Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1996, Page 41
LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996
49
Fatnaður og skór
á góðu verði
í Edinborg er hægt að fá
kvenskó frá tæpum 2 þúsund
| krónum upp í 10 þúsund og þar
yfir. Vandaða skó má fá rétt
undir 4 þúsund krónum. Ný-
tísku kápur úr kasmírullar-
blöndu kosta frá 8 þúsund krón-
um. Siðbuxur og pils úr þokka-
legum efnum er hægt að fá fyr-
ir rúmar 2 þúsund krónur.
Barnafatnaður er án söluskatts.
Gómsæt skosk lifrar-
pylsa og annar matur
Skotar búa til lifrarpylsu
eins og íslendingar og troða í
vömb. En „pylsan“, sem þeir
nefna haggis, er lausari í sér en
Isú íslenska, magrari og meira
krydduð. Hún er hið mesta lost-
æti, borin fram með rófustöppu
og kartöflumús. Hægt er að fá
lifrarpylsuna í forrétt og kostar
þá skammturinn tæpar 200
krónur.
Aðalréttir, skoskir og alþjóð-
legir, kosta oft um 500 krónur á
krám og veitingastöðum og eru
skammtarnir stórir. Ekki er
óalgengt að fá þriggja rétta mál-
tíð undir eitt þúsund krónum.
Söfn fyrir viskíunn-
endur, bókaorma og
smáfólk
í gamla bænum í Edinborg er
sérstakt viskísafn þar sem gest-
ir fá að kynna sér sögu viski-
framleiðslunnar og kaupa veig-
ar. Sérstakt rithöfundasafn,
Writers Museum, hefur verið
sett á laggirnar til að heiðra
minningu þriggja skoskra
skálda, Roberts Burns, Sir
Walters Scotts og Roberts Louis
Stevensons. Leikfangasafii fyrir
smáfólkið og stór börn, sem
vilja rifja upp leiki bemskunn-
ar, er vinsæll viðkomustaður
sem og dýragarðurinn í Edin-
borg.
Hótel í
hjarta borgarinnar
Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn
býður viðskiptavinum sínum
gistingu á góðum hótelum í
Edinborg sem flest era í hjarta
borgarinnar. Frá Hiltonhótel-
inu er ekki nema 10 mínútna
gangur á aðalverslunargötuna.
Apexhótelið er nýtt hótel í
gamla bænum og þaðan er ekki
heldur langur gangur í helstu
búðirnar. Jarvis Mount Royal
hótelið er á sjálfu Princes
Street og King James Thistle
hótelið er við austurenda henn-
ar. Er innangengt frá hótelinu í
stóra verslunarkeðju.
Edinborg:
Engri annarri lík
„Edinborg hefur haft mikil áhrif
á okkur; hún er mjög falleg, gjörólík
öllu öðru sem ég hef séð; og það sem
meira er, Albert, sem hefur séð svo
margt, segir hana ólíka öllu öðru
sem hann hefur séð.“ Þessi orð eru
höfð eftir Viktoríu Bretlandsdrottn-
ingu eftir heimsókn hennar og eig-
inmanns hennar, Alberts, til Edin-
borgar um miðja siðustu öld. Þeir
sem koma til Edinborgar í dag taka
undir þessi orð drottningar og maka
hennar.
Borgin er ákaflega falleg og ferða-
langar finna stöðugt fyrir nálægð
sögunnar. Frá kastalanum, sem
gnæfir yfir borgina, niður að höll-
inni, sem er opinber dvalarstaður
Elísabetar drottningar í heimsókn-
um hennar til Edinborgar, ganga
vegfarendur nánast í fótsporum
kónga, drottninga og óbreyttra borg-
ara liðinna alda.
Margir frægir
pyntaðir og drepnir
Kastalinn hefur verið nátengdur
sögu Skotlands í níu aldir og í hon-
um hafa margir frægir menn verið
pyntaðir og drepnir. Einni byggingu
kastalans var hlíft í óvinaárásum.
Það var kapella Margrétar drottn-
ingar sem var uppi á síðari hluta 11.
aldar. Talið er að Margrét hafi hitt
eiginmann sinn, Malcolm III
Skotlandskonung, er hann var send-
ur til ensku hirðarinnar eftir að
Macbeth hafði myrt Duncan föður
hans.
Sé farið í helgarferð til Edinborg-
ar er tilvalið að velja morgunstund
til að skoða kastalann. Ýmsir at-
burðir sögunnar eru settir á svið
með litlum leikmyndum í einni
byggingu kastalans en krúnudjásn-
in, sem eru til sýnis, eru ekta.
