Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1996, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1996, Blaðsíða 17
14' MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 1996 MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 1996 41 ~ Iþróttir íþróttir Í JSi I---*— f ■ Anfernee * Hardaway Orlando Magic Fæddur: 18. júlí 1971 í Memp- his, Tennessee. Hæð: 2,01 m. Þyngd: 98 kg. Staða: Bakvörður. Númer á treyju: 1. NBA-leikir: 281 með Orlando, þar af 36 í úrslitakeppni. Meðalskor í NBA: 19,6. Flest stig í leik: 42. Flest fráköst: 13. Flestar stoðsendingar: 19. Ferill: Valinn þriðji í nýliða- valinu 1993 af Golden State en fór strax til Orlando í skiptum fyrir Chris Webber. Ýmislegt: Valinn í stjömuleik NBA 1995 og 1996 og í úrvalslið deildarinnar bæði árin. Vann Ólympíugull með draumaliðinu í Atlanta í sumar. Valinn í úrvalslið nýliða í NBA 1994 og varð annar í kjör- inu á nýliða ársins, aðeins 6 at- kvæðum á eftir Chris Webber. Eini leikmaður NBA 1995-96 sem náði 20 stigum, 5 stoðsend- ingum og meira en 50 prósent skotnýtingu að meðaltali í leik. Valinn besti leikmaður í menntaskólum Bandaríkjanna árið 1990 og fékk fjölda annarra viðurkenninga í menntaskóla og háskóla. Lék í kvikmyndinni „Blue Chips“ ásamt Shaquille O’Neal. Oftast kallaður Penny, gælu- nafni sem amma hans gaf hon- um. Eins og sjá má á tölunum hér að ofan er Penny Hardaway mjög fjölhæfúr. Hann er af mörg- um talinn besti bakvörður NBA- deildarinnar í dag og mun mikið mæða á honum í vetur. Leikur Islendinga og Dana i undankeppni HM í handbolta í Laugardalshöll í kvöld: Mikilvægasti leikur íslands um árabil Fyrri leikur íslendinga og Dana í undankeppni heims- meistaramótsins i handknattleik verður háður í Laugar- dalshöllinni í kvöld klukkan 20.40. Siðari leikurinn verð- ur í Álaborg á sunnudaginn kemur. Þessir leikir skera úr um hvor þjóðin hreppir efsta sætið í riðlinum og um leið keppnisrétt í næstu úrslitakeppni heimsmeistara- mótsins sem verður í Japan næsta vor. Annað sætið gæti einnig gefið rétt til að keppa í Japan en nánar er fjallað um þann möguleika í annari frétt í opnunni. Leikirnir viö Dani hreinir úrslitaleikir Fyrir leikinn í kvöld standa Danir betur að vígi í riðlinum. Þeir hafa fullt hús stiga úr leikjunum við Eista og Grikki en íslendingar eru meö sjö stig en liðið náði aðeins jöfnu við Grikki í Aþenu í síðasta mánuði. Leik- ir íslendinga og Dana eru því hreinir úrslitaleikir og Ijóst að margir svitadropar eiga eftir að falla áður en yfir lýkur. Með sanni er hægt að segja að leikimir við Dani eru einhveijir þeir mikilvægustu um árabil. Það er geysilega mikið í húfi að ísland vinni leikinn í Höllinni í kvöld en ef liðið verður undir em möguleikar liðsins úti á efsta sætinu í riðlinum. íslenska landsliðiö kom fyrst saman til æfinga fyrir leikinn í fyrradag enda stór hluti leikmanna liðsins á mála hjá erlendum félagsliðum. Þorbjöm Jensson, lands- liðsþjálfari, sagði við DV í gærkvöld, að æfingar fyrir leikinn hefðu verið mjög vel nýttar og liðið væri tilbúið í slaginn. Þorbjöm sagði enn fremur að það væri gífúrlegur hugur í landsliðsmönnum og ekkert annað