Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1996, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1996 Lesendur_______________ Við sem greiðum fyrir Ríkisútvarpið Við sem borgum erum aldrei spurð um innihald dagskrárinnar, segir m.a. í bréfinu. Spurningin Hefur þú nýtt þér tilboðin á íslenskum dögum? - spurt á Hvammstanga Anna Ágústsdóttir húsmóðir: Já, ég kaupi nýlenduvörur til heimilis- ins og ætla að skoða tilboðin í saumastofunni Drífu á eftir. Morten Nielsen, heimavinnandi: Nei, ég kaupi það sama og venju- lega. Reyndar var ísinn sem ég keypti á tilboði. Einar Hansberg, nemi: Nei, ekki neitt. Jóhanna S. Sveinsdóttir, umboðs- maður DV á Hvammstanga: Ég er á leiðinni, ég ætla að skoða úrvalið sem er í boði. Sigurlaug Þorleifsdóttir, starfs- maður á sjúkrahúsi: Já, ég keypti kökumar sem voru á tilboði. Eiríkxu- Pálsson, starfsmaður á sambýli: Ég er á leiðinni að kaupa inn tilboðsvörur fyrir sambýlið. Guðrún Sigurjónsd. skrifar: Það er furðulegt til þess að vita að útvarps- og sjónvarpsstjóri allra landsmanna er prestur. - Furðulegt vegna þess að dagskráin er engan veginn sniðin eftir þeim grundvall- arhugsunum sem kristindómurinn boðar. Leyfið börnunum að koma til mín, sagði frelsarinn. En það er af og frá að börnin eigi nokkurt erindi að Ríkisútvarpinu, (og þó allra sist að Sjónvarpinu). Markaregn, einn af óteljandi íþróttaþáttum sjónvarpsins sem einkum er ætlaður ungum drengj- um, er sendur út á mánudagskvöld- um og lýkur honum ekki fyrr en löngu eftir miðnætti. Þannig mætti segja mér að ýmsir smástrákar séu með bauga undir augum á þriðju- dögum, og heldur illa á sig komnir í eftirtekt á skólabekknum. Við sem borgum fyrir þetta fyrir- tæki erum aldrei spurð um innihald dagskrárinnar. Hvernig stendur á því að presturinn, forstjóri fyrir- tækisins, boðar aldrei til borgara- fundar til þess að heyra hvað við, hinir réttmætu eigendur, viljum heyra og sjá? Erum við sem nú erum að sligast af lánum og greiðslum til þess að geta framfleytt bömum okkar í þessu landi siðasta kynslóðin sem á að hlusta á þetta útvarp? Sé ekki meiningin að ganga af Ríkisútvarp- inu dauðu þá held ég að presturinn verði að breyta um afstöðu til stærsta hóps þjóðarinnar. Þaö eru bömin og unglingamir sem hljóta að eiga að erfa landið og þar með líka Ríkisútvarpið. Unglingar hlusta mjög mikið á út- varp, en ekki á stöðvar Ríkisút- varpsins. Börnin læra ekki að hlusta því ekkert efni er þeim sér- Ingibjörg Einarsd. skrifar: Kirkjunnar menn bregðast hrapallega þegar viðkvæm mál inn- an hennar eru annars vegar. í reynd klúðra þeir þá fyrst öllu sem hægt er að klúðra. Auðvitað ættu þeir að standa saman um að leysa viðkvæm mál áður en þau koma Flugmaður skrifar: Umræðan sem skapast hefur um Reykjavíkurflugvöll, hve áhættu- samt sé að hafa flugvöll inni í „miðri borg“ og hvílík ógn hann sé við nærliggjandi umhverfi, er næsta furðuleg. Óg röng. Flug er hinn alömggasti ferðamáti. Sá sem les þetta heima er álíka öruggur og sá sem situr í flugvél. - Lítum frekar til umferðarinnar á jörðu niðri, þar er raunverrdeg hætta á ferð. Nær væri að flytja Hringbrautina úr borginni en blessaðan flugvöllinn. Sennilega er þessi hræðsla við flugvöllinn fáfræði að kenna. Sá sem eitthvað veit um flug veit líka að flugvélar detta ekki af himnum ofan að ástæðulausu eins og oft mætti halda af fréttum fjölmiðla af flugslysum. Hver kannast ekki við fyrirsögnina: Flugvél „hrapaði" til staklega ætlað. Speglar Ríkisútvarp- ið stemninguna í kirkjunni, sem virðist fyrst og fremst vera orðin frampotsstofnun fyrir athyglissjúka einstaklinga sem greinilega hafa ekki komist inn i leiklistarskóla? Ég er hrædd um að fleiri greiddu af- notagjöldin með glöðu geði ef Ríkis- útvarpið tæki þátt í að mennta börnin okkar, uppfræða þau og gleðja. - í stað þess að ýta æskunni algjörlega til hliðar ættum við að hjálpast að við að lengja hana. Presturinn í Efstaleiti hefur m.a. það vald. Hann hlýfur að hafa tekið upp á yfirborðið og eru sveipuð sviðsljósi fjölmiðlanna. Dæmið um biskupinn og ákæruna á hendur honum er það sem stingur mest í augu. Annað er um Þingvallaprestinn sem nýlega lét af störfum og varð að þola óþarfa og ósanngjaman frétta- jarðar! Margir halda e.t.v. að drep- ist á mótor eins hreyfils flugvélar hrapi hún eins og hvert annað jámarusl. Forseti borgarstjómar og flug- vallarandstæðingur hefur komið með þá tillögu að allt flug verði flutt til Keflavíkur og byggð hraðlest sem ég las um að gæti kostað á milli 20 og 30 milljarða. - Nær væri