Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1996, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 1996 Fréttir Bakgrunnur barna og tengsl við árangur í námi: Menntun foreldra hef- ur áhrif á námsárangur - íslensk börn telja utanbókarlærdóm skipta miklu máli Lágt hlutfall islenskra nemenda telur aö meðfæddir hæfileikar séu nauðsyn- legir tii þess að standa sig vel í náttúrufræöi. Myndin er tekin viö Austurbæjarskóla. Menntun foreldra Nauðsynleg atriði - til að ganga vel I stæröfræði - Meðfæddir hæfileikar Heppni Læra mikiö helma Læra bækur utan að | Allir nemendur íslenskir nemendur Fjöldi nemenda I prósentum ov Sjónvarpsáhorf - áhrif á árangur íslenskra nemenda í stæröfræöi - í Alþjóölegar tölur (meöaltal 513) fslenskar tölur (meöaltal 487) DV í alþjóðlegu samanburðarrann- sókninni á kunnáttu nemenda í stærðfræði og náttúrufræðigreinum kemur margt fróðlegt í ljós þegar skoðaðar eru niðurstöður um bak- grunn, aðstæður og viðhorf nemenda í 8. bekk og tengsl þeirra við árang- ur í náttúru- og stærðfræði. Meðal annars má sjá að aukin menntun þess foreldris sem hefur meiri menntun stuðlar að betri árangri barna. Raunar eru áhrifin hjá ís- lensku börnunum minni en hjá hópnum i heild. Þannig má sjá að þeir nemendur sem eiga foreldra með grunnskólapróf sem mestu menntun fá 20 stigum lægri einkunn í stærðfræði en hópurinn í heild. Nemendur sem eiga foreldri með framhaldsskólapróf fá 8 stigum hærri einkunn og þeir sem eiga for- eldra með háskólapróf fá 18 stigum hærra að meðaltali en allur hópur- inn. Sambærileg tala fyrir erlendu nemenduma er sú sama fyrir for- eldra með grunnskóla- og framhalds- skólaprófið en er 38 stig yfir meðal- talinu hjá börnum sem eiga foreldra með háskólapróf. Bókaeign skiptir máli í ljós kemur að fjöldi bóka á heim- ili virðist hafa áhrif á árangur i nátt- úru- og stærðfræði. Þannig má sjá að mjög mikill muniu' er á árangri barnanna þar sem engar eða fáar bækur (0-10) eru til á heimilunum og þar sem til eru þrír eða fleiri skápar af bókum (fleiri en 200 bækur). Mun- urinn á hæsta og lægsta hópi er mun minni hjá íslensku bömunum og meiri í náttúrufræði en stærðfræði. Þess ber að geta að fylgni getur ver- ið á milli náms foreldra og bókaeign- ar. Eins og sjá má í gröfunum hér með textanum em greiniíeg tengsl milli námsárangurs og sjónvarps- gláps því verst stóðu þeir sig sem horfðu mest (meira en 5 tíma á dag) og minnst (minna en einn tíma á - áhrif á árangur íslenskra nemenda í stæröfræði - dag) á sjónvarp og myndbönd. í al- þjððlegu könnuninni standa þeir sig langverst sem horfa mest á sjónvarp. í erlendu könnuninni stóðu þeir sig best í stærðfræði sem horfðu á sjón- varp 1-2 klst. á dag en íslensku böm- unum hentaði best að horfa 3-5 klst., ef marka má árangurinn. Hjá um helmingi þjóðarma sem voru í rann- sókninni stóð sá hópur sig að meðal- tali best í náttúrufræði og stærð- fræði sem horföi á sjónvarp eða myndbönd í 1-2 tíma á hverjum skóladegi. Utanbókarlærdómur Athyglisverðar niðurstöður fást með því að skoða mat nemenda á því sem er nauðsynlegt til að vel gangi í námi. íslensk höm virðast nefnilega hafa nokkuð aörar skoðanir á því hvaða þættir séu nauðsynlegir til þess að standa sig vel í stærðfræði. Þannig má sjá að mun lægra hlutfall íslenskra nemenda telur að með- fæddir hæfileikar séu nauðsynlegir til þess að standa sig vel í náttúm- fræði, 36% á móti 66% nemenda í heild. Þá telur lægra hlutfall ís- lensku nemendanna að heppni skipti þama máli. Nemendur viröast al- mennt vera nokkuð sammála um gildi þess að læra mikið heima en ís- lensku bömin sem telja að það skipti miklu að læra bækumar utan að em mun fleiri en erlendu nemendurnir. Munurinn er mun meiri í stærðfræð- inni, eða 61% móti 94%. Um 97% íslenskra nemenda i 8. bekk eru sammála því að það sé mik- ilvægt að standa sig vel í stærðfræði og móðurmáli en 90% fmnst mikil- vægt að standa sig í náttúrufræð- inni. Alls verja íslensk skólabörn 2V4 tíma á hverjum degi í heimanám. Það er styttri tími en flestar hinar þjóðimar verja til þess sama. íslend- ingamir em í 24.