en sigur kæmi til greina. Síðasti undirbúningur liðsins fyr- ir átökin við Dani var æfingaleikur gegn Fram í gær- kvöld. Leikmenn snæða saman hádegisverð í dag og verða síðan saman fram að leik þar sem farið verður yfir leik Dana á myndbandi. „Eins og gefur að skilja kemur ekkert annað en sigur til greina. Við erum búnir að taka fyrir ákveðin atriði sem við teljum veikleika hjá Dönunum og ætlum að spila inn á það. Við höfúm haft stuttan tíma til vrndir- búnings en hann á samt að nægja okkur. Allir leikmenn em í toppformi og mikill hugur í mannskapnum. Það gera sér allir grein fyrir mikilvægi þessa leiks. Það er gleðilegt að Dagur Sigurðsson er miklu sterkari núna en þegar hann lék síðasta gegn Eistum. Hann hefur náð sér alveg í hendinni og er 100% klár í leikinn. Við þurfúm á okkar allra sterkustu mönnum að halda í leiknum í kvöld,“ sagði Þorbjöm. Þorbjöm taldi það skipta geysilega miklu máli að fólk fjölmennti á leikinn og styddi þannig vel við bakið á strákunum. Hann sagðist ekki hafa trú á öðra en að Höllinn yrði troðfull af áhorfendum í kvöld. „Dýrmætt fyrir okkur aö fylla Höllina" „Það er okkur dýrmætt að fylla Höllina því það gæti verið eins og okkar áttundi maður. Danskir blaðamenn hafa spurt mig mikið út í það hvort Höllinn verði full og er eins og þeir óttist það mikið. Góð stemning í kvöld fleytir okkur langt áfram. Vöm og markvarsla þarf að smella saman en þannig myndum við brjóta sóknarleik þeirra niður. Við það opnaðist möguleiki á hraðaupphlaupum," sagði Þorbjöm Jensson landsliðs- þjálfari við DV. Danska liðið er talið mun sterkara en þegar það lék á HM hér á landi vorið 1995. Danir hafa yngt liðið með snjöllum leikmönnum og innan um eru líka eldri og reyndari menn. í dönskum fjölmiðlum hefur komið fram að Danir búast við mjög erfiðum leik í Reykjavik. „Leika af festu og ákveöni frá byrjun" Þorbjöm Jensson taldi víst að það lið sem yrði heppn- ara í kvöld færi með sigur af hólmi og munurinn yrði ekki mikill þegar upp væri staðið. „Við verðum að spila af festu og ákveðni frá fyrstu mínútu til þeirra síðustu," sagði Þorbjöm. -JKS HBA-DEILDIN Luc Longley, miðherji Chicago, verður frá keppni í 8 vikur en eins og fram kom í DV í gær slasaðist hann á öxl þegar hann stakk sér til sunds í Kyrra- hafið. Longley er vanur slíkum æfmgrnn en hann lenti illa á öxlinni þegar alda skellti honum á sandrif. „Þetta var slysalegt og ég var í raun heppinn að hálsbrotna ekki,“ sagöi Longley. Chicago er I vandræöum því miðherjinn Robert Parish er líka meiddur og Bill Wennington er einn um stöðuna. Dennis Scott, himi snjalli bakvörð- ur Orlando, er úr leik á ný eftir að hafa aðeins spilað tvo leiki í NBA- deildinni í vetur. Þetta er mikið áfall fyrir Orlando sem einnig leikur án Pennys Hardaways þessa dagana. Phoenix, sem hefur tapað fyrstu 12 leikjum sínum, er aö reyna að fá ris- ann Shawn Bradley trá Philadelphia og vill láta Danny Manning í staöinn. Jamal Mashbum, hinn öflugi framheiji Dallas, er kjálkabrotinn og veröur frá í 3-4 vikur. Emanuel Davis, nýliði hjá Hou- ston sem hefur byrjað vel meö liðinu í stöðu bakvaröar, leikur ekki meira 1 vetur vegna