Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1996, Blaðsíða 30
34
ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1996
Afmæli
Valgerður Einarsdóttir Vestmann
Valgerður Einarsdóttir Vest-
mann, húsfreyja að Bekansstöðum
II, Skilmannahreppi, varð áttræð í
gær.
Starfsferill
Valgerður fæddist í Gimli í Mani-
toba í Kanada, ólst þar upp til fjórt-
án ára aldurs og gekk þar í bama-
skóla. Hún flutti þá með föður sín-
um, stjúpmóður og sjö systkinum
heim til íslands og settust þau að á
Akranesi. Eftir að heim kom gekk
Valgerður í kvöldskóla á Akranesi
og var síðar einn vetur í Héraðs-
skólanum á Laugarvatni.
Valgerður og maður hennar hófu
búskap á Akranesi þar sem hann
stundaði sjómennsku. Þau fluttu
síðan að Bekansstöðum og stund-
uðu þar búskap. Eftir að maður
hennar lést stundaði hún búskap að
Bekansstöðum í nokkur ár en síðan
tók dóttir hennar við húrekstrinum.
Valgerður starfaði í kvenfélagi
hreppsins í fjölda ára.
Fjölskylda
Valgerður giftist 23.11. 1935 Þór-
oddi Oddgeirssyni, f.
5.10. 1908, d. 4.4. 1968, sjó-
manni og síðar bónda að
Bekansstöðum. Hann var
sonur Oddgeirs Ólafsson-
ar sjómanns og k.h., Mar-
grétar Nikulásdóttur
húsmóður.
Valgerður og Þórodd-
ur eignuðust átta böm
og eru sjö þeirra á lífi.
Þau eru Einar Guðráðin*
Vestmann, f. 13.12. 1936;
Anna Margrét Vest-
mann, f. 31.8. 1938, bóndi
á Bekansstöðum, var
fyrst gift Viggó Haralds-
syni og eru böm þeirra Jón Val-
geir, f. 19.6. 1960, rennismiður,
Anna María, f. 17.6. 1963, og er son-
ur hennar Sæþór, f. 14.10. 1988, og
Valgerður, f. 19.10.1965, en Margrét
er nú gift Finni Guðmundssyni;
Valur Þór Vestmann, f. 28.10. 1939,
stýrimaður á Akranesi, kvæntur
Guðlaugu Magnúsdóttur og eru
börn þeirra Bjarni, f. 28.9. 1973,
nemi í rafeindavirkjun, og Egill
Amar, f. 14.4. 1978, nemi; Jóhann
Vestmann, f. 27.10. 1942, vélstjóri á
Akranesi, kvæntur Guð-
ríði Hannesdóttur og era
börn þeirra Valgerður, f.
21.6.1970, en dóttir henn-
ar er Maríanna, f. 7.11.
1987, Þjóðbjörn, f. 30.4.
1974, nemi, og Rannveig,
f. 28.4. 1976; Bjarni Odd-
geir Vestmann, f. 11.12.
1943, tæknifræðingur á
Akranesi, kvæntur Krist-
ínu J. Dýrmundsdóttur
og eru börn þeirra Þór-
oddur, f. 13.9.1970, mynd-
listarmaður í Reykjavík,
en sambýliskona hans er
íris Stefánsdóttir nemi
og er sonur þeirra Styrkár, f. 21.7.
1995, Rúnar Dýrmundur, f. 20.12.
1973, landfræðingur, og Freyr, f.
30.6. 1977, nemi; Katrín Vestmann,
f. 10.10. 1949, bóndi og húsfreyja í
Reykhólasveit, en maður hennar er
Þórarinn Sveinsson, bóndi og bú-
fræðingur, og eru böm þeirra
Sveinn, f. 25.11. 1970, vélstjóri, en
dóttir hans er Sólbjört Harpa, f.
22.8. 1992, Einar Þór, f. 5.12. 1973,
nemi, Kristján, f. 28.10. 1978, nemi,
og Anna Björg, f. 11.2. 1986; Ólafur
Vestmann, f. 7.9. 1954, kennari í
Noregi, kvæntm: Maríu Björk
hjúkrunarfræðingi og eru böm
þeirra Ingvi Hrafn, f. 4.4. 1984,
Anna María, f. 29.9. 1985, Helga
Rut, f. 15.9.1988, og Sandra Björk, f.
