Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1996, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1996, Side 6
6 LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1996 Kohl til Indónesíu Jose Ramos-Horta, handhafi friöarverðlauna Nóbels í ár, hefur beðið Helmut Kohl, kanslara Þýskalands, að beita sér fyrir því að yfirvöld í Indónesíu dragi her- lið sitt til baka frá Austur-Tímor. Kohl kanslari er á leið í þriggja daga heimsókn til Indónesiu, Fil- ippseyja og Japan og sagði Ramos- Horta að heimsóknin gæti stuðlað að lýðræði í Indónesíu. Hann sagði að Kohl ætti ekki bara að tala við ráðamenn í landinu heldur væri mjög mikilvægt að hann hitti einnig stjómarandstæðinga. í því fælust ákveðin skilaboð til Indónesíu. Ramos-Horta gagnrýndi Þjóð- verja harðlega fyrir að selja vopn til Indónesíu. „Hvemig geta Þjóðverjar, sem sjálfir misstu fjölda fólks í seinni heimsstyrjöldinni, selt alræðisríki eins og Indónesíu vopn og vitað að íbúar í Austur-Tímor hafa verið drepnir með þessum vopnum," sagði Ramos Horta. Bjargað úr Hud- son-ánni Sjötíu og þriggja ára ferðamað- ur frá Liverpool á Englandi komst heldur betur í hann krappan á ferðalagi sínu um Manhattan. Hann stóð í mestu makindum við ána Hudson og skoðaði útsýnið þegar gleraugun allt í einu hmkku af nefinu á honum. Þegar hann reyndi að grípa þau missti hann jafnvægið með þeim afleiðingum ; að hann féU í ána. Hann náði að svamla að göml- um trjádrumbi og þar mátti hann dúsa í einar sex klukkustundir áður en hans varð vart. Ferðalangurinn var fluttur á spítala en var útskrifaður stuttu síðar. Ekki fengust neinar upplýs- ingar um hvort hann hefði verið aUan tímann í vatninu eða hvort hann hefði getað komist upp á trjá- | dmmbinn. Þegar reynt var að hafa samband við Bretann á hótelinu, þar sem hann hafði dvalið, var ; sagt að hann væri farinn. Enginn venju- legur api Prestur ensku þjóðkirkjunnar | reynir nú af öllum mætti að verja þá gjörð sína að leyfa minning- arathöfn um apann BUl í kirkju I sinni. Aðstandendur apans segja að Bill hafi ekki verið neinn venju- I legur api. Hann hafi setið tU borðs með fjölskyldunni, átt sitt eigið sjónvarp og drakkið te eins og 1 hver annar breskur þegn. Presturinn, Stephen Prior, féllst á bón eigendanna um að halda minningarathöfn í kirkju sinni og þar var farið með bænir og sungn- ir sálmar, rétt eins og í hverri annarri jarðarfór. Presturinn sagði að ekki hefði verið um jarð- arfór að ræða heldur minningarat- höfn. Hann sagði að engin kista hefði verið til staðar og ekkert dýr. Reuter Ný ríkisstjórn tekin viö i Noregi: Jafnvægi ekki raskað í efnahagsmálum - segir nýr forsætisráðherra Thorbjöm Jagland, nýr forsætis- ráðherra Noregs, tUkynnti skipan nýrrar stjómar í Noregi í gær. Sjö nýir ráðherrar taka við embætti. Terje Roed Larsen, sáttasemjari í málum Mið-Austurlanda, snýr nú heim og tekur við nýju ráðuneyti. Honum er ætlað að sjá um alþjóðleg- ar áætlanagerðir. Við embætti dómsmálaráðherra tekur rithöfundurinn Anne Holt. Hún hefur aldrei komið nálægt stjórnmálum en er þekkt í Noregi fyrir reyfara sína. Jens Stoltenberg verður fiármála- ráðherra í hinni nýju stjórn en hann var áður iðnaðar- og orku- málaráðherra. Hann tekur við emb- ættinu af Sigbjöm Johnsen, sem hefur verið harðlega gagnrýndur af forystumönnum iðnaðarins og stjórnarandstöðunni. Jan Henry T. Olsen víkur úr emb- ætti sjávarútvegsráðherra og við tekur Karl Eirik Schuett-Pedersen eins og spáð hafði verið. Sagt hefur verið að Olsen hafi viljað losna úr embætti og komast aftur til síns heima en hann er frá Tromsö. Jagland sagði við fréttamenn að ekki yrði um róttækar breytingar að ræða í efnahagsmálum. Hann sagði mögulegt að einhverjar breyt- ingar yrðu á forgangsröð verkefna en því jafnvægi sem náð hefur ver- ið yrði á engan hátt raskað. Gro Harlem Brundtland, sem staðið hefur í brúnni í 15 ár, vék úr embætti forsætisráðherra í gær. Hún sagði að það eina sem hún kæmi til með að sakna væm sam- starfsfélagarnir sem hún hefði unn- ið svo náið með i mörg ár. „Ég hugsa að allir sem unnið hafa á skemmtilegum vinnustað myndu segja það sama.