Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1996, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1996, Blaðsíða 28
52 MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 1996 íslensku lúserarnir „Á íslandi er manngildið met- ið eftir tekjum og íburðarmikl- um lifnaðarháttum, svo ekki er von að kennarar séu mikils- metnir, hvorki af foreldrum né nemendum. Þeir eru „lúserar" á nútíma-íslensku." Sigurður Steinþórsson pró- fessor, í Degi-Timanum. Framsókn uppgötvar jafnrétti „Mér finnst athyglisvert að Framsóknarflokkurinn skuli vera að uppgötva jafnréttið, það er ekki seinna vænna, því það tilheyrir 20. öldinni." Svavar Gestsson alþingismað- ur, í Alþýðublaðinu. Bólusett fyrir verðlaunum „Ég er svo mikill pönkari og bólusett fyrir verðlaunum, tek yfirleitt ekki mark á svoleiðis." Björk Guðmundsdóttir, í Morg- unblaðinu. Ummæli Skattpíningin „Ég býð ekki i það ef á að selja Póst og síma Kolkrabbanum. Ætlar Kolkrabbinn að skattpína okkur á sama hátt?“ Ástþór Magnússon, í Alþýðu- blaðinu. Skattbyrðin „Mér finnst skattbyrðin á ís- landi vera orðin þannig, að mað- ur leitar allra leiða til að svíkja undan og vinna á svörtu.“ Guðný Rún Sigurðardóttir rekstrarfræðingur, í Morgun- blaðinu. Rúdolf syngur innlend og erlend jólalög. Frændkórinn og Rúdolf FræncIRórinn og söngkvartett- inn Rúdolf halda tónleika í Gunnarshólma, Austur-Landeyj- um, í kvöld kl. 21.00 og síðan liggur leiðin til Reykjavíkur þar sem tónleikar verða í húsi Kvennakórsins, Ægisgötu 7, kl. 21.00 annað kvöld. Frændkórinn skipa annar og þriðji ættliður afkomenda hjón- anna Jóns Gíslasonar og Þór- unnar Pálsdóttur frá Norðurhjá- leigu í Álftaveri. Kórinn hefur starfað síðan 1991 og er stjórn- andi nú Sigrún Þorgeirsdóttir. Frændkórinn verður með bland- aða efnisskrá, bæði innlend og erlend þjóðlög. Tónleikar Kvartettinn Rúdolf var stofn- aður í desember 1992. Hann hef- ur einkum flutt íslensk og erlend þjóðlög, mörg hver í nýjum út- setningum og raddsetningum. Rúdolf skipa Sigrún Þorgeirs- dóttir, sópran, Jóhanna Hall- dórsdóttir, alt, Þór Heiðar Ás- geirsson, bassi, og Skarphéðinn Þór Hjartarson, tenór. Rúdolf hefur komið víða fram, meðal annars í útvarpi og sjónvarpi. Auk þess gaf hann út geislaplötu með jólalögum á síðastliðnu ári. Rigning og slydduél A vestanverðu Grænlandshafi er 975 mb. nær kyrrstæð lægð sem grynnist en önnur vaxandi við Ný- fundnaland og hreyfist hún austur og síðar norðaustur. Veðrið í dag Það verður suðaustanstinning- skaldi eða allhvasst með dálítilli rigningu framan af degi norðaustan- og austanlands en annars fremur hæg sunnan- og suðvestanátt á land- inu í dag. Slydduél verða sunnan og suðvestan til en um síðir þurrt fyr- ir norðan og austan. Suðaustanst- inningskaldi eða allhvasst um land- ið vestanvert í nótt og fer að rigna í fyrramálið. Hiti verður víðast á bil- inu 1 til 5 stig. Á höfuðborgarsvæðinu verður suðvestangola eða kaldi með lítils háttar slydduéljum framan af degi en síðan sunnan- og suðaustcmkaldi eða stinningskaldi og úrkomulaust. Fer að rigna seint í nótt. Hiti verð- ur 1 til 4 stig. Sólarlag í Reykjavík: 15.56 Sólarupprás á morgun: 10.37 