Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1996, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1996, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1996 JLlV Dagur í lífi Berglindar Stefánsdóttur, skólastjóra Vesturhlíðarskóla: íslenskupróf í MH og terta skreytt fyrir stórafmæli Berglind Stefánsdóttir, nýráðinn skólastjóri Vesturhlíðarskóla. DV-mynd Pjetur „Allflest erum viö með framtíð- ina nokkuð skipulagða. Við vitum nokkurn veginn hvað gerist frá degi til dags og þá á ég við sama vinnan, nokkurn veginn sama skipulagið og lífið gengur sinn vanagang. En í einni andrá, á ein- um degi, getur lifið tekið algerum stakkaskiptufn. í talsverðan tíma hafði ég sinnt sama starfinu. Ég kenndi bæði í Menntaskólanum í Hamrahlíð og Táknmálsfræði við Háskóla íslands. Starf mitt sem skólastjóri Vesturhlíðarskóla krefst óneitanlega breytinga í lífi mínu. Nýtt starf þarfnast annars konar skipulagningar. Dagurinn í dag var ekki svo frá- brugðinn öðrum dögum. Fyrsta verkefni dagsins var að fara í Menntaskólann við Hamrahlíð, þar sem ég kenni heyrnarlausum unglingum íslenskt táknamál 103. Þetta var ekki venjulegur kennslutími heldur áttu þau að taka próf í dag. Óneitanlega vour þau ansi stressuð svo það var ekki sama andrúmsloftið og venj- an er. Sem betur fer gekk prófið mjög vel og ég var sátt við útkom- una. Að sjálfsögðu var ég búin að gera ýmislegt áður en ég mætti til kennslu í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Eins og alltaf fór ég á fætur, borðaði morgunmat, útbjó nesti fyrir drengina mína og rak á eftir þeim, eins og venjulega, þar sem morguninn er ekki sá tími dagsins sem þeir eru fráir á fæti. En loks var þessu öllu lokið og þá var komið að fyrsta verki dagsins, utan heimilis, sem ég hef þegar skýrt frá. Úfeimin börn Því næst lá leið mín í Vestur- hlíðarskóla. í dag kom Guðrún Helgadóttir rithöfundur og las kafla úr bók sinni, Jón Oddur og Jón Bjarni. Táknmálstúlkur sá um að þýða söguna jafnóðum á ís- lenskt táknmál. Eftir upplestur- inn svaraði hún spurningum nemenda, þar sá túlkurinn einnig um að þýða á milli málanna. Það var ákaflega gaman að sjá hversu ófeimin börnin voru að spyrja hana um ýmislegt sem tengist henni og ritstörfunum. Megnið af deginum fór svo í að fylla út hin ýmsu eyðublöð og hringja í hina og þessa. Þaö vildi svo vel til að túlkurinn minn kom klukkan tíu því að mikill tími fór í símtöl og þar sem ég er heyrnar- laus þarf ég að hafa túlk til að tala í símann. Ég verð oft vör Við hversu óvant fólk er að tala í gegnum túlk, ekki síst í síma. Fólk virðist stundum verða dálít- ið óöruggt og veit ekki hvernig á að tala við mig. Sumir gera sér ef til vill ekki fyllilega grein fyrir að þeir eru að tala við mig persónu- lega. Túlkurinn er einungis rödd- in min, hann raddtúlkar það sem ég segi og táknmálstúlkar við- mælanda ninn en er alveg hlut- laus. Þetta eru aðstæður sem fólk á eftir að venjast þegar fram í sækir. Gekk sinn vanagang Klukkan fjögur var vinnudegin- um lokið og leiö lá heim. Tengda- móðir min átti einmitt stórafmæli í dag, sjötíu ára, og ég átti eftir að skreyta tertu sem ég hafði bakað af tilefni dagsins. Þá hefði ég gjarnan viljað hafa hæfileika móður minnar til kökuskreyt- inga, en mér til huggunar var ég viss um að hún bragðaðist vel. Að því loknu keyrði ég dreng- ina mína tvo í skátana og þaðan beint í afmælisveisluna. Það vill svo til að skátaheimilið er nálægt heimili tengdamóður minnar svo að þeir komu sér sjálfir í afmælis- boðið. Veislan var ákaflega vel heppnuð og ánægjulegt að hitta ættingja sem maður sér annars allt of sjaldan. Kvöldið gekk svo sinn vana- gang, láta drengina læra, koma þeim í rúmið og tekið til við að undirbúa næsta dag. Við hjónin þurftum að skipuleggja gæslu drengjanna, eftir skóla, þar sem við höfum ekki enn ráðið konu til að sinna þeim en það stendur til bóta. Við litum aðeins á sjónvarp- ið, Ríkissjónvarpið og Stöð tvö svona til skiptist eftir því hvor stöðin bauð upp á áhugavert efni. En því er nú ver og miður að ég get ekki fylgst með öllu því sem vekur áhuga minn í þessum fjöl- miðlum. Ástæðan er sú að það er alls ekki allt efnið textað. Þykir mér stundum súrt í broti að geta aðallega fylgst með erlendu efni, svo sem bíómyndum og fram- haldsþáttum þegar ég vildi gjarn- an horfa á annað svo sem íslensk- ar bíómyndir og annað íslenskt efni. En enn þann dag í dag er lít- ið gert af því að texta íslenskt efni svo ég varð að láta mér það er- lenda nægja. ' -GHS Finnur þú fimm breytingar? 382 © PIB camtuttir Eruð þið tveir nú að tala aftur.... Nafn:. ©PIB CtPt**iCÍM Vinningshafar fyrir þrjú hundruð og áttugustu getraun reyndust vera: Heimili:- Stefán Jónsson Bjarkarbraut 9 620 Dalvík Halla Gunnlaugsdóttir Ekrusíðu 9 603 Akureyri Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kem- ur í ljós aö á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: SHARP vasadiskó með útvarpi, að verömæti kr. 4.900, frá Bræðrunum Ormsson, Lágmúla 8, Reykjavík. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1.790. Annars vegar James Bond-bókin Gullauga eða Goldeneye eftir John Gardner og hins vegar bók Luzanne North, Fín og rík og liðin lík. Vinningamir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 382 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.