Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1996, Side 37
JLlV LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996
Armin
45
Við borðum meira
af vana en sulti
- varist ofæfingar og farið ekki of
„Fyrstu tvær vikurnar fara næst-
um því eingöngu i að koma af stað
viðhorfsbreytingu hjá þeim sem eru
að byrja að æfa og jafnvel þeim sem
eitthvað eru komnir á leið. Jafn-
hliða hægri uppbyggingu æfinga fæ
ég fólkið til að drekka mikinn
vökva, það er einmitt einkennandi
fyrir flesta að þeir drekka alls ekki
nógu mikið vatn,“ sagði Ólafur
Þórisson, þjálfari hjá Júdó-Gym,
einni líkamsræktarstöðinni í
Reykjavík. Auk venjulegrar
þjálfunar tekur hann
einnig í einka-
tíma, hæði þá
sem eru að
hefja líkams-
rækt og hina
sem lengra eru komnir.
„Ég fæ fólkið til að
skoða hvað það lætur ofan í
sig, bita fyrir bita, og síðan skrá
það niður. Reynslan sýnir að matar-
æði okkar skapast meira af vana en
því að við borðum endilega þegar
við erum svöng.
Vatn,
vítamín og hóf-
leg hreyfmg
og átök
eru
grundvaUaratriði í byrjun. Fyrsta
skrefið er viðhorfsbreyting og að
gera sér grein fyrir þvi að hest er að
fara hægt og rólega af stað. Þetta er
mun betra en þar sem menn setja
undir sig hausinn og ætla að
taka á hlutunum með stórum
skelli. Slíkt gengur ekki,
sama hvað menn reyna,“
segir Ólafur Þórisson.
geyst af stað, segir Ólafur Þórisson, þjálfari í Júdó-Gym
Of miklar
æfingar
geta
feitt
til
afturfarar
Einn moli hár
og annar þar...
Þegar fólk fer að sundurgreina
hvað það lætur ofan í sig hita fyrir
hita sér það oft að sopi af gosi hér og
sopi þar getur jafhvel komist upp í
að verða einn lítri á dag. Einn og
einn sælgætismoli getur dregið sig
saman í heilmikið sykurát, þegar
allt er talið, o.s.frv. Þessi athugun á
mataræðinu hefur oft ótrúlega skjót
áhrif á fólk. Þegar það sér svart á
hvítu hvað það borðar er auðveld-
ara en ella að breyta hlutunum og
borða markvissara og jafnframt
hollari mat en áður. Það er líka full
ástæða til að hvetja fólk til að prófa
nýja rétti og nýjar tegundir. Engin
ástæða er til að vera hikandi við
það því það versta sem gerst getur
er að manni þyki maturinn ekki
góður.
Hveragerði:
Rannsóknarstofnun
Jónasar Kristjánssonar
- aðstaða til vísindalegra rannókna á grunni náttúrlækningastefnunnar
- Er þetta þá bara eitt-
hvert dúll í byrjun? Þarf ekk-
ert að taka á?
„Nei, nei, þetta er ekkert dúll
og það þarf að taka á og setja sér
markmið," segir Ólafur. „Hins
vegar má aldrei gleyma því að
myndirnar af fólkinu í íþróttablöð-
unum og fólkinu sem sýnt er við
keppni í vaxtarrækt og öðru eru af
fólki sem æft hefur reglulega og
markvisst svo árum skiptir. Þeir
sem eru að byrja eftir áralangt jafn-
vel áratuga- fjarveru frá öllum
íþróttum og hreyfingu verða að
byggja undirstöðuna fyrst.
Sannleikurinn er sá að það er
ótrúlega oft sem við þjálfararnir
verðum að vara fólk við ofæfingum
og að fara sér of geyst. Of miklar æf-
ingar og þegar ekki er samræmi í
mataræði og miklum æfingum geta
leitt til stöðnunar og jafnvel aftur-
farar. Vilji menn brenna fltu og
jafnframt byggja upp vöðva líkam-
ans, eins og flestir stefna að verður
að vera samræmi i áreynslu, matar-
æði og öðru. Jafnframt þessu má
ekki gleyma gildi þess að teygja
bæði fyrir og eftir æfingar. Teygj-
urnar eru einn vanmetnasti þáttur
hreyfingar og mega aldrei falla nið-
Fram undan...
