Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1996, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1996 Utlönd Rússlandsforseti fór í hjartaaðgerö í Moskvu í morgun: Jeltsín opnaður frá hálsi og niður á kvið Borís Jeltsín Rússlandsforseti fór undir hnífinn klukkan fjögur í morg- un aö íslenskum tíma þegar skurð- læknar opnuðu hann frá hálsi niður á kvið til að gera á honum langþráða hjartaaðgerð. Læknarnir ætla að tengja fram hjá nokkrum stífluðum æðum sem liggja til hjartans og var í morgun gert ráð fyrir að aðgerðin tæki sex til átta klukkustundir. Síðasta verk forsetans áður en hann var svæfður var að afsala sér völdum í hendur Viktors Tsjerno- myrdíns forsætisráðherra, þar á meðal yfirráðunum yfir kjamorku- vopnabúri Rússlands. Jeltsín, sem er 65 ára gamall, sagði í yfírlýsingu sem hann sendi frá sér i morgun að hann væri viss um að aðgerðin mundi ganga að óskum og hann fullvissaði Rússa um að ekki yrði neitt valdatóm á meðan aðgerðin væri gerð. „Ég tel að innan skamms verði ég farinn að vinna af fullum þrótti eins og áður,“ sagði í yfirlýsingu Jeltsins. Samkvæmt áætlunum Kreml- verja mun önnur tilskipun færa völdin aftur í hendur Jeltsíns for- seta um leið og hann kemst til með- vitundar á ný. Tsjemomyrdin for- sætisráðherra hefur í raun stjómað landinu frá því Jeltsín var endur- kjörinn í júlí og hann er talinn hugsanlegur eftirmaöur forsetans. Rússneski skurðlæknirinn Renat Aktsjúrín gerir aðgerðina á forset- anum en sér til ráðgjafar hefur hann hinn 88 ára gamla Michael DeBakey frá Houston í Texas sem var upphafsmaður svona framhjá- Bhutto rekin frá völdum Forseti Pakistans, Farooq Leg- hari, útnefndi áttræðan stjórnmála- mann frá Punjab-héraði, Meraj Khalid, forsætisráð- herra landsins til bráðabirgða eftir að hafa leyst upp þingið og rekið Benazir Bhutto frá völdum vegna meintrar spillingar og óstjómar. Þetta er í annað sinn sem Bhutto er rekin. Khalid lof- aði í morgun frjálsum og réttlát- um kosningum í febrúar. í morgun höfðu engar fréttir borist af óeirðum. Hermenn vora á verði við sjónvarps- og útvarpsstöðvar í Islamabad og flugstöðvar. Heimasímar ráð- herra Bhuttos vora ekki í sam- bandi tnótt og farsímaþjónusta var tekin úr sambandi. Michael Jackson á von á barni Poppstjam- an Michael Jackson greindi frá því í gær að vin- kona sín gengi með barn hans undir belti. Konan, Debbie Rowe, hefur verið náin vinkona söngvarans i 15 ár. Von er á baminu í heiminn snemma á næsta ári, samkvæmt yfirlýs- ingu frá blaðafulltrúum Jacksons. Þeir vísuðu á bug orðrómi um að söngvarinn hefði greitt Rowe fé fyrir að bera barn hans og að um gervifrjóvgun hefði verið að ræða. Reuter Miklar öryggisráðstafanir eru í Moskvu vegna skuröaögeröarinnar á Borís Jeltsín Rússlandsforseta. Lögreglan lét m.a. hund leita í bílum nærri sjúkrahúsinu þar sem aögerðin er gerö. Símamynd Reuter tenginga fyrir rúmum þrjátiu áram. Hundruð aðgerða af þessu tagi era geröar í heiminum á degi hverjum og aðeins um tvö prósent þeirra mistakast. Sérfræðingar segja að mesta hættan sé fólgin í bilun annarra líf- færa, svo sem lifur forsetans. Tveir þýskir sérfræðingar í vandamálum sem koma upp eftir skurðaðgerðir eru til staðar til að grípa inn í ef slíkt gerist. Reuter Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag: Bill Clinton forseta spáö góöum sigri á Bob Dole Bill Clinton Bandaríkjaforseti og repúblikaninn Bob Dole, helsti keppinautur hans um Hvíta húsið, slógu hvergi slöku við i gær, á sið- asta degi kosningabaráttunnar, en nýjustu skoðanakannanir spá því aö Clinton muni fara með sigur af hólmi í kosningunum í dag. Clinton hóf lokaslaginn í New Hampshire þar sem segja má að sig- urganga hans árið 1992 hafi hafist og áður dagur var að kvöldi kominn haföi forsetinn heimsótt sex fylki til viðbótar. Dole byrjaði daginn fyrir sólsetur með kosningafundi í Ariz- ona áður en hann fór á þeysireið um önnur fylki í suður- og vestur- hluta landsins. Milljarðamæringur- inn Ross Perot, frambjóðandi um- bótaflokksins, keypti hins vegar auglýsingatima í sjónvarpi fyrir milljónir dollara til þess að reyna að fá kjósendur á sitt band. Samkvæmt daglegri skoðana- könnun Reuters fréttastofunnar var fylgisaukning Doles síðustu daga farin að fjara út og Clinton var kom- Bill Clinton stefnir á sigur í dag. Símamynd Reuter inn með 7,3 prósentustiga forskot. Það mundi duga honum til sigurs en hann fengi þó ekki meirihluta at- kvæða eins og hann gerir sér vonir um. Skoðanakannanir New York Times