Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1996, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1996
15
Líflegt starf foreldra í Langholtskirkju:
Mikilvægur félagsskapur
fyrir okkur og börnin
- segja mæður sem sótt hafa foreldramorgnana í mörg ár
Foreldramorgnarnir í Langholtskirkju hafa verið Irflegir frá því þeir hófust fyrir um fimm árum. Foreldrarnir hafa
keypt leikföngin og ungviðið nýtur samvistanna hvert við annað.
„Félagsskapurinn sem hefur
myndast í kringum þessa
mömmumorgna skiptir okkur allar
geysimiklu máli. Við vitum allar
hvað það er að vera ein heima með
barn eða böm og þekkja kannski
engan í hverfinu. Maður fer út í búð
með bamavagninn, sér aðrar í sömu
sporum en þekkir þær ekki og talar
þvi ekki við þær. Með þessum ung-
bama- og foreldramorgnum höfum
við kynnst ótrúlega vel og við hvetj-
um ungar mæður til þess að koma
hingað til okkar, spjalla og fá sér
kaffisopa," segja Þórdís Tómasdóttir
og Sigríður Sigurðardóttir sem Til-
veran hitti á foreldramorgni í Lang-
holtskirkju.
Gildi fyrir hverfið
Konumar i Langoltskirkju hafa
hist á foreldramorgnum frá því í
febrúar 1991 og hefur starfið verið
mjög blómlegt síöan þá. Eðlilegt
framhald' af foreldramorgnunum,
sem í raun em bara mömmumorgn-
ar, urðu síðan ungbamamorgnar, til
þess að fá meiri breidd í hópinn og
til þess að skipta bömunum eftir
aldri. Þótti sýnt að konur með
yngstu bömin gætu haft önnur sam-
eiginleg áhugamál en þær sem em
með eldri böm.
„Þetta starf hér i kirkjunni hefúr
mjög viðtækt gildi fyrir hverfið í
heild. Hér byrjum við að vinna sam-
Sigríður Sigurðardóttir og tíu mánaða sonur
hennar, Haukur Guðmundsson, og Þórdís
Tómasdóttir og Hafþór Snær Þórsson, fjög-
urra og hálfs árs, voru mætt á foreldramorgun
í Langholtskirkju þegar Tilveran ieit þangað á
dögunum. DV-mynd ÞÖK
Mömmumar gera meira
en að hittast með börnin á
morgnana þvi þær hafa
starfrækt göngu- og skokk-
hóp frá 1992 og sauma-
klúbbur hefur orðið til upp
úr foreldramorgnunum.
Þær fara saman út að
borða, i helgarferðir „aust-
ur í sveitir" og ýmislegt
fleira gera þær sér til
ánægju og yndisauka. Pab-
bamir hafa meira að segja tekið þátt
í skokkhópnum.
„Þótt félagsskapur okkar hverrar
við aðra sé mikilvægur þá er ekki
síður mikilvægt fyrir bömin okkar
að hittast og leika sér saman. Ann-
ars væm þau bara ein heima með
mömmu,“ segir Sigríður. -sv
an með börnin okkar á
meðan þau em ung, við
kynnumst vel og eigum því
auðveldara með að vinna
saman þegar þau fara í
grunnskóla og að starfa í
íþróttafélögunum. Starf
okkar hér í kirkjunni hefúr
síðan orðið til þess að ein-
hverjar hafa farið að starfa
innan kirkjimnar, í bæna-
hópum til dæmis. í gegnum
þessa stóm hópa nær kirkj-
an tengslum við hópa sem
annars kæmu ekki í kirkj-
una.“
Pabbarnir með í
skokkinu
Lena Rós Matthíasdóttir guðfræðinemi:
Foreldrarnir aftur til starfa í kirkjunni
„Kirkjan leggur mikla áherslu á
þetta starf í kringum for-
eldramorgnana og í mínum huga er
enginn efi um mikilvægi þess. Ungl-
ingamir hverfa oft úr starfi kirkj-
unnar á aldrinum 16-18 ára og koma
ekki inn fyrr en eftir að þeir hafa
eignast barn eða böm. Með þessu
starfi fáum við foreldrana til okkar
og náum aftur þeim mikilvægu
tengslum sem síðan geta vmdið upp
á sig í starfi innan kirkjunnar," seg-
ir Lena Rós Matthíasdóttir guð-
fræðinemi sem ráðin hefur verið til
þess að sjá um foreldra- og ung-
barnamorgna í Langholtskirkju.