16.5. 1990.
Systkini Valgerðar era Daníel
Vestmann, f. 15.9. 1913, nú látinn;
Helgi Nikulás Vestmann, f. 12.6.
1915, nú látinn; Einar Guðmundur
Vestmann, f. 4.6. 1918, nú látinn;
Ingibjörg Vestmann, f. 25.12. 1919,
nú látin; Anna Margrét Vestmann,
f. 18.10.1923; Ásta Ólöf Vestmann, f.
4.3. 1925; Benedikt Frímann Vest-
mann, f. 21.10. 1927, nú látinn.
Hálfsystir Valgerðar er Elinóra
Sigm-laug Vestmann Nordal, f.
21.10. 1930.
Foreldrar Valgerðar voru Einar
Guðmundur Vestmann Bjarnason,
f. 24.11. 1888, d. 21.1.1976, jámsmið-
ur í Kanada og á Akranesi, og f.
k.h., Guðríður Nikulásdóttir, f.
20.8. 1891, d. 12.2. 1929, húsmóðir.
Seinni kona Einars var Jónína
Bjamason, f. 27.11. 1890, d. 13.2.
1968, húsmóðir.
Valgeröur Einars-
dóttir Vestmann.
Eyjólfur Pétursson
Eyjólfur Pétursson,
skipstjóri og fram-
kvæmdastjóri, Arkar-
holti 17, Mosfellsbæ, er
fimmtugur í dag.
Starfsferill
Eyjólfur fæddist í
Vestmannaeyjum en ólst
upp í vesturbænum í
Reykjavík. Hann lauk
skyldunámi í Reykjavík
og lauk skipstjóranámi
við Stýrimannaskólann í
Reykjavík 1967.
Eyjólfur var stýrimaður á togur-
um Bæjarútgerðar Reykjavíkur frá
1967 og skipstjóra þar
1968-72, réðst þá til Bergs-
Hugins sf. í Vestmanna-
eyjum og var þar skip-
stjóri á Vestmannaey Ve
54 sem hann sigldi hingað
heim frá Japan. Þar var
hann skipstjóri til 1991 er
hann hætti að mestu til
sjós. Eyjólfur var einn eig-
anda og sat í stjórn Bergs-
Hugins 1973-92 er félaginu
var slitið. Eyjólfur hefur
stundaði verslunar- og
veitingarekstur sl. tvö ár.
Eyjólfur sat í stjórn ísfélags Vest-
mannaeyja 1985-93. Hann var vara-
maöur í bæjarstjóm Vestmannaeyja
1982-86, meðlimur í félaginu Akoges
í Vestmannaeyjum 1980-94 og vara-
formaður félagsins 1992.
Fjölskylda
Eyjólfur kvæntist 19.8. 1976 Ing-
veldi Gísladóttur, f. 22.8. 1949, sem
nú er látin. Hún var dóttir Gísla
Ágústssonar frá Ámesi í Vest-
mannaeyjum, og Ingbjargar Páls-
dóttur.
Eiginkona Eyjólfs er nú Amdís
Kristjánsdóttir.
Böm Eyjólfs eru Andrea Ey Eyj-
ólfsdóttir, f. 1.10.1972; Pétur Eyjólfs-
son, f. 5.4.1976; Ingi Páll Eyjólfsson,
f. 5.6. 1987.
Synir Eyjólfs frá því fyrir hjóna-
band era Bárður Eyjólfsson og Gísli
Ingi Gunnarsson.
Systkini Eyjólfs eru Ágústa Pét-
ursdóttir, f. 3.2. 1943, gift Sigurði
Helgasyni og eiga þau þrjú böm;
Líney Björg Pétursdóttir, f. 14.4.
1948, gift Kristni Sigmarssyni og
eiga þau þrjú börn; Pétur Örn Pét-
ursson, f. 30.1. 1951, kvæntur Ólöfu
Guðbjartsdóttur og eiga þau þrjú
börn.
