Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1996, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1996, Page 32
K MTTt tii m!W6«í vintiý N > KIN H FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö I hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,oháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 1996 Umferðarslys: Kona mikið slösuð Mjög alvarlegt umferöarslys varð " w á Snorrabraut um klukkan 8 í morg- un þegar ekið var á miðaldra konu við umferðarljós. Konan mun hafa slasast alvarlega og var flutt rakleitt á slysadeild. Svo harkalegt var höggið að framrúða brotnaði í bílnum og húddið skemmdist töluvert. -RR Bílþjófar handteknir Tveir ungir bílþjófar voru hand- teknir í gær eftir að hafa stolið bif- reið i Iðufelli í fyrrakvöld. Eigandi bílsins hafði brugðið sér inn í verslun en skildi bílinn eftir í -•*■* gangi og þegar hann kom aftur út var bíllinn horfinn. Góð lýsing náð- ist á tveimur piltum sem framið höfðu verknaðinn. Lögreglan sótti þá í einn af skól- um borgarinnar í gær og viður- kenndu þeir bílþjófnaðinn. Höfðu þeir ekið bílnum til Selfoss, fjarlægt allar græjur úr honum og selt fyrir austan fjall. -RR Unglingar sem koma heim frá Norðurlöndum rangt metnir inn í skólakerfið: Sonur minn starði út í loftið fyrsta veturinn - var búinn að lesa námsefnið ytra, segir Rannveig Pálsdóttir „Svona var þetta með son minn og ég veit um fleiri svipuð dæmi. Krakkar sem koma heim eftir að hafa verið í skólum annars staðar á Norðurlöndunum eru látnir í bekk með jafnöldrum símun en eru þá búnir að fara yflr það námsefni sem þar er verið að kenna. Mér liggur við að segja að sonur minn hafi horft út í loftið eða nagað á sér neglumar í heilan vetur án þess að við því væri brugðist,“ segir Rannveig Páls- dóttir kennari en hún kom fyrir þremur árum heim með son sinn frá Svíþjóð. Rannveig segir að skólinn sé á eftir hér heima, þrátt fyrir að á þeim tíma hafi börn í Svíþjóð byrj- að ári síðar en íslensk böm. Þetta segir Rannveig vera innlegg í þá umræðu um skólamál sem verið hafi í þjóðfélaginu síðustu misser- in. „Mér fannst ég lítið geta gert og hvatti strákinn bara til þess að einbeita sér að íslenskunni þegar hann kvartaði undan því að hann hefði þegar lesið það sem verið var að fara í. Hann var enginn af- burðanemandi og því fannst mér ekki rétt að reyna að fá hann flutt- an upp um bekk.“ Rannveig segist hafa búið i inn- flytjendahverfl í Svíþjóð og þar hafi bömin þurft mikla aðstoð í skólunum, í sambandi við sænsk- una og fleira, og þar hafl yflrleitt verið tveir kennarar með bekkina, annar reyndar bara tvo til þrjá tíma á dag. Um tuttugu nemendur hafl verið í bekk og aukaherbergi í hverri stofu til þess að erflðir eða afburðanemendur hefðu ein- hverja aðstöðu til þess að það sem þeir fengju að gera truflaði ekki allan bekkinn. „Ég er sjálf kennari og veit hvað það er að vinna með svo fjöl- menna bekki eins og tíðkast í okk- ar skólakerfi. Það er gífurleg vinna og geysimikið álag að vera með svona stóran bekk þar sem bömin em öll misjöfn. Það þarf ekki nema einn sem á erfitt, getur ekki setið kym eða eitthvað slíkt til þess að trufla alla hina. Ef kennarar væm tveir með bekk myndi annar geta sinnt þeim sem eru á undan eða á eftir,“ segir Rannveig. Sjá nánar á bls. 4 -sv Skipstjóranum sleppt Dómari á írlandi ákvað í gær að Sigurði Amgrímssyni, skipstjóra á flutningaskipinu Tia, yrði sleppt lausum úr gæsluvarðhaldi í gær, gegn 20 þúsund punda tryggingu. Dómarinn hafði tekið sér samtals tvær vikur til að ákveða hvort sKip- stjórinn fengi lausn áður en réttar- höld