Lena Rós segir ungbamamorgn-
ana vera á mánudagsmorgnum frá
kl. 10-12 og að þeir séu haldnir í
samvinnu við Heilsuverndarstöð
Reykjavíkur. Þar komi hjúkrunar-
fræðingar annan hvem mánudag og
flytji fyrirlestur um ýmislegt er
varðar ungböm. Hinn mánudaginn
sé opið hús þar sem mæðurnar
komi og spjalli saman og beri sam-
an bækur sínar.
„Foreldramorgnarnir eru mest
fyrir böm á aldrinum tveggja til
fjögurra ára og þar stjóma foreldr-
amir sjálfir. Þeir em á miöviku-
dagsmorgnum, einnig frá 10-12. For-
eldramir borga í kaffisjóð og reyna
síðan að gera ýmislegt fyrir pening-
ana, kaupa leikfong og fara í dags-
ferðir. Foreldramorgnamir taka við
af ungbamamorgnunum og síðan
tekur sunnudagaskólinn við,“ segir
Lena.
Eitthvað frá kirkjunni
Aðspurð hvemig starfið sé hugsað
í upphafi segir Lena að henni sé ætl-
að að reyna að koma með eitthvað
inn í starfið frá kirkjunni. Til dæm-
is sé stefht að sögustund úr Biblíu-
sögum fyrir bömin og boðið verði
upp á námskeið af einhverju tagi þar
sem mæðumar komi í kirkjima á
öðmm tímum og skilji þá bömin eft-
ir heima. í því sambandi nefhir Lena
sjálfstyrkingamámskeið.
„Þetta starf fer fram í mörgum
öðrum kirkjum og er líklega eins
ólíkt og kirkjumar era margar. Við
erum að fikra okkur áfram með
þetta hér í Langholtskirkju og skipu-
leggja veturinn. Það fer vitaskuld
eftir áhuga og mætingu hvað við
gemm en hér á eftir að verða fjöragt
hjá yngri kynslóðinni og vonandi
fræðandi og skemmtilegt fýrir þá
eldri,“ segir Lena Rós Matthíasdótt-
ir.
-sv
17,._ íi, ’l’l tJ -£
I41tóilllwl-illllft
éfflstm frmlák
PowerMacintosh 6320/120:
Örgjörvi: PowerPC B03e RISC
Tiftíöní: 120 megariö
Vinnsluminni: 12 Mb [má auka í 64 Mb)
Skjáminni: 1 Mb DRAM
Harðdiskur: 1.200 Mb
Geisladrif: Apple CD1200i (átta hraöa)
Skjár: Apple Multiple Scan 14" litaskjár
Diskadrif: 3.5' - les Mac- og PC-diska
Hnappaborð: Apple Design Keyboard
Nettengi: Innbyggt LocaUalk (sæti fyrir Ethemet-spjald)
Hljóð: 1B bita hljóö inn og út
Stýrikerfi: System 7.5.5, sem að sjálfsögðu er allt
á íslensku
Hugbúnaður: Hið fjölhæfa ClarisWorks 3.0. í forritinu er
ritvinnsla, töflureiknir, tvö teikniforrit, gagna-
grunnur og samskiptaforrit. Ritvöllur 3.0 -
stafsetningarleiðrétting og samheitaorðabók
og Málfræðigreining - kennsluforrit í íslenskri
málfræði. Öll þessi forrit eru á íslensku.
Leikir o.fl.: Mac Gallery Clip Art, Thinkin' Things, At
Ease, Millies Math House, Click Art
Performa, Spin Doctor og Supermaze Wars.
Geisladiskar: Groliers Encyclopedia, Myst, Mega Rock
Rap 'n' Roll, RedNex, The Way Things Work,
Deadalus Encounter, Making Music, Aladdin
Activity Centre, Uon King Story Book og Toy
Story Preview
Color StyleWriter 1500:
Prentaðferð: .Thermal'-bleksprauta
720x360 pát með mjúkum útlinum í sv/hv
360x360 pát fyrir lita- og grátónaprentun
Háhraða raðtengi (885 Kbps)
Beintenging við tölvunet með StyleWriter
EtherTalk Adapter (aukabúnaður)
Allt að 3 síður á mínútu í svart/hvítu
Stuöningur við TrueType- og
Adobe PostScript letur
Pappírsmötun: Fjölnota bakki sem tekur allt að 100 síður
eða 15 umslög
Prentefni: Flestallur pappír, glærur, „back-print film',
umslög og límmiðar
Prentgæði:
Tengi:
Hraði:
Leturgerðir:
Apple-umboðið
Skipholti 21,105 Reykjavík. simi: 511 5111
Heimasíða: http://www.apple.is !