langi sig til að nota tím-
ann á Ítalíu til að vinna að hugðar-
efnum sínum, „ýmsum hlutum" sem
hann hafi lengi langað til að gera.
Lítið svigrúm
á íslandi
„Mig langar til að skrifa ýmislegt
sem hefur blundað í mér, kvik-
myndahandrit sem ég er búinn að
ganga með í maganum lengi og
semja mína eigin tónlist. Hér fær
maður kannski smáfrið og fjarlægð
til að sinna þessum hlutum," segir
Helgi.
Hann vúl ekki gefa neitt upp um
kvikmyndina eða söguþráð hennar
en segist lengi hafa haft mjög
ákveðnar hugmyndir um kvikmynd
sem sig langi til að gera. Myndin sé
á svo miklu byrjunarstigi að ekkert
sé hægt að segja um hana, það sé
ekki einu sinni vist að hún líti dags-
ins ljós.
Þá er hann að vinna leynt og ljóst
að sólóplötu sem hann langar til að
gefa út en ekki virðist hann gefa
mikið út á frama í tónlistarbransan-
um á Ítalíu um leið og hann viður-
kennir að á íslandi bjóði það ekki
upp á mikið svigrúm að vera
rokktónlistarmaður.
Sækja örugglega
í sig veðrio
Helgi rifjar upp að árið 1991 hafi
Sólin farið til Bretlands að tilstuðlan
Jakobs Magnússonar, sem hafi unn-
ið ótrúlega mikið og gott starf í Bret-
landi en það hafi ekki verið metið að
verðleikum. Sólin gerði samning við
Diva Records og vann í eitt og hálft
ár að því að brjóta sér leið inn á
Bretlandsmarkað en þetta samstarf
gekk ekki upp og stóð Sólin þá
frammi fyrir því að leggja vinnu í að
býrja á byijunarreit aftur eða fara
heim.
Björk er frægust íslenskra tónlist-
eirmanna og segir Helgi að hún hafi
óneitcmlega rutt brautina og búið til
ákveðið hugrekki hjá samlöndum
sínum. Þess hafi gætt fyrir nokkrum
árum og þess gæti enn þá meira í
dag. Menn hafi meira sjálfstraust
enda sé meira mark tekið á íslandi
eftir að hún er búin að brjóta leiðina.
íslendingar eigi örugglega eftir aö
sækja í sig veðrið í Bretlandi, hvort
sem það verði Eyþór og Móa, Botn-
leðja, Kolrassa krókríðandi eða ein-
hver annar og „vonandi þau öll“, seg-
ir hann.
Stórkostlegur
sem elskhugi
Helgi er menntaður leikari og út-
skrifaðist fyrir rúmum tiu árum frá
Leiklistarskóla Islands. Hann hefur
vakið mikla athygli fyrir frcunmi-
stöðu sina á leiksviðinu undanfarin
ár þó að ekki hafi hann kannski ver-
ið í mörgum hlutverkum. Hann lék
fyrst í Ástin sigrar eftir Ólaf Hauk
Símonarson og var Sæli i Landi míns
fóður eftir Kjartan Ragnarsson og
svo hefur hann verið í ýmsum
stykkjum, leikritum og söngleikjum,
til dæmis Rocky Horror í Loftkastal-
anum í fyrra.
Helgi sló eftirminnilega í gegn í
Borgarleikhúsinu sem Ólafur Ijó-
svíkingur í Ljósi heimsins fyrir sjö
árum. Hann þótti stórkostlegur sem
elskhugi danskrar hefðarkonu i leik-
ritinu Ljón á síðbuxum eftir Björn
Th. Björnsson og stóð sig afbragðsvel
í söngleiknum Kysstu mig Kata eftir
Cole Porter fyrir nokkrum árum.
Með sina sterku útgeislun þykir „lo-
ver týpan" Helgi sterkur leikari -
það hefur hann sýnt og sannað. En
hefur hann sinnt leiklistinni nóg?
„Á ákveðnum tíma stóö ég frammi
fyrir því að geta ekki sinnt bæði leik-
listinni og hljómsveitinni. Það var
einfaldara fyrir mig að segja „OK,
það er auðveldara að taka leiklistina
upp seinna en vinsælt band“ þannig
að ég ákvað að gefa leiklistinni
ákveðið frí og keyra áfram með
bandið. Nú er kannski komið að öðr-
um krossgötum, að því aö ákveða
hvort kominn sé tími á eitthvað ann-
lægðin uppi á stóru sviðunum þar
sem við erum búnir að vera undan-
farin ár,“ útskýrir hann.
Nokkrir tónleikar verða teknir
upp með hugsanlega útgáfu í huga,
jafnvel nú fyrir jólin, og lokatónleik-
arnir verða svo haldnir með pomp og
pragt í Reykjavík eftir þrjár vikur.
Helgi segir að þeir verði endapunkt-
urinn í sögu sveitarinnar í bili en
Stöð 2 mun taka þá upp og sýna.
„Ég er ekki hættur að syngja en
það eru kannski kaflaskil í þessum
eilífa hring um sveitir og ballstaði ís-
lands,“ segir hann.
Bless við
síðustu ár
Hljómsveitin SSSól er orðin tíu
ára gömul. Hún byrjaði feril sinn
sem tónleikaband eingöngu, gaf út
tvær plötur og spilaði i upphafi ein-
göngu á tónleikum en fór svo að
spila á böllum. Tveimur árum eftir
að SSSól varð til fór bandið í ferð um
landiö og spilaði órafmagnað á hverj-
um stað. Helgi segir að með þeirri
ferð megi kannski segja að bandið
hafi farið inn á ákveðið svið og það
sé því kannski ágætlega við hæfi að
taka upp þráðinn núna í ljósi þess að
komið sé að ákveðnum krossgötum.
