Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1996, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1996, Síða 16
LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1996 DV viðtal Vanda Sigurgeirsdóttir. fyrsta konan sem verður þjálfari A-landsliðs kvenna: Nafn mitt kemur úr ástar „Það er mjög mikilvægt að leita að einstaklingum með hæfileika og hugsunarhátt afreksíþróttafólks. Stelpumar þurfa að vera tilbúnar til að æfa mikið og borða rétt. Mitt meginmarkmið er að finna stelpur sem era tilbúnar til þess. Við getum bætt okkur enn meira en við höfum gert. Þróunin er það hröð í kvenna- fótboltanum og mörg lönd eru farin að leggja mikla áherslu á kvenna- boltann. Þær skipta tugum milljóna konumar sem spila fótbolta í heim- inum í dag. Ef við ætlum að hanga með og dragast ekki aftur úr verð- um við að fara að vinna markvisst, skipulega og faglega eins aðrir eru famir að gera,“ segir nýi landsliðs- þjálfarinn. En hver er hún þessi kona sem hefur þjálfað Islandsmeistara Breiðabliks í nokkur ár, verið fyrir- liði A-landsliðsins og verður fyrst kvenna til að þjálfa A-landsliðið? Kvennalið Breiðabliks varð íslandsmeistari í knattspyrnu í sumar og var þeim áfanga að sjálfsögðu ákaflega fagnað með blómum og öðru tilheyrandi. Vanda, sem heldur hér á bikarnum, er hér í fríðum hópi knattspyrnukvenna en hún hefur jafnframt þjálfað liðið. Hún hefur nú tekið að sér að þjálfa A-landslið kvenna. Eina stelpan íTindastóli Vanda byrjaði snemma að leika sér í fótbolta með krökkunum í skólanum meðan foreldrar hennar vora í námi úti í Danmörku og ís- lenskum vinum en hún byrjaði ekki að æfa markvisst fyrr en hún var orðin tíu ára gömul. Eftir heimkom- una frá Danmörku bjó fjölskyldan um tíma á Dalvík en þar vora ekki neinar skipulagðar æfingar og engir þjálfarar. Krakkarnir mynduöu lítil félög innan bæjarins og félögin kepptu svo hvert við annað. „Þegar ég flutti aftur á Sauðár- krók tíu ára gömul voru bara strák- ar í Tindastóli. Ég var eina stelpan, sem mætti á æfingu og ég held að þjálfarinn hafi fyrst haldið að ég væri strákur og þess vegna leyft mér að vera með. Svo sá hann að ég gat eitthvað og þá leyfði hann mér að vera áfram. Ég lék með strákun- Landsliðsþjálfarinn Vanda Sigurgeirsdóttir er forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Ársels í Reykjavík. Starf henn- ar er að miklu leyti skrifstofuvinna en þó hefur hún reglulega samband við gömlu stelpurnar sínar. Vanda er þriðja frá vinstri og með henni eru stelpur sem sækja félagsmiðstöðina reglulega. DV-myndir BG um í Tindastóli í 5., 4. og 3. flokki eða þangað til ég varð 16 ára. Þá fór ég í Menntaskólann á Akureyri og fór að spila kvennafótbolta í fyrsta skipti,“ segir hún. Vanda lék í fyrstu með KA á Akureyri en spilaði svo með ÍA árin 1983-’87. Samhliða námi lék hún með félagsliði í Gautaborg í tvö ár en fljótlega eftir heimkomuna fór hún að leika með Breiðabliki og hef- ur verið þar síðan. Vanda hefur alltaf haft gaman af íþróttum og stundað frjálsar, sund, skíði, körfu- bolta og blak. Það gilti það sama um hana eins og aðra íþróttamenn að hún gat ekki sinnt öllum þessum íþróttagreinum