Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1996, Blaðsíða 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1996
Fréttir
Ákæra gefin út á hendur eiganda ÞÞÞ á Akranesi fyrir stórfelld undanskot:
Telst hafa svikið 73,5
milljónir undan skatti
- 133 milljónir vantaldar vegna tekju- og eignaskatts en 149 milljónir af vsk-stofni
Ríkissaksóknari hefur geflð út
ákæru á hendur Þórði Þóröarsyni,
eiganda og framkvæmdastjóra Bif-
reiðastöðvarinnar ÞÞÞ á Akranesi,
fyrir stórfelld skattsvik þar sem
honum er gefið að sök aö hafa skot-
ið undan samtals 73,5 milljónum
króna af tekju-, eigna- og virðis-
aukaskattsgjöldum á árunum
1990-1994. Réttarhöld heflast á næst-
unni í Héraðsdómi Vesturlands.
í ákærunni er Þórði gefið að sök
að hafa vantalið 133 milljónir króna
í tekju- og eignaskatt á framan-
greindu tímabili en velta vegna
virðisaukaskatts hafi verið vantalin
um 149 milljónir króna. í tengslum
við undanskotin á virðisaukaskatt-
inum er Þórði jafnframt gefið að sök
skjalafals upp á 47 milljónir króna.
Hvað varðar brot á lögum um
tekju- og eignaskatt er Þórður
ákærður fyrir stórfelldar rangfærsl-
ur á skattframtölum sínum vegna
reksturs hans í vöruflutningum.
Þannig hafi álagður tekjuskattur og
útsvar verið 37,5 milljónum krónum
lægra en með réttu átti að vera sam-
kvæmt niðurstöðum skattayfirvalda
eftir að rannsókn fór í gang - 133
milljónir hafi verið vantaldar fram.
Þórði eru einnig gefnar að sök
stórfelldar rangfærslur og undan-
dráttur vegna skila á virðisauka-
skatti fyrir árin 1990-1994. Þannig
hafi hann vantalið 149 milljóiiir
króna af veltu. Samkvæmt því hafi
vangreidd vsk- gjöld verið 36 millj-
ónir króna.
Hvað varðar skjalafalsþáttinn er
honum gefið að sök að hafa í blekk-
ingarskyni lækkað flárhæðir á 120
„sölueiningum" - hann hafi afhent
viðskiptavinum reikninga með rétt-
um upphæðum á en síðan hafi upp-
hæðir á afritum reikningnum í bók-
haldi verið færðar niður. Hér var
um að ræða þann þátt sem snýr að
framangreindum virðisaukaskatti.
47 milljónir af vantalinni veltu töld-
ust skjalafals.
Mál Þórðar og ÞÞÞ hefur fram að
þessu verið til meðferðar hjá ríkis-
skattrannsóknarstjóra, RLR, ríkis-
skattstjóra og yfirskattanefiid. Ljóst
er að gjöld verða endurálögð á Þórð
upp á um eitt hundraö milljónir
króna sem teljast gjöldin sem skotið
var undan auk álags.
-Ótt
Stefán Már er hér að sýna Garfield-heimasíöuna sem honum hefur verið hótað máisókn út af. Hann segist ætla aö
taka hana niður.
íslenskur piltur heldur úti Garfield-heimasíðu:
Hótað málsókn af höfund-
unum í Bandaríkjunum
- hélt ég slyppi á litla íslandi, segir Stefán Már Cilia
„Ég hef haldiö úti Garfield-
heimasíðu í um sex mánuði og nú á
dögunum fékk ég tölvupóst frá
Pows í Bandaríkjunum þar sem ég
er vinsamlegast beðinn að taka
hana niöur og lofa að gera þetta
aldrei aftur. Mér var gefinn tuttugu
daga frestur og geri ég ekki eins og
þeir vilja hóta þeir mér málsókn,"
segir Stefán Már Cilia, ungur ís-
lendingur sem hefur brennandi
áhuga á kettinum Garfield, eða
Gretti eins og hann hefur verið
kallaöur hérlendis.
Stefán segir þetta hafa bytjað
með því að hann var staddur á
Spáni 1992, gleymdi að taka með sér
íslenskt lesmál og náði sér því í bók
með Garfield. Upp frá því hafi hann
verið gagntekinn af þessum ketti.
„Það má segja að ég hafi notað
þetta til þess að læra enskuna betur
og bæði sett inn á síðuna mina
óbreyttar teiknimyndasögur og síö-
an það sem ég hef samið sjálfúr.
Þær verða að vera á ensku,“ segir
Stefán og bætir við aö hann hafi
fengið mikil viðbrögð við síðunni
og að hún hafi bara þótt nokkuð
skemmtileg.
„Ég vissi auðvitað um höfundar-
réttarmálin en mér fannst fyrir-
fram ótrúlegt að einhver færi að
skipta sér af einhverjum smákarli
uppi á litla íslandi. Ég hefði
kannski átt að hugsa meira um hve
heimurinn er orðinn lítill þegar inn
á netið er komið. Pabbi á vefsíðuna
og því verð ég sjálfsagt að loka svo
hann lendi ekki í vandræðum,“ seg-
ir Stefán sem hefur yrknafnið ircg-
host. -sv
Þrír piltar:
Börðu og
spörkuðu
í vagn-
stjórann
- flúðu af vettvangi
Þrir piltar réöust aö tilefhis-
lausu á strætisvagnabUsflóra á
leið 66 í Kópavogi um miðnætti
á laugardagskvöld.
