Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1996, Blaðsíða 28
44
MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996
Sveiflast Alþýöuflokkurinn til
hægri og vinstri?
Dingulhreyfingar
Alþýðuflokksins
„Það má líkja stöðu Alþýðu-
flokksins í íslenskum stjómmál-
um við dingulhreyfmgar klukk-
unnar. Hann slæst til hægri og
vinstri með taktfostu millibili.“
Halldór Blöndal samgönguráð-
herra, i Alþýðublaðinu.
Viðreisnardraumurinn
dauður
„Það er erfitt fyrir viðreisnar-
krata eins og mig að viðurkenna
að viðreisnardraumurinn sé
dauður en hann er það.“
Sighvatur Björgvinsson alþing-
ismaður, í DV.
Baráttukonur nútímans
„Baráttukonur nútímans eru
fallnar í þá gryfju að berjast í
stað þess að vinna, æpa í stað
þess að tala, barma sér í stað
þess að leysa vandann."
Friðrik Erlingsson rithöfundur, í
Degi-Tímanum.
Ummæli
Ekki klesst inn
í framtíðina
„íslensk æska; reyndu að fara
ekki klesst inn í framtíðina. Nóg
er komið af klöttum. Pabbi og
mamma vom algerir klattar."
Guðbergur Bergsson rithöf-
undur, í DV.
Hundm á roði
„Friðrik Sophusson hefur
staðið eins og hundur á roði um
hagsmuni ríka fólksins."
Sigurður Lárusson, fyrrUm
bóndi, í Degi-Tímanum.
Fyrsta röntgen-
myndin
Að kvöldi 8. nóvember árið
1895 sá þýski eðlisfræðingurinn
Wilhelm Conrad Röntgen að blað
sem þakið var með flúrljómandi
massa tók að ljóma þegar hann
beindi að því bakskautsgeislum í
vinnustofu sinni. Hann skynjaði
að hann hafði uppgötvað geislun
af nýju tagi, ósýnilega augum og
ffábrugðna þeim bakskautsgeisl-
um sem uppgötvast höfðu 1879.
Þessi nýja geislun stafaði frá sér
X-geislum, eins og Röntgen kall-
aði þá, af því hann þekkti ekki
eðli þeirra.
Röntgen hélt áfram tilraunum
sínum. Hinn 22. desember 1895
tók hann fyrstu röntgenmynd-
ina. Tók hann mynd af hendi
ý eiginkonu sinnar er var með
hring á einum fingrinum. 28.
desember skýrði hann læknafé-
laginu i Wúrzburg frá uppgötv-
un sinni.
Blessuð veröldin
Geislunarfræði
Eftir uppgötvun Röntgens
voru röntgengeislar einkum not-
aðir til að kanna beinbrot, leita
uppi aðskotahluti í líkamanum
og rannsaka breytingar vegna
beinsjúkdóma. Helstu áfangar í
byrjun urðu 1896, þegar fyrsta
röntgenmyndin af höfði var tek-
in, 1918, þegar gerð er fyrsta
röntgenrannsókn á maga og
heila, 1927, þegar fyrsta heila-
rannsóknin er gerð með skugga-
efni, og 1928, þegar fyrsta sneið-
myndatakan er gerð.
Hvassviðri eða stormur
Langt suðvestur í hafi er víðáttu-
mikil hæð og frá henni dálítill hæð-
arhryggur milli íslands og Noregs
sem þokast austur. Á Grænlands-
sundi er 998 mb. lægð sem hreyfist
Veðrið í dag
austnorðaustur. Við vesturströnd
Grænlands er vaxandi 978 mb. lægð
sem hreyfist austur og verður á
Grænlandshafi annað kvöld.
í dag verður sunnan eða suðvest-
an kaldi og rigning og súld um allt
land. Vaxandi suðvestanátt síðdegis
og hvassviðri eða stormur í kvöld
og nótt. Hiti yflrleitt á bilinu 0 til 10
stig.
Á höfuðborgarsvæðinu er suð-
austan gola eða kaldi og þokusúld
eða rigning. Vaxandi suðvestanátt
síðdegis og hvassviðri í kvöld og
nótt. Hiti 6 til 9 stig.