til lengdar og því varð fótboltinn fyrir valinu. „Ég veit ekki nákvæmlega af hverju. Mér finnst hann bara skemmtilegastur," segir hún. - En skyldi hún hafa verið stráka- stelpa? „Mér finnst þetta hallærislegt orð. Ég er ekki sammála þvi að mað- ur sé eins og strákur þó að maður hafi gaman af að leika,“ segir hún. Vön miklu starfi Mikill íþróttaáhugi er í tjölskyldu Vöndu og segist hún alltaf hafa 'fengið góðan stuðning frá henni. Móðurbræður hennar hafa verið í íþróttum og móðir hennar sömu- leiðis þó að ekkert þeirra stundi íþróttir í dag. Sambýlismaður Vöndu, Jakob Frímann Þorsteins- son, starfsmaður Hins hússins, er ekki keppnismaður í iþróttum en stundar líkamsþjálfun. Bæði hafa þau mikinn áhuga á útivera og vinahópurinn samanstendur eink- um af útilífsfólki. Góð blanda af fræðslu og skemmtun Vanda er menntaður tómstunda- fræðingur og stjómar starfseminni í Árseli. Hún segist vera í fjölbreyttu starfi þó að það felist að mestu í skrifstofuvinnu. Hún ber ábyrgð á starfseminni i húsinu og rekstur þess, sér um fjármálin, laun og gerð fiárhagsáætlana. Húsið er opið tólf tíma á sólarhring alla virka daga, þar er heilsdagsskóli fyrir 6-9 ára og starfsemi fyrir 10-12 ára en aðalá- herslan er á unglingastarfið. Til að halda sér í tengslum við unglingana er Vanda með einn stelpuklúbb, Aromat eða Kryddaðar stelpur. Stelpumar hittast og spjalla þannig að úr verður blanda af fræðslu og skemmtun. Svo hittir Vanda gömlu stelpumar sínar öðra hvora. „Ég er náttúralega vön þvi að vera í fullu starfi og vera þjálfari í félagsliði. Það er heilmikil vinna líka en þetta er ekkert mál,“ segir hún. - Að lokum: Nafnið Vanda er sjaldgæft á íslandi þó að margir þekki það úr bókinni um Pétur pan og Vöndu. Hvaðan skyldi nafn Vöndu vera komið? „Mamma mín sá nafnið í skáld- sögu þegar hún var 14 ára, ástar- sögu sem hét Skógardísin eftir Sigge Stark. Hún var um háa, granna og dökkhærða stúlku með brún augu, sem var mjög feimin,“ segir ljós- hærði landsliðsþjálfarinn Vanda Sigurgeirsdóttir og kveðst aðeins vita um eina nöfnu á íslandi þó að hugsanlega séu þær fleiri. Sú hafi verið í Hagaskóla í fyrra. -GHS Verðum að vinna markvisst ■ ■ sogu „Ég lék mér með dúkkur og dúkkulísur og átti mínar Barbí- dúkkur. Ég safnaði servíettum og gerði allt þetta sem stelpur gera. Síðan var ég lika mjög virk við að leika mér úti. Á þessum tíma lékum við okkur mikið úti, voram heilu klukkutímana úti á róló í alls kyns leikjum," segir Vanda Sigurgeirs- dóttir, þjálfari A-landsliðs kvenna í knattspymu og íslandsmeistari með Breiðabliki. Vanda er fædd árið 1965, dóttir hjónanna Sigurgeirs Angantýsson- ar, verkstjóra á Sauðárkróki, og Dóru Þorsteinsdóttur bókavarðar. Hún fæddist á Sauðárkróki en ólst upp í Danmörku, Dalvík og á Sauð- árkróki. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri og fór svo í nám til Svíþjóðar. Hún starfar nú sem forstöðumaður félagsmið- stöðvarinnar Ársels í Reykjavík, þjálfar og leikur knattspymu með Breiðabliki og er nýráðinn þjálfari A-landslið kvenna og 20 ára lands- liðsins. Stark eftir Sigge

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.