Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1996, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1996, Qupperneq 10
10 menmng MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 1996 JLJ"V" Úr djúpunum „Sjálfur tíminn líður ekki hjá okkur. Hann snýst. Hann virðist hverfast um þjáninguna sem þungamiðju." De Profundis B| eftir Oscar Wilde ■ er endurútkomin í ■ gullfallcgri bók tra ■ Hörpuútgáfunni: Úr djúpunum heit- I ir hún í þýðingu ■ Yngva Johannes- I sonar og kom fýrst Hi út 1926. Oscar Wilde ritaði þessa bók í fangelsinu en hann var dæmdur til fangavistar vegna samkynhneigðar þegar hann stóð á hátindi skáldferils síns, árið 1895. í hókinni koma fram sál- arkvalir hans við ömurlegar að- stæöumar í fangavistinni en einnig djúp samúö með með- bræðrum hans í þjáningunni. Tilefni nýju útgáfunnar er að 100 ár eru liðin síðan þýðandinn fæddist og er eftirmáli í bókinni um hann eftir Gils Guðmunds- son. Formála um Oscar Wilde rit- ar Eysteinn Bjömsson. Bubbi á kvöldi Bubbi Morthens verður á Súfistan- um, bókakaffinu í Bóka- búð Máls og menningar viö Laugaveg, annað kvöld. Þar les hann Ijóð af nýja ljóðadiskinum sínum, Hvítu hliðinni á svörtu, við undirleik valinkunnra hljóð- færaleikara. Guðni Franzson leikur á blásturshljóöfæri, Tómar R. Einarsson á kontrabassa, Ey- þór Gunnarsson á píanó og Eð- varð Lárusson á gítar. Upplesturinn hefst kl. 20.30 og stendur til 22. Bylting tilfinning- anna Annað kvöld kl. 20.30 er líka fyrirlestur i Nýlistasafninu viö Vatnsstíg. Þar talar Kristín Ómarsdóttir rithöfundur um Byltingu tilfinninganna og allir em velkomnir. Upplestur í Gerðar- safni Á morgun milli kl. 17 og 18 verður lesið upp í kafFistofu Gerð- arsafhs í Kópavogi á vegum Rit- listarhóps Kópavogs. Gestir þessa viku verða rithöfundamir Bjarni Bjarnason, Einar Öm Gunnars- son og ísak Harðarson og lesa þeir allir úr verkum sem koma út fyrir þessi jól, Bjarni úr skáldsög- unni Endurkomu Maríu, Einar Öm úr skáldsögunni Draugasin- fóníunni og ísak úr játningabók sinni, Þú sem ert á himn- um, þú ert hér. Bósa saga í nýjum búningi Bósa saga og Herrauðs er ein af fomaldarsögum Norðurlanda og greinir frá marg- víslegum ævintýrum hóndasonar- ins Bögu-Bósa og fórunautar hans, konungssonarins Herrauðs. Þeir fara í víking og ná undir sig lönd- um og lausum aurum en kunnust er þó sagan fyrir berorðar lýsing- ar á bólfórum Bósa. Dr. Sverrir ; Tómasson hefur búið þessa útgáfu til prentunar, skrifað eftirmála og orðskýringar en mesta athygli vekja nýjar teikningar Tryggva Ólafssonar við söguna. Mál og menning gefur út. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir Ást í skugga í nýjustu bók Vigdísar Grímsdóttur, Z, stingur unga konan Anna af út í nóttina og svo virðist sem enginn viti hvert ferð hennar er heitið, hvorki Am- þrúður systir hennar, Valgeir, eiginmaður Am- þrúðar eða konan Z sem er stóra ástin í lífí Önnu, og þau þrjú eyða saman einni nótt í bið eftir frétt- um af henni. Sjónarhornið er til skiptis hjá Önnu og Arnþrúði en saman mynda sögur systranna eina heild. Það sem á vantar hjá Amþrúði bætir Anna upp í sinni frásögn og öfúgt. Frásagnarháttur Önnu-kaflanna er öðravísi en í Arnþrúðar-köflunum. Hjá Önnu er stíllinn knappur og flöktandi eins og Anna er sjálf en hjá systurinni er meira um endurtekningar orða og setninga. Það styður persónu Arnþrúðar sem er uppfull af þráhyggju og alltaf með augun á eiginmanninum sem hún grunar sífellt um græsku. Z sem er miðpunktur sögunnar er einnig Bókmenntir Sigríður Albertsdóttir lýst á mismunandi hátt eftir því hver hefur orðið hverju sinni. Þannig fær maður smátt og smátt til- finningu fyrir persónunum í gegnum frásagnar- háttinn fremur en beinar lýsingar. Það er snjallt að láta mismunandi persónuein- kenni endurspeglast í stílnum og öðru stílbragði beitir Vigdís snilldarlega. Hugsanir og samræður persóna umbreytast í hin fegurstu ljóð og textinn rambar stöðugt á mörkum ljóðs og prósa. Sagan er einnig byggð upp í kringum ljóð sem Anna hefúr Vigdís Grímsdóttir - á mörkum Ijóös og prósa. DV-mynd Rasi ort og bréf sem Z skrifaði til Önnu, en ljóðin yrkir Anna af „þrá og stundum af þráa“ (13) eins og hún segir sjálf. Anna er kannski fyrst og ffemst skáld þrárinn- ar, lífsþorstans og saknaðarins. í ljóðum sínum kemur hún sterkum og heitum tilfinningum á framfæri og orðum sem hennar nánustu gengur venjulega illa að fá hana til að segja. f gegnum ljóð- in birtir hún óttann sem hún sýnir annars ekki, lífsangistina og tregann yfir því sem hefði