Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1996, Side 22
22
írstæð sakamál
LAUGARDAGUR 26 OKTOBER 1996
Bókhneigði morðinginn
Hinn heimfrægi bandaríski rit-
höfundur, Norman Mailer, var ný-
búinn að fá í hendur fyrstu eintök-
in af bók sinni „The Executioner’s
Soi)g“, eða „Söngur böðulsins", um
morðingjann Gary Giimore, sem
var tekinn af lífi 17. janúar 1977 í
ríkisfangelsinu í Utah, þegar hon-
um barst hið fyrsta margra óvenju-
legra bréfa, sem áttu eftir að vekja
heimsathygli. Það var frá samfanga
Gilmores, Jack Henry Abbott, sem
hafði verið dæmdur fyrir morð.
Abbott lýsti lífinu í fangelsinu.
,Ekki!'
I þessu fyrsta bréfi sagði Abbott
meðal annars: „Maður er nýbúinn
að draga fram hníf og hefur hann
undir lærinu svo óvinurinn sjái
hann ekki. Hann gengur um í klef-
anum, brosir, talar og tjáir sig með
höndunum. Hann heldur að hann
hafi undirtökin og greinir enga
hættu. Augu manns hvíla á staðn-
um milli annars og þriðja skyrtu-
hnapps. Skyndilega hreyfir maður
hægri öxlina eldsnöggt, réttir fram
handlegginn og umsnýr heiminum.
Hnífurinn situr í brjósti hans og
maður finnur líf hans ijara út í
gegnum handfangið. Síðustu orðin
eru: „Ekki!“ Það segja þeir alltaf."
Abbott vissi hvað hann var að
fjalla um. Skömmu áður hafði hann
myrt samfanga í fangelsinu í Utah.
Þetta bréf varð það fyrsta af um
eitt þúsund sem Jack Henry Abbott
skrifaði Norman Mailer á árunum
1977 til 1981. En Abbott, sem var
þrjátíu og sjö ára er hér var komið
sögu, skrifaði ekki hara um ofbeldi.
Árum saman í fangelsi
Abbott hafði setið í fangelsi nær
samfellt síðan hann var sautján ára,
eða í tvo áratugi. Tímann hafði
hann notað til að lesa bækur í hund-
raðatali, og þær voru yfirleitt ekki
af verra taginu, því hann las fyrst
og fremst heimbókmenntimar, rit
sígildra og frægra rithöfunda. Og í
bréfum sín-
um vitnaði
hann í orð
kunnra heim-
spekinga,
eins og ekk-
ert væri eðli-
legra.
Norman
Mailer varð
undrandi.
Fanginn op-
inberaði ekki
aðeins miklar
gáfur og
óvenjulega
hæfileika til
að skrifa, því
bréfin ein-
kenndust af
miklum styrk
og ákafa, rétt
eins og svo
mörg verk
bókmennt-
anna.
Mailer sýndi bréfin rithöfundun-
um Jerzy Kosinski og Jean
Malaquais, og háðir voru honum
sammála um að Abbott væri maður
með óvenjulega og mikla hæfileika.
Malaquais var prófessor í bók-
menntum og sérfræðingur í verkum
danska rithöfundarins Sörens
Kirkegaard, og varð nær mállaus af
undrun þegar hann komst að því að
Abbott hafði lesið allar bækur
Kirkegaards og gat rætt um þær af
sömu þekkingu og hann gerði í fyr-
irlestrum sínum. Þó hafði fanginn
aðeins gengið í skóla í þrjú ár sam-
tals.
Sent til Random House
Þegar Abbott var aðeins tíu ára
fékk hann á sig orð fyrir að vera
ofbeldishneigður og var komið á
uppeldishæli. Það sýndi hann mik-
ið ofbeldi og var þvi fluttur í venju-
legt fangelsi. Oftar en einu sinni
var hann látinn laus, en aldrei leið
nema stuttur tími þar til hann
braut af sér á nýjan leik og var aft-
ur settur inn. Þannig gekk það svo
til hjá honum frá sautján ára aldri
þar til hann varð þrjátiu og sjö ára,
og naut hann á þeim árum aðeins
frelsis í níu mánuði. Eftir morðið á
samfanganum fékk hann svo lífs-
tíðardóm.
