Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1996, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 1996 15 Ó, að ég væri risaeðla „Og þó að framtíöin virðist óvægin er alltaf hægt að endurgera hana seinna," segir Úlfhildur m.a. í grein sinni. um plánetunnar hefur hraðvaxið. Spielberg hefur þegar fært okkur eina endurgerð á risaeðlum í Ju- rassic Park og önnur er að mynd- ast þegar þetta er ritað. Mannvitsbrekkur hafa bent á að mannkynið sé í eins konar tilveru- kreppu um þessar mundir, og leiti því sem lengst út fyrir núið til að finna á henni lausn, til fjarstaddra geimvera í von um nýja guði eða til fomlegra risaeðla í von um nýj- an uppruna. Apamir reyndust bæði lúsugir og loðnir og þar með óheppilegir forfeður en skriðdýrin eru hins vegar hreinleg og fallega mynstr- uð, auk þess að vera áberandi áferðarlík geimguðum þeim sem á skjám birtast (ef ekki jöklum). Það má líka leiða að því líkum að upp- runi okkar sé nátengdur snák þeim sem leiddi Evu og Adam i allan sannleik um kynlíf þar sem þau skondruðu um Eden innanum risaeðlur og unga. Stjórn á fortíðinni Og það besta er að með nútíma- tækni er hægt að endurgera þessa forverur okkar, skapa þær, ef svo má segja, í okkar eigin (eftir)mynd, hvort sem hún er gúmmíklætt vél- virki eða tölvurænt sæberdýr. Þannig höfum við stjóm á fortíð okkar og þó að framtíðin virðist óvægin er alltaf hægt að endur- gera hana seinna, frummyndir hafa löngum reynst erflðar i með- forum og ósamvinnuþýðar (og þvi best að þurrka þær út í eldgosum) meðan eftirmyndirnar halda áfram að standa fyrir sínu, eða hvað það nú er sem maður vill að þær standi fyrir. Úlfhildur Dagsdóttir Næstsíðasta risaeðlusamfélagið fyrirfannst undir Snæfellsjökli allt fram til ársins 1864, en þá fórst það í eldgosi einu allmiklu sem klaufalegir ferða- langar á leið í iður jarðar orsökuðu. Þetta er sam- kvæmt Jules Ver- ne sem í Leyndar- dómum Snæfells- jökuls lýsir því hvernig enn ein dýrategundin í út- rýmingarhættu fellur fyrir manns- hendi. Síðasta risaeðlusamfélag- inu skolaði síðan náttúrlega und- an Vatnajökli i nýjasta Skaftár- hlaupinu. Endalok risaeðlunnar á íslandi komu þó ekki að sök þar sem þessari lika fínu Risaeðlusýn- ingu hafði þegar skolað upp á strendur landsins. Þar gaf að líta heimatilbúnar eftirmyndir af risaeðlum í leik og starfi; sumar voru að snæða aðrar sundurlimaðar eðlur, aðrar að passa upp á eggin sín. (Avókadó eru steingerð risaeðluegg, steinn- inn í miðjunni er steingerður risa- eðluungi og græna dótið í kring er steingerð eggjahvítan. (Ekki nóg með það heldur býður Hagkaup upp á fleiri risaeðluafurðir svo sem hnúskótt fyrirbæri sem heitir spaghetti squash og er líklegast eins 'konar steingerður risaeðlu- ungi eða jafnvel afbrigði af blöndun risaeðla við steingrýlur eða gargoyl- ur. (Svona getur verið gaman í grænmetisborð- inu.))) Lífríki vélvirki Risaeðlumar endursköp- uðu vom animeraðar af vélvirki sem rykkti þeim til og frá, blikkaði aug- um og sló til klóm og virtist almennt séð jafn- gamalt sjálfum fornald- arfyrirbærunum. Innan um öskrandi börn og heillaða foreldra gat maður skondrað um horfinn heim, fengið nægju sína af góðu splatteri og síðan keypt hina glæsilegustu minjagripi um allt saman; upptrekktar eðlur sem slá til skoltum um leið og þær kjaga áfram í grænum og fjólublá- um litbrigðum. Skriðdýrasýningu af öðru