Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1997, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1997, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1997 GCI selur hugtak á íslandi: Einnar viku orlofshlutdeild til sólu handa eldri hjónum - viðskiptavinirnir eignast sumarfríið sitt í stað þess að leigja það, segir Terry Bissell, framkvæmdastjóri Myndin er úr kynningarbæklingi GCI á íslandi. Viðskipti Stóraukin sementssala Sala á sementi jókst verulega á nýliðnu ári, miðað við árið á undan, eða um 15,8%. Alls seldi Sementsverksmiðja ríkisins hf. 88.234 tonn af sementi en árið á undan seldust 76.187 tonn. Tómas Runólfsson; deildar- stjóri hjá Sementsverksmiðju ríkisins hf., segir að ekki hafi verið gerðar áætlanir um fram- leiðslu og sölu á sementi á ný- byrjuðu ári enda hafi óvissa ver- ið nokkur, einkum i sambandi við nýtt álver á Grundartanga og stækkun Jámblendiverksmiðj- unnar á sama stað. Verði hins vegar af hvoru tveggja sé líklegt að sementssalan á árinu verði um 90 þúsund tonn. -SÁ Greiðslubyrðin fundin á Internetinu Fleiri og fleiri þjónustufyrirtæki hafa sett upp heimasíður á Inter- netinu, þeirra á meðal tryggingafé- lögin. Sjóvá-Almennar hafa þannig sett upp heimasíðu þar sem fólk getur m.a. fengi upplýsingar til að láta heimilistölvuna síðan reikna út tryggingaiðgiöldin og greiðslu- byrði af bílalánum félagsins. í frétt frá tryggingafélaginu segir að í gegnum heimasíðuna geti fólk auk þess fengið upplýs- ingar um hentugar tryggingar fyrir heimilið og heimilisbilinn, um ökupróf og námskeið sem ungum ökumönnum standa til boða, um tryggingastarfsemi, for- varnir og margt fleira. Ef sérstak- ar spurningar vakna eru gefið upp tölvupóstföng starfsmanna félagsins og símanúmer sem veita frekari upplýsingar um hvaðeina sem lýtur að trygging- um. -SÁ Brennsluhvati til USA og Kanada Formex í Kópavogi hefur yfir- tekið starfsemi DEB-þjónustunn- ar á Akranesi sem framleitt hef- ur og selt svonefndan brennslu- hvata sem á að breyta eiginleik- um eldsneytis áður en það renn- ur inn í brunahólf sprengi- hreyfla, bæði bensín- og dísilvéla, þannig að vélamar bæði nýti eldsneytið betur og útblástur þeirra veröi hreinni en ella. í frétt frá David Butt, sem hefur framleitt og selt brennsluhvatann til þessa hér á landi, segir að hann sé á fóram til Nova Scotia þar sem hann hefur sett á stofn fýrirtæki sem mun framleiða brennslu- hvatann og markaðssetja hann í Kanada og Bandaríkjunum. Áhugi sé umtalsverður fyrir brennslu- hvatanum og m.a. rannsaki nú kanadíska strandgæslan hann og fjölmörg fyrirtæki og stofnanir í sjó- og landflutningum vestra séu að íhuga að setja hann í bæði bíla og skip. -SÁ Kjósarhreppur mun krefjast skaöabóta Hreppsnefnd Kjósarhrepps ætl- ar að krefja sfjómvöld og Col- umbia Ventures um skaðabætur, verði álver Columbia reist á Grandartanga. Á fundi hreppsnefndarinnar sl. föstudag var samþykkt ályktun um að sú stefha stjómvalda að reisa álver í miðju landbúnaðar- héraði, þar sem verið sé aö efla ferðaþjónustu og útivist, sé víta- verð. Álverið eigi eftir að skila frá sér út í andrúmsloftið á hverju ári 108 tonnum af flúori, 3800 tonnum af brennisteinství- oxíði og 180 þúsund tonnum af af koldíoxíöi. Aðstoðarframkvæmdastjóri Columbia Ventures segir við DV að mengun frá álverinu verði sáralítil þar sem það verði mjög fullkomið og með fullkomnum mengunarvamabúnaði. -SÁ Terry Bissell framkvæmdastjóri GCI á íslandi, fyrirtækis sem selur svonefnda orlofshlutdeild í hótelinu Sunset Beach Club á Spáni, segir í samtali við DV að frétt um starfsem- ina, sem birtist i síðasta Helgarblaði DV, sé byggð á getsökum og sé til þess fallin að leiða fólk á villgötur um raunverulegan tilgang og starf- semi GCI. Hvort tveggja sé fullkom- lega heiðarlegt og löglegt. GCI selji fólki orlofsdvöl í eina viku á ári í mjög góðu hóteli og hótelum eða dvalarstöðum viðs vegar um heim- inn. Viðskiptavinirnir eignist þannig sumarfrí sitt í stað þess að leigja það. Terry Bissell kveðst geta fært rök fyrir því að sú vara sem hann selji, það er að segja réttur til dvalar í til- tekinni hótelíbúð um tiltekinn tíma á ári, sé ekki dýrari heldur þvert á móti ódýrari kostur en að kaupa sér pakkaferð eða dvelja á eigin vegum á sólarströnd í sumarfríi sínu. Hann leggur á það áherslu að fólk hafi frjálst val um það hvort það kaupi sér og eignist sjálft sitt sumarfrí ævilangt eða ekki og í stað þess að fjölmiðlar fjalli um framtakið á nei- kvæðum nótum ættu þeir að láta fólk sjálft dæma og leyfa því að öðl- ast það sem því sjálfu gagnast best. Hörö sölumennska Sú aðferð sem GCI beitir til að nálgast