Foreldrar Eyjólfs: Pétur Þor-
bjömsson, f. 25.10. 1922, skipstjóri,
og Sigríður Eyjólfsdóttir, f. 16.12.
1922, d. 15.10. 1994, húsmóðir.
Eyjólfur er á Bretlandseyjum
þessa dagana.
Eyjólfur Pétursson.
Soffía Eygló Jónsdóttir
Soffla Eygló Jónsdóttir húsfreyja,
Víghólastíg 20, Kópavogi, sem nú
dvelur á hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð í Kópavogi, varð áttræð
á sunnudaginn var.
Starfsferill
Sofíla fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp í foreldrahúsum í Stóra-
Skipholti á Bráðræðisholtinu. Hún
lauk gagnfræðaprófi, stundaði siðan
verslunarstörf og var m.a. verslun-
arstjóri um skeið.
Soííía og maður hennar hófu bú-
skap sinn í Reykjavík. Þau bjuggu
síðan nokkur ár á Hjalteyri við
Eyjafjörð en fluttu í Kópavoginn
1952 og hafa átt þar heima síðan.
Soffia hefur hlotið verðlaun fyrir
ritstörf. Hún var sæmd riddara-
krossi hinnar íslensku fálkaorðu
1984 fyrir störf að málefnum aldr-
aðra. Hún var kjörin heiðursfélagi
Sunnuhlíðarsamtakanna 1989 og
heiðursfélagi Kvenfélags Kópavogs
1990.
Fjölskylda
Soffla giftist 18.12.1943 Leó Gunn-
laugssyni, f. 27.3. 1909, húsasmíða-
meistara. Foreldrar Leós vora Guð-
laugur Guðmundsson og Sigurlína
Guðmundsdóttir, bæði ættuð af
Ströndum.
Synir Sofflu Eyglóar:
Þórir Jón Axelsson
verslunarmaður, kvænt-
ur Lflju Eyjólfsdóttur og
eiga þau þrjá syni og tvö
bamabön; Trausti Leós-
son, byggingafræðingur,
kvæntur Þyri Kap Áma-
dóttur og eiga þau þrjú
börn; Guðlaugur Leós-
son, skyndihjálparleið-
beinandi hjá Rauða
krossinum.
Systkini SofHu: Sigur-
jón Jónsson, f. 26.4. 1909,
járnsmíðameistari í Reykjavík; Há-
kon ísfeld Jónsson, f. 1.11.1912, mál-
arameistari í Reykjavík; Valgerður
Ósk Jónsdóttir, f. 17.7.
1914, d. 23.3. 1929; Óli
Björgvin Jónsson, f. 15.11.
1918, fyrrv. knattspyrnu-
þjálfari og fulltrúi hjá
Vegagerð rikisins; Guð-
bjöm Jónsson, f. 19.3.
1921, fyrrv. knattspyrnu-
dómari og klæðskera-
meistari í Reykjavík.
Foreldrar Eyglóar voru
Jón Jónsson, f. 20.11. 1881,
d. 10.4. 1963, sjómaður og
síðar bensínafgreiðslu-
maður hjá Essó í Reykja-
vík, og k.h., Þórunn Helga Eyjólfs-
dóttir, f. 20.6. 1884, d. 12.12. 1954.
Soffía Eygló
Jónsdóttir.
Grímsbœ
v/Bústaðaveg
Skreytingar við öil
tcekifœri. Frí heimsending
fyrir sendingaryfir 2.000 kr.
Sími 588-1230
afftir. bolta
Aetnux (ruxn!
Snorri Þór Tómasson
Snorri Þór Tómasson
bifreiðastjóri, Álfheimum
72, Reykjavík, er fimm-
tugur í dag.
Fjölskylda
Snorri fæddist í Reykja-
vík og ólst þar upp. Hann
hefur verið leigubílstjóri
á Bæjarleiðum frá 1969.
Snorri kvæntist 27.6.
1970 Kristjönu Unni
Valdimarsdóttur, f. 3.9.