Sólarlag í Reykjavík: 16.33
Sólarupprás á morgun: 09.54
Slðdegisflóð f Reykjavík: 19.44
Árdegisflóð á morgun: 08.06
Veðriö kl.
Akureyri
Akurnes
Bergstaöir
Bolungarvík
Egilsstaöir
Keflavíkurflugv.
Kirkjubkl.
Raufarhöfn
Reykjavík
Stórhöföi
Helsinki
Kaupmannah.
Ósló
Stokkhólmur
Þórshöfn
Amsterdam
Barcelona
Chicago
Frankfurt
Glasgow
Hamborg
London
Los Angeles
Madrid
Malaga
Mallorca
París
Róm
Valencia
New York
Nuuk
Vín
Washington
Winnipeg
6 í morgun:
súld 2
rigning 0
skúr 3
rigning 2
súld 7
rigning 1
rigning 2
rigning og súld 6
súld 7
rigning 5
rigning á síö. kls. 4
súld á síð. kls. 1
rigning 2
hálfskýjaö 2
léttskýjaö 6
skýjaö 13
alskýjað -3
rigning 10
hálfskýjaö 2
skýjaö 4
léttskýjaö 3
þokumóöa 17
hálfskýjað 8
skýjaö 16
skýjað 11
alskýjaö 9
léttskýjaö 16
snjókoma -1
skýjaö 15
heiöskírt -21
Reynir Ragnarsson, lögregluþjónn í Vík:
Fólk kemur mikið til að skoða
„Það er allt í rólegheitum núna.
Vegagerðin er að vinna við brýmar
og tæki eru flutt hingað austur á
hennar vegum. Það var þónokkur
straumur af ferðafólki um helgina
og þá aðallega jeppafólk og nokkrar
rútur einnig, enda er æði mikið að
sjá, allir þessir jakar og hlaupfar-
vegurinn," segir Reynir Ragnars-
son, lögregluþjónn í Vík, sem mikið
var í fréttum meðan á hlaupinu og
stóð og var síðastur til að fara yfír
sandinn áður en hlaupið skall á.
Reynir sagði að síðasti mánuður
hefði verið eftirminnilegur: „Það
var ekki aðeins allt í kringum gos-
ið og hlaupið heldur hafði ég áður
en hlaupiö kom verið í þrjá daga í
Skarðsfjöruvita við að stjóma leit-
inni að skipverjunum af Jonnu sem
fórst og sú leit stendur enn þá.“
Maður dagsins
Frá gosi og til hlaups fór Reynir
á morgnana til að loka og opna veg-
inn yfir sandinn: „Þessu var skipt
þannig að ég fór á hverjum morgni
í fjóra daga og lögreglan fyrir aust-
an gerði þetta svo á móti mér.“
Þegar hlaupið byrjaði var Reynir
austan megin við: „Þetta byrjaði
eins og hvern annan morgun, ég
opnaði vestan megin og ók yfir
Reynir Ragnarsson.
sandinn til að sjá hvort allt væri í
lagi, en það gerði ég hvem morgun
meðan á þessu stóð. Mætti ég að
venju vatnamælingamönnnunum
sem sögðu að aðeins væri að byrja
að aukast rennslið í Skeiðará en
vom þó ekki með neinar áhyggjur
enn sem komið var. Ég opnaði veg-
inn austan megin og fór svo í Freys-
nesið til að fá mér kaffi og dvaldi
þar til um níu og þá vom komnir
yfir þrír flutningabílar. Sýslumað-
ur hringdi svo í mig rétt fyrir níu
og sagði að það væri búið að ákveða
að loka strax aftur. Þegar ég kom 1
bílinn heyrði ég í talstöðinni að
vatnamælingamennimir voru að
segja að flóðið væri hafið. Ég flýtti
mér því eins og kostur var og
keyrði vestur en ég var hræddastur
um að bílar væru á austurleið. Þeg-
ar ég kom að brúnni var farið að
flæða yfir bakkana og ég gat fylgst
með flóðinu vestan megin við mig.
Flóðöldur komu yfir veginn af og til
og þá gengu gusumar yfir bílinn.
