Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1996, Blaðsíða 13
MIÐVHCUDAGUR 27. NÓVEMBER 1996 13 Fréttir ^ Líffæraígræðslur fluttar frá Gautaborg til Kaupmannahafnar: Islenskir læknar sjá um for- rannsóknir og eftirmeöferð „Meginástæðan fyrir því að okk- ur sýnist að ódýrara geti verið fyrir okknr að færa líffæraflutningana til Kaupmannahafnar er ólík afstaða læknanna þar gagnvart þvi sem hægt er að gera hér heima. Danim- ir eru vel sáttir við að íslenskir læknar vinni allar forrannsóknir og sjái um eftirmeðferð hér heima. Þannig verður sjúkrahúsvistin ytra mun styttri en verið hefur í Sví- þjóð,“ segir Sigurður Thorlacius, tryggingalæknir hjá Trygginga- stoönm ríkisins. Um liðna helgi gerði íslensk sendinefnd óformlegan samning við Ríkisspítalann í Kaupmannahöfii um að hann taki að sér líffæra- ígræðslur á íslendingum, aðgerðir sem gerðar haíl verið í Gautaborg í Svíþjóð undanfarin ár. Samningur- inn er óundirritaður en aðeins formsatriði að ganga frá honum, að mati Sigurðar. Sambærileg sjúkrahús „Aðstæður sjúkrahúsanna í Kaupmannahöfh og Gautaborg eru mjög svipaðar, gnmnþjónustan nán- ast sú sama, árangurinn í aðgerðum mjög góður og verðið áþekkt. Það sem kannski gerði útslagið með að ekki náðust samningar í Gautaborg var að þar vildu menn að við semd- um við fyrirtæki utan spítalans, nokkuð sem við teljum vera til þess eins að flækja málið. Við sömdum beint við spítalann í Kaupmanna- höfn.“ Aðspurður um þá gagnrýni að þama sé ekki verið að spara neina peninga segir Sigurður að það verði vitaskuid að koma í ljós. Hann seg- - sjúkrahúsvistin ytra styttist, segir Sigurður Thorlacius Hann segir að fáir séu eftir á biðlista vegna aðgerða í Sví- þjóö en þeir sem þar séu ráði því hvort þeir " haldi áfram í Gauta- borg. Hann hef- ur ekki áhyggj- ur af félagslega þættinum í Kaupmanna- höfn. Liffæraígræðslur, sem framkvæmdar hafa verið á íslend- ingum í Svfþjóð, verða nú fluttar fró Gautaborg og til Kaupmannahafnar. Jón Dalbú Hróbjartsson hefur verið sjúkrahúsprestur t Gautaborg í leyfi frá Laugarneskirkju undangengin rúm tvö ár. Ráðningarsamningur hans rennur út á vori komanda og þá snýr hann aftur f sína gömlu kirkju. DV-mynd IBS ir þó að þeir telji sig eiga betra með að halda utan um þetta þannig að ferðimar utan verði styttri og færri. Gott sjúkra- hótel „Við höfum skoðað þann þátt vandlega og með ferð okkar um helg- ina erum við að undirbúa að byggja upp fé- lagslegt net í Danmörku. Reyndar verð- ur minni þörf fyrir þá þjón- ustu þar sem fólk mun ekki dvelja þar eins lengi og það þurfti að gera í Gautaborg. Við eigum í samn- ingmn við sér- menntaðan ís- lenskan sjúkrahúsprest sem dvelur í Kaupmannahöfn. Gott sjúkrahótel er við hliö skurðdeildarinnar og þar geta aðstandendur búið. Stóri plús- inn er síðan samgöngumálin því daglega er flogið til Kaupmanna- hafiiar en aldrei beint til Gautaborg- ar,“ segir Sigurður Thorlacius. Jón Dalbú Hróbjartsson hefur verið sjúkrahúsprestur í Gautaborg í hálft þriðja ár. Hann sagði við DV í gær að vissulega væra allir í ís- lendinganýlendunni leiðir yfir því að þessum kafla væri lokiö. Allir hefðu verið mjög ánægðir með þjón- ustu spítalans. „Ég hef engar forsendur til þess að meta