Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1997, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1997 Fréttir Framfærsluskýrslan: Verð á þjónustu hefur hækkað jafnt og þétt - meðan verð á landbúnaðarvörum og innfluttum neysluvörum lækkar Hlutfallslegar verðbreytingar neysluvöru 1968 til 1996 Island og Evrópulöndin: •• 86 '90 '96 Bækur, bloð og timarit 160% dýrari hér á landi verð á veitingastöðum og hótelum er 42 prósentum hærra hér en í Evrópu Flæmski hatturinn: Engin rök til niðurskurðar Á síöustu 10 árum hefur verð á þjónustu hækkað jafnt og þétt hér á landi. í árslok 1996 nam hækk- unin á þjónustuliðtim 30 prósent- um umfram meðalhækkun vísitöl- unnar. Þetta kemur fram í skýrslu framfærsluneöidarinnar og segjast skýrsluhöfunar engar skýringar hafa á þessu. Verð á landbúnaðarafurðum hækkaði jafnt og þétt allt fram til ársins 1990 en eftir það hefur verð þeirra lækkað. Telja skýrsluhöf- undar að ástæða þessa séu þjóðar- sáttarsamningamir sem gerðir voru 1990. Verð á innlendum neysluvörum hækkaði milli áranna 1986 og 1988 en hefur síöan farið heldur lækk- andi. Þær lækkanir eru þó ekki í í skýrslu framfærslunefndarinnar um samanburð á verði vöru og þjón- ustu hér á landi og í Evrópulöndum kemur fram að verð á bókum, blöðum og tímarihnnn er hvorki meira né minna en 160 prósentum hærra hér á landi en í Evrópulöndunum. Og ef samræmi við verðlækkun land- búnaðarvara. Verð á innlendum neysluvörum er nú 10 prósentum yfír sögulegu meðaltali áranna 1968 til 1996. Hvað verðlagi innfluttra neyslu- vara viðkemur lækkaði það á ártmum 1984 til 1988. Þessu olli hækkim á raungengi krónunnar. Síðan hefur verð þeirra farið held- ur hækkandi en hefur þó ekki náð fyrrnefiidu sögulegu meðaltali. í framfærsluskýrslunni kemur fram að aukin samkeppni hafi haft jákvæð áhrif á þróun framfærslu- kostnaðar. Einnig er nefiid til sög- unnar stóraukin markaðshlutdeild stórverslana þar sem áhersla er lögð á lágt vöruverð. -S.dór bara eru tekin Norðurlöndin er verð- ið 130 prósentum hærra á íslandi en annars staðar á Norðurlöndum. Annað sem stingur í augu við lest- ur skýrslunnar er verðiag á veitinga- húsum og hótelum hér á landi. Það er 42 prósentum hærra en í Evrópulönd- unum. Og ísland trónir á verðtoppi Norðurlandanna með 16 prósenta hærra veitinga- og hótelverð en ann- ars staðar á Norðurlöndum. Verð á tómstundavörum er hvergi hærra en hér á landi og er það 40 pró- sent yfír meðaltali verðlags í Evrópu- löndunum. ísland kemur vel út í sam- anburði á kostnaði við lyf og læknis- hjálp. Þar erum við 5 prósent undir meðaltali Evrópulandanna. Sömuleið- is er verðlag á fiarskiptaþjónustu 40 prósentum lægra hér en í nágranna- löndunum -S.dór Flæmski hatturinn: Engin rök til niðurskurðar „Að mínu mati eru engin rök fyrir því að skera svo mjög mikið niður veiði á Flæmska hattinum eins og gert er nú með þessari nýju reglugerð. Við fórum niður úr 20 þúsund tonnum niður í sjö þúsund. Svo er þetta spurning með kvótann og það verður að tryggja það þjóðhagslega að hann verði nýttur. Mér finnst menn fara ailt of geyst með að setja svona reglu- gerð,“ segir Jóhann A. Jónsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Þórshafiiar og formaður út- hafsveiðinefndar LÍÚ. -RR Dagfari Ráðuneytisstjóri án ráðuneytis Vegtyllur geta verið