Hræddastur var ég um að flóðið
væri búið að ná skarðinu sem var
búið að rjúfa vestanmegin við
brúna. Ef svo hefði verið hefði ég
alls ekki komist lengra og þurft að
snúa við og þá er aldrei að vita
hvað gerst hefði, en sem betur fer
náði ég að fara yfir skarðið áður en
flóðið náði því, en það munaöi ekki
miklu.“
Ragnar sagði að það yrði öragg-
lega nokkuð mikið um að ferða-
menn héldu áfram að koma um
helgar á næshumi til að sjá með
eigin augum hvemig umhorfs væri:
„Sandurinn er það greiðfær meðan
snjóar ekki að þeir sem era á jepp-
um geta keyrt upp undir jökul, þar
eru jökulöldur og þar er hægt að sjá
allan farveginn niður úr sem er
stórkostleg sjón.“ -HK
Afsláttur af bflum
Myndgátan hér að ofan lýsir lýsingarorði.
Valur og Haukar, sem hér sjást
leika, verða í sviðsljósinu í
kvöld.
Bikarkeppnin
í handbolta
Bikarkeppni Handknattleiks-
sambandsins hófst fyrir helgi og
í fyrstu hrinunni era 32 lið sem
keppa. Fyrsti leikurinn var á
laugardaginn en aðalleikjakvöld-
ið er i kvöld, en þá eru tíu leikir
á dagskrá. Tveir leikir hefjast kl.
18.30. Afturelding B leikur gegn
Val í Mosfellsbæ og Víkingur
leikur gegn Gróttu í Víkinni.
íþróttir
Fimm leikir hefjast kl. 20.
Haukar og Afturelding leika í
Hafnarfirði, í Laugardalshöll
leika Ögri og KR, í Keflavík leika
heimamenn við ÍR, í Valsheimil-
inu leika Valur B og KA B og í
Vestmannaeyjum leika ÍBV B og
Ármann. Tvefr leikir verða síð-
an kl. 20.30. Að Varmá leika HM
og FH og í Víkinni leika Víking-
ur B og KA. Þess má geta að
Völsungur gaf leik sinn við Sel-
foss, þannig að Selfyssingar era
þegar komnir i sextán liða úrslit.
Bridge
Danir héldu að þeir hefðu unnið
Indónesíu í undanúrslitum Ólymp-
iumótsins í bridge með 222 impum
gegn 217, í leik sem sýndur var á
sýningartöflu, en í ljós komu mistök
við impafærslu á sýningartöflu og
leikurinn endaði í jafntefli, 217-217.
Grípa varð til 8 spila bráðabana og
þegar eitt spil var eftir af honum
voru Danir með 7 impa forystu.
Indónesamir höfðu spilað fjóra
spaða á hendur n-s í lokuðum sal og
Jens Auken og Dennis Koch þurftu
því aðeins að jafna þá tölu til að
hafa sigur í leiknum. Auken og
Koch höfðu náð glæsilegri
alslemmu í síðasta spilinu í leikn-
um, áður en til bráðabanans kom,
sem tryggði Dönunum bráðabana.
Enn var komið að þeim að vera ör-
lagavaldarnir í leiknum. Sagnir
gengu þannig á sýningartöflunni
með Auken og Koch í NS. Austur
gjafari og allir á hættu:
4 G9852
* Á943
* DG
* 62
4 3
4* KG102
♦ 106
* ÁDG1073
* ÁK74
♦ ÁK87542
* K8
Austur Suður Vestur Norður
pass 1 -f 2* dobl
pass 3 * pass 3 ♦
pass 3 * pass 4 4
pass 4 Grönd pass 5 *
pass p/h 5 ♦ pass 64
Auken og Koch hafa ef til vill ver-
ið enn með hugann við að alslemm-
an í leiknum stuttu áður hafði
bjargað Dönum og teygðu sig full-
angt í þessu spili. Fimm tígla sögn-
in var spuming um trompdrottn-
ingu og norður, sem aðeins hafði
lofað fjórum spöðum, ákvað að
svara þeirri spurningu játandi í
krafti fimmta spaðans. Ef hann
hefði neitað tilvist drottningarinn-
ar, hefðu Danir spilað til úrslita á
mótinu. Útspilið var hins vegar
laufásinn. ísak Öm Sigurðsson