getað orðið en aldrei varð. Það eru ljóðin en ekki ffá- sagnir Z eða Amþrúðar sem afhjúpa persónu Önnu, sýna hana eins og hún er í raun og veru. Við lestur ljóðanna uppgötvar Amþrúður ýmsa hluti sem hún vissi ekki áður um Önnu, og það er einnig ljóð sem afhjúpar afbrýðisemi Z. Þannig era atburðimir sýndir með aðstoð ljóðanna og það er lesandans að þreifa sig áfram og túlka, raða saman brotunum uns úr verður heilleg mynd af söguper- sónum. Stundum finnst manni persónumar svolít- ið flatar, að ástríðuhitinn sé meira sagður en sýnd- ur. En fyrr en varir blossar hann upp, kannski í einu stuttu ljóðbroti eða í örvæntingarfullu bréfi sem Z skrifar Önnu. Textinn ólgar af þrá og vænt- umþykju. Það er ekki bara hinn sérstæði og margbreyti- legi stíll sem heillar lesandann heldur líka hvemig Vigdís lýsir ástum Z og Önnu. í meðforum hennar eru ástir þessara tveggja kvenna ekki aðeins ástríðufullar og fallegar, þær eru einnig fullkom- lega eðlilegar. Og það er svo gott við þessa bók. Að fá ffásögn af samkynhneigðri ást sem vissulega fær sinn skammt af fordómum, sorg og áföllum en skín skært og fallega eins og aðrar ástir sem koma frá hjartanu. Vigdís Grímsdóttir: Z Iðunn 1996 Stórsveitin fer yfir strikið Eitt af verkunum sem Stórsveit Reykjavíkur flutti á tónleikum í Ráðhúsinu síðastliðinn laugardag var „Beyond the Limit“ eftir Bob Mintzer. Kynnir tónleik- anna, Pétur Grétarsson, orðaði það þannig að sumum fyndist kannski Stórsveitin fara yfir strikið með því að flytja svona verk sem hunsaði alveg hryngeira sveitar- innar. Ef menn væra óánægðir með að hljómsveitin tæki fyrir verk sem minna næstum jafnmikið á nú- tímahljómsveitarverk og djass mætti segja að hún hafi farið með hraðlest yfir strikið með því að leika einnig „American Express" eftir Brookmeyer. Sem betur fer ræöst Stórsveit Reykjavíkur í að spila metnaðarfull verk og oft erfiðar útsetningar á þekktum dægur- og djasslögum og einmitt þess vegna er hún svona fin. Annars gæti hljómsveitin bara heitið Léttsveit eða Gleðisveit Ráðhússins eða jafnvel Geirmundarsveiflu- sveit ríkisins. Það er vel til fundið að gefa þeim fáu söngvuram hér ir það aö hin tvö lögin hafi verið síðri. Það var eins og söngkonan væri þaulvön að hafa svona stóra hljóm- sveit á bak við sig. Frábært að heyra íslenskan söngv- ara flytja þessi lög alveg eins og manni finnst að eigi að gera það - og sjaldgæft. Aðalsólóistarnir voru tenóramir Jóel Pálsson og Djass Ingvi Þór Kormáksson Ólafúr Jónsson, einnig Agnar á píanóið og ungur og upprennandi trompetleikari, Snorri Sigurðarson. Ein- hverjir agnúar vora á samspili öðru hverju en ekkert sem orð er á gerandi. Kannski var líka of mikið að heyra alla Scixófónleikarana taka sóló í „Little Pixie Stórsveit Reykjavíkur og Edda Borg söngkona. á landi sem kunna að syngja djass tækifæri til að spreyta sig með svona stórri hljómsveit. í þetta sinn varð Edda Borg þess heiðurs aðnjótandi. Hún fór svo fallega með „Imagination“ og „For Once in my Life“ að sá sem þetta ritar fékk hreinlega gæsahúð og ekki þýð- Myndasafn DV 2“en aðalatriðið er að búa til góða skemmtun með öfl- ugum blæstri og það tókst stjórnandanum, Sæbirni Jónssyni, og liðsmönnum Stórsveitarinnar eins og svo oft áður. Víst var það hægt - Hvað var víst hægt? spurði tíðindamaður DV Ragnar Inga Að- alsteinsson, höfund bókarinnar Víst var það hægt, sém Krýsuvík- m-samtökin gefa út. „Það var hægt að breyta rúm- lega 2000 fermetra niðumíddum steinkumbalda í vistlegt meðferð- arheimili þó að engir peningar væru til þegar verkið hófst,“ svar- ar Ragnar Ingi. „Ég skil ekki enn þá hvernig það var hægt. Þetta var gífurleg vinna og margt fólk lagði nánast allt í sölurnar. í bók- inni er saga samtakanna rakin í stuttu máli í inngangi og nokkrar aðsendar greinar en fyrst og fremst eru í henni viðtöl við þá sem stóðu í eldlínunni og viðtöl við vistmenn, hæði sem eru inni og aðra sem náðu bata þarna. Einnig er skemmtilegt viðtal við landlækni þar sem hann skýrir stöðu ■ samtakanna í heilbrigðis- kerfinu, viðtöl við prestana sem hafa verið með okkur og þá sem óku út glerbrotunum þegar við tókum við húsinu upphaflega. Það er reynt að ná yfir söguna þessi tíu ár. Á bak við bókina liggur það að fólk í þessu landi, borgarar, fyrir- tæki og stofnanir, hafa lagt tugi milljóna í þetta hús því auðvitað þurfti peninga í þetta og við söfn- uðum þeim. Þetta fólk á heimt- ingu á að vita í hvað peningarnir fóru. Þess vegna var þessi bók skrifuð."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.