Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1997, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1997
9
Stuttar fréttir
Utlönd
Styöja konungdæmið
Breska konungsfjölskyldan
fékk kærkomnar fréttir í gær
þegar skoöanakönnun meðal
sjónvarpsáhorfenda sýndi að 66
prósent þeirra sem hringdu
studdu konungdæmið.
Sjö létust í Alsír
Sjö fórust og 48 særðust þegar
öflug bílsprengja sprakk í mið-
borg Algeirsborgar síðdegis í
gær. Líklegt er talið að bókstafs-
trúarmenn hafi staðið fyrir til-
ræðinu.
Blair í góðum málum
Tony Blair, formaður breska
Verkamannaflokksins, og félag-
ar hans geta
verið kátir
þar sem útlit
er fyrir að
flokkurinn fái
43 sæta meiri-
hluta á þingi
eftir kosning-
arnai' síðar á
árinu, ef marka má spádóma
sérfræðinga sem Reuters frétta-
stofan leitaði til.
Mikið flóðatjón
Tjónið í flóðunum í Kalifom-
íu um áramótin er nú metiö á
um 100 milijarða íslenskra
króna. Sex týndu lífi og þúsund-
ir heimila urðu fyrir skemmd-
um.
Hillary tilnefnd
Hillary Rodham Clinton, for-
setafrú Bandarikjanna, hefur
verið tilnefhd til Grammyverð-
launa fyrir hljóðútgáfu á bók
hennar It Takes a Village.
Óttast um sjómann
Óttast er nú um breskan sjó-
mann eftir að skútu hans
hvolfdi í ísköldum sjónum milli
Ástralíu og suðurskautsins.
Kanar ætla að borga
Warren Christopher, utanrík-
isráðherra Bandaríkjanna, sagði
í gær að það
yrði meðal
forgangsverk-
efna ríkis-
stjórnar Clint-
ons á nýbyrj-
uðu ári að
greiða rúm-
lega 60 millj-
arða króna skuld sína við SÞ.
Skip á reki
Um þijú hundruð manns era
um borð í farþegaskipi á reki 1
Kyrrahafinu, eftir að vélar
fleysins stöðvuðust af völdum
elds.
Veður skánar
Japanir gátu í morgun byrjað
að hreinsa olíu úr rússnesku
skipi sem flaut að ströndum
landsins, þar sem veður skán-
aði.
Málaliðar í Saír
Erlendir málaliðar era í Saír
að þjáifa hermenn í bænum Kis-
angani í austurhluta landsins
fyrir sókn gegn uppreisnar-
mönnum, að sögn heimildar-
manna meðal Frakka í landinu.
List ekki á Juppé
Franskar konur hafa ekki
fallið fyrir Alain Juppé, forsæt-
isráðherra
Frakklands,
og tilraunum
hans tfl aö
falla í kramið
þar sem hann
er aðeins í
áttunda sæti
yfir „óskafor-
sætisráðherrann“ í skoðana-
könnun meðal kvenna.
Viku frestur í Kóreu
Leiðtogar verkalýðsfélaga í
Suður-Kóreu hafa gefið stjóm-
arvöldum einnar viku frest til
að afnema nýja vinnulöggjöf,
ella verði allsherjarverkfail
meðal opinberra starfsmanna.
Reuter
Endurkjörinn þingforseti þrátt fyrir siðabrot:
Gingrich var fullur
iðrunar og yfirbótar
Newt Gingrich var fullur iðran-
ar og yfirbótar eftir að hann var
endurkjörinn forseti fulltrúadeild-
ar Bandaríkjaþings i gærkvöld
með 216 atkvæðum gegn 205. Hann
naut þó ekki einróma stuðnings fé-
laga sinna í Repúblikanaflokknum
því níu þeirra studdu hann ekki
vegna siðareglubrota þingforset-
ans. Gingrich er fyrsti repúblikan-
inn í 68 ár sem er kjörinn forseti
fulltrúadeildarinnar á tveim þing-
um í röð.
Sáttahugur var í Gingrich í
ræðu sem hann hélt eftir kjörið og
hann bað félaga sina og lands-
menn alla afsökunar á öllu því
sem hann kynni að hafa gert til að
móðga þá.
„Ég biðst afsökunar á því þegar
ég var of fljótur á mér, of öraggur
með sjálfan mig eða of ýtinn,“
sagði Gingrich.
Atkvæðagreiðslan i gærkvöld
var aðeins degi áður en lokakafli
tveggja ára rannsóknar siðanefhdar
fulltrúadeildarinnar hefst á siða-
reglubrotum Gingrich. Við lok
Newt Gingrich enn þingforseti.
Símamynd Reuter
rannsóknarinnar mun nefndin
mæla með refsingu og þingmenn
verða síðan að greiða atkvæði um
þá tillögu. Af repúblikönunum níu
sem ekki studdu Gingrich, sátu
fimrn hjá en fjórir greiddu öðrum
atkvæði þar sem þeir töldu að
ekki væri rétt að kjósa Gingrich
vegna siðareglubrotanna.
