Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1996, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1996, Blaðsíða 36
=. CH ŒD FRÉTTASK0TIÐ QC LLJ V—^ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR S LO «=C í— LO 1— Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1996 Hlaup í Skeiöará: Áin orðin kolmórauð ^ „Það er enginn vafi á því að hlaup er hafið í Skeiðará því vatn úr Grím- svötnum er komið fram á sandinn. Áin er orðin kolmórauð og svartleit og við munum mæla hér í dag og reyna að átta okkur á því hversu hratt hún vex. Það skiptir mestu máli núna,“ sagði Árni Snorrason, vatnamælingamaður á Skeiðarár- sandi, við DV í morgun. Árni sagði þá hafa verið komna að ánni upp úr klukkan sjö í morgun og þá þegar séð breytingar. Hann sagð- ist ekki fmna neina lykt af ánni en skýrði það með því menn fylgdust með þessu á allt annan hátt en hér áður, miklu nákvæmar, og hefðu kannski ekki þessi nef sem eldri mennirnir höfðu. „Atburðarásin hefur verið griðar- lega hröð í nótt því við mældum hér í seinni partinn í gær og þá var ekk- ert hlaupvatn í ánni. Síðan byrja hræringar á mælum í gærkvöld og við fylgdumst með fram á nótt án þess að sjá neitt. Síðan er þetta byrj- að í morgun. Það þykir okkur hröð atburðarás," sagði Árni. -sv Almanna- - varnir lokuðu veginum Almannavarnir funduðu vegna hlaupsins í Skeiðará rétt fyrir klukkan níu í morgun. Þar var tekin ákvörðun um að loka Skeiðarársandi aftur en umferð var hleypt á hann um klukkan átta. Vatn er farið að flæða úr Grímsvötnun og niður á sandinn og því þótti ekki annað þorandi en að loka. -sv Alþýðuflokkurinn: Rannveig hikandi - framlengir frestinn Rannveig Guðmundsdóttir ætlaði að tilkynna um ákvörðun sína um hvort hún fer í formannsslaginn eða ekki í gær eða í síðasta lagi í dag. Hún sagði síðdegis í gær að hún hefði framlengt þennan frest. Stuðningsmenn Rannveigar, sem DV ræddi við í gær, og ýmsir kratar, sem best fylgjast með formanns- slagnum, sögðu að þeir teldu minni likur en meiri á að Rannveig gæfi kost á sér til formennsku. Stuðnings- menn hennar sögðu að hún hefði samt ekki tekið endanlega ákvörðun T málinu þótt líkurnar á framboði færu minnkandi. -S.dór Grímsvötn lögð af stað niður á Skeiðarársand Skeiðarárhlaup hófst í morgun Skömmu fyrir klukkan hálfníu í morgun staðfestu vatnamælinga- menn og ibúar i Öræfum að hlaup væri hafið í Skeiðará. Áin væri í örum vexti og mikilll brennisteins- fnykur af henni. „Það hefur verið órói þama upp- frá síðan í fyrradag sem líkist ekki gosóróa og manni hefur dottið í hug að sé að rekja til brota í íshellunni eða ísstíflunni og mér finnast meiri líkur á að þetta sé byrjun á hlaupi en að nýtt gos sé að byrja,“ sagði Ragnar Stefánsson, jarðeðlisfræð- ingur á Veðurstofunni, klukkan rúmlega átta í morgun. Ragnar segir að á jarðskjálfta- mælum komi nú fram samfelldur órói á mjög hárri tíðni, bendi það til þess að um hratt vantsstreymi sé að ræða. Flest benti til að hlaupið væri byrjað þótt vatnið væri á þeirri stundu ekki komið fram niðurfrá, undan jökulröndinni. „Þetta er nú Skeiðarárhlaup 1996 UÐUJOKULL Skaftafellsfiöll || ORÆFA -a JÖKULt 'urhólsmýri - hugsanlegt floöasvæoi Hverfisfljót Nupss^öur_v Kálfafell 42jt( SÆLU- \ — lík V/Í™ HÚSA- V0TN VATN J SAND- X' v GÍGJU- KVÍSL . SKEIÐARÁRSANDVR Klrkjubæjarklaustur . Tveir sextán ára piltar stálu bíl í Garöabæ rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi. Lögreglan frétti strax af gjörningnum og elti piltana um alla borg þar sem þeir óku mjög glæfralega. Ökumaöurinn náöist á bílnum en hinn hljóp og kom síöan á stööina í fylgd foreldra sinna. Sá fékk aö fara aö yfirheyrslum loknum en ökumaðurinn fékk aö dúsa inni í nótt. DV-mynd S ansi löng leið að fara, eða 50 kíló- metrar, þannig að þó ekkert sjáist strax við jökulröndina þá er það ekki að marka enn,“ sagði Ragnar enn fremur. En hlutimir gerast hratt og Ragn- ar hafði vart sleppt orðinu þegar Einar Rúnar Sigurðsson, fréttaritari DV í Öræfúm, sagði í símtali við DV að greinileg merki hlaups væru komin fram í Skeiðará. Hún væri í hröðum vexti og af henni væri brennisteinsfhykur. Ragnar Stefánsson jarðeðlisfræð- ingur sagði að þar sem vatnið í Grímsvötnum væri jafn mikið og raunin væri nú mætti búast við hraðri atburðarás og ömm vexti ár- innar. Við venjulegar aðstæður hef- ur Skeiðará náð hámarksvexti hvers hlaups á um vikutima, en nú mætti allt eins búast við að það gerðist á mun skemmri tíma, jafn- vel tveimur til þremur dögum. Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlis- fræðingur á Raunvísindastofnun, sagði að ef vatnið í Grimsvötnum væri að lyfta íshellunni yfir þrö- skuldinn á botni vatnanna þá mætti búast við miklu sneggra hlaupi en við hefðbundnar aðstæður þegar vatnið hefur brætt sér leið niður á sanda. Sú staðreynd að vatnið nú er um 5 gráða heitt, yki enn fremur mjög líkurnar á því að hlaupið verði fljótt að ná hámarki, því það bræddi sér göng undir ísnum mun hraðar en ella. Bryndís sagði að vatnshæð Grímsvatna hefði í gær mælst 1509 metrar, en var 1450 metrar þegar hljóp í aprílmánuði á þessu ári en um 1340 metrar eftir að því hlaupi lauk. -SÁ Efnaslys í Sjöfn Starfsmaður í Efnaverksmiðjunni Sjöfh á Akureyri, sápudeild, blandaði í gær í ógáti saman tveimur efnum sem eru mjög óæskileg saman. Upp gusu eiturgufúr sem maðurinn andaði að sér og hefur hann verið undir eftir- liti á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri síðan. Eitrunareinkenni geta gert vart við sig talsvert löngu eftir að slys verður og því þarf maðurinn að vera undir eftirliti þótt hann sé ekki alvar- lega veikur. -sv L O K I Veðrið á morgun: Þurrt og bjart syðra Á morgun er gert ráð fyrir norðankalda með éljum á norð- anverðu landinu en þurru og björtu veðri syðri. Frost verður á bilinu 1 til 12 stig. Veðrið í dag er á bls. 36 samlæstar hurðir Hörku vetrarpakki fylgir með öllum Opel Bílheimar ehf. § □ 03 fp Sœvarhöfba 2a Sími: 525 9000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.