Árið 1980 sýndi Mailer Erroll
McDonald, ritstjóra stórútgáfufyr-
irtækisins Random House, bréf
Abbotts. Var ákveðið að gefa hluta
þeirra út í bókarformi.
Fyrir orð Mailers tóku nokkrir
frægir rithöfundar og aðrir
frammámenn i menningarlifi
Bandaríkjanna upp hanskann fyrir
Abbott. Þeir komu því á framfæri
að jafnhæfileikamikill maður og
hann ætti ekki að dúsa i fangelsi.
Hann bæri því að náða, því hann
hefði alla möguleika á því að koma
sér vel fyrir í þjóðfélaginu.
Látinn laus
Norman Mailer.
Random House greiddi Abbott
eitt hundrað þúsund dali fyrirfram
vegna bókarinnar, og var ákveðið
að hluti fjárins færi til að greiða
lögfræðingum sem tóku að sér að
berjast fyrir náðun hans. Þeim
tókst það og 5. júní 1981 fékk lífs-
tíðarfanginn frelsið.
Náðunin var einstök og vakti
mikla athygli. En margir v°ru John Henry Abbott.
reiðir yfir þvi að hæfileikar
Abbötts skyldu vera látnir ráða
ferðinni á þennan hátt. Þá höfðu
geðlæknar varað við því að hann
yrði látinn laus, því hann væri ekki
andlega heilhrigður og hversu hæfi-
leikamikill sem hann kynni að vera
stafaði þjóðfélaginu hætta af hon-
um.
„Aðeins einn
fangi af millj-
ón fær svona
tækifæri,"
sagði fangelsi-
stjórinn í
Utah, Ed Han-
son. „Ég vona
að Abbott hafi
skynsemi til
að nýta sér
það, en hef þó
mínar efa-
semdir."
Abbott kom
úr fangelsi
frægur mað-
ur, þótt bók
hans væri enn
ekki komin
út. Mailer réð
hann til sín
sem aðstoðar-
mann við
rannsóknir og
gagnaöflun, og fanginn fyrrverandi
sýndi mikinn samstarfsvilja og
áhuga. Hann virtist vilja læra sem
mest, og var óþreytandi í því að
leita upplýsinga í söfnum og bók-
söfhum. Þá sótti hann samkvæmi
með menntafólkinu, og kom oft á
óvart með þekkingu sinni og gáfum.
I sjónvarpi
Bók Abbotts, „In The Belly of
The Beast“, eða „í maga dýrsins",
kom út 16. júlí, eða hálfum öðrum
mánuði eftir að hann var látinn
laus. Hún fékk einróma lof. Abbott
var sagður „áhrifamikill nýr handa-
rískur rithöfundur". Daginn sem
hókin kom út kom hann fram í sjón-
varpsþættinum „Good Moming
America". Framtíð hans virtist
tryggð.
Tveimur dögum siðar var hann
aðalgesturinn i samkvæmi áhuga-
manna um bókmenntir í New York.
Það stóð langt fram eftir nóttu, og í
hendur gesta barst mikilvægasta
gagnrýnin um bók hans, í sunu-
dagsblaði The New York Times. Þar
sagði að hún væri frábært og snjallt
verk. Flestir bandarískir rithöfund-
ar hefðu gefið mikið fyrir slík um-
mæli um sig í þessu þekkta blaði.
Eftir að Abbott hafði verið hylltur
fór hann niður í Soho-hveifið á
Manhattan ásamt ungum konum
sem sótt höfðu veisluna. Var komið
við á ýmsum krám.
