Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1996, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1996, Blaðsíða 33
ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1996 37 Þa& má sjá fjölbreytta myndlist í Nýlistasafninu á þremur sýningum. Ljósmyndir, þrí- víddarverk og olíumálverk Á laugardaginn opnuðu Stein- grímur Eyfjörð og Margrét Sveinsdóttir tvær einkasýningar í Nýlistasafninu við Vatnsstig auk þess sem opnuð var sýning á hugmyndavinnu í forsalnum. Steingrímur Eyfjörð sýnir teikningar, texta, ljósmyndir og þrívíddarverk á neðstu hæð safnsins. Verkin byggjast á skynjun, túlkun og nálgunarað- ferðum skynjunar. Steingrímur hefur verið starfandi listamaður i tuttugu ár og á að baki fjölda einkasýninga og samsýninga. Margrét Sveinsdóttir sýnir olíumálverk í efri sölum safiis- ins. Verkin eru öll unnin á þessu ári. Þetta er fjórða einkasýning Margrétar. í forsal Nýlistasafiiins eru svo sýnd framlög fimmtíu listamanna í hugmyndavinnu. Umsjón með þessari sýningu hef- ur Steingrímur Eyfiörð. Sýningin stendur til 17. nóvemher. Sýningar Teikningar fyrstu verkfræðinganna Teikningar fyrstu verkfræð- inganna, sem brautskráðir voru frá Háskóla íslands, eru nú til sýnis á þriðju hæð í VR-H, Hjarð- arhaga 2-6. Teikningamar eru verkefni sem Finnbogi Rútur Þorvaldsson lét nemendur vinna á árunum 1940-1943 og auk þess teikningar frá síðari hluta náms- ins sem tengdust einstökum verkefnum. Sýningin stendur tU 10. nóvember. Grímsvatnahlaup Grímsvatnahlaup er yfirskrift málstofu sem verður í stofu 158 í VR-n, Hjarðarhaga, í dag kl. 16.00. Helgi Björnsson, Helgi Jó- hannesson og Jónas Elíasson flyfja erindi. Klassískur vestri Hreyfimyndafélagið verður með kvikmyndasýningu í Há- skólabíói í kvöid kl. 19.00. Sýnd- ur verður klassískur vestri, Stagecoach, eftir John Ford með John Wayne í aðalhlutverki. Sögustund í Ráðhúsinu Dómkirkjan verður með sögu- stund í Tjamarsal Ráðhússins í dag kl. 18.00. Guðrún Ágústs- dóttir segir frá séra Bjama Jónssyni. Samkomur Handavinnunámskeið og dans Handavinnukennsla verður í Risinu í kvöld kl. 19.00. Dans- kennsla á sama stað kl. 18.30 og almennur dans kl. 20.00. Sig- valdi stjómar. Fjallkonurnar Kvenfélagið FjaOkonumar halda fund í safnaðarheimili FeUa- og Hólakirkju kl. 20.30. Gestur fúndarins er Fanný Jón- mundsdóttir. Glerlistarsýning. Tvímenningur SpHaður verður tvímenning- ur í Gjábakka, Fannborg 8, kl. 19.00 í kvöld. Gönguferð með bökkum Rangár I Landss' zjarfoss ÍOOO metrar Gunnai HELLA Gunnars- holtsey Hressandi ganga svíkrn- engan og garð er engin ástæða til að hætta þótt Vetur konungur sé genginn í gönguferðum. Oft er útsýni gott og H Arbæjarvaö ŒX3 fagurt á þessum árstíma og upp- örvandi getur verið að ganga þar sem fjaUasýn ber fyrir augim eins og í nágrenni HeUu þar sem skoða má tvo fossa sem þó ekki teljast meðal hærri fossa landsins. Um tvo kUómetra fyrir neðan brúna er Ægissíðufoss og ef gengið er rösk- lega þarf ekki meira en klukkstund í þessa ferð. Um fióra kUómetra fyr- ir ofan brúna er Árbæjarfoss og það þarf mun lengri tíma í gönguferðina ef ætlunin er aö skoða hann eða um tvo til þrjá klukkutíma. Þar spiUir Umhverfi ekki að hafa útsýni til Heklu sem frá þessu sjónarhomi sýnist topp- laga því að þama sést í endann á fiaUshryggnum. Heimild: Gönguferðir á íslandi eftir Einar Þ. Guðjohnsen. KK og Magnús Eiríksson á Hótel Borg: Ómissandi fólk Eins og ávaUt á þessum árstíma em margar nýjar plötur að líta dagsins ljós og meðal þeirra sem eru að senda frá sér plötu fljótlega era KK, Kristján Kristjánsson og Magnús Eiríkson, ekki hver í sínu lagi eins og flestir myndu halda, heldur saman. Þessir frábæru lagahöfundar og hljóðfæraleikarar hafa verið að vinna saman að Kristján Kristjánsson, betur þekktur sem KK, og Magnús Eiríksson skemmta á Hótel Borg i kvöld. nýrri plötu sem væntanleg er fyrir jól og mun hún heita Ómissandi fólk. Það bíða örugglega margir spenntir eftir