hvort þetta sé réttlætanlegt eða ekki. Þama telja menn sig vera að spara einhverja peninga og við þvi er ekkert að segja. Sjö sjúkling- ar era í meðferð og tveir nýbúnir í aðgerð. Þeim heilsast vel,“ segir Jón Dalbú. Hann var aðeins ráðinn sem sjúkrahúsprestur til þriggja ára og kemur því heim í vor í sína gömlu kirkju, Laugameskirkju. -sv ár í fararbroddi RAGNAR BJÖRNSSON ehf Dalshrauni 6 220 Hafnarfjörður Sími 555 0397 565 1740 - Fax 565 1740 Líffæraflutningar í Kaupmannahöfn: Einn aðili beri ábyrgð á samningagerðinni - segír Hjálmar Jónsson alþingismaður „Ég hef gagnrýnt það að einhvers staðar voru gerð mistök í samninga- gerðinni við Svía á sínum tíma. Þess- ar aðgerðir vora upphaflega gerðar í London en ’92 eða ’93 var samið við Svíana. Nú vil ég að einhver einn beri ábyrgð á samningagerðinni og mér finnst eðlilegt að það verði Tryggingastofnun," segir Hjálmar Jónsson alþingismaður í sambandi við líffæraígræðslur sem framvegis verða gerðar í Kaupmannahöfh. Hjálmar segir samninginn við Sví- ana hafa verið of losaralegan og að ekkert hafi verið fylgst með því að við hann væri staðið. „Eftirliti var ábótavant og ég vil að tryggt verði með einhveijum hætti að menn læri af því sem gert hefur verið. Munnlegt loforð Svíanna hefur ekki verið efnt en samkvæmt því ætluðu þeir að sjá til þess að kransæðaað- gerðir á Svíum yrðu framkvæmdar hér á landi. Við verðum að gæta að- halds í framlögum til heilbrigðismála og ein af forsendum þess er að við ger- um góða samninga,” segir Hjálmar. Hann segist enga afstöðu taka til þess hvort semja hefði átt áfram við Svía, vill aðeins að gengið verði frá öllum lausum endum í samningum við Dani. -sv Nýrnaígræðslur hugsanlegar á íslandi á næstu árum - enn bara möguleiki, segir Jónas „Það má segja að við séum að soða hvort þetta sé framkvæmanlegt en hvort það verður eftir eitt ár, tvö eða jafnvel fleiri er erfitt að segja. Þetta er enn bara möguleiki,” segir Jónas Magnússon, prófessor og forstöðu- læknir á skurðdeild Landspítalans, aðspurður hvort til standi að hefja nýmaígræðslur hér á landi. Jónas segir að forrannsóknir hafi verið gerðar á sjúklingum hér á landi, vefjaflokkar og blóðflokkar skoðaðir, gjafi fúndinn o.s.frv. og síð- an hafi gjafi og sjúklingur verið sendir utan. Hins vegar sé ekkert því til fyrirstöðu að gera þetta hér ef komast mætti í gott samstarf við vana menn í þessu fagi. „Danimir hafa að fyrra bragði stungið upp á því að gera þetta svona en við viljum alls ekki vera að byggju upp einhveijar væntingar hjá fólki þar sem við vitum ekki hvenær af þessu gæti orðið,“ segir Jónas. Hann segir málið í raun ekki vera í neinum tengslum við að flytja á líf- færaígræðsliu- frá Gautaborg til Kaupmannahafiiar. -sv Rómantí skur aldamótastíll Húsgagnaverslanimar vinsælu „The Bombay company" hafa slegið í gegn í Bandaríkjunum. Verslunin Colony getur nú boðiö sömu vörur á íslandi. Gullfallegar kommóður, marmara-smáborð, sófaborð. Óskajólagjöf konunnar: skartgripakommóða eða dömuskrifborð/snyrtiborð. Ennfremur fallegar gjafavörur og íslenskir listmunir. Afgreiðslutími fylgir miöbæjarverslununum. Laufásvegi 17 - símar 562 4510 - 562 4513

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.