Glæsilegt hemaðarsafn er í kastal-
anum og fallbyssa frá 15. öld sem
Skotar eru stoltir af, þó svo að talið
sé að hún komi frá Belgíu.
Royal Mile er gatan kölluð sem
liggur frá kastalanum niður að höll-
inni, Palace of Holyroodhouse, sem
einnig á sér merka og blóðuga sögu.
Draugaganga
í gamla bænum
Að kvöldlagi gefst tækifæri til að
kynna sér gamla bæjarhlutann og
dekkri hliðarnar á lífi hinna al-
mennu borgara í svokallaðri
draugagöngu sem reyndar er hin
besta skemmtan. Leikarar segja sög-
Minnismerki um rithöfundinn Walter Scott er á Princes Street, helstu versl-
unargötu Edinborgar. DV-mynd IBS
ru af nomum, aftökum og öðrum at-
burðum liðinna alda. Gangan tekur
um það bil klukkustund og er farið
hægt yflr. Upplýsingar um hvaðan
lagt er upp má fá á hótelum.
Meðal þess sem sögumaður segir
frá er líkstuldur í borginni á síðustu
öld. Læknanemar fengu ekki nema
eitt lík til krufningar á ári og
keyptu því lík af þjófum sem létu
greipar sópa í kirkjugörðum. Til að
koma í veg fyrir þetta athæfi var
reistur varðturn í einum kirkju-
garðanna og stendur hann enn. Bí-
ræfnustu sölumennimir áttu það til
að lokka til sín þyrsta samborgara
og feröamenn og veita þeim veigar.
Síðan var hinum grunlausu komið
fyrir kattamef og líkin seld lækna-
nemum.
Vinsæl krá við
aftökutorg
Til að ná úr sér hrollinum eftir
litríka frásögn sögumanns, sem
göngumenn era látnir taka þátt í, er
gott að ylja sér á hlýrri krá, jafnvel
þó hún heiti The Last Drop, Síðasti
dropinn, og sé við torgið þar sem af-
tökur fóru fram, Grassmarket. Krá-
in er vinsæl og það er einnig írska
kráin Finnegan’s Wake á Victoria
Street.
Þegar fer að líða á kvöld um helg-
ar myndast þar biðröð. Stemningin
innandyra er hin fjörugusta. Finger
á Frederick Street er píanóbar þar
sem lög sjöunda og áttunda áratug-
arins eru spiluð. Píanóleikarinn er
flinkur og er ekki í vandræðum með
að leika óskalög gesta.
Búðaráp auðvelt
milli glæsilegra versl-
ana
Búðaráp í Edinborg er auðvelt.
Allar helstu verslanirnar sem selja
fatnað eru á einni götu, Princes
Street. Við vesturenda götunnar er
vöruhúsið House of Fraser sem sel-
ur mjög vandaðan fatnað. Við aust-
urendann er „kringlan" St. James
með fjölda góðra verslana.
Á Princes Street er einnig Jenn-
ers vöruhúsið sem er elsta vömhús
í heimi með sérverslanir. Þar má fá
gæðavöru. Á Thistle Street fást
antik skartgripir og á Royal Mile
eru verslanir með skoskum varn-
ingi af öllu tagi, þar á meðal viskíi
sem fæst hvergi annars staðar.
Á St. Stephens Street eru margar
antikverslanir. Smáverslanirnar á
Victoria Street í gamla bænum eru
heimsóknar virði. Þó svo að ekki
þurfi að fara langar vegalengdir er
ekki útilokað að ferðalangar verði
þreyttir í handleggjunum af poka-
burði. Auðvitað er hægt að setjast
inn á kaffihús eða krá en vilji menn
ró og næði í smástund er kirkjan St.
Johns góður griðastaður. Bekkirnir
eru bólstraðir og þar er hægt að
hvíla lúin bein og nudda verkinn
burt úr öxlunum um leið og fegurð-
ar kirkjunnar er notið. Þegar út er
komið má gjóa augunum á turninn
í kirkjugarðinum við St. Johns þar
sem varðmaður sat til að fylgjast
með líkþjófum.
-IBS
Edinborgarkastali gnæfir yfir borgina. Margir frægir menn voru pyntaðir og
drepnir í honum.
Victoria Street í gamla bænum er
sjarmerandi verslunargata meö
mörgum litlum sérverslunum.
DV-mynd IBS
Sögumaöur í draugagöngunni segir
frá dekkri hliöum íbúa fyrri alda.
DV-mynd IBS