tagi mátti skoða í Joð Ell húsinu þarsem saman voru komnar helstu núlifandi slöngur og snák- ar í búrum sem óvéluð skulfu og hriktu fyrir ágangi æstra barna. Ekki fyrir það að þetta hefði nein áhrif á ormana sjálfa, þeir lágu allir og sváfu svefni hinna réttlátu og sýndu og sönnuðu rétt eina ferð- ina hvað lífríkið er ferlega dauð- yflislegt og vélvirkið að sama skapi líflegt. - Og engir minjagrip- ir i augsýn, maður fékk ekki einu sinni að halda á alvöru slöngu. Áhugi mannskepnunnar Risaeðlusafnið mitt sívaxandi á plötuspilaranum (sem er náttúru- lega risaeðla í sjálfu sér) er til marks um hvað áhugi mannskepn- unnar á þessum fyrrum leigjend- Kjallarinn Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur „Mannvitsbrekkur hafa bent á að mannkynið sé í eins konar tilveru- kreppu um þessar mundir, og leiti því sem lengst út fyrir núið til að finna á henni lausn, til fjarstaddra geimvera í von um nýja guði eða til fornlegra risaeðia í von um nýjan uppruna.“ Lengi skal drenginn reyna Lögmenn alls konar, virtir jafnt sem óprúttnir, hafa verið iðnir við að senda rannsóknar- lögreglunni erindi um öll hugsan- leg brot. Beiðnir um opinbera rannsókn út af hegningarlögum, enda þótt hver ólærður megi sjá að oft er hér um einkamál að ræða sem ríkið á engin afskipti að hafa af. Er engu líkara en að lögmenn séu að krækja sér í aukavinnu með því að þvæla lögreglunni í rannsókn eða klekkja á andstæð- ingi. Ekki verður því ætíð trúað að hér sé verið af einlægni og trú að fá mál upplýst. Háskólinn beit- ir þvílíkri útsíun við próf í lög- fræði að aðeins þeir þrautsei- gustu og harðgerðustu komast á atvinnumarkaðinn. Lögmenn vita og að skattborgar- ar hafa ekki efni á að hafa lögfræð- inga í öllum málum sem koma til kasta rannsóknarlögreglu. Núver- andi rannsóknarlögreglustjóri hef- ur hafnað mörgum erindum á meðan forveri hans í embætti reyndi að þvælast í málum er hann taldi varða „hag almenn- ings“. Eins og Hafskipsmál, Klúbbsmál í tvígang og ótal fleiri. Rannsóknar- skelfir Ríkissaksóknari er sá maður er með rannsóknar- valdi hefur verið einna mestur skelfir hér á síð- ari hluta tuttug- ustu aldar. Mörg fómarlömb hans hafa lýst því yfir að hann sé sá maður er ekki hafi valdið því valdi er honum var falið. Magnús Leopoldsson, Sævar Ciesielski, Ragnar Kjartansson og margir fleiri hafa verið sviptir frelsi sínu um skemmri eða lengri tíma án þess að fá af- sökunarbeiðni fyrir að vera lítillækkaðir með auvirðilegmn rannsóknaraðferðum og handtöku um nótt. - Ef ekki dæmdir af almenningsálitinu þá af dómstólum. Ofnotaöir emb- ættismenn Til þessa manns hefur nú Morgun- blaðið leitað eins og kemur fram í Reykja- víkurbréfi blaðsins 17. nóv. síðastliðinn. Mbl. er annt um inn- anhússmál sín og eyðir heilli opnu til opinbemnar á eins konar Hafharfiarðarbrandara sem kemur hagsmunum almenn- ings lítið við. Það hefur reynt að fá rannsóknarlögreglu til að rann- saka, en verið hafnað á þeim for- sendum að hér sé ekki um saka- mál að ræða. Því skyldi frétta- mennska cdþýðuflokksmanna í Hafnarfirði varða við hegningar- lög? Morgunblaðið hefur hins vegar ekki birt fréttaviðtal við Magn- ús Leopoldsson út af nýútkominni bók um vist í Síðumúlafang- elsi. Það kann að þjóna ákveðnum til- gangi að styggja ekki ríkissaksóknara. Oft eru blöð skilgreind eftir þvi hverju þau ekki segja frá. Blaða- mennska