Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1996, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1996, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 1996 53 Sigrún Edda Björnsdóttir leikur nýja kennarann í plássinu. Kerinarar óskast í kvöld er önnur sýning á stóra sviðinu í Þjóðleikhússinu á nýjasta leikriti Ólaf Hauks Símonarsonar, Kennarar óskast, en þegar er fyrir á fjölum Þjóð- leikhússins síðasta leikrit hans Þrek og tár og hefur það sem önnur leikrit Ólafs notið mikilla vinsælda. I þessu nýja verki Ólafs er fjallað um fólk í litlu samfélagi úti á landi. Ákveðnir atburðir koma upp á yfírborðið þegar fólk að sunnan kemur til að kenna í skólanum. Þeir sem fyr- ir eru í plássinu þurfa þar af leiðandi að endurmeta stöðu sína. Leikarar í Kennurum óskast eru Sigrún Edda Bjöms- dóttir, Þröstur Leó Gunnarsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Öm Ámason, Hjálmar Hjálmarsson, Gunnar Eyjólfsson og Harpa Arnardóttir. Leikstjóri er Þór- hallur Sigurðsson, en þetta er í áttunda sinn sem hann leikstýr- ir leikriti eftir Ólaf Hauk. Leikhús Ólafur Haukur er sjálfsagt vinsælasti leikritahöfundur okkar í dag. Auk leikritanna Kennarar óskast og Þrek og tár em einnig eftir hann Bílaverk- stæði Badda, Haflð og Gaura- gangur en þau nutu öll mikilla vinsælda. Upplestur á lands- byggðinni Þrír ungir rithöfundar, Andri Snær Magnason, Gerður Kristný og Kristján B. Jónasson, hafa lagt land undir fót og em með upplestra í skólum og á veitingastöðum. í dag verða þau í Fjölbrautaskóla Vestur- lands kl. 11.45 og Kaffi Króknum kl. 20.30. í fyrrmálið kl. 9.25 verður svo lesið fyrir nemendur i Fjölbrauta- skólanum á Sauðárkróki. Um líf og dauða á sautjándu öld Félag islenskra fræða boðar til fundar með Þórunni Sigurðardótt- ur í Skólabæ, Suðurgötu 26, í kvöld kl. 20.30. Mun hún í erindi sínu fjalla um erflljóð og harmljóð á sautjándu öld. ITC Melkorka Opinn fundur verðm- haldinn í kvöld kl. 20.00 í Menningarmiðstöð- inni Gerðubergi, Breiðholti. Fund- urinn er öllum opinn. Samkomur Gaukurá Stöng Hljómsveitin Loðin rotta skemmtir gestum á Gauki á Stöng í kvöld. Ljósmyndun sem listgrein í Gerðarsafiii, Kópavogi, verður í kvöld kl. 20.30 haldiö málþing á vegum Ljósmyndarafélags íslands um stöðu Ijósmyndunar sem list- greinar. Ofbeidi bama og imglinga Fundur verður í Seljakirkju I kvöld kl. 20.00 þar sem alvara of- beldis hjá bömum og unglingum verður til umflöllunar. Frummæl- endur verða frá stofhunum sem um málin fjalla. Alþingistíðindi á Intemetinu er yfirskrift morgunverðarfúndar sem Lögfræðingafélag íslands held- ur í fyrramálið að Hótel Sögu, í Skála á 2. hæð. Gunnar Thorodd- sen hdl. mun fjalla um málið. Björgunarsveitir á Norðurlandi eystra n svfí Raufarhöfn Grenivík 1 Svalbarðseyri | SVR R ugbjörgu n arsveiti n Akureyri ilparsveit ita, Akureyri r Útgáfutónleikar Botnleðju í íslensku óperunni: Gróft og kröftugt rokk í tilefni útkomu nýrrar plötu mun hljómsveitin Botnleðja verða með tónleika í íslensku óperunni annað kvöld. Síðasta ár var þeim fé- lögum í Botnleðju mjög ánægjulegt og þar reis hæst að þeir voru kosn- ir efnilegasta hljómsveit landsins á „íslensku tónlistarverðlaununum", þá voru þeir félagar í Botnleðju upphitunarhljómsveit fyrir Blur á tónleikum þeirra hér á landi. Nýja plata Botnleðju, Fólk er fífl, kemur í kjölfariö á Drullumalli en Skemmtanir sú plata nýtur enn vinsælda og er í góðri sölu næstum ári eftir að hún kom út. Að sögn meðlima Botnleðju hefur hljómsveitin þroskast mikið og er magnaðri og drállugri en hún var fyrir ári. Á tónleikunum verða Qutt lög af nýju plötunni, lög sem eru á flestan hátt, kröftugri, grófari og útsetningar betur unnar, en á fyrri plötunni. Fyrir tónleikanna annað kvöld verður frumflutt nýtt myndband við lagið Hausverkun. Botleðjan