Síðdegisflóð í Reykjavík: 19.51 Árdegisflóð á morgun: 08.07 Veörið kl. 6 í morgun: Akureyri alskýjaö 3 Akurnes rigning 5 Bergstaöir Bolungarvík rign. á síö. kls. 3 Egilsstaöir skýjaö 5 Keflavíkurflugv. léttskýjaö 2 Kirkjubkl. rigning 3 Raufarhöfn alskýjað 4 Reykjavík hálfskýjaö 2 Stórhöfði úrkoma í grennd 4 Helsinki skýjaö -3 Kaupmannah. alskýjaó 2 Ósló skýjaö -3 Stokkhólmur hálfskýjaö -1 Þórshöfn alskýjaö 6 Amsterdam þokumóöa 0 Barcelona hálfskýjaö 10 Chicago skýjað -9 Frankfurt slydda 2 Glasgow mistur 1 Hamborg lágþokublettir 2 London þokumóöa 2 Los Angeles Madrid léttskýjaö 7 Malaga skýjaö 17 Mallorca léttskýjaö 10 Paris skýjaö 2 Róm heióskírt 4 Valencia heiöskirt 15 New York Nuuk skafrenningur -1 Vín kornsnjór 0 Washington Winnipeg léttskýjaö -25 Magnús H. Magnússon hótelstjóri, Hólmavík: Full þörf fyrir starfsemina DV, Hólmavík: „Það var óneitanlega í allmikið ráðist þegar ákvörðun var tekin um að gera upp og að nokkru leyti end- urbyggja þetta gamla hús. í allmörg ár ríkti mikil óvissa um hvað um það yrði því vitað var að fram- kvæmdin myndi kosta mikla fjár- muni. En vegna þess að athugun sýndi að nær allir burðarviðir húss- ins voru í góðu ásigkomulagi þá sameinaðist fjölskyldan um að stíga þetta skref til fulls og við erum öll sátt við þá ákvörðún," segir Magnús H. Magnússon, rafvirkjameistari á Hólmavík, en hann réðst í það stór- virki ásamt fjölskyldu sinni að end- urgera 99 ára gamla byggingu, svon- efht Rifahús, og heíja þar alhliða veitingastarfsemi. Maður dagsins Hús þetta var í aldarbyrjun versl- unar- og ibúðarhús dansks verslun- arstjóra, Richard Leter Rifa, en gegndi síðar margháttuðu hlut- verki, var um alllangt skeið notað til íbúðar en mörg hin síðustu ár hefur það verið til lítilla nota og lít- illar prýði fyrir staðinn. „Við þurf- un ekki að kvarta yfir viðtökunum Magnús H. Magnússon sem þessi staður hefur fengið, þær hafa verið mjög góðar,“ segir Magn- ús. Hann segir að vel hafi komið í ljós strax á síðasta vori að full þörf hafi verið íyrir starfsemi af þessu tagi. í hönd hafi farið sumar með átaki í ferðaþjónustu í sýslunni allri með fjölþættri dagskrá, þ.á m. mörg- um skemmtiatriðum innanhúss. Nokkur hluti þess sem á boðstólum var hafi farið fram- á Café Ríís. Til Hólmavíkur hafi komið margt lista- fólk á tónlistarsviðinu bæði innlent og erlent, einleikarar og minni hljómsveitir svo og nokkrir kórar. Á Hólmavík sé líka margt tónlistar- fólk sem komið hafi þar fram og skemmt gestum hússins með hst smm. Frá opnun hefur matargerðinni verið gert hátt undir höfði, úrvals- fólk í matargerð hafi komið til starfa strax við opnun hússins og telur Magnús að ekki síst megi þakka góðu starfsfólki viðtökurnar sem staðurinn hefur fengið. Gesta- kokkar hafi og komið, bæði innlend- ir sem erlendir, og fengið að spreyta sig bæði með íslenskt og erlent hrá- efni og fólk hafi fengið að bragða á réttum sem að jafnaði séu á borðum íslendinga og margir tekið því vel. Magnús segir húsið henta vel til fundarhalda og fyrir minni ráð- stefnur og öllum verði vel tekið sem falist eftir þessum stað til mann- funda hvers konar. „Ánægjulegt væri óneitanlega