verða í máli hans vegna ákæru á hendur honum um tilraun til að smygla flkniefnum. Sigurður var því búinn að sitja inni í tæpan mánuð. Ákveðið var í gær að réttarhöld hæf- ust þann 17. janúar. Samkvæmt upplýsingum DV í gær mun Sigurður ætla að selja skipið. Greiðsla hinnar rúmlega tveggja milljóna króna tryggingar mun því felast í söluaandvirði skipsins. Ekki náðist í Sigurð í gær en Jósa- fat Amgrímsson, bróðir hans og at- hafnamaður í Dublin, hefur lagt á það áherslu í samtölum við DV að undanfómu að hann telji að ákæran á hendur Sigurði verði felld niður - sannanir vanti. Lögreglan hefur ekkert viljað láta uppi á hveiju hún byggir ákæm sína á hendur Sigurði - það sé leyndarmál fram að réttarhöldum. Talsmenn hennar hafa sagt að rannsókn muni halda áfram. Ekkert fannst í skipi Sigurðar sem benti til að fíkniefni hefðu komið um borð. -ótt I/ 3» Skeiðarársandur opnaður „Framkvæmdimar hafa gengið framar öllum vonum þrátt fyrir kuldatíð og sandfok, enda hafa menn verið kappsamir og unnið lengi og vel,“ segir Rögnvaldur Gunnarsson, deildarstjóri hjá Vegagerðinni, þegar DV ræddi við hann á Skeiðarársandi í gærkvöld. í morgun var Skeiðarársandur opnaður umferö á ný eftir hamfarim- ar i jökulhlaupinu fyrir 22 dögum en miðað við umfang þeirra þykir hafa gengið ótrúlega vel, miklu betur en vænst var, að tengja veginn á ný. - Áfram verður unnið, að sögn Rögn- valds, á Skeiðarársandi þótt vegar- sambandið sé kómið á, enda þarf mikið aö snyrta og snurfúsa vegina, setja niður fleiri ræsi og byggja upp ákveðna vamargarða. „Það verður þó ekki farið út í aö byggja upp endanleg mannvirki á sandinum fyrr en eftir áramót, eða á maður að segja endanleg bráða- birgðamannvirki, í ljósi reynslunnar í haust,“ segir Rögnvaldur enn frem- ur.Vegurinn um Skeiðarársand er ekki jafn beinn og greiðfarinn og hann var fyrir hlaup og leiðin liggur nú af honum og inn á slóða sem liggja fram hjá þeim eyðum sem vatnsflaumurinn gróf í veginn. -ERS Smuguveiöum er lokið í ár. Síöasta skipiö kom til hafnar í gær. Alda Gylfa- dóttir, eini kvenmaöurinn í áhöfn Sléttanessins, sést hér klippa háriö á Sig- mundi Sigurbjörnssyni um borö í skipinu í Smugunni. Sigmundur pantaöi svokallaöa „kiwiklippingu" og heldur á ávextinum í hendinni. DV-mynd R.S Maður réðst á 11 ára stúlku Ráðist var fólskulega á 11 ára stúlku í gærdag. Stúlkan var á gangi með yngri systur sinni á Laugavegi á móts við Nóatún þegar maður réðst skyndilega á hana og sparkaði í hana. Að því búnu hljóp árásarmaðurinn í burtu. Lögreglumenn komu fljótt á vett- vang og handtóku manninn þar skammt frá. Maðurinn, sem er um þrítugt, hefur áður verið tekinn vegna líkamsárása. Stúlkan meiddist á hendi þar sem höggið kom og var flutt á slysadeild. Hún var á batavegi í gærkvöldi en var í töluverðu sjokki eftir árásina. -RR Stefnir í bókastríð „Menn eru ekki enn famir að lækka en ég á allt eins von á því. Við byrjuðum með 50 titla á mánu- daginn og seljum þær bækur með 15% afslætti. Svo komum við til með að bjóða eina bók á viku með 35% afslætti fram að jólurn," sagði Jón Ásgeir Jóhannesson í Bónusi. Þaö verður því hægt að fá jóla- bækumar á viðráðanlegu verði í ár ef leitað er eftir því og allt eins víst að verslanirnar hefji verðstríð þeg- ar nær dregur jólum. -ingo L O K I Veðrið á morgun: Slydda og rigning Á morgun lítur út fyrir all- hvassa eða hvassa suðaustan- og austanátt með slyddu eða rigningu um mestallt land. Hiti verður á bilinu 0 til 4 stig víð- ast hvar. Veðrið í dag er á bls. 52 Heildverslunln BJarkey Ingvar Helgason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.