Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1996, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 1996 Utlönd Stjórnarandstæðingar í Serbíu ætla ekki að gefast upp: Ogildingu kosninga mótmælt aftur í dag Stjórnarandstaðan í Serbíu hefur boðað til mótmælaaðgerða í dag gegn áformum stjómvalda um að láta kjósa aftur í bæjar- og sveita- stjómarkosningum sem hún segist þegar hafa unnið. íbúar höfuðborg- arinnar Belgrad hafa mótmælt ógildingu kosninganna síðustu daga og hafa fjölmennari mótmæla- aðgerðir ekki verið haldnar í land- inu í fimm ár. Kjörstjórnin í Belgrad varaði stjómarandstæðinga við því að brjóta lög sem banna kosningaá- róður síðustu tvo dagana fyrir kosningar. Stjómarandstæðingar spá hins vegar miklum fjölda á göt- um Belgrad og annarra borga landsins þrátt fyrir vetrarkuldann og segja að almenningur sé að átta sig á því að Slobodan Milosevic for- seti ætli ekki að viðurkenna ósigur sinn og fylgismanna sinna í kosn- ingunum. Hæstiréttur hafnaði í gær beiðni stjómarandstöðufylkingarinnar Za- jedno um að aflýsa atkvæðagreiðsl- unni, sem á að fara fram í dag, og staðfesta þess i stað úrslit síðari umferðar kosninganna um miðjan mánuðinn. Talið er að um fjörutíu þúsund manns hafi komið út á götur Belgrad í gær þrátt fyrir kulda og rigningu og gengið fram hjá húsa- kynnum ríkissjónvarpsins og dag- blaðsins Politika sem era málpípur forsetans. Mótmælendur köstuðu eggjum og málningu í húsin til að láta óá- nægju sína í ljós og gluggar á jarð- hæð voru brotnir. „Faðir minn barðist fyrir stofn- un Júgóslavíu og ég ætla ekki að láta Milosevic komast upp með að eyðileggja það sem eftir er af henni,“ sagði maður nokkur, renn- blautur, með poka fullan af eggjum. „Hvað er dálítil rigning saman- Tugþúsundir manna gengu um götur Belgrad, höfuðborgar Serbíu, í gær til aö mótmæla ógildingu sveitarstjórnar- kosninga sem haldnar voru um miöjan mánuðinn. Stjórnarandstæöingar fengu meirihluta í flestum kjördæmum en Milosevic forseti og kjörstjórn hans borið við lýðfrjálsa Júgóslavíu," sagði kunningi hans. Mótmæli stjórnarandstæðinga gegn ógildingu kosningaúrslitanna risu hæst á mánudag þegar rúm- lega eitt hundrað þúsund manns gengu um götur Belgrad. Leiðtogar )ja aö brögö hafi veriö í tafli. Zajedno sögðu að sósíalistaflokkur- inn, sem fer með völd í Serbíu, hefði vanvirt lýðræðið með því að ógilda kosningarnar vegna ótil- greindra kosningasvika. Zoran Djindjic, leiðtogi Zajedno, sagði að undirtektir almennings Símamynd Reuter við mótmælaaðgerðimar hefðu komið á óvart. „Ég hélt að enginn mundi koma í dag þar sem veðrið er óvenjuslæmt en hápunkturinn var í gær,“ sagði Djindjic í viðtali við fréttamann Reuters í Belgrad í gær. Reuter Lúkasjenkó fær stuðning nýs þings: Allir réttu upp hönd Nýtt þing Alexanders Lúk- asjenkós, forseta Hvíta-Rússlands, kom saman í fyrrum höfuðstöðv- um ungliðahreyfingar kommún- ista í Minsk í gær og þingmenn réttu allir sem einn upp hönd til stuðnings forseta sínum, rétt eins og tíðkaðist á timum Sovétstjóm- arinnar. Um 110 þingmenn sátu fundinn í fyrrum húsakynnum Komsómól sem eru ekki nema um eitt hund- rað metra frá stjómarskrifstofum Lúkasjenkós. Forsetinn, sem sigraði í um- deildri þjóðaratkvæðagreiðslu á sunnudag þar sem aukin völd honum til handa vora samþykkt, fékk sér tesopa á meðan þing- menn samþykktu lög sem gerðu að veruleika draum hans um að sitja á valdastóli fram yfir áriö 2000. Þingmenn gerðu úrslit þjóðar- atkvæðagreiðslunnar lagalega bindandi og skipuðu stjómar- skrárdómstólnum að falla frá að- gerðum á hendur forsetanum sem stjómarandstæðingar áttu upp- tökin að. Reuter Verkfallið í Frakklandi: Breskum bilstjórum leyft að snúa heim Breskur verkalýðsleiðtogi kvaöst í morgun hafa fengið leyfi fyrir heimfór eitt þúsund breskra vörabílstjóra sem hafa verið strandaglópar í franska bænum Calais við Ermarsund vegna verk- falls franskra vörubílstjóra. Aöstæður bresku bílstjóranna vora orönar nokkuð bágbomar eftir nokkurra daga innilokun í Calais. „Þeir hafa ekki nauðsynja- vörar eins og te og kaffi. Þeir era að verða búnir meö gaskúta sem þeir hafa notað til eldunar svo að ástandið hjá þeim er mjög slærftt núna,“ sagði Higginbottom. Frönsku bílstjóramir krefjast hærri launa, styttri vinnutíma