snýst öðm fremur um hagsmuni almennings. Líka um geðþóttaákvarðanir embættismanna. En varðar ekki við lög að ofnota ríkisstarfs- menn? Eins ætti það að vera hagur al- mennings að embættismenn mis- beiti ekki valdi sínu. Þorgeir Þor- geirson vann mál sitt gegn lög- reglustjóra fyrir Mannréttinda- nefndinni vegna greinar í Mbl. Engu að síður hefur ríkissaksókn- ari á starfslokadegi gefið út ákæru á ritstjóra Alþýðublaðsins fyrir „glæpsamlegt athæfi", þjóðfélags- lega gagnrýni rithöfundar. Sigurður Antonsson „Bladamennska snýst öðru frem■ ur um hagsmuni almennings. Líka um geöþóttaákvaröanir embættismanna. En varöar ekki við lög að ofnota ríkisstarfs■ menn?“ Kjallarinn Sigurður Antonsson framkvæmdastjóri Með og á móti Breyting á nafni 1. deildar í knattspyrnu í 0. deild Kölluð sínu rétta nafni „Fyrirmyndin er sótt til Nor- egs en þar ákveður stjórn sam- bandsins nafn efstu deildar ár hvert. Það vita hinsvegar allir til hvers þessi tillaga er lögð fram á þingi KSÍ um næstu helgi. Það er vegna þess að ákveðnir fiöl- miðlar hafa ekki kallað deildina sínu rétta nafni. Þetta er neyðarúrræði tE þess að knýja á um að nafn deildarinnar hverju sinni sé notað. Sumir fiöl- miðlar hafa verið meö orðaleiki og þvergirðingshátt í þessu sam- bandi til að koma sér hjá því að nota nafniö. Ef sú staða kemur upp einhverju sinni aö deildin verði ekki styrkt af einhverju fyrirtæki mun stjórnin eftir sem áður ákveða nafnið. Þetta er svipað og ef menn not- uðu aldrei mitt rétta nafn heldur kölluðu mig „elsta son Finn- laugs“ eða eitthvað í þá áttina. Samkvæmt þessari tillögu breytist 2. deild í 1. deild, 3. deild í 2. deild og svo framvegis. Þessi háttur hefur verið tekinn upp í mörgum löndum og án vand- ræða, að því er virðist. Þetta hef- ur líka verið gert hér á landi, í körfuboltanum, og það er ekki annað að sjá en að breytingin hafi vanist fljótt og vel.“ Snorri Finnlaugs- son, framkvæmda- stjóri KSÍ. Allt falt fyr- ir peninga „Hugmyndin er afleit og ég vona að forystumenn KSÍ sjái að sér og dragi tillöguna til baka. Á íslandsmótinu í knattspyrnu á að keppa í 1. deild og meist- Arnar Björnsson, íþróttafréttamaður hjá RÚV. ararmr eiga ekki að bera nafn einhvers fyrirtækis. Skagamenn hafa orðið ís- landsmeistarar undanfarin 5 ár, ekki Sam- vinnuferðameistarar, Haraldar Böðvarssonaimeistarar eða Blóð- bankameistarar. Víða hefur sú leið verið farin að skipta um nafn á-1. deildinni og hún í staðinn nefnd úrvals- deEd. Þegar Englendingar gerðu þessa breytingu varð það til þess að styrkja bestu liðin því þau hættu samstarfi viðfélögin í hin- um deildunum þremur. Þá voru 22 lið í úrvalsdeildinni en eftir sátu 70 lið með verri fiárhags- og samningsstöðu. Við íslendingar höfum verið duglegir að elta uppi erlendar fyrirmyndir. Mér finnst vera tak- mörk fyrir þvi hvað hægt er að gera að söluvöru. Verði tillagan samþykkt er aldrei að vita uppá hverju verður fúndið næst. Þá mætti hugsa sér að einhverjum dytti í hug að breyta nöfnum á hugtökum í fótboltanum því allt virðist jú falt fyrir peninga. Þá lesum við kannski eftirfarandi í DV: Alexander Högnason tók Eimskipskast við Sölumiðstöðv- arhomfánann og Bjarni Guðjóns- son þrumaði boltanum i netið rétt utan við Bónusteiginn. Nei, má ég þá heldur biðja um spenn- andi keppni í 1. deildinni á næsta ári.“ -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.