Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1996, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1996 Fréttir Fjölmiðlakönnun Félagsvísindastofnunar: Kvikmyndaumfjöllun DV slær í gegn Tæplega 75% lesenda DV í ald- urshópnum 20-24 ára lesa kvik- myndaumfjöllun í Helgarblaði DV og sex af hverjum tíu á aldrinum 12-19 ára. Lestur á íþróttaumfjöll- un DV á mánudögum og Tilver- unni á þriðjudögum er sömuleiðis mikill hjá unga fólkinu. Lestur unga fóiksins á mánudagsblaði DV hefur aukist. Þetta má meðal ann- ars sjá í niðurstöðum fjölmiðla- könnunar Félagsvísindastofnunar Háskólans sem fram fór vikuna 8. til 14. október sl. Könnunin var gerð á notkxm sjónvarps og út- varps og lestri dagblaða og tíma- rita. Úrtakið var 1.500 manns á aldrinum 12-80 ára og svörun var 73%. Lestur á blaðaukum og sérum- fjöllun DV var greindur eftir aldri, kynjum og starfsstétt í könnun Fé- lagsvísindastofnunar. Þar kemur í ljós að blaðaukar DV og sérumfjöll- un eins og kvikmyndaumíjöllun, Ferðir og Bílar á laugardögum, íþróttir á mánudögum, Tilveran á þriðjudögum, blaðauki um dag- skrár á fimmtudögum og Fjörkálf- urinn á fostudögum njóta tölu- verðra vinsælda á meðal unga fólksins. Nýlega var aukið við kvik- myndaumfjöllun DV sem er nú á fjórum samliggjandi síðum í Helg- arblaðinu. Þar er m.a. umfjöllun um leikara og leikstjóra, feril þeirra og bakgrunn. Jafnframt má finna ítarlega úttekt um nýjar og væntanlegar myndir í kvikmynda- húsunum, ásamt kvikmyndagagn- rýni og stjörnugjöf. Á kvikmynda- - fleiri lesa DV á mánudögum í hópi unga fólksins Nýir efnisþættir höfða til unga fólksins - lestur blaöauka og sérumfjöllunar í DV í október '96* - 80% ~—————__ 70 ~J 60 50 o 10 g Fimmtudagur DV síðum DV er tekið öllu því sem við kemur heimi kvikmyndanna. Síð- urnar eru því ómissandi öllum kvikmyndaáhugamönnum. Ef við tökum dæmi um lesendur DV á aldrinum 12-19 ára þá lesa 60% kvikmyndaumfjöllun í Helgar- blaðinu, 53% lesa íþróttir á mánu- dögum, 51% lesa blaðaukann um dagskrár á fimmtudögum og 31% Bíla á mánudögum. Tæplega 75% lesenda DV á aldr- inum 20-24 ára lesa kvikmyndaum- fjöllunina, 58% lesa íþróttir, 50% lesa Dagskrá, 44% lesa Ferðir, 43% lesa Tilveru og 41% lesa Bíla. Þeir lesendur DV sem eru á aldr- inum 25-34 ára lesa flestir ferða- innljöllun DV eða 51%, Bilablaðið lesa 49%, 48% lesa íþróttir, 46% lesa Tilveru, 46% lesa Dagskrá og 39% lesa kvikmyndaumfjöllun DV í þessum aldurshópi. Ef lestur á smáauglýsingum DV í Helgarblaði er skoðaður ein- göngu kemur í ljós að helmingur lesenda les þær. Hlutfall kynja er mjög svipað. Mestur er lesturinn í aldurshópnum 12-19 ára eða 58%, 52% á aldrinum 20-24 ára og 55% á aldrinum 25-34 ára. í aldurshópn- um 35-49 ára eru 47% sem lesa smáauglýsingamar í helgarblað- inu. Sé litið á heildarlestur á mánu- dagsblaði DV hefur unga fólkið aukið lestur sinn frá síðustu íjöl- miðlakönnun í mars sl. Lestur 20-24 ára aldurshópsins fór úr 47 í 53% og í hópi 25-34 ára jókst lest- urinn úr 44 í 46%. -bjb Litlu steinbæjunum