Vagninn beið á skiptistöðinni
á Digranesbrúnni og hafði vagn-
sflóri brugðiö sér inn tU að fá
sér kaffi. Þegar hann kom aftur
út var pUtur að fikta við stýrið
og skiptimiðavél í strætisvagn-
inum. BUstjórinn rak pUtinn í
burtu og fór hann út úr vagnin-
um.
Réöust á bílstjórann
Aö sögn sjónarvotta, sem DV
ræddi við, renndi bíU að
skömmu síöar og út úr honum
stigu þrír pUtar. Þeir réðust á
bUsflórann, börðu hann og
spörkuðu í hann. Bílsflórinn
náði að flýja inn í annan stræt-
isvagn sem var á stööinni og við
svo búið keyrðu piltamir á brott
í bíl sínum.
Strætisvagnstjórinn vUdi ekki
flá sig um máliö nema það að
hann sagðist hafa sloppiö án lík-
amlegra meiðsla. Hann sagöist
þó hafa verið í miklu sjokki eft-
ir árásina og ætiaöi að kæra
hana.
Hjá lögreglu fengust þær upp-
lýsingar að vitað sé hverjir pUt-
amir em. Engin formleg kæra
hefur enn borist tU lögreglu og
því munu pUtamir ekki hafa
verið handteknir. Málið er í
rannsókn hjá rannsóknardeUd
lögreglunnar í Kópavogi.
-RR
j rödd
FOLKSINS
904 1600
Eiga íslendingar að
taka upp annan þjóðsöng
já
34%
NBA i nótt:
Lægsta skor Utah í 22 ár
Hakeem Olajuwon og Charles
Barkley léku á als oddi í nótt þeg-
ar Houston lagði Utah, 72-75, á
útiveUi í bandaríska körfuboltan-
um. Vamarleikurinn var í fyrir-
rúmi hjá báðum liöum eins og
sést á stigaskoruninni. Olajuwon
skoraði 23 stig og Barkley sá um
fráköstin og tók 20 slík í leiknum
en skoraði 9 stig. Karl Malone
skoraði 16 stig fyrir Utah en þetta
var lægsta skor liðsins í leik síð-
an 1974.
Þá tapaði Portiand á heimaveUi
fyrir Atianta, 74-94. Yfirburðir
Portiand vom miklir, liðið tók 20
stiga forystu strax í leiknum sem
var of mikið fyrir Portiand.
Mookie Blaylock skoraði 22 stig
og Steve Smith gerði 19 stig.
Kenny Anderson skoraði 14 stig
fyrir Portiand. -JKS
Stuttar fréttir
Smugudeilan leyst?
HaUdór Ásgrimsson utanríkis-
ráðherra er bjartsýnn á að
SmugudeUan leysist innan
skamms þótt fúndur í Ósló í gær
hafi lítinn árangur borið. RÚV
greindi frá.
Samherji og Hrönn
Samherji á Akureyri og Hrönn
á ísafirði, sem gerir út frysti-
togarann Guðbjörgu, hyggjast
taka upp náið samstarf um veið-
ar í framtíðinni. Samkvæmt
Mbl. kemur sameining fyrirtækj-
anna til greina.
Stigið á eldfjall
Menn stigu í fyrsta sinn á nýtt
eldflaU í VatnajökU í gær. Sam-
kvæmt RÚV var farið á tveimur
þyrlum og staðið við í 10 mínútur.
Ósótt lottó
Félög innan ÍSÍ fá á næstunni
17 miUjónir króna úr fram-
kvæmdasjóði ÍSÍ. Samkvæmt
RÚV eru m.a. ósóttir lottóvinn-
ingar i sjóðnum.
Fimbulkuldi
Fimbulkuldi ríkir nú á norð-
austanveröu landinu með aUt að
26 stiga frosti. Samkvæmt Mbl.
hefur ekki mælst jafn mikið
frost í 47 ár.
Lögmaður kærir
Nefnd sem fer yfir öU mál er
berast Mannréttindadómstóli
Evrópu hefur tekið fyrir kæru
Sigurðar Georgssonar hæstarétt-
arlögmanns vegna áminningar
sem hann fékk hjá Lögmannafé-
lagi íslands. Samkvæmt RÚV
verður kæran tekin tU efnismeð-
ferðar.
Loftsteinaljós
Að mati Þorsteins Sæmunds-
sonar sfiömufræðings hafa loft-
steinar líklega valdiö ljósagangi
víða á himni í fyrrakvöld. RÚV
greindi frá.
Hærra tryggingargjald
Tryggingargjald verður hækk-
að á sjávarútveg, landbúnað og
iðnaö samkvæmt sflómarfrum-
varpi sem ríkissflórnin sam-
þykkti í gær að leggja fram á Al-
þingi. Þetta kom fram á Stöð 2.
Olíuflekkur
HoUustuvemd var tUkynnt
um stóran olíuflekk á Faxaflóa í
gær. Samkvæmt Mbl. var flekk-
urinn 6,7 ferkUómetrar að stærð.
Til Suður-Ameriku
Viðskiptaferð tU S-Ameríku er
í undirbúningi í utanríkisráðu-
neytinu og Útflutningsráði, sam-
kvæmt Mbl. -bjb