Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1996, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1996, Blaðsíða 7
7 MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 1996 Dv Sandkorn Ert þú enn að kenna? í tímaritinu Ný menntamál, sem Hiö íslenska kennarafélag gefur út, eru oft góðar sögur kenndar við skólastofuna. Kristján Guðmunds- son, kennari við Kvennaskól- ann í Reykja- vík, segir sögur í síðasta hefti ritsins. í inn- gangi að sögun- um segist hon- um þannig frá: „Undirritaður hefur verið kennari í mörg ár - allt of mörg raunar. Nú er svo komið að fólk sem einu sinni þekkti mig er farið að segja: „Blessaður Kristján, ert þú enn þá aö kenna?“ Mér mislikar þessi spurning alltaf jafirmikið en aldrei hugsa ég nógu hratt til að svara: „Já, blessaður sjáifur. Ert þú enn þá að lækna?“ Hjá sama fyrirtæki Margar sögur úr bókinni Þeim varð á í messunni hafa verið birtar í Sandkorni á þessu ári. Nú er kom- in frá sömu höfundum ný bók með prestasögum sem heitir Þeim varð aldeilis á í messunni. Þar eru meðal ann- ars nokkrar sögur af séra Baldri Vil- helmssyni í Vatnsfirði. Ein þeirra segir frá þvi að eitt sinn hafi séra Bald- ur verið stadd- ur í Reykjanesskóla og hugðist þar ganga í gegnum dyr. Opnaði hann hurðina hvatlega og kom þá beint í flasið á konu einni. Henni brá að vonum við að fá klerk svona í fang- ið og hrópaði upp: „Nei, Jesús minn!“ Séra Baldri verður aldrei orðfátt og svaraði að bragði. „Ég er nú ekki hann, góða mín, en við vinnum hins vegar hjá sama fyrir- tæki.“ Tóbakinu að þakka Stefán Guðmundsson heitir kunnur borgari í Hafnarfirði. Hann átti 100 ára afmæli á dögunum. Fréttamaður Fjarðarpóstsins átti við hann viðtal í tilefni afmæl- isins. Stefán var spurður hverju hann þakki þennan háa ald- ur. Hann setti upp glettnissvip og svaraði: „Ætli það sé ekki bara tó- bakinu að þakka. Ég hef notað tóbak í 85 ár og hef ekki hugsað mér aö hætta því. Ég byrjaði ungur að nota neftó- bak að læknisráði því ég átti vanda til að fá miklar blóðnasir. Ég reyndi síðan mikið til að hætta þessu, því mér þótti ekki fint að vera með tó- bakstauma i kringum nefið, en það gekk ekki fyrr en eftir langa mæðu. Og ég held að ég hafi verið í kring- um fimmtugt þegar ég byrjaði að reykja og þá fyrst pípu. Og síðan hef ég reykt. Ég minnkaði reyking- arnar um helming þegar ég kom inn á Sólvang en hef ekki hugsað mér að hætta þeim...“ Laus við grasrótina Frásögn Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra um bandaríska stjórnmálamanninn sem fékk ána- maðka i eyrun vegna þess hve mik- ið hann hlust- aði á grasrótina vöktu athygli. Svar Davíðs kom vegna þess að hann var spurður hvort hann væri hættur að hlusta á gras- rótina í Sjálf- stæðisflokkn- um. Skömmu eftir flokksþing Sjálfstæðisflokksins spurði séra Hjálmar Jónsson alþingismaður Sig- hvat Björgvinsson, formann Alþýðu- flokksins, hvernig honum hefði lit- ist á flokksþingiö. Sighvatur svar- aði með vísu: Meö ánamaðka f eyrunum eins og milli vina. Labbar um á leirunum laus við grasrótina. Umsjón Sigurdór Sigurdórsson Fréttir Lítið tjón á prammanum DV, Suðnrnesjum: Að sögn lögreglunnar í Grinda- vlk varð lítið sem ekkert tjón á dýpkunarprammanum sem sökk í Grindavíkurhöfn