Dregur til tíðinda
Klukkan hálfsex um morguninn
kom Abbott ásamt fleirum á veit-
ingahúsið Bini Bon, sem var í eigu
Henrys nokkurs Howard. Tengda-
sonur hans, Richard Adan, tuttugu
og tveggja ára, sem gerði sér vonir
um að verða bæði leikari og leik-
ritaskáld, jók við heldur litlar tekj-
ur sínar með því að vinna á kránni
á „hundavaktinni“.
Hinn frægi Jack Henry Abbott fór
að rífast við barþjóninn unga því að
honum fannst hann ekki sýna sér
þá virðingu sem honum bæri eftir
að hafa verið hylltur af helstu bók-
menntafrömuðum New York borg-
ar.
í reiði sinni sló Abbott Adan
kinnhest. Hann varð gramur út í
gestinn og gekk út fyrir með hon-
um. 1 dimmu sundi við hliðina á
veitingahúsinu dró Abbott upp hnif
og rak í brjóstið á unga manninum
sem hné þegar niður andvana.
Abbott gekk síðan rólega inn aftur
og sagði við Susan Roxas, sem var
leiðsögukona hans: „Við skulum
koma okkur héðan. Ég var að drepa
mann.“
vel gefinn.
Morðið varð mikið áfall fyrir
Norman Mailer og félaga hans.
Samviskubitið nagaði þá fyrir að
hafa látið blekkjast af sálsjúkum
morðingja.
Abbott var horfinn, og þótt lög-
reglan leitaði hans um öll Banda-
ríkin fannst hann ekki í tvo mán-
uði. Þá náðist hann loks í Louisi-
ana-ríki þar sem hann vann á bor-
palli undir fölsku nafni.
Norman Mailer var í dómsalnum
þegar Jack Henry Abbott var
dæmdur þann 2. janúar 1982.
Hann fékk lífstíðarfangelsi án
möguleika á náðun fyrir morðið á
Richard Adan.
Eftir að dómurinnn hafði verið
kveðinn upp stóð tengdafaðir
Adans á fætur og hrópaði: „Þú
ættir að drúpa höfði í skömm,
Norman Mailer. Það gátu allir séð
það í bók þessa morðsjúka dýrs að
hann er að springa af innibyrgðu
ofbeldi.“
Margar lýsingar
Henry Howard hafði rétt fyrir
sér. I bók sinni segir Abbott, og
fáum dylst að meðvitað eða ómeð-
vitað er hann að lýsa sjálfum sér:
„Lífstíðarfanginn þroskast aldrei.
Hann þekkir hvorki fyrirgefningu
né umburðarlyndi og beitir of-
beldi til þess að öðlast uppreisn i
hvert sinn sem honum finnst lítið
úr sér gert.“
Blaðamaður sem fylgst hafði með
þessu óvenjulega máli skrifaði:
„Abbott er hið fullkomna
Frankenstein-skrímsli, til orðið í
; bandaríska fangelsiskerfinu. Líf-
inu var síðan blásið í það af
bókmenntafrömuðum lands-
ins.“
Bók Abbotts var í efsta sæti
á metsölulistanum í marga mánuði,
en stór hluti af tekjunum rann til
þeirra sem Richard Adan lét eftir
sig.
Abbott á leið í réttarsal eftir handtökuna í Louisiana.
Innibyrgt ofbeldi
Næsta dag var mál rithöfundar-
ins nýfræga orðið að miklu
hneyksli. Og gagnrýnendur yfir-
valda lágu ekki á skoðunum sínum.
Til hvers var að fara eftir furðuleg-
um hugdettum hugmyndaríkra og
tilfinninganæmra rithöfunda? Það
væri brjálsemi að náða morðingja
fyrir þær sakir einar að hann væri
• Þannig fór um tækifærið sem
maðurinn sem hafði setið inni nær
öll sín fullorðinsár fékk. Gáfur og
hæfileikar fengu þar engu um
breytt. í honum blunduðu kenndir
sem einungis sérfræðingar í með-
ferð sálsjúkra glæpamanna geta
greint, en í þessu tilviki réðu skoð-
anir þeirra og álit ekki, eins og nær
alltaf i svona tilvikum.