Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1996, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1996, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996 DV Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjári og útgáfustjóri: EYJÖLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aöstoöarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjöri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI14,105 RVfK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 6RÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Helmasföa: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuöi 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblaö 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Bandalag um hvað? Þótt vel hafi tekizt að koma á og framfylgja samstarfi kosningabandalags Reykjavíkurlistans, er ekkert sem bendir til, að unnt sé við núverandi aðstæður að koma á svipuðu samstarfi á landsvísu, með eða án Framsóknar- flokksins, sem nú situr í stjóm með sjálfum óvininum. Flest mál, sem sameina flokka væntanlegs kosninga- bandalags, em á verksviði sveitarstjóma. Flest mál, sem sundra þessum sömu flokkum, em á verksviði Alþingis og ríkisstjómar. Og ekkert bendir til, að skoðanaágrein- ingur þessara flokka fari minnkandi á landsvísu. Þótt tilhugalíf miðist sjaldan við kaldan veruleika hjónabandsms, er engin leið að sjá fyrir sér, að kosninga- bandalag á landsvísu komizt hjá að taka þegar í upphafi á ýmsum grundvallarmálum. Meðal þeirra má nefha Evr- ópu, fiskveiðistjóm, landbúnað og neytendamál. í öllum þessum málum hefur Alþýðuflokkurinn sér- staka stefhu, sem skilur hann frá Sjálfstæðisflokknum, en aðrir flokkar hugsanlegs kosningabandalags hafa hins vegar stefnu, sem fellur mjög saman við stefhu höf- uðóvinarins. Af hverju er hann þá höfuðóvinurinn? Ef litið er eingöngu á Evrópu, fiskveiðistjóm, land- búnað og neytendamál, er miklu nær, að allir stjóm- málaflokkar landsins, með Sjálfstæðisflokkinn í broddi fylkingar, myndi kosningabandalag gegn Alþýðuflokkn- um. Svo undarlegur er veruleikinn í málefhamynztrinu. Ef Alþýðuflokkurinn gefur eftir sérstöðu sína í fram- angreindum málum til að koma á málefhalegri samstöðu í kosningabandalaginu, getur Sjálfstæðisflokkurinn væntanlega líka fengið inngöngu í bandalagið, sem verð- ur þá bandalag allra flokka gegn engum flokki. Hversdagsleiki stjómmálanna sýnir, að Sjálfstæðis- flokkurinn er sem ríkisstjómarflokkur ekki aðeins mjög líkur Framsóknarflokknum sem ríkisstj ómarflokki, heldur einnig líkur Alþýðubandalaginu eins og það hef- ur verið sem ríkisstjómarflokkur á síðari árum. Ef eitthvað greinir Sjálfstæðisflokkinn frá þeim flokk- um, sem nú gæla við hugmyndir um kosningabandalag, er það eindreginn stuðningur hans við stórfýrirtæki og samtök stórfyrirtækja, sem njóta einokunar eða fáokun- ar í skjóli pólitískra aðgerða frá fyrri tímum. Framsóknarflokkurinn er sáttur við þessa einokun og fáokun samtaka stórfyrirtækja, af því að fýrirtæki, sem em honum velviljuð, eiga minnihlutaaðild að þessari að- stöðu. Smokkfiskurinn nýtur molanna af borði kol- krabbans. Þar slær hjarta Framsóknarflokksins. Ofan á þessa sérstöðu Framsóknarflokksins bætist svo sérstaða hans sem ríkisstjómarflokks líðandi stundar. Engin leið er að sjá fyrir sér, að hann gangi til næstu al- þingiskosninga sem aðili að kosningabandalagi gegn þeim flokki, sem hann er hamingjusamlega giftur. í engum málum, sem hér hafa verið rakin, í málum Evrópu, fiskveiðistjómar, landbúnaðar, neytenda og kol- krabbans, er unnt að sjá, að vatnaskil í stjómmálum landsins séu fremur milli Sjálfstæðisflokksins og hinna flokkanna heldur en milli og innan hinna flokkanna. Kvennalistinn hefur miklar efasemdir um, að hinir flokkar væntanlegs bandalags séu samstarfshæfir í mál- efrium kvenna. Ef svo er ekki, þá stendur ekkert eftir af sameiginlegum málum á landsvísu annað en stuðningur við íhaldssama yfirstétt í félögum launafólks. Atkvæðarýrt yrði bandalag um hagsmuni yfirstéttar félaga launafólks í þeim gamla stíl Verkamannaflokksins brezka, sem var fyrir langvinna hundahreinsim hans. Jónas Kristjánsson „Þaö er taliö aö þorskveiöar meö togurum séu um sjöfalt dýrari en veiöar með línu eöa handfærum," segir m.a. í grein Önundar. Tveir forn- leifafundir þorskveiðum sem undir- stöðuatvinnu á stöðun- um. Reiöarslag Skemmst er frá því að segja að eftir að undir- búningsnefhd hafði náð samkomulagi um til- lögu að breyttri fisk- veiðistefnu kom hún til afgreiðslu á LS. Sjávar- útvegsráðherra flokks- ins flutti þar breyting- artillögu um óbreytta fiskistefnu, sem studd var af formanni flokks- ins, og þegar merkið var geflð ruku allar hendur á