Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1996, Blaðsíða 11
JLlV ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1996
%enning u
Fæðingarorlofsleysi
Lífið í
Ljúfuvík
Fyrir þremur árum kom út
bókin Himinninn er alls staðar
eftir Sólveigu Traustadóttar,
raunsæ og góð saga um sjö ára
telpu, Möggu í Ljúfuvík, sem er
með mislanga fætur og lögð í
einelti þess vegna. Verkið er
sannfærandi lýsing á lífi fólks
um miðja öldina,
persónur eru trú-
verðugar og bók-
in vel skrifuð.
Nú er komið
framhald af sög-
unni um Möggu í
Ljúfuvík og félaga hennar og
gerist sagan ári síðar. Himinn-
inn litar hafið blátt er þó engan
veginn jafnoki fyrri bókarinnar.
Vandamálin, þ.e. eineltið og fötl-
un Möggu litlu, sem gáfu fyrri
bókinni dýpt, eru svo til horfin í
nýja verkinu og ekkert annað
bitastætt kemur í staðinn. Ein-
eltið var aö mestu upprætt í
fyrri bókinni og fötlun Möggu
gufar hreinlega upp. Stutti fót-
urinn háir henni ekki lengur,
hún gengur, hleypur og leikur
sér eins og hinir krakkamir og
er steinhætt að vera
þreytt á kvöldin.
Persónusköpun er
stórlega ábótavant. All-
ar persónurnar á
sveitabænum Ljúfuvík
eru svo góðar að helgi-
slepjan lekur af þeim.
Fólkið í þorpinu er
hins vegar af lakari
gerðinni og verður ým-
islegt á. Kaupmanns-
fjölskyldan er t.d. mein-
gölluð eins og hún legg-
ur sig og eins og klippt
út úr Húsinu á slétt-
unni. Andstæðurnar,
sveit og þéttbýli, verða
því sérstaklega klisjukenndar.
Ólíkt fyrri bókinni fjallar þessi
ekki um daglegt lif á miðri öld-
inni heldur virðist atburðarásin
samsett úr frásögnum af hátíð-
legum tækifærum. Hver dagur
er sérstakur og til marks um
það eru allar persónur verksins
sí og æ að úða i sig sætabrauði
og sælgæti. Varla nokkur maður
borðar venjulega máltíð í öllu
verkinu, hvað þá siginn fisk og
selspik eins og í fyrri bókinni,
en þó er umræða um matvæli
nánast yfirþyrmandi. Meira að
segja hænsnin fá smákökur,
kleinur og
konfekt.
Fólkið í Ljósu-
vík er nánast
dýrlingar.
Sjaldan hefur
önnur eins
manngæska sést á prenti. Ef
það er ekki einhvers staðar að
gera góðverk þá eru það að tala
um guð. Verkið verður að
væminni og móralskri siðbóta-
sögu þar sem söguhöfundur
leggur persónum sínum trúar-
legar predikanir í munn hvað
eftir annað. Lesandinn fær
aldrei að dæma sjálfur heldur
fylgir ávallt sannkristin kenni-
setning hverjum atburði.
Sólveig Traustadóttir: Himinn-
inn litar hafið blátt.
Myndir: Freydís Kristjándóttir.
Mál og menning 1996.
Ein af myndum Freydísar Kristjánsdóttur
viö söguna.
Bókmenntir
Margrét Tryggvadóttir
örlagasögur
í bókinni Æðrulaus mættu þau
örlögum sinum eftir Braga Þórðar-
son, bókaútgef-
anda á Akranesi,
eru tólf þættir úr
íslensku þjóðlífi
- frásagnir af eft-
irminnilegum
atburðum og
skemmtilegu
fólki á fyrri tíð.
Fyrsta sagan
gefur bókinni
nafn og segir
frá ömmu og
afa höfundar,
hjónunum Kristbjörgu Þórðardótt-
ur og Ásmundi Þorlákssyni í Fells-
axlarkoti og bömum þeirra, sem
sum urðu fyrir illri meðferð hjá
vandalausum. Einnig er sagt frá
læknisaðgerð við fnunstæðar að-
stæður, samgöngum, svaðilförum á
landi og sjó, réttaferðum, brúð-
kaupssiðum og skemmtanalífi.
Lengsti þáttur bókarinnar segir frá
Oddi Sveinssyni, fréttaritara Morg-
unblaðsins á Akranesi á sínum
tíma. Fréttirnar hans þótta afar
sérstæðar og til var að fólk safhaöi
þeim eins og myndum í albúm.
Hörpuútgáfan gefur út.
