Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1996, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1996, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 1996 9 Utlönd Réttaö yfir O.J. Simpson á ný: Simpson grillaður en lét sér ekki bregða - kveðst aldrei hafa barið Nicole Eftir þriggja daga yfirheyrslur saksóknara steig ruðningskappinn O.J. Simpson úr vitnastúku í gær án þess að hafa fengið nokkra spurningu frá verjanda sínum. Simpson, sem í fyrra var sýknaður af morði á fyrrverandi eiginkonu sinni og vini hennar, er aftur fyrir rétti vegna einkamáls sem ættingjar hinna myrtu hafa höfðað á hendur honum. Það kom kom mörgum á óvart að verjandinn, Robert Baker, skyldi ekki spyrja Simpson neinna spum- inga en hann kvaðst ætla að gera O.J. Simpson. Stmamynd Reuter það þegar hann byrjar vörn sína sem verður líklega í næsta mánuði. Hlé hefur verið gert á réttarhöldun- um vegna Þakkagjörðarhátíðarinn- ar fram á þriðjudag en þá kalla sóknaraðilar til ný vitni. Undanfama þrjá daga hefur sak- sóknari grillað Simpson en hann heldur enn fram sakleysi sínu og hefur ekki látið sér bregða. Hann kvaðst þó ekki geta útskýrt hvemig hann hefði skorið sig á hendi, hvemig hans eigið blóð hefði fund- ist á morðstaðnum né heldur hvers vegna blóð úr hinum myrtu hefði verið í bíl hans og á lóð hans. Simpson minntist ekki einu orði á að um samsæri lögreglunnar væri að ræða til að koma sök á hann vegna kynþóttafordóma en talið er að verjandi hans leggi aðaláherslu á það atriði. í vitnastúkunni vísaði Simpson á bug ásökunum um að hann hefði barið eiginkonu sína Nicole. Ætt- ingjar hennar halda því fram að hann hafi beitt hana líkamlegu og andlegu ofbeldi og loks myrt hana þegar hann hafði ekki lengur stjóm á henni. Reuter KINVERSKU GLO-KERTIN Nýtt — fallegt — ódýrt Veriö velkomin viö tökum vei á móti þér HEILDSÖLUBIRGÐIR Gjafaver hf. Krókhálsi 3. sími 567-6939 ENGLAR-ENGLAR-ENGLAR Mikió úrval Afríkuþjóðir farnar að linast í stuðningi við Boutros-Ghali Henri Konan Bedie, forseti Fíla- beinsstrandarinnar, lét að því liggja í gær að stjóm sín væri reiðubúin að stinga upp á utan- ríkisráðherra landsins, Amara Essy, í stól aðalframkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna ef Eg- yptinn Boutros Boutros-Ghali fer frá. Bandaríkin beittu neitunar- valdi í síðustu viku til að koma í veg fyrir endurkjör Boutrosar- Ghalis til næstu fimm ára en hann neitaði að draga framboð sitt til baka og ekkert Afríkuríki hefur enn stungið upp á öðrum manni til starfans. Konan Bedie sagði eftir viðræð- ur við Jacques Chirac Frakk- landsforseta í París aö enn væri þó of snemmt að stinga upp á öðr- um frambjóðanda. Eþíópísk stjómvöld hafa hvatt aðrar Afríkuþjóðir til að láta af stuðningi sínum við Boutros- Ghali og koma með annan fram- bjóðanda. Þetta kom fram í bréfi sem Mel- es Zenawi, forsætisráðherra Eþíópíu, sendi Paul Biya, forseta Kamerúns, sem er í forsæti fyrir Einingarsamtök Afríku, þann 20. nóvember síðastliðinn. Flett ofan af barnaníöingum í Póllandi Pólska sjónvarpið fletti í gær ofan af stærsta barnaníðingshring landsins og er fullyrt að opinber embættismaður hafi skipulagt klúbba fyrir samkynhneigða bamaniðinga. Lögreglan í hafnarborginni Stettín hefur staðfest fréttir sjón- varpsstöðvarinnar og hafið um- fangsmikla rannsókn á málinu. „Það er mikil vinna fram und- an þar sem við þurfum að yfir- heyra rúmlega eitt þúsund manns,“ sagði Pawel