Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1996, Page 2
2
LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1996 JD"V
í fréttir
'* * ★
Auknar sértekjur menningarstofnana ríkisins:
Forstöðumönnum ber
að sýna hugkvæmni
- segir Björn Bjarnason menntamálaráðherra
„Almennt tel ég aö það beri að
haga rekstri ríkisstofnana þannig
að það sé reynt að afla eins mik-
illa sértekna og kostur er. Þar ber
forstöðumönnum að sýna
ákveðna hugkvæmni og nýta sér
það til að byggja upp stofnanim-
ar. Það á ekki aö verða til þess að
dregið verði úr ríkisframlögum.
Ef menn leggja sig fram um það
að afla sértekna innan stofnan-
anna þá verður það til þess að
gera þær að ýmsu leyti áhuga-
verðar í augum almennings,“
sagði Björn Bjamason mennta-
málaráðherra í samtali við DV.
Eins og kom fram í DV í gær era
uppi efasemdir hjá sumum for-
stöðumönnum menningarstofn-
ana að þeim takist að afla auk-
inna sértekna eins og krafa er
gerð um í fjárlagafrumvarpi fyrir
næsta ár.
Þór Magnússon þjóðminjavörð-
ur sagði í DV í gær að hann teldi
óraunhæft að hækka aðgangseyri
að safninu, það myndi hrekja fólk
frá. Um þetta sagði Bjöm:
„Þá verða menn bara að setja
upp sýningar sem menn hafa
áhuga á að sjá. Þetta er auðvitað
alltaf matsatriði. Aðgangseyrir
var tekinn upp í Þjóðminjasafn-
inu fyrir nokkrum ámm og það
hefur styrkt þaö. Þarna hafa
menn tækifæri til tekjuöflunar
sem þeir verða að reyna að nýta.“
Bjöm sagði að hann heföi fund-
að með forstööumönnum safna og
stofnana á vegum ríkisins þar
Átta kálfar á fjöll:
Fundust
þegar leit-
að var úr
flugvél á
Tungusels-
heiði
Á bryggjunni í Ólafsvík mátti í síöustu viku sjá torkennilega sjávarlífveru. Þetta var eins konar sambland af ormi og
skeljum. Furðudýriö vakti óskipta athygli þeirra sem leiö áttu um bryggjuna. Félagarnir Viðar Þór Ríkharösson og
Birgír Michael Þétursson voru búnir aö grandskoöa fyrirbæriö. Þeir segja aö þaö hafi veriö dragnótabáturinn Svein-
björn Jakobsson SH sem veiddi þetta út af Ólafsvík og Hafrannsóknastofnun segi fyrirbæriö eiga uppruna sinn suö-
ur í höfum.
DV-mynd Pjetur
ÖxarQarðarheiöi:
Rjúpnaskyttur eins og
hálfvitar á heiðinni
- elta rjúpurnar uppi á bílum utan vegarins
DV, Akuieyri:
„Kálfamir átta hurfu seint í
ágúst. Til þeirra sást á
Tunguselsheiði þegar menn
vom í göngum um miöjan sept-
ember og svo sáum við til
þeirra þegar við leituðum
þeirra í flugvél í dag,“ sagði
Marinó Jóhannsson, bóndi í
Tunguseli í Þistilfiröi, er DV
ræddi við hann í gærkvöldi.
Kálfamir eru frá bænum
Hellulandi í Skeggjastaða-
hreppi í Bakkaflrði. Fjórir
þeirra em eins og hálfs árs
gamlir en hinir yngri. Einn
þeirra eldri er svo styggur að
hann náðist aldrei í hús síöasta
vetur og var gefið úti. Þegar
þeirra var leitað í gær var farið
á flugvél sem fengin var frá Eg-
ilsstöðum og leitað á Tungusels-
heiði, í Kverkatungu og á Mið-
fjarðarheiði og fundust þeir á
eyri í Miöfjarðará um 25 km frá
byggð. Þá sáu leitarmenn í gær
einnig 24 kindur sem ekki skil-
uðu sér til byggða í göngum í
haust.
Að sögn Marinós er fyrirhug-
að að gera út leiðangur manna
í dag til að freista þess að ná
kálfunum til byggða. „Þetta
verður erfitt verk og getur
þurft tU þess nokkum mann-
skap. Kálfamir em þrjóskir og
þolnir að hlaupa. En það þarf
að hraða því að koma þeim tU
byggða því það getur farið að
snjóa þá og þegar og þá kemur
upp alvarlegt ástand,“ segir
Marinó. -gk
DV, Akureyri:
„Menn eru eins og hálfvitar
um aUa heiðina, akandi utan veg-
ar og elta þannig rjúpurnar
uppi,“ segir Bjöm Víkingur
Bjömsson, bóndi í SandfeUshaga
í Öxarfirði, en mikið mun hafa
verið um það að undanfomu að
rjúpnaskyttur hafi ekið utan veg-
ar á heiðinni og valdið skemmd-
um á gróðri. GeysUeg veiði mun
hafa verið á heiðinni að undan-
fömu, hvort sem það er vegna
þessarar veiðiaðferðar eða ann-
ars og dæmi um að menn hafi
verið aö fá um 100 fugla á dag.