flytur lög af Fólk er fífl I íslensku óperunni annað kvöld. n svfí 1—1 Kópaskeri SVFÍ SVFi, fsfirði Dalyík HúsavikLJ SVFÍ Kelduhverfi SVFj Þórshöfn íjjll! ■' 3 . ;\/pi it skata, irsveit skáta, av-, Hjálpars i ijcnpai ovcit or\ni.a, ^ Grímsstöðum LJ Víða snjór á vegum Góð vetrarfærð er á landinu en víða er nokkur snjór og hálka á veg- um. Skeiöarársandur er sem fyrr lokaður. Vegavinnuflokkar eru við vinnu á nokkrum stöðum. Á Suöur- landi er verið að lagfæra veginn milli Hvolsvallar og Víkur og milli Færð á vegum Suðurlandsvegar og Galtalækjar og bílstjórar beðnir að sýna aðgát. Fyr- ir vestan er verið að vinna við Vatnsfjaröarveg og frá Brjánslæk að Siglunesvegi og á Snæfellsvegi er verið að vinna við leiðina á milli Grundarfjarðar og Ólafsfjarðar. Ástand vega m Hálka og snjór 0 Vegavinna-aögát @ Öxulþungatakmarkanir Œl Þungfært (g) Fært fjallabílum Dóttir Guðnýjar Jónu og Guðmundar Litla stúlkan á mynd- inni fæddist á fæðingar- deild Landspítalans 20. nóvember kl. 14.34. Hún Barn dagsins var við fæðingu 3655 grömm að þyngd og mældist 50,5 sentímetra löng. Foreldrar hennar eru Guðný Jóna Þor- steinsdóttir og Guðmund- ur Stefán Jónsson og er hún þeirra fyrsta bam. dagsHU)* Jean-Claude Van Damme leikur sérsveitarmann sem rannsakar dauöa tvíburabróöur síns. Hættuspil Belgíski leikarinn og slags- málasérfræðingurinn Jean- Claude leikur í hverri myndinni á fætur annarri þessa dagana og er Hættuspil (Maximum Risk), sem Sljömubíó sýnir, nýjasta kvikmynd hans. í henni leikur hann fyrrverandi sérsveitar- skyttu, Alain Moreau, sem upp- götvar einn góðan veðurdag að hann á tvíburabróður. Þessu kemst hann að þegar vinur hans, rannsóknarlögreglumaður sér lík af manni sem er nauðalíkur Alain og þar sem ljóst er að bróð- irinn hefur verið myrtur er hann ákveðinn í að klófesta morðingjana. Leið hans liggur Kvikmyndir nú til New York, nánar tiltekið til Little Odessa, þar sem rúss- neska mafian hefur bækistöðvar en bróðir hans hafði verið tengd- ur henni. En enginn yfirgefur mafiuna lifandi og þegar Alain sést á gangi um hverfið halda mafíósamir að Mikhail sé enn á lífi og þarf hann að taka á allri sinni kunnáttu til að halda lífi. Nýjar myndir: Háskólabíó: Verndarenglarnir Laugarásbíó: Til síðasta manns Saga-bíó: Körfuboltahetjan Bíóhöllin: Aðdáandinn Bíóhöllin: Gullgrafararnir Bíóborgin: Hvíti maðurinn Regnboginn: Hetjudáð Stjörnubíó: Hættuspil Krossgátan •7 r~ J L r~ i r, w J " TZ~ 75“ l )5 sr 17 ff“ J J 11 Lárétt: 1 veiki, 8 slökkvara, 9 óð, 10 ögraði, 11 rot, 12 hjálpaði, 15 bolt- ann, 17 kvenfugl, 19 ágæt, 21 fúskaði. Lóðrétt: 1 dregur, 2 eldur, 3 rík, 4 tind, 5 eyði, 6 ávöxtur, 7 vanvirti, 13 áflog, 14 endast, 16 kveikur, 18 leit, 20 öslaði. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 fjarska, 7 lagi, 8 vol, 10 em, 11 gola, 12 iðinn, 13 at, 14 pati, 16 ama, 18 rændir, 20 ráp, 21 góðu. Lóðrétt: 1 fleipur, 2 jarðar, 3 agni, 4 rigning, 5 svona, 6 kola, 9 latari, 15 tæp, 17 mið, 19 dó. Gengið Almennt gengi LÍ nr. 279 27.11.1996 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollnengi Dollar 66,330 66,670 66,980 Pund 111,380 111,940 108,010 Kan. dollar 49,360 49,670 49,850 Dönsk kr. 11,3270 11,3870 11,4690 Norsk kr 10,3410 10,3980 10,4130 Sænsk kr. 9,9290 9,9840 10,1740 Fi. mark 14,4470 14,5320 14,6760 Fra. franki 12,8290 12,9020 13,0180 Belg. franki 2,1090 2,1216 2,1361 Sviss. franki 51,4100 51,7000 52,9800 Holl. gyllini 38,7400 38,9700 39,2000 Þýskt mark 43,4900 43,7100 43,9600 ít. líra 0,04375 0,04403 0,04401 Aust. sch. 6,1750 6,2140 6,2520 Port. escudo 0,4307 0,4333 0,4363 Spá. peseti 0,5163 0,5195 0,5226 Jap. yen 0,58650 0,59000 0,58720 írskt pund 111,390 112,090 108,930 SDR 95,57000 96,14000 96,50000 ECU 83,7800 84,2800 84,3900 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.