-26. sæti af 38. Spjall við vini Það fer að meðaltali 3,1 stund á dag hjá íslenskum nemendum í 8. bekk í að leika sér við vini eða tala við þá; 2,2 stundir í að horfa á sjón- varp eða myndbönd; 1,8 stundir í íþróttaástundun og á bilinu 0,7-0,9 stundir í tölvuleiki, heimilisstörf og að lesa bók sér til gamans. Aðeins þýsk böm og norsk verja meiri tíma en íslensk í leik og spjall við vini. Þau íslensku eru fyrir neðan meðal- lag í að horfa á sjónvarp og mynd- bönd (24.-26. sæti) og að sinna heim- ilisstörfúm (32.-35. sæti). Athyglisvert er að um 83% ís- lenskra nemenda í 8. bekk sögðust sammála því að þeim gengi oftast vel í stærðfræði, 81% sammála að vel gengi í líffræði, 72% í eðlis- og efna- fræði og 60% í jarðfræði. -sv Dagfari Gott menntakerfi Menn hafa verið að fárast yfir slakri útkomu íslenska mennta- kerfisins í raungreinunum. íslend- ingar skammast sin einhver ósköp og nú gengur maður undir manns hönd aö leita skýringa. Dagfari fjallaði nokkuð um þær umræður í pistli sínum í gær. En þegar betur er að gáð, þegar mesta moldviðrið er afstaðið, er þá nokkuð athugavert við þessar nið- urstöður? Er þetta ekki nákvæm- lega eins og efni hafa staðið til? Og er þetta barasta ekki í finasta lagi? Hvað eigum við íslendingar að vera að rembast við að kenna krökkunum okkar stærðfræði og eðlisfræði og fleiri leiðinleg fög, þegar þeir eru miklu betur hæfir til að takast á við annað nám? Og sýnir ekki reynslan okkur að raun- greinamar koma að litlu sem engu gagni í þessu ágæta þjóðfélagi okk- ar. Léleg kennsla er ekki ný af nál- inni hér heima. Kennarar segja að þessi slaki ár- angur stafi af því að kennurum séu ekki greidd nógu há laun og ástæðulaust að rengja þá fullyrð- ingu en hún undirstrikar þar af leiðandi að kennslan hefur aldrei verið í góðu lagi, vegna þess að kennarar hafa alla tið verið illa launaðir á íslandi. Samt höfum við plummað okkur ágætlega. Við errnn búin að safha himinháum skuldum fyrir þjóðar- búið, við erum sérfræðingar í að eyða meiru en aflað er og kunnum afar vel að reikna út tap og gróöa og ríkissjóður hefur verið rekinn með halla svo lengi sem elstu menn muna, án þess að það hafi komið að sök. Að minnsta kosti eru þeir alltaf endurkjörnir sem standa fyrir hallanum og meiri- hluti þjóðarinnar er þeirrar skoð- unar að landinu sé vel stjómað. Skólakerfið íslenska hefur lagt áherslu á að enginn skari fram úr og notað til þess bremsukerfi, sem felur í sér að bestu nemendumir era bremsaðir af þegar þeir fara fram úr tossunum. Allir eiga að vera jafnir og helst jafh lélegir og þessi jafnréttisstefna hefur dregiö mjög úr námsárangri, sem veldur því aftur að nemendur og ungt fólk komast fyrr út á vinnumarkaðinn. Ungu fólki er einnig forðað frá Lánasjóði íslenskra námsmanna, en skuldafargið af þeim lánum get- ur sligað heilu fiölskyldurnar í marga mannsaldra, ef menn gá ekki að sér og em of lengi við nám. Hér hefur svo verið lögð áhersla á að kenna bömunum dönsku sem er mál sem enginn skilur hvort sem er og er hvergi brúkaö nema í kotríki sem lifir á því að vera í Evrópubandalaginu. Auk dönsku geta menn svo einbeitt sér að heim- speki og þjóðfélagsvísindum, sem em aðferðir kerfisins við að halda ungu fólki í námi án þess að það læri eitthvað af viti. Þannig mennt- ar þjóðin sig til áframhaldandi úti- vistar í samfélagi þjóðanna og dregur markvisst úr þeirri hættu að íslendingar flytjist búferlum til annarra landa. Með breyttu menntakerfí og aukinni áherslu á stæröfræði, eðlisfræði og aðrar hagnýtar námsleiðir til að komast inn á hinn alþjóðlega vinnumarkað mundi fólk streyma héðan í burtu og kippa fótunum undan tilveru þjóðarinnar. Þess vegna er núverandi menntastefna þjóðernisvæn og styrkir sjálfstæðið, jafnvel þótt sjálfstæðið sé einasta í því fólgið að lifa frumstæðu lífi og kunna dönsku. Já, við megum þakka fyrir að vera ekki eins og allir hinir, sem stunda hálfgert þrælahald á böm- um með því að kenna þeim fög sem leiða þau út í miskunnarlausa sam- keppni markaðarins til að hafa ofan af fyrir sér. Margur verður af aurum api og guð forði íslendingum frá þeim ör- lögum. Okkar menntastefna hefur annað að leiðarljósi. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.