og Gallup sýna aftur á móti 16 prósentustiga forskot Clintons á Dole, sem mundi þýða stórsigur, en samkvæmt lokakönnunum sjón- varpsstöðvanna ABC og NBC er for- skot Clintons 12 prósentustig. Framlög í kosningasjóði fram- bjóðendanna vora mjög í brennid- epli í gær. Báðir stóra flokkamir hafa safnað um 650 milljónum dofl- ara, meira en nokkra sinni fyrr, og hafa framlög frá auðjöfrum og er- lendum aðilum verið harðlega gagn- rýnd. Margir hafa spurt hvað þessir aðilar ætlist til að fá fyrir sinn snúð. Bæði Dole og Perot veittust að Clinton fyrir að þiggja fé af erlend- um kaupsýslumönnum eða mönn- um fæddum utan Bandaríkjanna sem heifa hagsmuni af því að móta stefnu landsins í viðskipta- eða ut- anríkismálum. Menn forsetans svöruðu því til að þetta væri löglegt og að allir geröu það. Á sama tíma var upplýst að tryggingafélög hefðu gefið stórfé í sjóði repúblikana í október. Reuter Sendimaður SÞ á faraldsfæti vegna deilu Rúanda og Saírs Raymond Chrétien, sendimaður Sameinuðu þjóðanna, skýrði frá því í gær að hann ætlaði aö hitta Mobutu Sese Seko, forseta Saírs, á Miðjarðarhafsströnd Frakklands á miðvikudag vegna neyðarástandsins í Rúanda og Saír og hann sagðist telja að þjóðir heims ætluðu að bregðast skjótt við. Hann sagði jafnframt að uppi væru ýmsar hugmyndir um hvemig koma ætti neyðaraðstoð til 1,1 millj- ónar flóttamanna af hútúættbálkn- um frá bæði Rúanda og Búrúndí sem fóra á vergang þegar átök blossuðu upp milli Rúanda og Saírs. Chrétien vék sér þó undan því að svara hvort kanadískum, bandarískum eða öör- um erlendum hersveitum yröi beitt til að koma því í kring. Chrétien, sem er sendiherra Kanada í Washington, ræddi við Warren Christopher, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, og aðra emb- ættismenn áður en hann hélt til Afr- íku. Chrétien er ætlað að reyna að koma á vopnahléi í austurhluta Saírs og að undirbúa alþjóðlega ráð- stefnu í þessum heimshluta. Upp- reisnarmenn í Saír lýstu yfir ein- hliða vopnahléi í gær. Talsmaður bandaríska utanríkis- ráöuneytisins sagði að þar á bæ væri verið að fara yfir tillögur um fjöl- þjóðasveit til að tryggja að neyðarað- stoð berist til flóttamannanna.Reuter Stuttar fréttir i>v Hnífjöfn barátta Baráttan um þingsætin í full- trúadeildinni í kosningunum í Bandaríkjunum virðist geta far- ið á hvom veginn sem er. Talið er að repúblikanar haldi meiri- hluta í öldungadeildinni. Drápu N-Kóreumenn Tveir N-Kóreumenn, sem grunaðir voru um njósnir, og tíu S- Kóreumenn létu lífið i skotbardaga í S-Kóreu í gær. Bokassa látinn Fyrrum „keisari" Mið- Afríkulýð- veldisins, Jean-Bedel Bokassa, lést af völdum hjartaáfalls á sunnudags- kvöld. Nokkrum árum eftir að Bo- kassa var steypt af stóli 1979 var hann dæmdur til dauða fyr- ir morð og fjárdrátt en dómur- inn var síðar mildaður. Kosningaáróöur írakar vísa á bug fréttum um að bandarísk orrustuþota hafi skotið flugskeyti á loftvarna- stöð í S-írak. Segja þeir yfirlýs- ingu bandaríska vamarmála- ráðuneytisins lið í kosningaá- róðri. Gegn innflytjendum Flestir Ástralir styðja tiflög- ur mn fækkun innflytjenda frá Asíulöndum, samkvæmt nýrri skoðanakönnun. í stofufangelsi Aðstoðarkona fyrrum vara- formanns fjáröflunarnefndar kosningabaráttu Bobs Doles hefur verið dæmd í stofufang- elsi fyrir fiársvik. Útilokar ekki árás Hafez al- Assad, forseti Sýrlands, úti- lokar ekki möguleika á árás ísraela á Sýrland eða Líbanon og sakar Net- anyahu, for- sætisráðhema Israels, um að vinna gegn friði. ísraelar segj- ast ekki hafa í hyggju að ráðast á Sýrland. Fjöldamorðingi að verki Lögreglan í Costa Rica telur að yfir 30 stúlkur og piltar kunni að hafa orðið fómarlömb fiöldamorðingja. Fjöldamorð- inginn ræðst á ung pör sem fara afsíðis til að kyssast. Chirac styður Spán Jacques Chirac, forseti Frakklands, styður viðleitni Spánar til að verða í hópi stofh- ríkja Efnahags- og myntbanda- lags Evrópu. Kohl varar við árásum Helmut Kohl, kanslari Þýska- lands, heimtaði í gær að flokkur frjálsra demókrata hætti árás- um á Waigel fiármálaráðherra vegna fiárlagafrumvarpsins. Milosevic sigurvegari Samsteypu- stjórn Milos- evic Serbíu- forseta tryggði sér'50 þingsæti í kosníngunum á sunnudag- inn sam- kvæmt fyrstu tölum frá þvi í gærkvöld. Stjómarandstöðuflokkamir hlutu samtals 34 þingsæti. Eldgos í Alaska Öskustrókur frá eldfiallinu Pavlof í Alaska náði 8 km í loft upp í gær. Lítil hætta er talin stafa af eldgosinu fyrir nær- liggjandi borgir. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.