Snorri Þór Tómasson.
1947, bókara hjá Islenska
útvarpsfélaginu. Hún er
dóttir Valdimars Auð-
unssonar, bónda og
hljóðfæraleikara sem nú
er látinn, og Þuríðar
Ingjaldsdóttur húsfreyju.
Böm Snorra og Krist-
jönu Unnar eru Valdi-
mar, f. 17.5. 1969, kerfis-
fræðingur í Reykjavík;
Tómas Öm, f. 17.7. 1973,
tamningamaður í
Reykjavík; Herdís Þóra,
f. 7.9.1978, nemi; Hlynur, f. 5.5.1985,
nemi.
Bræður Snorra: Hannes, f. 2.4.
1948, pípulagningameistari; Ágúst, f.
6.9. 1949, fisksali; Hörður, f. 11.12.
1953, bílstjóri; Pálmi, f. 9.9. 1958,
kerfisfræðingur.
Foreldrar Snorra: Tómas Am-
fjörð Ágústsson, f. 3.9. 1915, d. 30.4.
1964, og Jóna Aðalheiður Hannes-
dóttir, f. 30.3. 1924.
Snorri og Kristjana Unnur eru í
útlöndum.
DV
Tll hamingju
með afmælið
5. nóvember
85 ára
Gestur Pálsson,
Hringbraut 50, Reykjavík.
80 ára
Hilmar
Bjama-
son,
fyrrv. skip-
stjóri,
Kirkjustíg
5, Eski-
firði.
Kona hans
er Sigrún
Sigurðar-
dóttir.
Þau taka á móti gestum í Val-
höll á Eskifirði í kvöld kl.
20.30.
Erlendur Sigmundsson,
fyrrv. prófastiu- og biskupsrit-
ari,
Rauðarárstíg 3, Reykjavík.
Kamilla J. Briem,
Grettisgötu 74, Reykjavík.
75 ára
Halldór Pálsson,
Furubergi 15, Hafnarflrði.
Svanfrfður Guðjónsdóttir,
Heiðarbraut 37, Akranesi.
Hlynur Sigtryggsson,
Feflsmúla 9, Reykjavík.
Auður Gísladóttir,
Skólabraut 3, Seltjamamesi.
70 ára
Guðlaug Márusdóttir,
Efra-Haganesi I, Fljótahreppi.
60 ára
Hjörtur Amfinnsson,
Mýrargötu 11, Neskaupstað.
Halldóra Jensdóttir,
Háaleiti 7 A, Keflavík.
Erla Ingimundardóttir,
Borgargarði 5, Djúpavogs-
hreppi.
Hans Aðalsteinsson,
Hamarsgötu 12, Fáskrúðsfirði.
50 ára
Jón Gissurarson,
Víðimýrarseli, Seyluhreppi.
Magnús Vilhjálmsson,
Freyjugötu 10, Reykjavlk.
Páll Magnússon,
Kríuhólum 2, Reykjavík.
Jóhanna Baldvinsdóttir,
Hlíðarvegi 56, Kópavogi.
Þóra Guðmundsdóttir,
Kársnesbraut 45, Kópavogi.
Elín Helga Njálsdóttir,
Túnbraut 11, Skagaströnd.
Brynhildur Sigurjónsdóttir,
Fellsmúla 2, Reykjavík.
40 ára
Kristinn Arnar Pálsson,
Lyngholti 19, Keflavík.
Ragnheiður D. Gísladóttir,
Hjallabraut 6, Hafnarfirði.
Rögnvaldur Ragnar Símon-
arson,
Björk, Eyjafjarðarsveit.
Örn Guðmundsson,
Búðarstíg 20, Eyrarbakka.
Valm- Guðnason,
Bollagörðum 19, Seltjarnar-
nesi.
Benedikt G. Sigurðsson,
Háteigsvegi 13, Reykjavík.
Sigurborg Ragnarsdóttir,
Réttarholti 3, Reyðarfirði.
Kristín Jóhanna Bjömsdótt-
ir,
Aðalstræti 62, Vesturbyggð.