Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1996, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1996, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1996 17 'TtSí'Tp: |Sf!ö Jb 7 Ólíkar leiðir fólks til að koma sár í form: Einkaþjálfarar njóta vaxandi vinsælda - þó fæstir þeirra hafi tilskilin réttindi Hrafn á skrifstofunni sinni þar sem hann gefur fólki ráöleggingar um matar- æöi og hreyfingu. Svokallaöir einkaþjálfarar eru mjög vinsælir um þessar mundir, enda bjóöa flestar líkamsræktar- stöövamar upp á slíka þjónustu. Fæstir þessara einkaþjálfara hafa þó menntim til starfans og kalla sig þ.a.l. leiðbeinendur eða ráð- gjafa. Þeir eru oftast ýmist þolfi- mikennarar eða vaxtarræktarfólk og taka á bilinu 1-2 þúsund krón- ur fyrir skiptið. Hægt er að semja betur ef viðkomandi vill vera lengi undir þeirra leiðsögn en al- gengt er að fólk mæti 2-5 sinnum í viku í u.þ.b. 1 mánuð og svo fer það annaðhvort að æfa sjálft eftir það eða kemur bara til þjálfarans af og til. Innifalið I upphæðinni eru oft æfingar í sal undir leið- sögn, einhvers konar næringar- ráðgjöf, fitumæling, vigtun og málin eru tekin. Hrafn Friðbjömsson í Stúdíói Ágústu og Hrafns hefur hvað mestu reynsluna á þessu sviði, enda með þeim fyrstu sem fór að bjóða upp á þessa þjónustu. Hann er með svokallað ACE-próf í Hrafn leggur áherslu á nýjan og breyttan lífsstfl og er vantrúaður á alls kyns skyndiiausnir og hjálpartæki. DV-myndir ÞÖK þolfimi og tekur fljótlega sams konar próf í einkaþjálfun. Hann og Ágústa Johnson hafa sótt ótal ráðstefnur til Bandaríkjanna und- anfarin ár þar sem fjallað hefur verið um hreyfingu og mataræði og hafa því góða þekkingu á því sviði, auk þess að eiga myndarlegt bókasafn þessu tengt. En hverjir eru það sem nýta sér þessa þjón- ustu? Fólk með þyngdar- vandamál „Það kemur til mín töluvert margt fólk sem á við þyngdar- vandamál að striða og ég reyni að hjálpa því að léttast. Mínar aðferð- ir em langt frá því að vera bylting- arkenndar eða einhverjar skyndi- lausnir því ég legg áherslu á að viðkomandi breyti hægt og rólega um lífsstíl til frambúðar og grenn- ist samfara því, m.a. með því aö til- einka sér hreyfingu og rétt matar- æði. Ég vil að fólk setji sér stutt, raunhæf markmið til að koma sér í betra form, ákveði t.d. að missa 6 kg á 2 mánuðum í stað þess að ætla að missa 50 kOó á árinu,“ sagði Hrafn. Hann sagði að óskir og þarfir fólks væru mjög mismunandi. „Sumir þurfa aö missa allt upp í 60 kg en aðrir vilja bara koma sér í mjög gott form. Ég er því ekki með neitt eitt prógramm í gangi því ég aðlaga það jafnóðum viðkomandi einstaklingi," sagði Hrafn. Á móti skyndilausnum Hann segist vantrúaður á mikið þyngdartap á skömmum tíma og líka þau gylliboð að fara í sérstaka leikfimi til að missa maga og læri. „Þetta er svo mikil vitleysa. Það get- ur enginn stjómað því hvaðan fitan fer þegar viðkomandi er að hreyfa sig. Það er t.d. vitað mál að konur safna oft fitu á maga og læri og það er einmitt sú fita sem er erfiðust viðureignar og fer yfirleitt síðust af.“ Hrafh sagðist enn fremur vera mjög á móti skyndilausnum, eins og piíluáti, duftblöndum og alls kyns hjálpartækjum til að grennast því ef eitthvert þeirra virkaði þyrfti fólk ekki á hinum að halda. „Að mínu mati er þyngdarstjórn- un aðallega spurning um heilsu, ekki þyngd. Grannur maður þarf ekki endilega að vera hamingjusam- ur en hann er yfirleitt heilsuhraust- ari en sá sem er alltof feitur. Með því að grennast minnkar fólk lík- uraar á sjúkdómum tengdum offitu og samhliða því breytist allt líf ein- staklingsins," sagði Hrafh. Ný kona á hverju kvöldi Hrafn hefur