og steinhúsunum í Reykjavík fækkar óðum: Mennmgarsöguleg verðmæti sem mega ekki hverfa - skemmtilegar smáíbúðir ef þeim er haldið við, segir Guðrún Jónsdóttir „Ég tel að þessir litlu steinbæir og steinhús sem byggð voru í lok síðustu aldar séu menningarsöguleg verðmæti sem mega ekki hverfa. Árið 1910 voru 72 steinbæir í Reykja- vík og 76 litil steinhús. Þegar Al- þingishúsið var byggt á árunum 1880 til 1881 lærðu menn að vinna með stein í húsagerð í Reykjavík. Ýmsir eignuðust verkfæri til að höggva stein og allt kom þetta til vegna Alþingishússins. Þessir stein- bæir voru flestir byggðir á árunum 1890 til 1905. Munurinn á þessum húsum er einkum sá að steinbæim- ir hafa gamla torfbæjarlagið, burstina, og þá voru gaflarnir oft úr léttara efni, eins og timbri, og báru- járnsklæddir. í steinhúsunum voru allir útveggir úr steini og stundum byggt við þá bíslag," segir Guðrún Jónsdóttir arkitekt í samtali við DV. Hún segir að það hafi gjarnan verið iðnaðarmenn sem byggðu og bjuggu í þessum steinbæjum og hús- um. Húsin voru gjarnan byggð á grunni tómthúsbýlanna i Reykjavík þegar þau voru rifin og voru þetta 40 til 60 fermetrar að grunnflesti. í Þingholtunum voru byggðir margir steinbæir og þá sérstaklega við Bergstaðastræti þar sem voru byggðir 17 steinbæir og af þeim eru 4 til 5 eftir. Guðrún segir að árið 1991 hafi ekki verið eftir nema 24 hús af steinbæjum og steinhúsum í Reykjavík. Hún segist óttast að þessum húsum, sumum hverjum að minnsta kosti, sé ekki haldið nógu vel við og því sé hætta á að þau skemmist og verði rifin. Hún segir að ef steinbæjunum sé haldið við sé hægt búa þar til skemmtilegar smá- íbúðir og varðveita um leið þessi menningarsögulegu verðmæti. „Ég er þeirrar skoðunar að varð- veisla þessara húsa komi okkur öll- um við. Þess vegna þurfa menn að hjálpast að við að halda húsunum við. Þar á ég við aðstoð frá hinu opinbera. Ef við tökum dæmi af frægum steinbæ, Brennu við Berg- staðastræti, þá er það hús svo illa farið að eigandinn einn ræður ekki við gera það upp. Húsið er hins veg- ar svo þekkt að það væri slys ef þyrfti að rífa það,“ sagði Guðrún Jónsdóttir. -S.dór Steinbærinn Brenna við Bergstaöastræti er meö kunnustu steinbæjum í borginni. Húsiö er illa fariö eins og fleiri steinbæir og segir Guörún Jóns- dóttir arkitekt að hún telji að menningarsöguleg verömæti séu í hættu þar sem steinbæirnir og litlu steinhúsin eru. DV-mynd BG Magnús Leopoldsson, sem sakaöur var um aö aö hafa myrt Geirfinn Einars- son í janúar árið 1976, hefur rofið tveggja áratuga þögn um 105 daga gæslu- varðhaldsvist sína í nýrri bók sem skrifuö er af Jónasi Jónassyni. í bókinni, sem ber titilinn Saklaus í klóm réttvísinnar, lýsir Magnús erfiöri einangrun- arvist sinni og þeim afleiöingum sem þetta haföi á hann og fjölskyldu hans. Magnús hélt blaöamannafund í Síöumúlafangelsinu í gær og var myndin tekin í fangaklefanum þar sem hann mátti dúsa alla gæsluvarðhaldsvist sína. DV-mynd BG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.