ef einhverjir at- halhamenn, sem fá erlenda gesti til fundarhalda eða bara til helgardval- ar hér í landi, íhuguðu þann kost að fara með þá út á land, jafhvel á kyrrlátan stað eins og Hólmavík, og eyða tíma sínum umkringdir mikil- fenglegri náttúru þessa svæðis. Hingað er ekki nema hálftímaflug og um fjögurra klukkustunda akst- ur og trú mín er að mörgum gæti orðið það bæði ánægjulegur og ógleymanlegur tími,“ segir Magnús H. Magnússon. -GF Myndgátan Lausn a gatu nr. 1672: Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi. DV Stórleikur ársins í hand- boltanum Handboltinn verður í sviðs- ljósinu í kvöld, en þá er lands- leikur í Laugardalshöllinni þar sem leika íslendingar og Danir og nú er ekki um neinn vináttu- leik að ræða heldur skiptir það öllu máli fyrir báðar þjóðimar að sigra. Leikurinn er í riðla- íþróttir keppni heimsmeistarakeppninn- ar og má telja víst að það verði önnur hvor þessara þjóða sem komast áfram upp úr riðla- keppninni. íslendingar eru á heimavelli í kvöld, en þótt okkur takist að sigra er ekki nema hálf- ur sigur unninn, eftir er að leika við Danina á heimavelli þeirra. Merkur ein- fari í mynd- listinni Nú stendur yfir í Hafnarborg málverkasýning Eggerts Magn- ússonar. Eggert hefur fengist við málaralist um nokkurra ára skeið og hefur hann gjaman ver- ið talinn til naífista. Má geta þess að Aðalsteinn Ingólfsson Sýningar fjallaði um hann í bók sinni Ein- farar í íslenskri myndlist og voru myndir hans þá til sýnis í Hafnarborg á samnefndri sýn- ingu. Efniviður Eggerts er ann- ars vegar veruleiki íslensku sveitanna og hins vegar svip- myndir frá fjarlægum löndum í Afríku og einnig Indlandi. Bridge Indónesíski spilarinn Henky Lasut þykir með betri spilurum Asíulanda og í spili dagsins er hann í aðalhlutverki sem sagnhafi í fimm laufum. Fórnarlömbin voru því miður íslendingar í fjórðungsúr- slitaleiknum á ólympiumótinu i síð- asta mánuði. í lokuðum sal varð lokasamningurinn fimm lauf. Guð- mundur Páll spilaði upp á hagstæða legu í hjartanu, spilaði fyrst hjarta á kónginn en þegar drepið var á ás og hjarta spilað aftur reyndi Guð- mundur svíningu í tígli og fór tvo niður. Lasut fékk spaðaútspil á sínu borði og síðan skipti vömin yfir í lauf: * G43 «» K85 * Á4 * ÁKG43 é D987 * Á76 -f 10987 * 75 * 6 •f D932 ♦ KG5 * D10986 Lasut tók laufslaginn heima, trompaði spaða í blindum, spilaði aftur laufi og trompaði þriðja spað- ann. Nú spilaði hann hjarta á kóng- inn, austur (Jón Baldursson) drap á ásinn og spilaði tígultíunni til baka. Sævar Þorbjömsson hafði opnað á spaða á vesturhöndina og því nokk- uð ljóst hvar tíguldrottning var svo Lasut hleypti heim á tígulásinn. Næst tók hann slag á hjartadrottn- inguna og renndi niður öllum lauf- unum. Það réð Sævar ekki við, hann var þvingaður í rauðu litun- um vegna þess að hann átti G10 í hjarta og 9 og 8 sagnhafa því stór- veldi í litnum. Ef austur hefði átt annað hvort tíuna eða gosann í hjarta (þriðju eða lengra) hefði þessi þvingunarstaða ekki komið upp. Indónesamir græddu 13 impa á spil- inu. ísak Örn Sigurðsson * AK1052 •f G104 D632 * 2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.