Demókratar greiddu atkvæði
með leiðtoga sínum í fulltrúadeild-
inni, Richard Gephardt.
Leiðtogar repúblikana höfðu it-
rekað spáð Gingrich sigri en þeir
lögðu engu að síður hart að sér til
að fá félaga sína sem enn vora óá-
kveðnir á sitt band. Gingrich
mætti á flokksfundi á mánudags-
kvöld og á þriðjudag til að svara
spumingum og hlýða á áhyggjur
þingmanna.
Demókratar reyndu á síðustu
stundu að seinka atkvæðagreiðsl-
unni en repúblikanar komu í veg
fyrir það, þótt margir þeirra hefðu
viljað að þingforseti yrði ekki
kjörinn fyrr en eftir að siðanefnd-
in hefur lokið starfi sínu. Atkvæði
um tillögur nefndarinnar verða
greidd í síðasta lagi 21. janúar næst-
komandi. Reuter
Hórumamman Fleiss dæmd
í 37 mánaða fangelsi
Hórumamman Heidi Fleiss í
Hollywood, sem rak símavændis-
þjónustu fyrir hina ríku og frægu í
kvikmyndaiðnaðinum, var í gær
dæmd í 37 mánaða fangelsi fyrir
skattsvik og peningaþvott.
Hægt hefði verið að dæma Fleiss
í yfir átta ára fangelsi fyrir öll
ákæraatriðin sem hún var fundin
sek um. Dómarinn kvaðst hins veg-
ar fara um hana mildum höndum
þar sem hann væri sammála verj-
endum um að réttarkerfið hcillaði á
konur því það væru aðeins þær sem
hlytu refsingu þegar um vændi
væri að ræða.
Við réttarhöldin minntist verjandi
Fleiss á viðskiptavini hennar en
hann nefndi aldrei kvikmyndaleikar-
ann Charlie Sheen á nafti. Sheen við-
urkenndi hins vegar við fyrri réttar-
höld yfir Fleiss að hafa eytt rúmum
3 milljónum íslenskra króna í starfs-
konur hennar. Reuter
13 milljarða af-
mælisveisla
í dag hefst í Mónakó 10 mánaða
hátíð í tilefni 700 ára afmælis
furstadæmisins. Ekki er búist við
fjölda gesta í tilefhi afmælisins.
Hæst setti erlendi gesturinn, sem
viðstaddur verður setningu hátíð-
arinnar í dag, verður fulltrúi frá
páfagarði.
Verja á 13 milijörðum íslenskra
króna til hátíðahaldanna sem
standa munu fram í október.
Haldnar verða íþróttakeppnir,
tónleikar, listsýningar, leiksýn-
ingar auk þess sem kappakstur
verður á dagskránni.
Furstadæmið varð til þegar
stríðsmaðurinn Francois
Grimaldi laumaðist, dulbúinn
sem munkm-, inn í vígi Genúa-
manna, hleypti eigin hermönnum
inn og lagði svæðið undir sig.
Grimaldiættin hefur síðan veriö
nær óslitið við völd í Mónakó.
Rainer fursti, sem er 73 ára,
tjáði fréttamönnum í gær að hann
hygðist ekki segja af sér fyrr en
Albert sonur hans hefði fengiö
meiri æfingu og jafnvel kvænst.
Ekki er allt sem sýnist í fursta-
dæminu, sem frægt er fyrir eins
konar ævintýraveröld, og ríkir
þar nú efnahagsleg kreppa.
Fagna afstöðu
serbneska
hersins
Bandarísk yfirvöld sögðu í gær
yfirlýsingu yfirmanns serbneska
hersins um að herinn muni ekki
skipta sér af deilum stjórnarand-
stæðinga og Milosevics forseta
markverða þróun.
í gær gengu um 30 þúsund
stjórnarandstæðingar um götur
Belgrad. Kysstu þeir lögreglu-
menn og óskuðu þeim gleðilegra
jóla. Lögreglan leyfði hundruðum
þúsunda stjómarandstæðinga að
ganga að dómkirkjunni í Belgrad
þar sem haldin var miðnætur-
messa. í gær var göngumönnum
hins vegar einungis leyft að ganga
vissar götur. Reuter
NY 8 YIKNA FITUBRENNSLUNAMSKEIÐ
OG ÁTAKSNÁMSKEIÐ KARLA
hefjast 8. janúar
Mikil fræðsia og gott aðhald. Matardagbók og uppskriftir.
Fitumælingar og vigtanir. Mæting 3x til 5x sinnum í viku.
Iþróttakennarar með menntun og reynsíu. Barnagæsla.
Ný stundaskró World Class tekur gildi 6. janúar.
ALLAR UPPLÝSINGAR OGINNRITUNISÍMA 553 0000
Fellsmúla 24 108 Reykjavík Sími 553 5000