„Það er varla nokkurt svæði á
heiðinni sem hefur sloppið. Heið-
in er þannig að það er frekar auð-
velt að komast um hana akandi
og slóðarnir eftir þessa menn em
um aUa heiðina. Sem dæmi hafa
orðið mjög miklar gróður-
skemmdir á ÞverfeUi en annars
er þetta aUs staðar,“ segir Bjöm
Víkingur.
Hann segist ætla að kæra þetta
athæfi tU yfirvalda. „í kaupsamn-
ingi er skýrt tekið fram að ég sé
eigandi að landinu en samt virð-
ist sem ég geti ekki bannað
mönnum að fara þama tU veiða.
En ég ætla ekki að sitja þegjandi
og horfa á menn fara svona með
landið,“ sagði Bjöm Víkingur.
Jóhann Þórarinsson, lögreglu-
maður á Þórshöfn, segir það
skýrt í lögum að veiðiskapur af
þessu tagi sé óheimiU. „Það hefur
verið kvartað tU lögreglu vegna
þess að menn stunda þennan
veiðiskap á bifreiðum um aUa
Öxaríjarðarheiði og það er vilji
yfirvalda að stemma stigu við
þessu, enda verið að brjóta um-
ferðarlög, náttúravemdarlög og
veiðUög með þessu athæfi,“ segir
Jóhann.
-gk
Þú getur svaraö þessari
spurningu meö því aö
hringja í síma 904 1600.
39,90 kr. minútan
Ji 1 N»l 2
II
FÖLKSINS
904 1600
Á að leggja
Reykjavíkurflugvöll niður ?
sem farið veu- yfir tiUögur ráðu-
neytisins áður en þær litu dags-
ins í Ijós í frumvarpinu.
„Það er í samræmi við stefhu
ríkisstjómarinnar að menn afli
sértekna og komi þannig tU móts
við kröfur um haUalaus fjárlög,“
sagöi Bjöm.
-bjb
stuttar fréttir
Björn á bókamessu
Björn Bjarnason mennta-
málaráðherra tekur þátt í paU-
borðsumræðum á bókamess-
unni í Gautaborg í Svíþjóð í
dag ásamt nokkrum norræn-
um kollegum sínum. Frá Sví-
þjóð fer Bjöm tU Búdapest í
Ungverjalandi á fund Evrópu-
ií ráðhen-a um kvikmyndamál-
efhi.
Verðlækkun á íbuðum
Frá ársbyrjun 1994 hefur
raunverð íbúða á höfuöborgar-
svæðinu lækkað um 6% á
hvem fermetra. Þjóðhagsstofti-
un telur verðið hækka á næst-
unni.
10 milljarða verömæti
Að mati Þjóðhagsstofnunar
er samanlagt útflutningsverð-
mæti af veiðum utan íslands-
;i miða tæpir 10 mUljarðar króna
á þessu ári. Það gerir um 10,5%
af verðmæti allra sjávarafurð-
anna.
Meira byggt
l Reiknað er með fjölgun
i íbúðabygginga um 2% á þessu
ári og 5% á þvi næsta. Sam-
kvæmt fréttabréfi Samtaka
iðnaðarins verða um 1.430
íbúðir byggðar á þessu ári og
1.500 árið 1997.
Flugleióir
auka hlutafó
Stjóm Flugleiða samþykkti á
fundi sínum í gær að nýta
s heimUd aðalfundar félagsins
frá því i vor til að auka hlutafé
| flugfélagsins um sem nemur
250 milljónum króna á nafn-
virði. Ef miðað er við að aUt
viðbótarfé seljist mun það skUa
Flugleiðum að minnsta kosti
700 mUljónum króna í nýju eig-
in fé.
Jafnréttis-
viðurkenning
Sparisjóður Hafnarfjarðar
| fékk jafnréttisviðurkenningu
Hafharfiarðabæjar sem veitt
var í fyrsta sinn. Viðurkenn-
ingin var afhent í hófi sem bæj-
arstjóm Hafnarfjaröar hélt í
Hafnarborg sl. fimmtudag.
Norræna
frímerkjasýningin
Norræna frímerkjasýningin
I Nordia 96 var opnuð á Kjarv-
alsstöðum í gær. Um er að
ræða umfangsmestu frímerkja-
sýningu sem haldin hefur ver-
ið hér á landi. Sýningin stend-
ur fram á sunnudag og er opin
| almenningi. Aðgangur að sýn-
ingunni er ókeypis.
-bjb/RR