Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1996, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1996
3
Fréttir
Allsherjargoðinn ætlar að sækja um stöðu þjóðgarðsvarðar á ÞingvöHum:
Ég uppfylli sömu kröfur
og gerðar eru til presta
- hef sömu réttindi og skyldur og þeir, segir Jörmundur Hansen
Þægileg og
vönduð iot
BARNASTIGUR
„Ég ætla að sækja um þjóð-
garðsvarðarembættið á Þingvöllum
en að sjálfsögðu ekki um stöðu þjóð-
kirkjuprests á á staðnum. Ef það er
skilyrði að menn séu prestar til þess
að geta orðið þjóðgarðsvörður á
staðnum uppfylli ég það skilyrði á
sama hátt og prestar þjóðkirkjunnar.
Ég hef nákvæmlega sömu réttindi og
skyldur og þeir í lagalegum skilningi
sem forstöðumaður löglegs safhaðar
í landinu. Ég tel mig því standa jafn-
fætis öðrum að því leyti. Ég fæ ekki
séð að það sé hægt að hafna umsókn
minni á þeirri forsendu að ég sé ekki
útskrifaður úr guðfræðideild Háskól-
ans,“ sagði Jörmundur Hansen alls-
herjargoði 1 samtali við DV í gær.
Hann sagði að sér hefði verið sagt
frá því fyrir síðustu helgi að starfið
væri laust og að hann hefði verið
hvattur til að sækja um.
„Ég hef hins vegar ekki séð neina
auglýsingu um þetta starf enn þá.
Þess vegna er ég ekki alveg viss um
hvemig skilmálamir em. Síðast var
það skilyrði að sóknarpresturinn
gegndi starfinu. Mér skilst að það sé
breytt. Nú munu það vera tveir aðil-
ar sem veita emhættið. Annars veg-
Ríkisspítalarnir:
Um 360
manns bíða
eftir bæklun-
araðgerð
„Það eina sem eg get sagt um
þetta mál er að ástandið er skelfi-
legt. Það eru um 360 manns á
biðlista eftir hæklunaraðgerð og
þetta getur ekki gengið svona
áfram. Það er í athugun að reyna að
stytta biðlistann en meira get ég
ekki sagt um málið á þessari
stundu, hvorki um fjármálin né
annað. Málið í heild sinni er í skoð-
un,“ sagði Guðmundur G. Þórarins-
son, formaður stjórnar Ríkisspítal-
anna, i samtali við DV.
Það er vitaskuld hin erfiða fjár-
málastaða Ríkisspitalanna og niður-
skurður undanfarin ár sem er or-
sökin fyrir hiðlistanum í bæklunar-
aðgerðum sem og á fleiri sviðum.
Það eru líka fjármálin sem gera það
erfitt að ráðast í að stytta biðlistana
þótt ástandið sé orðið skelfilegt,
eins og Guðmundur G. Þórarinsson
sagði.
Ríkisspitalana vantar 260 milljón-
ir króna upp á að endar nái saman.
Þar af eru 160 milljónir frá fyrra ári
og það stefnir í að um 100 milljónir
króna vanti í ár.
Af þeim 360 sem bíða eftir bækl-
unaraðgerð er um helmingur sem
bíður eftir liðskiptaaðgerðum. Mik-
ill fjöldi bíður líka eftir hryggað-
gerðum. I mörgum tilfellum er
ástæða þess að fólk þarf að fara i
bæklunaraðgerðir sú að það hefur
lent í slysum. -S.dór
SeyðisQöröur:
Innbrot í
apótekið
Ungur piltur braust inn í apótek-
ið á Seyðisfirði á fimmta tímanum
aðfaranótt laugardags.
Nágrannar heyrðu þjófavarnar-
kerfi fara í gang og létu lögreglu
vita. Lögreglumenn handtóku pilt-
inn fyrir utan apótekið og var hann
mjög ölvaður. Hann gisti fanga-
geymslur um nóttina. -RR
ar er það biskup og hins vegar ráð-
herra. En ég er alveg ákveðinn í að
sækja um,“ sagði Jörmundur Han-
sen.
Sem kunnugt er hefur Heimir
Steinsson útvarpsstjóri þegar sótt
um stöðuna en hann gegndi henni
áður en hann varð útvarpsstjóri.
Þeir sem best þekkja til telja fullvíst
að hann fái stöðuna hverjir svo sem
sæki á móti honum. -S.dór
BRUM’S
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 8 SÍMI 552 1461
VERIÐ HAGSYN OG GERIÐ JÓLAINNKAUPIN Á NÓVEMBERTILBOÐIJAPIS
SONY
MHC-771
CCD-TR340 soíry;
Fullkomin og þægileg 8mm
myndbandstökuvél með fjarstýringu.
! 59.300
gerö. Maqn
musíkvött, útvarp, tvöfalt segulband, 3 diska geislaspilari,
tónjafnari, karaoke o.fl. o.fl.
SL-S138
Nettur og léttur ferðageislaspilari.
CDP-CE405 SONY.
Fjöldiskaspilari fyrir 5 diska með fjarstýringu.
SC-CH64
Hljómtækjasamstæða. Magnari 2x40 músíkvött,
útvarp, segulband, 60 diska geislaspilari, tónjafnari,
hátalarar og fjarstýring.
CFD-6 SOÞi x.
Vandað ferðatæki með geislaspilara.
SL-PG480 Technics
Technics geislaspilari 1 bita með fjarstýringu.
I
CTfi
KV-29X1 SONTK
Hágæða 29" Super Trinitron sjónvarp með
Nicam Stereo, textavarpi, allar aðgerðir á skjá.
T-28NE50 TATUNG
28" Sjónvarp með Black Planigon myndlampa, Nicam
stereo, íslenskt textavarp, tengi fyrir aukahátalara.
18.900
NV-A3
Nett, einföld og meðfærileg VHS-C
myndbandstökuvél. 1 lux Ijósnæmi.
Fylgihlutir: Taska, auka rafhlaða,
þrífótur og 3 spólur.
Þetta er
aðeins brot
af úrvalinu.
Sjón er
sögu ríkari.
RX-DS22
Ferðatæki með geislaspilara, 20w
magnara, útvarpi, segulbandi,
qeislaspilara, X.B.S. Bass Reflex,
garstýringu og tengi fyrir heyrnatól.
NV-HD600
Nicam HI-FI Stereo myndbandstæki. Long Play, Super Drive gangverk,
Clear View Control ásamt fjarstýringu f. Tjölda sjónvarpstækja.
BRAUTARHOLTI & KRINGLUNNI SíMI 562 5200
20%
afsláttur
af öllum
geisladiskum