Wiedziak, lögreglustjóri Stettín, í viðtali við sjónvarpsstöðina. Sjónvarpsstöðin sagði að fer- tugur bæjarstarfsmaður og fyrr- um liðsforingi í hemum hefðu skipulagt kynlífsklúbbinn. Sá síð- amefndi hefur verið handtekinn og m.a. ákærður fyrir kynmök við böm. Lögreglan fann klámkvikmynd- ir og ljósmyndir sem sýndu kyn- lífsatriði með drengjum imdir 15 ára aldri í íbúð liðsforingjans. í frétt sjónvarpsins kom fram að í tölvu hans hefðu verið meira en eitt þúsund nöfn fómarlamba og viðskiptavina. Reuter Ungfrú Internet kallar tískuhönnuðurinn Olivier Lapidus þessa flík sem sýnd var í Moskvu í gær en þessa dagana sýna evrópskir tískuhönnuöir verk sín í borginni. Sfmamynd Reuter Þusundir Svía í mótmælagöngu í Stokkhólmi: Fjögurra barna móðir skipulagöi Atvinnulaus sænsk fjögurra bama móðir skipulagði í gær mót- mælagöngu í Stokkhólmi gegn fyrir- huguðum áformum stjómvalda um að skerða réttindi verkafólks. Alls tóku um 6 þúsund manns, hvað- anæva úr Svíþjóð, þátt í göngunni. Móðirin, Therese Rajaniemi, hvatti verkalýðsfélög til þess að boða allsherjarverkfall þann 12. des- ember næstkomandi en þann dag verða umræður á þingi um breyt- ingar á vinnuvemdarlöggjöfinni. Atvinnurekendur segja breyting- amar nauðsynlegar til þess að motmælin meiri sveigjanleiki skapist á vinnu- markaðnum. En verkalýðsfélögin, sem studdu gönguna í gær, fullyrða aö breytingarnar muni grafa undan atvinnuöryggi. Rajaniemi, sem skipulagði svip- aða mótmælagöngu fyrir utan þing- ið 17. október síðastliðinn, hitti Gör- an Persson, forsætisráðherra Sví- þjóðar, í tvær klukkustundir á mánudagskvöld. Hún kveðst munu fara á fund hans aftur fyrir 12. des- ember. Atvinnuleysi í Svíþjóð er nú 7,8 prósent. Reuter Öko Vampyr 8251 • Sexföld ryksíun* Stillanlegur sogkraftur • Stillanlegt Sogrör • Fylgihlutageymsla • þrír auka sogstútar • Inndraganleg snúra • Rykpoki 5,5 lítrar • 900vött ( Nýr Oko-mótór skilar sama sogkrafti og 1500 vatta mótor) Vampyr 6400 Sexföld ryksíun* Ultra- filter (Skilar útblósturs- • lofti 99,97% hreinu) Stillanlegur sogkraftur Stillanlegt Sogrör • Fylgihlutageymsla Tveir auka sogstútar • Inndraganleg snúra Rykpoki 4 lítrar • 1400 vött • Þyngd 7 kg Vampyr 6100 • Fjórföld ryksíun • Stillanlegur sogkraftur • Fylgihlutageymsla • Tveir auka sogstútar • Inndraganleg snúra • Rykpoki 4 lítrar • 1300 vött • Þyngd 7 kg Vampyr 5010 Fjórföld ryksíun • Stillanlegur sogkraftur • Tveir auka sogstútar • Inndraganleg snúra • Rykpoki 4 lítrar 1300 vött • Þyngd 6 kg • Lágmúla 8 • Sími 533 2800 Umboðsmenn um allt land Reykjavík: Byggt og Búið Kringlunni. Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guðni E.Hallgrímsson, Grundarfirði. Vestflröln.Rafverk.Bolungarvík.Straumur.ísafiröi. Norðurland: Kf. Steingrímsfjarðar, Hólmavík. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfirðingabúö.Sauðárkróki. KEA, byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri. KEA.Dalvík. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Urð, Raufarhöfn. Austurland: Sveinn Guðmundsson, Egilsstöðum. Stál, Seyöisfiröi. Verslunin Vík, Neskaupsstað. Kf. Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúösfiröi.KASK, Höfn Suðurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Jón Þorbergsson, Kirkjubæjarklaustri. Brimnes.Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg, Grindavík. Hðnnun: Qunnar Stemþórsson / FfT / 60-02 06-018

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.