loft. Breyting- artillagcm var samþykkt „Þingmenn Vestfjarða hafa árang• urslaust horft upp á kvótana og atvinnuna hvorfa burt frá byggð- unum sem allar byggjast á þorsk- veiðum sem undirstöðuatvinnu á stöðunum Kjallarinn Önundur Ásgeirsson fyrrv. forstjóri Olís Bæði útgerðar- menn og sfjórn- málamenn eru teknir að óttast um afdrif kvótakerfis- ins og þvi róa hags- munaaðilar nú öll- um árum að við- haldi þess með áróðri sínum á fundum og í fjöl- miðlum. Á 1700 manna fúlltrúaráði á landsftmdi Sjálf- stæðisflokksins (LS) vildu þing- menn Vestfjarða fá stuðning við breyt- ingu á þessu kerfi sem flestir nema útgerðarmenn líta nú á sem úreltar fomleifar. Kvóta- kerfið er nú um það bil að hafa drepið allar hyggð- ir á Vestfjörðum, nema e.t.v. ísa- ftörð. Á Súðavík er ráðgert að breyta eina togaranum i frystiskip, í Bol- ungavík er síðari togarinn til sölu, á Suðureyri og Flat- eyri er fyrir löngu búið að fram- selja skipin burt frá stöðunum, á Þingeyri er Sléttanesið látið halda sjó mánuðum saman í fiskleysi í Smugunni af því að nýir utanbæj- areigendur hafa selt frá sér kvót- ana. Á Bíldudal og Patreksfirði eru engir togarar lengur. Þingmenn Vestfjarða hafa ár- angurslaust horft upp á kvótana og atvinnuna hverfa burt frá byggðunum sem allar byggjast á og tillaga Vestfjarðaþingmanna kom aldrei til athugunar á LS. Þetta var eins og í Þýskalandi fyrir 60 árum nema að enginn hrópaöi „Heil Hitler". Áfnám línutvöfóldunarinnar er reiðarslag fyrir smábátaútgerð í fiskiþorpunum á Vestftörðum og er fúrðulegt að þetta skuli geta gerst samtímis því að þorskkvótar eru stækkaðir vegna aukinnar þorskgengdar á miðunum. Vest- firðingar þurfa nú ekki lengi að biða örlaga sinna sem ákveðin verða í Reykjavík. Þingmenn þeirra eru gagnslausir jámenn í öllum flokkum. Gæti oröiö banabiti Sjálf- stæðisflokksins Þá hélt LÍÚ aðaifund og fagnaði unnum sigrum með afhámi línu- tvöfoldunar og fækkun smábáta, nú um 280 niður i um 800, sem var þeirra markmið. Þetta er vist þriðjungur af ftölda smábáta 1991. Þetta var sams konar fundur og haldnir eru af „guöfeðrunum" suð- ur á Sikiley og er margt líkt með skyldum. Þetta gæti vísast orðið banabiti Sjálfstæðisflokksins því að útilokað er aö þetta geti staðist til lengdar. Framtíðin er í óvissu Það er talið að þorskveiðar með togunim séu um sjöfalt dýrari en veiðar með línu eða handfærum. Samt sefta íslenskir stjómmála- menn næstum allar þorskveiðar á togskip eða frystiskip og flytja með því alla atvinnu frá fiskiþorp- unum og úr landi. Nú er rætt um að sameina kvóta ÚA og KEA og setja undir eina stjóm með 25.000 þorskígildistonn, allt á togskip. Þetta gerist á sama tima og öll tog- skip hafa verið sett í bann á Ný- fundnalandsmiðum og aðeins leyfðar krókaveiðar. Þetta er valdboð alþingismanna. Almenningur fær enga rönd við reist svo sem LS sýndi best. Það tekur enga stund fyrir útgerðir þessara stóm togskipa að skafa allan fisk af grunnmiðunum. Þeir hafa gert þetta áður og munu gera það aftur. Hættan er á næsta leiti. Framtíðin er í óvissu. Önundur Ásgeirsson Skoðanir annarra Samfylking um hvað? „Stóra leyndarmálið hjá þeim flokkum sem nú ræða um að fara saman í eins konar kosningabanda- lag er það að þeir hafa ekki svör við spurningum sínum. í gegnum alla umræðuna kemur rauði þráð- urinn aftur og aftur í ljós: Samfylking, já, en um hvaö? Venjulega er sú spuming sett fram undir for- merkjunum: Við verðum að ná saman um málefnin fyrst. Rétt eins og afstaða flokkanna um „málefhin" sé skýr. Það er hún ekki ... Hvert er svar vinstra bandalagsins?" Stefán Jón Hafstein í Degi-Tímanum 12. nóv. Nýtt stjórnarmynstur? „Um leið og Framsóknarmenn virðast nálgast jafnaðarmenn í málílutningi sínum er ekki óhugs- andi, aö fleiri snertifletir finnist á málefnastöðu Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags en nokkum hefði órað fyrir. Þótt allt virðist rólegt á yfirborði ís- lenzkra stjómmála um þessar mundir er þess vegna vel hugsanlegt, að þar sé á ferðinni meiri gerjun en ætla mætti við fyrstu sýn.“ Úr forystugrein Mbl. 12. nóv. Glaður og sorgmæddur „Þetta var aldeilis prýðilegt flokksþing. Sjálfur er ég í senn glaður og sorgmæddur. Ég er auðvitað glaður yfir þeim feikilega stuðningi sem ég fékk við framboð mitt, en vitanlega ekki sáttur við að hafa tapað kosningunni. ... Aðalmálið er að við höfum þaggað rækilega niður í þeim sem halda fram að Al- þýðuflokksmenn geti ekki útkljáð sín mál án þess að allt fari í bál og brand. ... Ég sagði fyrir flokksþing- ið aö minn tími í Alþýðuflokknum hefði komið þeg- ar ég var fimmtán ára, og þar er hann og verður.“ Guðmundur Ámi Stefánsson í Alþbl. 12. nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.