á sunnudag. Búið er að gangsetja hann em menn óttuðust að mest tjón mundi verða á vél prammans. Svo var ekki. Aðeins þurfti að skipta um olíu. Atvikið var tilkynnt lögreglu um hádegi á sunnudag. Gat var komið á prammann og dæla um borð bilaði svo hann sökk. Þrír kranar og þungavinnuvélar voru fengnar til að lyfta honum meðan slökkviliðsmenn Grindavíkur dældu sjónum úr honum. Gert hef- ur verið við gatið sem kom á prammann. Hann er í eigu Færeyinga og hefur verið notaður til að dýpka Grindavíkurhöfn. Því verki er nú lokið. -ÆMK Mælifellið strandaði á Flutningaskipið Mælifell tók niðri í innsiglingarrennunni við flugvöllinn á ísafirði síðdegis á föstudag. Skipið var á útleið og strandaði fast við innstu baujuna í Sundunum. Lóðsbáturinn á ísafirði kom Mælifellinu til aðstoðar og náð- ist skipið á flot aftur stuttu seinna, eða skömmu fyrir klukkan 18 á föstudaginn. -HK Fjármálaráðuneytiö: Verkefnavísar komnir út Fjármálaráðuneytið hefúr í ann- að sinn gefið út ritið Verkefnavísar. Þar getur að líta yfirgripsmiklar upplýsingar um starfsemi lang- flestra þeirra 370 stofnana sem ríkið rekur. Tilgangur útgáfunnar er að veita almenningi og fjölmiðlum upplýsingar um hvað fari fram í rikisstofnunum og hvaða þjónusta sé í boði. Áætlað er að rekstrarútgjöld þess- ara stofnana verði um 47 milljarðar króna á næsta ári en alls starfa þar um 16 þúsund manns. Starfsemin er afar fjölbreytt og snertir alla lands- menn á einn eða annan hátt. Ráðu- neytið vonast til að Verkefnavísar verði gagnlegt framlag til umræðu um ríkisrekstin- og hlutverk hans. í ritinu má m.a. finna svör við því hvað margir búi á sambýlum fatlaðra, hversu margir komi árlega á heilsugæslustöðvar, við hvað sendráðin fást, hvað háskólar braut- skrá marga nemendur á ári, hversu margir dómþolar ljúki samfélags- þjónustu og hvað rekstur einstakra ríkisstofnana kosti. -bjb ÓlafsQörður: „Stútur" velti stoln- um bíl DV, Akureyri: Ölvaður maður stal bil í Ólafs- firði um helgina. Ekki varð ökufor hans löng því hann velti bilnum við bæinn Burstabrekku. Ökumaðurinn var handtekinn skömmu síðar á leið til bæjarins. Hann er Akureyringur, „góð- kunningi“ lögreglunnar, og tengist mönnum í bænum sem hafa fengist við innbrot og fleira ólöglegt að und- anförnu. Einn úr hópnum gerði svo tilraun til innbrots í Grillbarinn við Ægisgötu aðfaranótt mánudags. Til hans sást og hugðist lögregla heilsa upp á hann í gær. -gk Laser Expression Pentium milaser Laser tölvurnar hafa verið á íslenskum markaði lengur en nokkur önnur PC - samhæfð tölvutegund, eða frá árinu 1986. 16mb vinnsluminni • 1,2 gb harður diskur • 8 hraða geisladrif 16 bita hljóðkort* 80w hátalarar 14“ litaskjár»Windows95* Windows 95 lyklaborð • Microsoftmús. 100 mh z. 133 mhz. 123.900 stgr. 134.900 stgr. computer pentium ■processor Heimilistölvan er nýjasta heimilistækið og býður upp á ótal möguleika til gagns og gamans fyrir alla fjölskylduna. 10 ára traust reynsla af Laser heimilistölvum hér á landi ertrygging fyrir góðri endingu - og verðið er mjög gott! Heimilistæki hf TÆKNl-OG TÖLVUDEILD SÆTÚNI 8 • SÍMI 569 1500 • http://www.ht.is Kynnið ykkur málið betur og lítið inn til okkar!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.