Sparisjóðshlaup UMSB 5.
október. 30 km boðhlaup. Hver
sveit skal skipuð 10 hlaupurum
og þar af a.m.k. 4 konum. Hver
hlaupari hleypur 3 x 1 km (1
km í senn þrisvar sinnum).
Skráningar berist til skrifstofu
UMSB, Borgarbraut 61, Borgar-
nesi, sími 437 1411.
Víðavangshlaup íslands 12.
október. Keppnin fer fram í
Mosfellsbæ og hefst kl. 14.00 í
yngstu aldursflokkunum. Vega-
lengdir og flokkaskipting:
Strákar og stelpur, 12 ára og
yngri, piltar og telpur, 13-14
ára, meyjar 15-16 ára hlaupa 1,5
km. Sveinar 15-16 ára, drengir
17-18 ára, konur 17 ára og eldri
hlaupa 3 km. Karlar 19-39 ára,
öldungaflokkur 40 ára og eldri
hlaupa 8 km. Keppt er jafn-
framt í 4 manna sveitum í öll-
um flokkum nema öldunga-
flokki þar sem keppt er í 3
manna sveitum. Skráning og
greiðsla þátttökugjalds berist
skrifstofu Aftureldingar fyrir 9.
okt. nk., sími 566 7089.
SRI Chinmoy friðarkeppn-
ishlaup 13. október. Hefst kl.
14.00 við Ráðhús Reykjavíkur.
Vegalengd 2 milur (3,2 km).
Flokkaskipting ákveðin siðar.
Verðlaun fyrir fyrstu í mark,
einnig verðlaun til þeirra sem
ná bestum árangri á heimsvísu
en þetta er alþjóðlegt hlaup.
Upplýsingar hjá Sri Chinmoy
maraþonliði í síma 553 9282.
Umsjón
Fyrsta Þingstaðahlaupinu lokið:
Frá Lögbergi á Þingvöllum
niður á Austurvöll
- lögð verður áhersla á að tryggja þátttöku alþingsmanna við fyrsta tækifæri
Rannsóknarstofnun Jónasar
Kristjánssonar læknis var formlega
opnuð 20. þessa mánaðar I Heilsu-
stofnun NLFÍ í Hveragerði. Jónas
var stofnandi Heilsustofnunarinnar
og brautryðjandi náttúrulækninga-
stefnunnar hér á landi.
I ræðu Ólafs B. Thors, formanns
stjórnar stofnunarinnar, við athöfn-
ina sagði hann m.a. að Jónas Kristj-
ánsson hefði oft látið þá skoðun í
ljós að æskilegt væri að treysta
skoðanir náttúrulækningamanna
með vísindalegum rannsóknum og
nauðsynlegt væri að koma á fót
rannsóknarstofnun i því sambandi.
Nú væri ósk hans orðin að veru-
leika.
Markmið Rannsóknarstofnunar-
innar er að efla alla rannsóknar-
starfsemi innan Heilsustofnunar
NLFÍ, einkum þá rannsóknarstarf-
semi sem sértaklega tengist hug-
myndafræði Jónasar Kristjánssonar
læknis. Til þess að ná þessu mark-
miði mun einstaklingum verða boð-
in aðstaða innan og utan stofnunar-
innar til að vinna að rannsóknar-
verkefnum og er gert ráð fyrir
tveggja til þriggja mánaða dvöl í
senn. Þeir sem njóta aðstöðunnar
eiga einnig að fá aðstoð við útgáfu
fræðirita. Þeir fá til afnota góða
íbúð við Heilsustofnun þar sem
einnig verður góð vmnuastaða.
í stjórn Rannsóknarstofnunar
Jónasar Kristjánssonar eru fimm
menn, tveir tilnefndir af Náttúru-
lækningafélagi íslands og þrír til-
nefndir af rekstrarstjórn. Þeir eru:
Þórður Harðarson prófessor, dr.
Jónas Bjamason, Gísli Páll Pálsson
framkvæmdastjóri, Sigurður Thor-
lacius tryggingayflrlæknir og dr.
Sigríður Halldórsdóttir.
Fyrsta Þingstaðahlaupið hefur
farið fram. Hlaupið var frá Lög-
bergi á Þingvöllum til Reykja-
víkur og þar lauk hlaupinu við
Alþingishúsið á Austurvelli.