að eyða þeim peningum í átak umferðarör- yggis og bætta vegi. Flyttist kennsluflug til Keflavíkur væri veruleg hætta á að flugkennsla legðist nánast af, og það hefði ekki glæsilegar afleiðingar í för með sér þátt í bamastarfi í sinni preststíð, og skilur því mikilvægi þess að hlúa vel að bömum. Bömin sem berja hvert annað í höfuðið um helgar kosta meira en vel gmnduð dagskrá fyrir böm og unglinga sem líta má á sem hluta af forvamastarfi. Okkar firrta þjóðfélag gerir ráð fyrir því að illa fari fyrir bömunum okkar. Rík- isútvarpið gæti komið mörgu barn- inu til manns og göfgað æsku margra með því að opna allar gáttir með nýjum þáttum, þar sem gert er ráð fyrir að vel fari fyrir börnunum okkar. flutning. í báðum tilvikum hefði mátt komast hjá bramboltinu með því að bæði biskupi og Þingvalla- presti hefði verið leitt fyrir sjónir að afsögn þeirra sjálfra væri heppi- legasta lausnin. Og eftirmál því nánast engin. því að undirstaðan undir öllu flugi og flugöryggi liggur í kennslu- og einkaflugi. Því ætti aö efla þann þátt í fluginu. Flyttist svo farþega- flugið til Keflavíkur væri enginn grundvöllur fyrir innanlandsflugi. Hér em vegalengdir það stuttar að þyrfti maður að aka í 45 mínútur, nú eða biða eftir lestinni og borga 700-800 kr., myndu margir hugsa sig tvisvar um að fara flugleiðina yf- irleitt. - Málið er einfaldlega: Við verðum að hafa góðan flugvöll í Reykjavík. Þetta er ekki eini völlur- inn sem er inni í miðri borg. Þeir era nokkuð margir. DV Kratar nærast á erjunum Snæbjörn skrifar: Það er ekki ofsögum sagt að kratar nærast á erjunum. Erjurn- ar hafa orðið Alþýðuflokknum dýrkeyptar og eiga enn eftir að verða. Fátt virðist fram undan hjá þeim á þessum tímum annað en flokkurinn klofhi eftir kom- andi formannskjör, sem á eftir að skilja eftir sig mikiö og djúpt pólitískt sár. Kratar eru að velta því fyrir sér hvers konar foringja þeir þurfi. Liggur það ekki í aug- um uppi? Mann sem getur sam- einað jafnaðarmenn. En hann er einfaldleg ekki í sjónmáli eftir að Jón Baldvin hverfur af pólitíska sviðinu. Milljarðamað- urinn hjá SVFÍ Helgi Jónsson hringdi: Honum var sagt upp hjá Slysa- varnafélaginu. Ekki skal ég dæma, hvorki til né frá, um rétt- mæti þeirrar uppsagnar eða ranglæti. En bótakrafa hins brottrekna hljóðar upp á hvorki meira né minna en 28 milljónir króna! Ekki varð maðurinn ör- yrki við uppsögnina og ekki er hann á vergangi, starfar sem bæj- arritari í Hafnarfirði. En þetta með 28 miiljónirnar fmnst mér nú einum of langt gengið. - Feg- inn yrði ég væri mér sagt upp starfi, jafhvel að ósekju, og fengi segjum . . . ja, svona 6-8 milljón- ir. Jafnvel bara þrjár. VR-formaður í vandræðum? Baldur skrifar: Ég heyrði nýlega viðtal við for- mann Verslunarmannafélags Reykjavíkur þar sem hann mær- ir Vinnuveitendasambandið fyrir að ætla að hætta að miða launa- hækkanir út frá því hvað fisk- vinnslan þoli i það og það skiptið. Og síðan var það gamla klisjan: Nú ætti að semja með það fyrir augum allra helst að hinir lægst launuðu fái mesta hækkunina. Hversu oft höfum við ekki heyrt þetta? Mér finnst VR-formaður- inn vera kominn í vemleg vand- ræði gagnvart sínu fólki. En það er þó bót í máli að hann vill semja meö eitthvað „fyrir aug- um“ a.m.k. Hvort það dugar til lífsviðurværis er annað mál. Vetrarbúnaður ökutækja Bjarni ValdimarssonTiringdi: Ráðuneyti og gatnamálastjóri settu reglugerð um vetrarbúnað ökutækja byggða á óskhyggju um veðurfar, umferöarslys og ofmati ó hálkueyðum ríkis- og sveitarfé- laga. Hvað líður uppfinningu ís- lendings nokkurs á hjólbarða- nöglum sem unnt er að draga út og inn eftir viðspyrnu vega? - Er sitjandinn kannski í raun þýðing- armesti likamshluti ráðherra og embættismanna? Atvik á Miklu- braut - vitni vantar Kara Pálsdóttir skrifar: Fimmtudaginn 29. okt. sl. (fyrsta snjóadag vetrarins í Reykjavík) kl. 12.40, var bifreið- inni LR-275, sem er grá Toyota Corolla, ekið á hægri akrein vest- ur Miklubraut í Reykjavík, á milli Háaleitis- og Kringlumýrar- brautar, þegar spýta, sem lá á götunni, þeyttist undan framhjóli bifreiðarinnar R-19270, sem er grá Daihatsu Charade-bifreið, er ekið var á miðakrein Miklubraut- ar sömu leið, með þeim afleiðing- um, að spýtan lenti framan á Toyotabílnum sem skemmdist. - Þeir sem urðu vitni að umræddu atviki hafi vinsamlegast samband við Köm í síma 562-3110. Klúður kirkjunnar manna Reykjavíkurflugvöllur kyrr í borginni Reykjavíkurflugvöllur. Ekki sá eini inni í miöri borg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.