Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1996, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1996, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 1996 43 Fréttir Úttekt á umhverfismálum á Suðurlandi: Neysluvatn mengað á fimmtungi lögbýla - unniö aö úrbótum, segir heilbrigöisfulltrúi Undanfarin þrjú ár hefur Heil- brigðiseftirlit Suðurlands unnið að ítarlegri úttekt á stöðu neyslu- vatns- og frárennslismála að beiðni sveitarfélaganna. Niðurstöður eru famar að berast og kemur ýmislegt forvitnilegt í ljós. Úttekt af þessu tagi hefúr ekki áður verið unnin hér á landi. Birgir Þórðarson heil- brigðisfúlltrúi sagði í samtali við DV að tilgangurinn með úttektinni væri fyrst og fremst að fá fram úr- bætur í umhverfismálum. Alls voru ríflega 800 lögbýli á Suðurlandi könnuð. Birgir sagði ástandið vera mjög mismunandi eftir sveitarfélögum, sums staðar væra málin nær óaöfinnanleg en annars staðar væra kannski sjö af hverjum tíu bæjum með mengað neysluvatn. Úttektin leiddi í ljós að á fimmt- ungi lögbýla væri neysluvatn meira og minna mengað. Á um 80% allra bæja á Suðurlandi er ástandið í lagi. Hvað fráveitumál varðar eru sjö af hverjum tíu bæjum með allt sitt á hreinu og úrbóta því þörf á þriðjungi bæja. Birgir sagði niðurstöðurnar ekki hafa komið verulega á óvart. Víða þyrfti að taka til hendinni og sú vinna væri þegar hafm. Flösku- hálsinn væri eftirlitið. Heilbrigðis- eftirlit Suðurlands væri fámenn stofnun og svæðið stórt sem það hefði til umráða. Aðspurður um kostnað vegna úr- bóta sagði Birgir hann ekki mikinn fyrir minni sveitarfélög en vitan- lega væri þetta rneira mál í þétt- býli. Sveitarfélög settu þó kostnað ekki fyrir sig. Brotalöm í skálum á hálendi HeObrigðiseftirlit Suðurlands hefur jafnframt kannað aðstöðu ferðaþjónustu á hálendi Suður- lands. Kannaðir vora 94 staðir þar sem gisting af einhverju tagi stóð tU boða með alls 1750 gistirýmum. Um er ræða allt frá litlum fjallakof- um tU fullkominna gistihúsa. Könnunin leiddi í Ijós að víða var umhverfismálum ábótavant og tilskUin leyfi skorti frá yfirvöldum skipulagsmála, heUbrigöismála og umhverfismála. Neysluvatn í mörg- um skálanna var mengað og frá- rennslismál víða í ólagi. Sorphirða hefur þó víðast skánað tU muna. Alvarlegast er að rotþrær eru tæmdar í næstu læki eða jafnvel stöðuvötn. -bjb Enn dregið úr beingreiðslupotti DV og Stöövar 2: Sex hrepptu 29" sjónvarpstæki Þann 15. nóvember síðastlið- inn voru sex heppnir áskrif- endur DV og Stöðvar 2 dregnir upp úr Beingreiðslupottinum svokaUaða en þangað fara allir þeir sem greiða áskriftargjöld- in með bein- eða boðgreiðslum. í beingreiðslum er áskriftar- gjaldið mUlifært beint af reikn- ingi fólks í banka eða spari- sjóði. AUs verða átján 29" sjón- varpstæki, að heUdarverðmæti 2.271.600 kr., dregin út tU hepp- inna áskrifenda DV og Stöðvar 2 fram að jólum. Þeir sem dregnir voru út að þessu sinni voru Hreinn Júlí- usson, Sigluflrði, Guðriður Einarsdóttir, Hafnarfirði, Sig- urður Ingason, Vestmannaeyj- um, Karlotta B. Aðalsteinsdótt- ir, Kópavogi, HUdur Harðar- dóttir, Hafnarfirði og Guðbjörn Guðjónsson, Hafnarfirði. Þess má geta að Hreinn fékk sjón- varpstækið eiginlega I afmælis- gjöf þar sem hann varð 55 ára daginn sem vinningarnir voru afhentir. -sv " ÍJmk Sjónvarpstækin voru afhent á dögunum og þau sóttu, f.v.: Jón Lárusson (fyrir Karlottu), Ingi B. Vigfússon (fyrir Hrein), Heiða B. Ingadóttir (fyrir Sigurö Inga), Hildur, með son sinn Hjört Loga Valgarösson, Guðríður, með börn sín Söru Krist- jánsdóttur og Davíö Bragason, og Guðbjörn Guðjónsson. DV-mynd ÞÖK 562 4300 OJÖRGVIN HAROARSON -INGIGARÐAR FRIORIKSSON i m.Cí1I Viittvikhí tHnsvxii I ' nm jrmnwarnl efMATTHIASAR MIKLATORGI V® PERLUNA 1988 MMC Pajero dísil turbo, grár, verö 790.000. 1992 Toyota double cab dísil, rauður, verð 1.350.000. 1986 Toyota double cab dísil, rauður, verð 690.000. 1990 MMC L-300 dísil turbo, grár, 8 manna, verð 1.180.000. 1986 Subaru station 4WD, grænsans, verð 390.000. 1991 MMC L-200 double cab dísil, hvítur, verð 950.000. 1988 Nissan grásans, verð 460.000. Góö kjör 12-36 mán. Visa Euro raðgreiöslur Svava Sófusdóttir við nokkur verk þátttakenda. DV-mynd Jóhann Seyöisfjöröur: Omissandi samveru- stundir sjúklinga Fyrir rúmlega tólf árum var, að frumkvæði Sigrúnar Ólafsdóttur hjúkranarfræðings, ákveðið að bjóða þeim sjúklingmn og vist- mönnum sem til þess hefðu þrek og löngum að koma saman vikulega til þess að fást við hvers konar handa- vinnu. Boðinu var strax vel tekið og fljótlega var ákveðið að þessar stundir yrðu tvisvar á viku. Umsjónar- og leiðbeinandastarf hefur Svava Sófusdóttir annast frá upphafi. Hún segir að þama sé feng- ist við hvers konar handavinnu - saumað út, prjónað, málað - og stundum körfugerð og bastvinnu. Svava segir að auðvitað sé þetta ffemur tómstundavinna en lærdóm- ur en hún veiti þá leiðsögn og að- stoð sem þörf er á hveiju sinni. Hún segir einnig að mest hafi það verið konur sem tekið hafi þátt í starfinu og hafi þær ávallt verið þakklátar og elskulegar. Sýnilega hafi þessar samverastundir oft ver- ið þeim ánægjuauki og gleðigjafi, auk þess sem ávallt er nokkurs virði að taka þátt í skapandi starfi og kanna hvað maöur getur lagt af mörkmn. -JJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.