Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1996, Qupperneq 25
LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1996
25
Þjóðverjar herja á
Frakka
Þýska flugfélagið Lufthansa
mun heQa innanlandsflug I
Frakklandi þann 7. janúar en þá
hefjast ferðir milli Bordeaux og
Marseilles sex daga vikunnar.
Langur labbitúr
Það eru meira en 60 ár síðan
sú hugmynd kom fram að nýta
gamla dráttarbraut sem liggur
með fram ánni Thames en
aldrei varð úr neinu fyrr en i
ár. Nú er búið að búa til úr
henni stíg sem nær frá mynni
árinnar í Cotswold til Norð-
ursjávar. Stígurinn liggur jafnt
í gegmun sveitir og borgir á
t borð við Oxford, Windsor og
London. Stígurinn er gerður að
frumkvæði sveitarstjóma, með
aðstoð landslagsarkitekta, og er
nú hægt að kaup kort af stígn-
um ásamt ábendingum um fal-
lega staði og veitingahús með
fram honum.
Reykurinn útlægur
I Stærsta leiguflugfélag á Norð-
urlöndum, Premiair, hefur til-
flug frá Svíþjóð reyklaust.
Ákvöröunin kemur í kjölfar
beiðna frá ferðaskrifstofum.
Frír matur og vín
Þeir sem dvelja þrjár nætur á
Stafford-hótelinu við St. James’s
Place í London fá einn kvöldverð
|i með öllu ffían í tilefhi af endur-
bótum sem gerðar voru og kost-
uðu 11 milljónir dollara. Þó mun
varla taka því að gista þar ein-
Igöngu fyrir eina fria máltíð enda
er hér um að ræða glæsihótel
þar sem nóttin kostar sitt.
Amnesty óhresst
með Tyrkland
Amnesty Intemational er ný-
Íif búið að gefa út harðorða
skýrslu um aukin mannrétt-
indabrot í Tyrklandi. Jafnvel þó
að samtökin fordæmi ekki
ferðalög til landsins sagði tals-
maður þeirra „að þessar upp-
lýsingar væm fyrir hendi og
ætti fólk að íhuga væntanleg
ferðalög vandlega og gera siðan
I iipp hug sinn“.
Kriiger-jjjóðgarðurinn:
Afríka ævintýranna
Krúger Park er gríðarlega fallegur og setja fílarnir virðulegan
og mikilfenglegan svip á umhverfið.
Þjóðgarðurinn Krúger Park í
norðausturhluta Suður-Afríku er
einhver stærstu og mikilfenglegustu
heimkynni villtra dýra í víðri ver-
öld. Hann er helmingi stærri en Isr-
ael og það tekur rúma viku að keyra
í gegnum hann frá suðri til norðurs.
Þegar komið er í gegnum eitt af
mörgum hliðum sem liggja inn í
garðinn er öllum afhent þykk bók
þar sem sagt er ffá þeim mikla
fjölda dýra sem i garðinum eru.
Hætturnar liggja víða
Malbikaðir vegir liggja um allan
garðinn þaðan sem fólk getur notið
þess að sjá villt dýr í sínu náttúrulega
umhverfi. Það er harðbannað að fara
út úr bílunum og sömuleiðis þykir
hættulegt að vera á ferli eftir sólsetur
þegar rándýrin fara á stjá að veiða
sér í matinn. Rétt áður en blaðamað-
ur ferðaðist um garðinn hafði hópur
Japana farið út úr bílunum og niður
að vatni við
sölsetur til
að ná góð-
um nær-
myndum af
1 j ó n u m .
Tveir þeirra
áttu ekki
afturkvæmt
og höfðu
gárungarnir
kaldhæðnis-
lega á orði
að þar hefðu
ljónin fengið
austurlensk-
an mat - og
það í heim-
sendingar-
þjónustu.
Þjónusta
við allra
hæfi
í garðin-
um eru
nokkrar vel
afgirtar
búðir sem
hjóða upp á
hótelgist-
ingu, versl-
anir, tjald-
stæði, veit-
ingahús,
læknisþjón-
ustu og sal-
emi. Þær er
vaktaðar af
vopnuðum
vörðum sem þó ráða ekkert við smá-
apana sem klifra yfir girðingarnar
og stela öllu steini léttara sem þeir,
komast í færi við. Sá sem er svo
óheppinn að skilja skóna sína eftir
fyrir utan tjaldiö sitt fyrir svefninn
mun aldrei sjá þá framar.
Með reglulegu millibili má sjá
vopnaða verði en hlutverk þeirra er
ekki að vemda fólkið, þar sem ætl-
ast er til að það verndi sig sjálft,
heldur dýrin, en garðurinn liggur
að landamæmm Mósambík og það-
an læðast oft óprúttnir veiðiþjófar í
leit að filabeini, ljónshúðum og öðm
því sem hugsunarlausir Vestur-
landabúar eru reiðubúnir að greiða
stórfé fyrir.
Enginn gleymir heimsókn í
Krúger, það er einfaldlega ekki
hægt. -ggá
Mótel Venus við Borgarfjarðarbrú: '
Mikið um hjón sem vilja rómantíska helgi
- segir Margrát Jónsdóttir, eigandi mótelsins
DV, Borgarnesi:
„Það er mikið um að hingað
komi hjón sem vilja eiga róman-
tíska helgi. Þá koma hér fjölskyldur
og fólk sem vill hafa það náðugt,"
segir Margrét Jónsdóttir sem rekur
ásamt manni sínum, Guðmundi
Hall, Mótel Venus við suðurenda
Borgarfj arðarbrúar innar.
Margrét segir aðsóknina hafa
verið góða og fólk hafi tekið þessari
nýjung við þjóðveginn vel.
„Við höfum rekið ferðaþjónustu í
14 ár í Nýhöfn. Áður voru 90 pró-
sent af gestum okkar útlendingar
og 10 af hverjum hundrað íslend-
ingar. Eftir að við komum hingað
hefur þetta alveg snúist við,“ segir
hún.
Á Venusi er veitingastaður sem
er vinsæll af fólki í nágrenninu.
Alls bjóða þau hjónin upp á gisti-
rými í 17 herbergjum. Þar af eru 7
herbergi með sérinngangi þar sem
fólk getur verið alveg út af fyrir sig.
„Við fengum þessa hugmynd fyr-
ir mörgum árum þegar við vorum á
ferð í Ameríku. Það var svo í apríl
að þessi hugmynd varð að veru-
leika. Það er ekki hægt að kvarta
undan móttökunum og greinilegt
að það var þörf fyrir þessa þjón-
ustu,“ segir Margrét.
-rt
Margrét Jónsdóttir fyrir framan Mótel Venus sem hún opnaði fyrr á þessu ári
ásamt manni sínum. DV-mynd Pjetur