Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1997, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1997, Blaðsíða 3
MIÐVKUDAGUR 8. JANÚAR 1997 3 Fréttir Tollgæslan í Reykjavík: Næturvaktir enn við hafnir Vöktunum hefur ekki verið sagt upp enn þá þannig að það er enn næturvakt við hafnir í Reykjavík. Vaktakerfið er byggt þannig upp að það er sex vikur í senn og því er Ijóst að þetta verður svona fram til 16. febrúar. Ef vaktakerfínu verður ekki sagt upp í þessari viku eða þeirri næstu verður það framlengt i sex vikur í viðbót og verður þá óbreytt út marsmánuð," segir Sveinbjörn Guðmundsson, yfir- maður Tollgæslunnar í Reykjavik, við DV. í nokkum tíma hefur það legið fyrir að næturvaktir Tollgæslunn- ar við hafnir í Reykjavík muni leggjast niður vegna niðurskurðar þar. „Það er ómögulegt að segja hvað gerist. Við bíðum enn eftir niður- stöðum og það er beðið eftir reglu- gerð um tollafgreiðslu skipa sem er í burðarliðnum í fjármálaráðu- neytinu. Stjórnvöld eiga eftir að taka afstöðu um hvemig verka- skiptingin verður hjá Tollgæsl- unni. Auðvitað vilja menn hér í þessari deild að liggi ljóst fyrir hvaða verkefni eiga að vera hér áfrarn," segir Sveinbjörn. -RR Flóttafólkið á ísafirði heldur tvöföld jól: Sömdu við nágrann- ana um að taka ekki niður jólaskreytingar „Jólin byrjuðu hjá Serbum í gær og þar með hjá flóttafólkinu. Bömin þeirra eru í jólafríi og mér er kunnugt um að þau sömdu við nágranna í íjölbýlis- húsinu að taka ekki niður jóla- skreytingar strax,“ segir Sigríður Hrönn Elíasdóttir, svæðisstjóri Rauða krossins á ísafirði, um flóttafólkið frá gömlu Júgóslavíu sem byrjaði jólahald að nýju á þrettándanum þegar aðrir lands- menn vom að pakka niður jóla- skreytingunum eftir hátíðahöld- in. Flóttafólkið hefur þegar haldið jól ásamt öðram íslendingum en skýringin á seinni jólahátíðinni er að um er að ræða blönduð hjónabönd þar sem helmingurinn fylgir rétttrúnaðarkirkjunni. Sigríður Hrönn segir að flótta- mönnunum 30 famist vel á Vest- fjörðum. „Fólkið hefur allt vinnu og því hefur gengið vel að aðlagast mannlífinu hér. Það er mjög dug- legt í íslenskunáminu og ég held að allir séu ánægðir," segir Sig- ríður Hrönn. -rt Þórshöfn: Kúfisk- vinnslan lofar góðu „Þetta erum við aðeins byrjaðir að prófa og eram að reyna að læra tökin á þessu. Við eram enn á þró- unartíma en þetta lofar góðu. Þetta tekur allt sinn tíma og það þarf að læra á tækjabúnað og annað. Það fer eftir því hvernig hlutirnir ganga á næstunni hvenær við getum byrj- að á fullu að framleiða kúfiskinn," segir Jóhann A. Jónsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Þórs- hafnar. Þar er verið að undirbúa vinnslu á kúfiski. Fyrirtækið keypti á síð- asta ári bátinn Öðufell sem er sér- smíðaður fyrir kúsfisksveiðar. „Það eru nokkrir mikilvægir þættir sem spinnast saman í þessu til að ná árangri og þá ég við tækja- búnað, afurðir og annað. Það þarf allt að ganga upp, veiðar, vinnsla og gæði. Við eram vel staddir hvað mannafla snertir. Ég geri þó ráð fyr- ir að það þurfi að ráða 12-14 menn 1 viðbót til að vinna við kúfiskinn í landi,“ segir Jóhann. -RR Keflavíkurflugvöllur: ’ Fleiri íslend- ingar en færri Þjóðverjar um Leifsstöð DV, Suðurnesjum: Farþegum sem komu til lands- ins um flugstöð Leifs Eirikssonar á Keflavíkurflugvelli í fyrra fjölg- aði um 30.706 frá árinu 1995. Alls kom 372.951 farþegi til landsins 1996 og 374.471 fór frá íslandi. Árið 1995 komu 342.245 farþegar til landsins en 344.481 fór. Farþeg- arnir voru frá 150 þjóðlöndum í fyrra fyrir utan ríkisfangslausa farþega sem voru 21. Árið 1995 voru það farþegar frá 143 löndum sem heimsóttu ísland og auk þess 50 ríkisfangslausir. Mesta aukningin var hjá íslend- ingum og voru þeir 22.443 fleiri 1996 en 1995, eða 183.870 á móti 161.427. Þjóðveijum sem komu hingað fækkaði hins vegar um 2683 í fyrra. Voru þá 31.545. Þrátt fyrir það eru þeir enn í öðru sæti hvað varðar farþega til landsins. Hjá flestum öðram þjóðum var fjölg- un. Dgm SUZUKI AFL OG ÖRYGGI $ SUZUKI MEÐ: aflmikilli 16 ventla vél • vökvastýri • veltistýri • samlæsingum • þjófavörn • rafdrifnum rúðuvindum • rafstýrðum útispeglum • útvarpi/segulbandi með 4 hátölurum • upphituðum framsætum • öryggisloftpúðum fyrir ökumann og farþega í framsæti • styrktarbitum í hurðum • samlitum stuðurum. SUZUKIBÍLAR HF Skeifunni 17; 108 Reykjavík. Sími 568 51 00. -ÆMK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.