Umsjón
Vængju
Eddukvæ
Tónlistardögum Musica Antiqua
lauk á sunnudaginn með tónleik-
um í Þjóðminjasafninu. Þetta voru
mjög nýstárlegir tónleikar því flutt
voru nokkur Eddukvæði og var
leikið undir á ýmiss konar mið-
aldafiðlur sem og miðaldahörpu.
Fjórir meðlimir alþjóðlega tónlist-
arhópsins Sequentia héldu tónleik-
ana, þau Barbara Thomton (söng-
ur), Lena Susanne Norin (söngur),
Benjamin Bagby (söngur og mið-
aldaharpa) og Elizabeth Gaver
(miðaldcdiðlur). Þess má geta að
Sequentia er í fremsta röð flytj-
enda miðaldatónlistar og hefur gef-
ið út fjölmarga geisladiska.
Að syngja Eddukvæði á fullan
rétt á sér því þannig voru þau að
öllum líkindum flutt fyrr á tímum.
Enginn veit þó nákvæmlega hvern-
ig og voru því tónleikar Sequentia-
hópsins fyrst og fremst tilgáta. En
listafólkið hefur sótt í allar heim-
ildir sem til eru; fíðlutónlistin er
t.d. byggð á ýmsum miðaldastefj-
um, aðallega norskum. Og við
samningu sjálfra laglinanna hetar
verið staðst við lagstúflnn Ár var
alda, einnig hrynjandina í íslensk-
um rímnakveðskap og fleira í þeim
dúr. Það er því geysileg vinna sem
bjó að baki þessum listviðburði og
var það auðheyrt. Fagmennskan
var í fyrirrúmi og hvergi hnökra
að finna.
Tónleikamir hófust á fiðluleik
sem var svo seiðandi að það var
eins og maður væri allt í einu kom-
inn langt aftur í fomeskju. Fiðlu-
leikurinn skapaði stemning-
una og var umgjörð allra tón-
leikanna því þessi unaðslega
tónlist var leikin á milli
þátta, allt til loka. Elizabeth
Gaver lék á ýmiss konar mið-
aldafiðlur ajf mikilli list og
var hrein dásemd að hlýða á
þessi merkilegu hljóðfæri
sem allt of sjaldan heyrist í.
Eftir innganginn var kom-
ið að Hangakvæði Hávamála,
sem flutt var af Benjamin
Bagby, og lék hann jafnframt
undir á miðaldahörpu. Rödd
hans hljómaði einstaklega
fallega á tónleikunum, enda
er hann frábær söngvari. Það
er þó ekki nóg; flutaingur
Eddukvæða hlýtar að kalla á
dramatísk tilþrif sem Benj-
amin Bagby sýndi glögglega.
Með sannfærandi leik tókst
honum að ljá ljóðlínunum
vængi og fanga hjörtu áheyr-
enda.
Völuspá var aðaluppistaða
tónleikanna en hún var flutt
í þremur hlutam. Á milli var
farið með Þrymskviðu,
Gróttasöng og Baldurs
drauma og voru öll þessi ljóð
sungin í ýmsum raddsam-
setningum. Söngkonumar
Elizabeth Gaver með eina fiðluna sína, Barbara Thornton og Benjamin Bagby.
Myndin var tekin á æfingu. DV-myndir Pjetur
stóðu
Tónlist
Jónas Sen
sig þar með miklum ágætum þó
standum hefðu leikrænu tilburð-
imir mátt vera meiri. Gróttasöng-
ur var til að mynda dálítið flata-
eskjulegur en á móti kom að
Þrymskviða, sem flutt var af Benja-
min Bagby einum, var snilldarleg í
alla staði. Skellta þá margir áheyr-
enda upp úr þó brandararnir í
kviðunni séu orðnir ævagamlir.
Þetta vom skemmtilegir tónleik-
ar og vonandi fáum við að heyra
aftar í Sequentia-hópnum á íslandi
hið fyrsta.
Samkvæmt fréttum helgarinnar
virðist Kvennalistinn vera að
syngja sitt síðasta. Aðalniðurstað-
an eftir landsfundinn er að stofna
fæðingarorlofs-
sjóð. Það líður
ekki sá dagur að
ekki sé hamrað á
fæðingarorlofi
fyrir alla þjóðina
og manni skilst
að það séu helst karlmenn sem nú
liggja í blóðböndunum á íslandi.
Sameining félagshyggjuflokk-
anna, eins og það heitir núna, er
mál sem ekki virðist þeim samboð-
ið eins og sakir standa frekar en
flest pólitísk mál.
Fæðingarorlofsleysið er svo
bagalegt. Konur eru alltaf að hitta
konur og tala um
alla skapaða hluti
en ég hef ekki hitt
eina sem tekur upp
hanskann fyrir
Kvennalistann eða
botaar í honum
sem stjómmála-
flokki.