auk þess sem þeir vilja fara fyrr á eftirlaun. Bílstjóramir hafa í níu daga lokað þjóðvegum og hrað- brautum og aðkeyrslum að olíu- birgðastöðvum víða um Frakk- land til þess að leggja áherslu á kröfúr sínar. Vegna umsátursá- standsins hefur orðið að loka nokkram bensínstöðvum og verk- smiðjum og skortur er orðinn á ávöxtum og fiski. Verkfallið er einnig farið að hafa áhrif á póst- sendingar og innflutning á komi. Reuter Fjárlagafrumvarp bresku stjórnarinnar: Lausapenni tengdur lekanum á fjárlögunum Lausráðinn blaðamaður er tal- |K r inn standa á bak við lekann á leynilegum skjölum um fjárlaga- framvarp bresku ríkisstjómarinn- ar til fjölmiðla. Þetta kemur fram í breska blaðinu Guardian i dag. Guardian segir síðdegisblaðið Daily Mirror hafa fengið skjölin frá blaðamanni sem þekktur sé fyr- ir að vera oft fyrstur með fréttim- ar. Samkvæmt Guardian stendur til að yfirheyra starfsmenn prent- smiðjunnar þar sem fjárlagafrum- varpið er prentað en þar hafði mörgvun þeirra verið tjáð að upp- sögn væri yfirvofandi. Daily Mirror, sem styður Verka- mannaflokkinn, kvaðst hafa fengið skjölin síðdegis á mánudag, degi áður en Kenneth Clarke, fjármála- ráðherra Bretlands, kynnti fjár- lagafrumvarpið í þinginu. Blaðið sagði að skrifstofa Johns Majors forsætisráðherra hefði staðfest að skjölin væru ekta. Stjórnin fékk heimild til að setja lögbann á birtingu skjalanna en talsmenn blaðsins kváðust þá þeg- ar hafa ákveðið að skila þeim aftur til fjármálaráðherrans þar sem fyr- irframbirting hefði orsakað öng- þveiti á alþjóðlegum mörkuðiun. Kenneth Clarke meö fjárlagafrum- varpiö fræga. Sfmamynd Reuter í fjárlagafrumvarpinu, sem lagt var fram í gær, boðaði Clarke lækkun tekjuskatts og hækkun á framlögum til skóla, sjúkrahúsa og lögreglu. Einnig eru boðaðar hækkanir á ýmsum óbeinum skött- um. Vonast íhaldsmenn til að boð- uð skattalækkun verði til þess að staða flokksins batni fyrir næstu kosningar. Reuter Stuttar fréttir i>v Eldur í farþegaþotu Boeing 747 þotu frá United Airlines með 357 farþega var snúið til baka í Hong Kong í morgun eftir að eldur kom upp í hreyfli við flugtak. Straumur frá Tansaníu Starfsmaður Sameinuðu þjóð- anna segir að flóttamenn frá Rú- anda i búðum í Tansaníu kunni að fara að snúa heim. Mikil þörf er á matvælaaðstoð i Rúanda vegna straums flóttamanna frá Saír. Funduðu með Arafat ísraelskir landnemar, frá tveimur herskáustu samfélögum gyðinga á Vesturbakk- anum, hafa fundað með Yasser Ara- fat, forseta Palestínu. Skæruliði í framboð Leiðtogi tsjetsjenskra skæra- liða, Shamil Basajev, sem tók þúsundir Rússa í gíslingu í fyrra, ætlar að bjóða sig fram til forseta í Tsjetsjeníu. Sakaðir um afskipti Yfirvöld á Kúbu saka spænsku stjómina um afskipti af innanríkismálum á Kúbu og samþykkja ekki nýjan spænsk- an sendiherra. Bækistöð í Uganda Yfirvöld í Kanada stinga upp á að sett verði upp hernaðar- bækistöð í Úganda fyrir hjálp- arstörf í Saír. Prodi bjartsýnn Romano Prodi, forsætisráð- herra Ítalíu, bar í gær af sér ásakanir um hagsmunaárekstur vegna sölu á ríkisfyrirtæki. Prodi kveðst ekki trúaður á að hann verði látinn koma fyrir rétt. Vernda ekki ósonlag Frjáls umhverfisvemdarsam- tök sökuðu fimm auðugustu riki veraldar um að gera ekki nóg til að styðja aðgerðir til vemdunar ósonlagsins. Kani látinn iaus Bandaríkjamanninum Carl Hunziker var sleppt úr haldi í Norður-Kóreu í morgun og fór hann rakleiðis til Tokyo. Hunzi- ger hafði verið sakaður um að stunda njósnir í Norður-Kóreu. Guilieit í Svíþjóð Heimssamtök gyðinga til- kynntu í gær að þau ætluðu að beina sjónum sínum að Svíþjóð í leit sinni að fjársjóöum gyð- inga sem nasistar gerðu upp- tæka í stríðinu. Cilier ver bófa Tansu Cill- er, aðstoðar- forsætisráð- herra Tyrk- lands, hélt í gær uppi vömum fyrir frægan bófa sem tyrknesk- ir fjölmiðlar hafa sakað um að tengjast af- tökusveitum á vegum öryggis- lögreglu ríkisins. Hvetur til samstöðu Bill Clinton Bandaríkja- forseti hefur hvatt ríki Asíu tU að snúa bökum saman í baráttvmni við vágesti á borð við alnæmi og fikniefhasmygl. Rafmagnsleysi I Malasíu Rafmagnið fór af Kuala Lumpur, höfuðborg Malasíu, í fjórar klukkustundir síðdegis í gær og oUi miklu mnferðaröng- þveiti. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.