hnjámeiðsla. Úrslitin í NBA-deild- inni í nótt eru á bls. 2. Yfirlýsing frá gjaldkera Ólympíunefndar Islands vegna viðtals í DV: „Heigulsháttur og sann leikanum hagrætt" DV hefur borist eftir- farandi athugasemd frá gjaldkera Ólympíu- nefndar íslands: „í DV þann 15. nóvem- ber sl. er óvægin grein um fjármál og störf Ólympíunefndar íslands þar sem í mörgu er vera- lega hallað réttu máli. Undirritaður, gjaldkeri Óí, vill því láta eftirfar- andi koma fram. Ólympíunefhd íslands hefúr átt mikil og góð samskipti við Flugleiðir á undanfómum árum. Flugleiðir hafa reynst Ólympíunefiidinni af- burðavel í viðskiptiun og verið einn besti stuðningsaðili nefndar- innar. Fullt samkomulag er við Flugleiðir um frá- gang á skuldum Óí sem era í dag allmikið minni en um getur í fyrr- greindri blaðagrein í DV. Sögumaður DV segir skuldir Óí hrikalegar. 1 greininni segir hann að skuldir Óí hafi verið um 10 millj. króna á síðasta starfsári. Við síðasta ársuppgjör var hrein eign 6,6 milljónir. Pen- ingalegar eignir námu 11,4 milljónum en heild- arskuldir 6,7 milljónum. Hér er þvi um vísvitandi rógburð að ræða. í greininni kemur fram að einu fostu tekjur Óí séu um 100 þúsund kr. á mánuði. Velta Óí sl. ár var 36 milljónir og verð- ur ekki minni í ár. Aftur er sannleikanum hag- rætt í greininni. Sögumaður DV heldur áfram: „Óí skuldar íþróttamönnum enn peninga", Ólympiunefnd greiðir ekki fjármuni beint til íþróttamanna heldur styrkir sérsam- böndin vegna verkefna. Ólympíunefnd á enn óuppgert við fáein sér- sambönd en á útistand- andi hærri upphæðir hjá öðram sérsambönd- um. Ekki er óeðlilegt að slíkt sé gert upp í lok starfsárs eins og nú er verið að vinna að. Heimildarmaður DV, „fulltrúi í Ólympíunefnd íslands“ eins og hann er kynntur, heldur sig í fel- um með því að láta ekki nafns síns getið. Hann ræðst ódrengilega að Júlíusi Hafstein, for- manni Ólympíunefndar íslands, á ssuna tíma og formaðurinn er að sinna skyldustörfúm erlendis fyrir íþróttahreyfinguna á aðalfundi Heimssam- bands Ólympíunefhda. Slíkur heigulsháttur á lítt skylt við margróm- aðan íþróttaanda í íþróttahreyfingunni. Torfi Tómasson, gjaldkeri Ólympíu- nefiidar íslands . ÞOK Boris Akbachev, aöstoöarmaöur Þorbjörns Jenssonar, leiöbein- ir þeim Bergsveini Bergsveinssyni og Guömundi Hrafnkelssyni á æfingu fyrir Danaleikina í gær. DV-mynd í Goðir moguleikar í öðru sætinu - ef ísland fær tvö stig úr Danaleikjunum Þorbjörn Jensson segir aö danskir blaöamenn hafi spurt mikiö um þaö hvort áhorfendur myndu fylla Höllina í kvöld. DV-mynd ÞÖK Leikir Dana og íslendinga í dag og á sunnudag ráða úrslitum um hvor þjóð- in kemst beint í úrslitakeppni HM í handknattleik í Japan næsta vor. ís- land þarf 3 stig, sem sagt sigur og jafn- tefli, til að vinna riðilinn en Dönum duga tvö stig. Sá sem bíður lægri hlut er þó ekki úrkula vonar. Það lið í Evrópuriðlun- um sex sem stendur uppi með besta út- komu í öðra sæti kemst líka til Japans, en þarf reyndar að sigra Ástralíu til þess. Það á aö vera formsatriði. Eins og staðan er í dag era mjög góð- ar líkur á að það lið sem verður númer tvö í þessum riðli komist áfram. ísland er með flest stig