Aftur á móti em
konur undrandi og
reiðar fyrir hönd
Þingvallaprests.
Fréttakona á Stöð 2
telur fyrir sitt leyti
að prestarinn sé
vínhneigðirr og
gasprar þvi út í
loftið í fréttanum.
Hvar er biskupinn
góði til þess að
andmæla svona
frétt um einkahagi séra Hönnu
Maríu Pétursdóttar? Það orð fer af
henni að hún sé prýðilegur ræðu-
maður, samviskusöm og gáfuð
kona. Það er meira en hægt er að
segja um suma kollega hennar.
Ég horfði á Stundina okkar í
sjónvarpinu á sunnudaginn. Það
er dálítið erfitt að skilja af hverju
það virðist vera svona erfitt að
búa til frambærilegt tattugu og
fimm mínútaa efni fyrir böm á
stöð eitt. Afi Stöðvar tvö er allt
annar handlegg-
ur, þar er á ferð-
inni aðlaðandi
bamatími, ein-
faldur og elsku-
legur, bömunum
þykir ósköp
vænt um hann og hlakka til hvers
þáttar. Á eftir Standinni okkar
kom sæt, dönsk bamamynd sem
vakti áhuga sex ára stelpu en því
miður, hún er ólæs og skilur ekki
dönsku. Þess vegna langar mig að
biðja ríkissjónvarpið að gera mér
þann greiða að setja íslenskt tal
inn á allt bamaefni.
Ég missti af Illuga
Jökulssyni í ríkisút-
varpinu á sunnu-
dagskvöldið, því
miður. Fór að horfa
á hana Heddu
Gabler sem ég hef
aldrei séð áður.
Þetta var flott leikrit
frá sænska sjón-
varpinu, sýnt á
RÚV. En ég fann
sárlega fyrir mennt-
unarskorti mínum í
leikhúsbókmennt-
um og atferlisfræði
kvenná. Mér er al-
veg óskiljanlegt af
hverju hún skaut
sig, manneskjan.
Nýgift þessum
prýðilega, mjúka
manni sem maður sá fyrir sér í ei-
lífu fæðingarorlofi. En konur em
víst svo óútreiknanlegar. Ef þær
eiga hús og mann þá er það hund-
leiðinlegt og ef þær eiga ekki hús
og mann þá er það líka hundleiðin-
legt. Sumsé, það er víst hundleið-
inlegt að vera kona.
Fjölmiðlar
Sigríður Halldórsdóttir
Afi Stö&var tvö - aölaðandi,
einfaldur og elskulegur.
Sjómannslíf
Saga Soffaníasar Cesilssonar, út-
gerðarmanns í Grundarflrði, er
komin út og
heitir Soffi í
særoki sölta.
Hjörtur
Gíslason,
blaðamaöur
og rithöf-
undur,
skráði. í
kynningu
segir:
„Þetta er
saga manns
sem brýst
úr örbirgð
til áhrifa. Hann
ungur föður sinn í sviplegu sjó-
slysi og er alinn upp í þrengingum
og fátækt. Soffi segir frá lífi og
starfi fjölskyldunnar á Búðum und-
ir Kirkjufelli, þar sem einsfæð
móðir hans þurfti að heyja harða
lífsbarátta til þess að þrauka af og
sjá sér og sínum farborða."
Eftir erfiö kjör í æsku varð Soffi
dugandi sjómaður og útgerðarmað-
ur og forustamaður í íslenskum
sjávarútvegi. Bókin lýsir lífi og
starfi sjómanna á Snæfellsnesi og
baráttu þeirra við náttaruöflin.
Hörpuútgáfan gefur út.
Jón Múli minnist
Jón Múli Árnason, útvarpsþul-
urinn ástsæli, revíuhöfundurinn
og djassgeggjarinn, hefur gefið út
endurminningar sínar undir nafn-
inu Þjóðsögur Jóns Múla Árnason-
ar. Jón Múli var eins konar al-
menningseign begar hann var
fyrstur í
heimsókn á
hvert heim-
ili í morgun-
útvarpinu -
meðan rásin
var aðeins
ein - en í
bókinni seg-
ir hann frá
ýmsu sem
bar fyrir
augu og eyru
þegar hljóð-
neminn heyrði
lesa bæði dularfullar og kímilegar
útvarpssögur frá löngu liðnum
tímum, ævintýri af disum og álf-
um, sögur af lúðurþeyturum í Iðnó
og Hljómskálanum, sjóarasögur af
sönnum alþýðuhetjum á sild og
mörgum Oeiri.
Bókin er bók mánaðarins í nóv-
ember á 2.700 kr. en hækkar í 3.880
kr. 1. desember. Mál og menning
gefur út.
íslenskar