“ Reuter Gro Harlem Brundlandt óskar nýjum forsætisráöherra Noregs, Thorbjörn Jagland, til hamingju meö embættið. Brundtland sagöi aö þaö eina sem hún kæmi til meö aö sakna væru samstarfsfélagarnir. Símamynd Reuter Hættið þessu framapoti og farið að vinna sagði Jeltsín við sína menn Boris Jeltsín, forseti Rússlands, skipaði mönnum sínum að hætta þessu argaþrasi og einbeita sér að því að vinna aftur traust landsmanna. „Ég vil minna ykkur á að kjósend- ur hafa gert upp hug sinn hvað varð- ar næstu fiögur ár,“ sagði Jeltsín ein- beittur í fimm mínútna útvarpsá- varpi sem tekið var upp á heilsuhæl- inu er hann dvelst á meðan hann bíð- ur eftir að komast í hjartaaðgerð. „Það er komið nóg af framapoti, slagsmálum um vinnu og gagnrýnis- röddum. Nú er tímabært að hefiast handa.“ Enn er ekki búið að ákveða hvenær Jeltsín fer í hjartaaðgerð en allar líkur eru á að það verði í seinni hluta nóvembermánaðar. Stuðnings- menn forsetans hafa takmarkað að- gang að forsetanum í þeim tilgangi að leyfa honum að hvílast sem mest fyr- Kauphallir erlendis: Olíulækkun hafði áhrif á hlutabréfin Hlutabréfavisitölur í helstu kaup- höllum heims lækkuðu núna á fimmtudaginn eftir talsverða upp- sveiflu að undanförnu. Helsta ástæðan er að olía á heimsmarkaði lækkaði í verði og hlutabréf í olíu- fyrirtækjunum lækkuðu um leið. Þannig fór Dow Jones vísitalan í New York í fyrsta sinn niður fyrir 6.000 stig í tvær vikur. Þriggja mánaða verð á kaffi á heimsmarkaði heldur áfram að hækka og er komið niður fyrir 1.400 dollara tonnið. Svipaða sögu er að segja af staðgreiðsluverði á sykri í London. Tonnið af hráum sykri var tæpir 270 dollarar um síðustu helgi. Sterkari birgðastaða bensínkaup- enda lækkaði heimsmarkaðsverðið í vikunni eftir hækkun síðustu vikna. -Reuter ir aðgerðina. Jeltsín ræddi fyrirhugaða hjartaað- gerð við Helmut Kohl, kanslara Þýskalands, í stuttu símtali í gær. Ræddu þeir um undirbúning aðgerð- arinnar. Kohl, sem er einn helsti stuðningsmaður Jeltsíns á Vesturl- öndum og persónulegur vinur forset- ans, óskaði honum góðs gengis í að- gerðinni og sagðist vona að hann næði sér fljótt. Reuter stuttar fréttir Víðtækara bann Þjóðverjar íhuga nú að setja víðtækara bann á innflutning og neyslu á fyrsta flokks nauta- og kindakjöti frá Bretlandi og Frakklandi í þeim tOgangi að koma í veg fyrir að landsmenn smitist af kúariðu. Ástsjúkir greifingjar Ökumenn í Bretlandi vom í gær beðnir um að vara sig á lostafullum greifmgjum sem lík- legir væru tO að hlaupa í veg fyrir bOa í ákafri leit sinni að maka. Sá sjötti áhrifamesti Þjóðverjar segja Helmut Kohl kanslari hafa meiri áhuga á Evr- ópumálum en því sem er að gerast innan- lands. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönn- un. Kohl lendir í sjötta sæti yfir áhrifamestu menn 20 aldarinnar í könnuninni. Farsótt í rénum Fréttir frá Indlandi herma að beinbrunasótt, er orðið hefur yfir 260 manns að bana í höfuð- borginni, sé nú i rénum. Vill hitta Castro Utanríkisráðherra Vatíkans- ins hélt í gær í heimsókn tO Kúbu. TOgangur ferðarinnar er að greiða götu páfans tO að hitta Fidel Castro og heimsækja eyj- una. Rok og rigning Hvirfilvindurinn LOi fer nú sem stormsveipur yfir Atlants- hafið. Búist er við stormi og rigningu í Evrópu innan fárra daga. Veriö þolinmóö Jacques Chirac, for- seti Frakk- lands, var í Beirút í Lí- banon í gær. Hann bað ungt fólk um að sýna þolin- mæði, vera heima og vinna hörðum höndum að lýðræði í landinu. Aöstoða tútsúmenn Forsætisráðherra Zaire, Kengo wa Dondo, sagði að herlið frá Rúanda væri komið tO aust- urhluta landsins tO aðstoðar við uppreisnarmenn af tútsúætt. Réttarhöld Réttarhöld yfir andófsmannin- um Wang Dan hefiast í næstu viku. Hann er sakaður um að hafa skipulagt aðgerðir til að steypa stjórninni í Kína af stóli. Wang, sem er 26 ára, hefur setið fiögur ár í fangelsi. Ekki til Finnlands TO stóð að Yasser Ara- fat, forseti Palestínu, kæmi við i Finnlandi á leið sinni frá Noregi tO ír- lands. Hann hefur nú afboðað komu sína vegna þess hve þétt tímatafla hans er. Sprengjutilræði Tveir ísraelskir hermenn lét- ust og fiórir aðrir særðust í sprengjutOræði Hisbollah- Stunginn til bana Tveir Þjóðverjar, 18 og 20 ára, vom handteknir í gær, grunaðir um að hafa stungið sýrlenskan flóttamann tO bana. Flóttamað- urinn var að reyna að bjarga tveimur konum úr klóm mann- Reuter DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.