í öðra sæti, 7 talsins, og fari leikar þannig að liðin vinni sinn leikinn hvort er staðan nokkuð vænleg. Það sem gæti þá sett strik í reikning- inn er hvemig leikar fara í 4. riðli Ef Portúgölum tekst að vinna Pólverja bæöi heima og heiman og Þjóðverjar gera slíkt hið sama gegn Slóvökum . komast Portúgalir áfram með besta út- komu í 2. sæti. Ef ísland fær hins veg- ar aðeins eitt stig gegn Dönum er von- in ákaflega veik og ef báðir tapast er endanlega ljóst að ísland verður ekki á meðal þeirra 24 þjóða sem bítast um heimsmeistaratitilinn í Japan næsta vor. Málið snýst því um að ná í þessi tilskildu þijú stig og þurfa ekki að treysta á aðra. -VS Dómarastörf á alþjóðavettvangi: íslenskir dómarar hafa nóg fýrir stafni íslenskum dómurum og eftirlits- mönnum hefúr verið úthlutað verk- efhi á Evrópumótunum í handknatt- leik eftir áramótin. íslenskir dómar- ar fá í æ meira mæli verkefni á er- lendum vettvangi og hlýtur það að merkja en þeir hafi verið að standa sig vel í leikjum fram að þessu. Rögnvald Erlingsson og Stefán Arnaldsson dæma leik þýska liðsins THW Kiel og Winterthur frá Sviss í meistaradeildinni 19. janúar. Þeir félagar dæma síðan í Noregi 15. febrúar viðureign Drammen og Creitel í borgarkeppni Evrópu. Gunnar Viðarsson og Sigurgeir Sveinsson dæma leik sænska liðsins Skövde og Kolding frá Danmörku í borgakeppninni í Svíþjóð 15. febrú- ar. Kjartan Steinbach, formaður dómaranefndar IHF, verður eftir- litsmaður á fyrri leik Creitel og Drammen í borgarkeppninni í París 9. febrúar. Gunnar Gunarsson verð- ur eftirlitsmaður á leik Ikast og Rapid Búkarest í borgakeppni kvenna en leikurinn verður í Dan- mörku 9. febrúar. -JKS Yfirlýsing frá Olympíusjóðnum „í grein í DV fostudaginn 15. nóv- ember sl. var m.a. fjallað um Ólymp- íusjóðinn. Blaðamaður hefur eftir ónafngreindum fúlltrúa í Ólympíu- nefnd íslands að Júlíus Hafstein, for- maður Óí, hafi ítrekað gert tilraun til að taka Ólympíusjóðinn inn í rekstur Óí til að sýna betri afkomu nefhdar- innar. Stjóm Ólympíusjóðsins harmar slik ummæli sem eru ósmekkleg að- for að heiðri formanns Óí og eiga við engin rök að styðjast, aldrei hefúr komið fram tillaga um yfirtöku sjóðs- ins. Ólympíusjóðurinn var stofnaður í mars 1986, um hann gilda sérstök lög og úthlutunarreglur sem farið hefur verið eftir í hvívetna frá stofiiun. Sjóðurinn hefúr styrkt Ólympíu- nefiidina fyrir Ólympíuleika, síðast árið 1995 með kr. 2.000.000,- vegna Ólympíuleikanna í Atlanta 1996.“ Reykjavík 25. nóvember, Gunnlaugur Briem Torfi Tómasson Ari Bergmann Einarsson. Vill 20 milljónir fyrir Rúnar Sænska úrvalsdeildarfé- lagið AIK i knattspymu hefur átt í viðræðum við landsliðsmanniim Rúnar Kristinsson imdanfama daga og margt bendir til þess að Rúnar semji við fé- lagið á næstu vikum. Það gæti seinkað samn- ingum að lið Rúnars, Ör- gryte, vill fá svimandi upp- hæð fyrir KR-inginn fyrr- verandi eöa 20 milljónir ís- lenskra króna sem er ná- lægt því að vera 2 milljónir sænskra króna. Þess má geta að Örgryte keypti Rúnar frá KR á um 5 millj- ónir króna. Mjög góöir leikmenn á lægra veröi í Svíþjóö er kaupverð mjög góðra leikmanna oft á bilinu 1-1,2 