Lagðir voru að baki 50 km og er
ætlunin að þetta verði árlegur
viðburður. Lögð verður áhersla á
að tryggja þátttöku alþingsmanna í hlaupinu enda við-
eigandi þegar hlaupið er frá elsta þingstað heims og
hlaupinu lokið við núverandi starfsstað arftaka þess, Al-
þingis við Austurvöll.
En 50 km hlaup ér þolraun sem engum aukvisum er
bjóðandi. Menn verða að vera í góðu líkamlegu formi.
Það voru því ánægðir og glaðir þremenningar sem luku
hlaupinu um kaffileytið þennan laugardag. Þar voru á
ferð Gísli Ragnarsson yfirkennari, Ágúst Kvaran pró-
fessor og Sigurður Gunnsteinsson forstöðumaður. Mel-
korka Ágústsdóttir var þeim síðan til aðstoðar og færði
þeim meðal annars þá ófáu lítra af vatni sem drukknir
voru á leiðinni.
Allir þrír félagar í Ölhópnum
„Þetta var ákveðið fyrir nokkrum vikum og þegar til
kom vomm við þrír sem lögðum í hann,“ sagði Sigurð-
ur Gunnsteinsson í viðtali við DV. Þeir félagar eru allir
í svonefndum Ölhópi sem m.a. hleypur saman vikulega
og þá ýmist frá Sundlaugunum í vesturbæ í Reykjavík,
Árbæ eða Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði. Þegar aðrir
góðborgarar stíga hægt og virðulega úr rekkju á sunnu-
dagsmorgnum eru þeir Ölhópsmenn komnir á ferð og
hlaupa þá gjaman rúma 20 km eða þaðan af meira.
Höfðum áhyggjur af brekkunni við
Varmá sem nu er nefnd Þingbrjótur
„Við vorum heppnir með veður, það var hlýtt og að-
eins rigning á Mosfellsheiðinni," sagði Sigurður enn
fremur. Aðeins ein mikil brekka var á leiðinni, við
Varmá í gegnum Mosfellsbæ, á móts við Hlégarð. Við
vorum hins vegar í góðu formi og þessi farartálmi, sem
við höfðum fyrir fram nefnt Þingbrjót, af ótta við hann,
Upphaflega var ætlunin að birta myndir af þeim þre-
menningum fyrir og eftir 50 km hlaupið, svona til þess
að gefa kost á samanburði. Slíkt reyndist óþarfi. Ef eitt-
hvað var þá voru kapparnir til muna hressilegri að loknu
hlaupi en viö upphaf þess. Aö einhverjum detti í hug án
þess aö vita það að þessir þrír hafi rétt nýlokiö 50 km
hlaupi þegar myndin er tekin er af og frá en sú er samt
raunin. Frá vinstri: Siguröur Gunnsteinsson, Ágúst
Kvaran og Gísli Ragnarsson.
DV-mynd Melkorka Ágústsdóttir
reyndist okkur léttur þegar til kom. Þá var aðalspenn-
ingurinn eftir en það var hvemig okkur mundi reiða af
eftir að hefðbundinni maraþonvegalengd væri lokið.
Það var í Ártúnsbrekkunni og þá kom það okkur
skemmtilega á óvart hve við áttum mikið eftir, svo sið-
ustu átta kílómetrarnir niður í bæ reyndust okkur til-
tölulega léttir. Þar sem þetta var I fyrsts skipti sem
Þingstaðahlaup var háð var tíminn ekki aðalatriði en
samt sem áður voram við ánægðir með hann. Þessa 50
km fórum við á 4 klst. og 40 mínútum.
Þeir Gísli, Ágúst og Siguröur eru allir þaulvanir lang-
hlauparar. Sigurður hefur þó hlaupið skemmst þeirra,
eða aðeins í fjögur ár, en hinir lengur.
Fyrsta Þingstaðahlaupinu er lokið. Draumur þeirra
félaga er að gera það að árlegum viðburði. Alþingis-
menn eru eins og áður sagði velkomnir og raunar er það
gott dæmi um aukinn áhuga á hreyfingu og útivist að
ekki þarf að koma neinum á óvart að einn eða fleiri
þeirra sláist i hópinn innan skamms.