vafasamar. Einkum ef menn eru komnir langt i vegtyllunum. Þannig hefur því miður farið fyrir Bimi Frið- finnssyni, ráðuneytisstjóra í iðn- aðar- og viðskiptaráðuneytinu. Bjöm er að sjálfsögðu hin hæfasti maður og fékk skjótan frama í ráðuneytinu á sínum tíma, enda góður og gegn alþýðuflokksmaður þegar Alþýðuflokkurinn stjómaði þessum ráðuneytum og flokkur- inn þekkir sitt heimafólk og Bjöm ' var orðinn ráðuneytisstjóri áður en hann vissi af og ekkert nema gott um það að segja. Vegur hans jókst enn og aftur þegar íslendingar gerðust aðilar að evrópska efhahagssvæðinu og þegar Ijóst var að ráðuneytunum er að mestu stýrt að utan og völd- in orðin lítil sem engin hér heima var afráðið að senda Bjöm til að stjóma málum hjá EFTA ef verða mætti til að íslendingar réðu ein- hverju um sín eigin mál. Þessi frami Bjöms mæltist vel fyrir og hann fékk sérstakt leyfi hjá viðkomandi og þáverandi ráð- herra fyrir utanreisu sinni og þar dvaldi Bjöm í þrjú eða fjögur ár við góðan orðstír. En svo fór að lokum að Bjöm vildi heim og hafði bréf frá ráð- herra upp á vasann um að hann væri velkominn til landsins og í sína gömlu stöðu, ef hann skilaði sér til foðurlandsins. Bjöm pakkaði niður, kvaddi kóng og prest og hélt heim í sitt gamla ráðuneyti. Eða svo hélt hann. Eftirmálin era öllum kunn. Ráðherranum hafði snúist hugur og ráðuneytisstjórinn kom að lok- uðum dyram í ráöuneyti sínu. Jólin liðu milli vonar og ótta með- an ráðherrann sagðist vera að hugsa hvað gera ætti við Bjöm Friðfinnsson, þennan týnda sauð sem hafði plagað ráðuneytið meö tilskipunum og reglugerðum frá Brassel. Dagfari gerði þessu deilumáli nokkur skil í síöustu viku og því er bæði rétt og skylt að geta þeirr- ar niðurstöðu sem nú liggur fyrir í máli Bjöms. Sú farsæla lausn liggur fyrir að Björn ráðuneytis- stjóri mim þurfa að bíða eitt ár eftir að geta orðið ráðuneytis- stjóri á nýjan leik. Samkomulag hefúr tekist um það milli Bjöms og þriggja ráðherra í ríkisstjóm- inni að Bjöm nýtist best sem ráðuneytisstjóri án ráðuneytis. Það þýðir að Bjöm mun þiggja full laun sem ráðuneytisstjóri án þess að þurfa að mæta í ráðuneyt- ið. Eftir því sem fréttir herma mun hann taka að sér einhvers konar kynningarstörf í stjómar- ráðinu sem felast þá væntanlega í því að ráðuneytisstjórinn sem hef- ur stjómað íslandi frá Brassel imdanfarin þrjú ár mun kynna sér og öðrum hvað stendur í þeim reglugerðum og fyrirmælum sem hann hefúr áður sent að utan. Annars er erfitt að henda reið- ur á því í hverju störf Bjöms era fólgin, enda hefur iðnaðarráð- herra ekki talið að það komi skattborgurum við, enda þótt hann úthýsi ráðuneytisstjóra á fúllum launum og feli honum störf sem öðrum koma ekki við. Ráðherrann hefur nefnilega fundið það út eins og aðrir sem öðlast vegtyllur í þágu skatt- borgaranna að vegtyllumar veiti þeim rétt til að gefa skattborgur- unum langt nef. Einkum þegar um er að ræða ráðuneytisstjóra sem hefúr sjálfur fengið vegtyllu sem ráðherrann kann ekki að meta. Svo ekki sé talað um ef hann kann heldm- ekki að meta ráðuneytistj órann. En þetta er allt í finu lagi. Al- veg eins og stjómvöld hafa komið sér upp sendiherrum án sendi- ráða höfum við núna ráðuneytis- stjóra án ráðuneytis. Þær era ekki til einskis, vegtyllumar. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.