milljónir sænskra króna eða 10-12 milljónir íslenskra króna. Á þessu sést hve kröfur Ör- gryte era úr takti við raun- veruleikann. „Ég hef verið hjá AIK undanfarið og leist vel á mig þar. Ég vona að þetta gangi saman hjá AIK og Örgryte á næstu vikum og gengið verði frá málinu fyrir áramótin," sagöi Rún- ar Kristinsson í samtali við DV í gærkvöld. -SK/-EH Hermann áfram - hjá skoska liðinu Aberdeen Eyjamaðurinn Hermann Hreiðarsson verður enn um sinn til reynslu hjá skoska úrvalsdeildarliðinu Aberdeen. í gær lét Roy Aitken, framkvæmdasfjóri Aberdeen, Norðmanninn Geirmund Brendesether fara aftur til Brann, en hann hefúr verið hjá liðinu undanfarið. Líklegt er að Hermann, sem er hjá liðinu til reynslu ásamt Þjóðveijanum Mik Lunsmann, leiki með varaliðinu gegn Hibemian á fóstudag. -SK Guðmundur vann Ingólf Guðmundur E. Stephensen sigraði félaga sinn úr Víkingi, Ingólf Ingólfsson, í hörkuspenn- andi úrslitaleik á Pepsi-mótinu í borðtennis á sunnudaginn. Úr- slitin réðust í oddaleik sem Guð- mundur vann, 21-19. Lilja Rós Jóhannesdóttir , Vík- ingi, sigraði bæði í meistara- flokki kvenna og 1. flokki karla. Hulda Pétursdóttir, Víkingi, sigraði í 1. flokki kvenna, Gunn- ar Geirsson, Stjömunni, í 2. flokki karla, Guðmundur Páls- son, Víkingi, í byrjendaflokki og Pétur Ó. Stephensen, Vikingi, i eldri flokki karla. Dalvíkingar fá liðstyrk DV, Dalvík: Dalvikingar, sem leika i fyrsta skipti í 2. deildinni í knatt- spymu næsta sumar, hafa fengið til sín tvo nýja leikmenn. Það eru Vilhjálmur Haraldsson, vamarmaður úr Breiðabliki, sem hefur spilað með Kópa- vogsliðinu í 1. deild undanfarin ár, og Gunnar S. Magnússon, varamarkvörður Framara, en hann á að baki fjölda leikja með yngri landsliðunum. -HIÁ Stórleikur hjá Stöð 3 Stöð 3 býður upp á stórleik í ensku knattspyrnunni í kvöld. Til stóð að sýna leik Middlesborough og Newcastle í deildarbikarnum en nú hefur verið hætt við það og leikur Liverpool og Arsenal verður í beinni í kvöld í hans stað og hefst útsending klukkan 19.45. Þórsarar unnu Þór á Akureyri sigraði Dalvík í úrslitaleik á innanhússknatt- spymumóti á Akureyri um síð- ustu helgi, eftir framlengingu og vítaspymukeppni. KS vann b-lið Þórs í leik um þriðja sætið. Larvik í úrslit Krisfján Halldórsson er kom- inn með lið sitt, Larvik, í bikar- úrslitin í norska kvennahand- boltanum. Larvik vann Stabæk tvívegis í undanúrslitum, 31-21 og 24-14, og mætir Bækkelaget í úrslitaleik. Aðalfundur tyá Blikum Aðalfundur knattspymudeild- ar Breiðabliks verður haldinn í Smáranum á fimmtudagskvöldið klukkan 20.30. Miðnæturmót HK Miðnæturmót HK í innan- hússknattspyrnu fer fram í Digranesi á fóstudags- og laugar- dagskvöld og er leikið fram á nótt. Skráning er hjá Sigvalda (568-7171) og í 564-2397 (fax). 2. DEILD KARLA Breiðablik-Fylklr..........27-25 Keflavik-ögri..............34-28 jfý) ENGLAND Deildarbikar - 4. umferð Wimbledon-Aston Villa........1-0 Ipswich-Gillingham...........1-0 Oxford-Southampton...........1-1 1. deild Charlton-Grimsby.............1-3 Reading-Birmingham ..........0-0 Sheflleld United-Swindon ....2-0 t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.