útkomunni og víst er að Ómissandi fólk verður víða í jólapakkanum. Skemmtanir Þeir félagar verða með tónleika í GyUta sal Hótel Borgar í kvöld þar sem kynnt verða lög af plöt- unni og sjálfsagt fylgir annað góð- meti. Þeim tU aðstoðar verða Jón „bassi“ Sigurðsson á kontrabassa og Stefán Magnússon á trommur. Tónleikarnir hefiast kl. 21.30 en húsiö verður opnað kl. 20.00. Útgáfutónleikar Botnleðju á Gauknum Ein nokkurra hljómsveita sem eru að gefa út plötu þessa dagana er Botnleðja og verður hún með útgáfutónleika á Gauki á Stöng í kvöld. Hálka og snjór á vegum Snjóað hefur á vegi landsins og era nokkrar leiðir þungar yfirferð- ar. Á miUi Reykhóla og KoUafiarðar fyrir vestan er fært í slóðum. Á Norðurlandi er Lágheiði ófær vegna snjóa, á Norðausturlandi gerði snjó- koma það að verkum að þungfært Færð á vegum var á leiðunum Kópasker-Raufar- höfn, Raufarhöfn-Þórshöfn og Þórs- höfn-Bakkafiörður, víða var skaf- renningur á vegum á Austurlandi og Öxarfiarðarheiði, Mjóafiarðar- heiði og HeUisheiði eystri era ófær- ar vegna snjóa. E] Hálka og snjór 0 Vegavinna-aögát [•] Öxulþungatakmarkanir SSrStÖðu Œl Þungfært (g) Fært fjallabílum Sonur Önnu Dísar og Halldórs Myndarlegi drengur- hann 4.160 grömm að inn á myndinni fæddist á þyngd og 54 sentímetra Sjúkrahúsi Akraness 25. langur. Foreldrar hans júlí. Við fæðingu var era HaUdór Órvar Ein- --------- arsson og Ánna Dís Jóns- daasins dóttir og er hann fyrsta _______ bam þeirra. Gwyneth Paltrow leikur Emmu og hefur fengið mikið hrós fyrir leik sinn. Emma Regnboginn hóf sýningar fyrir helgi á bresku kvikmyndinni Emmu sem gerð er eftir skáld- sögu Jane Austin. Bandaríska leikkonan Gwyneth Paltrow leik- ur titilhlutverkið Emmu Wood- house, unga stúiku af góðum ætt- um. Emma lítur á sig sem út- sendara ástarengUsins Amors og gerir aUt sem í hennar valdi stendur tU að para saman vini og ættingja. Henni ferst þetta verkefni misvel úr hendi og þeg- ar hún reynir að koma vinkonu sinni Harriet Smith saman við prest staðarins bregst henni heldur betur bogalistin. Margar litríkar persónur koma við sögu, eins og ávaUt í sögum Jane Austin og aUar flækjast þær á einn eða annan hátt í vef Emmu, sem með blindri góðmennsku sinni setur aUt um koU í tilhuga- lífi nærstaddra. Kvikmyndir Auk Gwyneth Paltrow leika í myndinni Toni Colette, Jeremy Northam, Ewan McGregor, Greta Scacchi, Juliet Stevenson og PoUy Walker. Nýjar myndir Háskólabíó: Staðgengillinn Laugarásbíó: Á eyju dr. Moreau Saga-bíó: Ríkarður III Bíóhöllin: Tin Cup Bíóborgin: Fortölur og fullvissa Regnboginn: Emma Stjörnubíó: Djöflaeyjan Krossgátan Lárétt: 1 mær, 8 krot, 9 hlífa, 10 klerk, 11 titiU, 12 annað, 13 dauði, 14 logn, 15 óstöðuga, 18 lítiU, 19 málm- ur. Lóðrétt: 1 neðan, 2 kriki, 3 hrakk- ótti, 4 keðja, 5 bók, 6 steypiregn, 7 tæpast, 12 liðs, 13 grip, 14 er, 16 íþróttafélag, 17 flas. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 loks, 5 ál, 8 aflæsir, 9 gauk- ana, 10 armir, 12 að, 13 sá, 15 sníða, 16 trassi, 18 riða, 19 ami. Lóðrétt: 1 lagast, 2 ofar, 3 klumsa, 4 sækin, 5 ása, 6 linaði, 7 hraðaði, 11 rísa, 14 ári, 17 sa. Gengið Almennt gengi LÍ nr. 255 05.11.1996 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqenqi Dollar 66,080 66,420 67,450 Pund 109,370 109,920 105,360 Kan. dollar 49,430 49,730 49,540 Dönsk kr. 11,3840 11,4450 11,4980 Norsk kr 10,4130 10,4710 10,3620 Sænsk kr. 10,0040 10,0600 10,1740 Fi. mark 14,5600 14,6460 14,7510 Fra.franki 12,9290 13,0030 13,0480 Belg. franki 2,1221 2,1349 2,1449 Sviss. franki 52,2100 52,4900 53,6400 Holl. gyllini 38,9900 39,2300 39,3600 Þýskt mark 43,7300 43,9600 44,1300 ít. líra 0,04353 0,04380 0,04417 Aust. sch. 6,2130 6,2510 6,2770 Port. escudo 0,4315 0,4341 0,4342 Spá. peseti 0,5190 0,5222 0,5250 Jap. yen 0,58020 0,58370 0,60540 írskt pund 109,270 109,950 107,910 SDR 95,25000 95,82000 97,11000 ECU 83,9000 84,4000 84,2400 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.