„Ef maður ætlar að lifa af rokktón-
listinni á íslandi þá verður maður að
fara inn í ákveðinn hring, það eru
dansstaðir og sveitaböll. Þar sem
þetta er mitt lifibrauð þá eru mögu-
leikarnir ekki margir. Maður verður
að fara inn á þessa braut því að það
framfleytir manni ekki að halda tón-
leika þrisvar á ári með 250 áhan-
gendum þannig að maður spili það
sem mann langar mest til að gera.
Svo þarf að taka mið af markaðin-
um. Þetta setur manni ákveðnar
skorður og hleypir ekki endilega út
öllu sem mann langar mest til að
gera,“ segir hann.
„Þetta er kannski að einhverju
leyti bless við síðustu ár en mér
finnst alltaf erfitt að segja að maður
Kaflaskil í
eilífum hring
Helgi og fiölskylda hans hafa tekið
á leigu litla íbúð í gamalli og þröngri
götu við suðurbakka Arno-árinnar,
miðsvæðis í Flórens, og eru þau þeg-
ar búin að dveljast þar í nokkrar vik-
ur, koma sér fyrir og farin að kynn-
ast nágrönnunum. Það hefur lengi
verið draumur fjölskyldunnar að
fara til Ítalíu og dvelja þar í vöggu
evrópskra lista og menningar og seg-
ir Helgi vel koma til greina af sinni
hálfu að búa á Ítalíu um lengri tíma
en enn er þó aðeins stefnt að eins árs
dvöl. Sjálfur verður hann með annan
fótinn á íslandi næstu tvo til þrjá
Helgi er leikari aö mennt og hefur tekið þátt í nokkrum sýningum. Hér er hann
í hópi leikara í sýningunni Rocky Horror sem var á fjölunum í fyrra. Helgi seg-
ir aö íslensk tónlist eigi erfitt uppdráttar en allt sem sé útlenskt, til dæmis
Rocky Horror, gangi upp.
*.«.»
r,,i uera búinn aö fa nog a „ u-uwt-
T'“ár “u —iJífSíSS-r^tssxsi þ«««-
ZSSXSBon,,m
ur á íslandi.
til sautján ára til Flórens á
Ítalíu. Vilborg fer til áframhaldandi
náms í bókmenntum og heimspeki
og bömin þeirra setjast á skólabekk.
Elsti sonurinn, Orri, lærir ítölsku,
Bjöm Halldór, 12 ára, er byrjaður á
fullu í ítölskum grunnskóla og spark-
ar bolta með jafnöldrum sínum í
knattspyrnufélaginu á staðnum.
Litla daman, Hanna Alexandra, 3ja
ára, er í leikskóla.
hinir konsertarnir vom, heldur
verður þetta meira okkar eigið. Við
ætlum að setja upp palla á staðnum
og sú nálægð sem þannig fæst þjónar
þessu kassagítardæmi betur en fjar-
Helgi Bj'örnsson er
fluttur ásamt fjöl-
skyldu sinni til Flór-
ens á Ítalíu. Eigin-
kona hans, Vilborg
Halldórsdóttir, verð-
ur þar í námi í vetur
og börnin, Orri,
Björn Halldór og
Hanna Alexandra,
eru í skóla. Helgi
veröur meö annan
fótinn á íslandi
næstu mánuði, leik-
ur í stuttmynd og er
meö sólóplötu í bí-
gerö.
DV-mynd Alessandro
Frassinelli
„Ég er að nema sjálfan mig. í
fyrsta skipti í langan tíma veit ég
hvað ég heiti. Ég hef ekki vitað það
lengi því að maður hefur verið svo
brjálæðislega upptekinn af því sem
hefur verið að gerast kringum mann.
Ég hef alltaf þurft að vera á fleiri en
einum stað í einu og verið svo upp-
tekinn af því að framfylgja öllum
skyldum og kvöðum sem lagðar eru
á mann þegar maður er kominn í
ákveðna stöðu í þjóðfélaginu. Það er
erfitt að vera þekktur í svona litlu
þjóðfélagi eins og ísland er,“ segir
Helgi Bjömsson, söngvari hljóm-
sveitarinnar SSSól.
Helgi er fluttur með eiginkonu
sinni, Vilborgu Halldórsdóttur leik-
konu, og þremur börnum á aldrinum
mánuði.
SSSól er að fara í sína síðustu tón-
leikaferð um landið nú í lok október
og mun spila órafmagnað á eigin
leiksviði fyrir framhaldsskólanema
sem hljómsveitin ætlar sér að láta
setja upp á hverjum stað, auk þess
sem Helgi hefur tekið að sér ýmis
verkefni sem hann verður að ljúka
og leikur meðal annars í auglýsingu
og stuttmynd.
„Við ætlum að gera þennan túr
svolítið MTV-legan og þá ætlum við
ekki að fara bara upp á sviðið á
hverjum stað heldur búa til okkar
eigin svið og tjalda okkar eigin tjöld-
um. Hver konsert verður ekki bara
uppi á gamla sviðinu, þar sem allir
Leikarinn og söngvarinn Helgi Björnsson er fluttur til Flórens og stendur þar á krossgötum:
Þreyttur á rokkhraðlestinni
skipta
vinnur að því að gefa út sólóplötu og gengur með kvikmynd í maganum