fólk er sú að hringt er í heimasíma fólks, að því er virðist af einhvers konar handahófi, þótt flestir þeir sem rætt hafa við DV eft- ir að frétt blaðsins af starfsemi GCI birtist sé fólk komið um og yfir miðjan aldur. Eftir að svarað hefur verið tjáir starfsmaður GCI viðkomandi að Viðskipti voru með mesta móti á Verðbréfaþingi íslands í fyrradag og hafa þau aðeins örsjaldan orðið meiri á einum degi, að því er segir í viðskiptayfirliti Verðbréfaþingsins. Það voru ríkisvíxlar sem vógu þyngst í þessum miklu viðskiptum, eins og jafnan er raunin á miklum viðskiptadögum, en viðskipti með þá námu um einum milljarði króna. Þá hafa viðskipti með bankavíxla verið fjörug að undanfórnu en í fyrradag námu þau 198 milljónum króna. Hlutabréfaviðskipti voru hins vegar lítil, eða fyrir tæpar sex milljónir króna, og var mest verslað með bréf i Eimskipafélaginu. Verð- hann hafi unnið ferð á sólarströnd og er honum síðan boðið að koma á kynningarfund í bækistöðvar fyrir- tækisins að Vesturgötu 2 í Reykja- vík ásamt maka sínum. Manni nokkrum, sem kom einn á slíkan fund án konu sinnar fyrr í þessari breytingar vora litlar og hlutabréfa- vísitalan lækkaði lítillega. Auk viðskiptanna með Eimskipa- félagsbréfin urðu viðskipti með bréf í íslandsbanka, Olíuverslun íslands, Plastprenti, Síldarvinnslunni, Skinnaiðnaði, SR-mjöli, Sæplasti, Þormóði ramma og Hraðfrystistöð Þórshafnar. Þessi viðskipti námu frá rúmri háifri milljón króna niður í rúmar 100 þúsund krónur. Menn sem glöggir era á íslenska fjármálaheiminn telja að óvissa í vaxtamálum nú í upphafi nýs árs sé nokkur en allar forsendur séu fyrir því að vextir lækki. Hvort svo verði ráðist mjög af þvi hvemig stjóm viku, var visað frá og beðinn að koma á næsta fund og þá í fylgd með konu sinni. Eftir að ítarleg kynning á hótel- inu Sunset Beach Club, sem er milli Marbella og Malaga á Spáni, hefur farið fram ganga starfsmenn GCI á efnahagsmála verði háttað. í erindi, sem Magnús Pétursson, ráðuneytisstjóri í fiármálaráðuneyt- inu, hélt á fundi sem Landsbréf stóðu fyrir í desember sL, sagði hann meðal annars að erfitt væri að meta líkur á sölu ríkisfyrirtækja á árinu 1997 en færi það svo að hluta- bréf í ríkisfyrirtækjum kæmu á markað fyrir sem svarar 2-3 millj- örðum króna myndi það væntan- lega auka það fé sem færi í hluta- bréfaspamað en það væri jákvætt. Þá mundu ný lög um lífeyrissjóði starfsmanna rikisins leiða til þess að 5-600 milljónir króna streymdu í sjóðinn. sérhver hjón á fundinum hver um sig og leggja fast að þeim að undir- rita raðgreiðslusamning út á greiðslukort um kaup á dvalarrétti í eina viku á ári í þessu hóteli. Eftir að slikur samningur hefur j verið undirritaðm’ undirritar fólk ' eins konar krossapróf en í því kem- ur fram að kaupandi hefur keypt or- lofshlutdeild í Sunset Beach Club til ■ að nota til skemmtunar og i fríi en ekki sem arðbæra fiárfestingu. Síð- an er spurt hvort kaupanda sé ljóst ; hvort hann skilji hugtakið orlofs- hlutdeild, hvort hann geti staðið við þá fiárhagslegu skuldbindingu sem hann hefur undirritað og hvort hon- um sé ljóst að hann þurfi að greiða árlegt umsjónargjald. Það næsta sem fram kemur í þessu krossaprófi er að GCI og móð- urfélagið RCI annist ekki endursölu eða leigu á hinum nýkeypta orlofs- rétti og reynsla fólks sem keypti or- lofsrétt fyrir nokkrum árum hjá RCI í hóteli á Costa del Sol á Spáni I er sú að hann er nánast óseljanleg- ur. í krossaprófinu er því næst tekið (j fram að RCI útvegi valmöguleika á skiptum orlofsréttar, vilji fólk dvelja annars staðar en á „sínum“ j orlofsréttarstað/-tíma. Fyrir þessa þjónustu þurfi að greiða sérstak- lega. Síðasta spuming krossaprófsins hljóðar svo þannig: „Er þér ljóst að allir skilmálar kaupsamnings þíns við Sunset Beach Club era skrifleg- ir og geta undir engum kringum- stæðum verið breytt? Önnur loforð sem ekki eru skrifleg og lesin af þér getur þú ekki tekið marktæk." -SÁ Enn fremur sagði Magnús það brýnt að fiallað yrði um skattalega meðferð lífeyrisspamaðar og hve stór hluti hans ætti að koma til frá- dráttar á skatti inni í rekstri fyrir- tækja. Breytingin á Lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna mundi einnig trú- lega leiða til þess að breytingar yrðu gerðar á almennu lífeyrissjóð- t unum þannig að þeir fengju heimild ' til að stofna séreignadeildir til við- bótar við venjulegan rekstur sinn. Viðræður stjórnenda lifeyrissjóð- m anna við fiármálaráðuneytið hefiast í þessari viku eins og komið hefur fram í frétt DV. -SÁ ( Mikil viðskipti á Verðbréfaþingi: Ríkisvíxlarnir vógu þyngst

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.