tekið að sér að kaupa inn með þeim sem hann leið- beinir hverju sinni því hann telur mikilvægt að fólk fái tilfinningu fyrir því hvað er óhollt og hvað er hollt. „Ég kenni þeim að lesa utan á matvæli og nota ákveðna formúlu til að finna út fituinnihald í fæð- unni. Á tímabili sást til mín í Hag- kaupi með nýrri konu á hverju kvöldi og alltaf með fulla innkaupa- körfu,“ sagði Hrafn. Formúlan sem hann notar er þannig: Lesið er utan á matvælin hversu mikil fita er í 100 g, sú tala margfolduð með 9 og heildarhita- einingafjöldanum (Kkal.) deilt upp í töluna. Sú tala er síðan margfold- uð með 100. (Dæmi: 1,3 g fita x 9 = 11,7. Síðan er 11,7 deilt með 45 Kkal. = 0,26. Þá er 0,26x100=26% fita.) Samkvæmt ráðleggingum Manneld- isráðs er æskilegt að hitaeininga- fjöldi frá fitu fari ekki yfir 30% af dagneyslu og miðast formúlan við það. Hrafn segir ekki æskilegt að neyta matar sem fer yfir 20-30% í fitu. Að stelast pínulítið Aðspurður um árangur sagði hann að mjög margir færu eftir leið- beiningum hans og næðu þ.a.l. ár- angri en að aðrir væru alltaf að stel- ast pínulítið. „Mér finnst sérstak- lega gaman að sjá árangurinn þegar vel tekst til, fólk fer að hafa stjóm á matnum en lætur hann ekki stjóma sér. Offita hefur áhrif á allt líf ein- staklingsins. Þaö er syo einkenni- legt að of feitur maður neitar sér kannski um að fara í sund með börnunum, kaupa sér fatnað eða að skemmta sér innan um fólk en getur svo ekki neitað sér um mat.“ -ingo Sigga, 23 ára, er í einkaþjálfun hjá Hrafni: Ætlar að missa 39 kíló í allt - kom henni á óvart hvað má borða mikið og margt „Ég hef verið þybbin alla mina ævi og var búin að prófa allt, alla megrunarkúra og alls kyns leikfimi en gafst alltaf upp. Þetta er í fyrsta skipti sem ég virkilega sé árangur," sagði Sigga, 23 ára gömul kona sem verið hefur í einkaþjálfun hjá Hrafni sl. 9 vikur. Hún hefúr losað sig við S1/^ kíló en er þó ekki hætt, ætlar að missa um 39 kíló alls og er bjartsýn á framhaldið. „Ég æfi alltaf 3-4 sinnum í viku og hitti Hrafn vikulega. Þá tölum við saman í klukkutíma, um matar- æðið og hvernig mér gengur, og hann ráðleggur mér og hvetur mig. Ég hefði aldrei getað þetta án hans, mig vantaöi allan aga,“ sagöi Sigga. Hún sagðist borða miklu meira núna en hún gerði áður en allt öðru- vísi fæði. „Ég fæ viðbjóð þegar ég hugsa til þess hvað ég var að borða áður. Ég bý ein og eldaði sjaldan. Ég pantaði mér heldur pitsu eða fór út að borða og fékk mér hamborgara, franskar og kokkteilsósu. Ég steikti eiginlega allt upp úr feiti, notaði rosalega mikið smjör ofan á brauð og borðaði mjög mikið af mjólkur- vörum. Áður tók það mig 5 mínútur að kaupa inn, ég keypti bara það sem mig langaði í, en núna spái ég meira í fæðuna og veit orðið alveg hvað ég er að láta ofan í mig. Þó ég hafi verið í leikfimi og megrun und- ir leiðsögn áður kunni ég þetta ekki, maður fylgdi bara matarlistanum." Sigga sagöi að það hefði komið sér rosalega á óvart hvað það er mikið og margt sem hún má borða. „Nú blanda ég matnum öðruvísi saman og hef hann fitusnauðari en ég borða alltaf góðan mat. Það sem mér fannst e.t.v. erfiðast var að sleppa húðinni utan af kjúklingi,“ sagði hún og hló. Hún segir Hrafn leggja áherslu á að hún sé ekki í megrun heldur að breyta um mataræði til frambúðar. „Ég byijaði t.d. á því að breyta um mataræði án þess að minnka við mig matinn. Þegar ég hafði náð tök- um á breyttu mataræði þá fór ég fyrst að borða minna. Það tók mig svo 2 vikur að koma mér í að hreyfa mig en nú finnst mér ég ekki geta verið án þess,“ sagði Sigga að lok- um. -ingo

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.