Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1997, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1997, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1997 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aóstoóarritstjóri: EUAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuöi 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverö 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Lítið og lélegt verk í fyrradag var skýrt frá litlu og lélegu verki nefndar, sem geröi ekki þaö, sem henni var sagt að gera, notaði úr- eltar upplýsingar og sundurliðaði ekki þann þátt niður- staðanna, sem reyndist áhugaverðastur. Þetta var nefnd, sem átti að leggja til lækkun framfærslukostnaðar. Þessa nefnd skipaði forsætisráðherra í febrúar í fyrra með aðild Þjóðhagsstofnunar og heildarsamtaka vinnu- markaðarins. í skipunarbréfi nefndarinnar var farið fram á tillögur um leiðir til að lækka framfærslukostn- að heimilanna, en nefndin varð ekki við þeirri ósk. Nefndin notaði ekki einu sinni nýjustu neyzlukönnun Hagstofunnar, frá 1995, heldur gamla könnun frá 1990. Það dregur auðvitað úr gildi vinnunnar fyrir líðandi stund, að upplýsingar um neyzlumagn eru gamlar. Þær eru til dæmis eldri en ofurtollar innfluttrar búvöru. Gagnlegur er samanburður nefndarinnar á verðlagi á íslandi og í löndum Evrópusambandsins árið 1994. Hann sýnir, að verðlag einkaneyzlunnar er um 13% hærra hér á landi en í Evrópu. Sumt er ódýrara hér, svo sem hús- hitun, en annað er dýrara, svo sem matur og drykkur. Gagnlegri hefði verið samanburður við Bandaríkin, þar sem verðlagi á matvælum er ekki haldið uppi eins og í löndum Evrópusambandsins. Þá hefðum við einnig fengið samanburð við þá þjóð, sem býr við einna mest frelsi í framleiðslu og sölu á vörum og þjónustu. Einn helzti gallinn við vinnu nefndarinnar er þó, að hún sundurliðar ekki þann þátt, sem óhagstæðastur er íslandi og gefur því mest tilefni til aðgerða til lækkunar. Þetta er liðurinn: Matur, drykkur, tóbak, sem reyndist vera 48% dýrari hér á landi en meðaltalið í Evrópu. Þetta er safnliður ólíkra þátta, sem hljóta afar mis- jafna meðferð stjómvalda. Sumt er innfluttur matur, sem ekki er háður tollmúrum. Annað er innfluttur mat- ur, sem þarf að sæta háum tollum. Og enn annað er inn- lend og ríkisvemduð framleiðsla landbúnaðarafurða. Með því að slengja öllu þessu saman í einn pakka, dylst fyrir almenningi sú staðreynd, að sumt af mat er á svipuðu verði hér og í Evrópu, en annað er miklu dýr- ara og jafnvel margfalt dýrara. Talan 48% segir ekki alla söguna um þann mat, sem lýtur afskiptum ríkisins. Ef þetta hefði verið sundurliðað, hefði niðurstaðan sýnt, að verðlag væri svipað hér á landi og í Evrópu, nema á þeim vörum, sem njóta sérstakrar vemdar eða þurfa að sæta sérstökum vemdartollum. Þá hefði nefnd- in komizt að kjama málsins, sem hún ekki þorði. Ekki þarf raunar nefnd tH að segja fólki, að sam- keppni ræður verði. Þar sem einhvers konar vemd er í spHinu, hvort sem það er sjálfvirk vemd á borð við fjar- lægðarvemd eða tungumálavemd eða meðvituð vemd á borð við aðgerðir ríkisins, verður vara dýrari. Nefndin hefði getað fundið þetta út, ef hún hefði kært sig um eða þorað. En þá hefði hún líka neyðzt tH að fara eftir tilmælum skipunarbréfsins og ekki átt annars kost en að leggja tH minnkun eða afnám vemdarstefnu ríkis- ins, eins og hún kemur fram í höftum og toUum. Þegar forsætisráðherra skipar nefnd, sem beinlínis er falið að gera tiUögur um lækkun framfærslukostnaðar, hljóta það að vera mikH vonbrigði fyrir hann eins og marga aðra, að nefndin skyldi hlaupa frá verkinu af ótta við að trufla valdamikla aðHa í þjóðfélaginu. Hafa má tH marks um eymd Alþýðusambandsins, að fuUtrúi þess skuli eiga aðHd að nefnd, sem hefur frum- kvæði í að drepa lækkun vömverðs á dreif. Jónas Kristjánsson „Pess vegna þarf enginn aö velkjast í vafa um aö til dæmis stærri samkomustaðir eins og Kringlan koma veirunni betur til skila en tii að mynda fáfarin bersvæöi," segir Haraldur meöal annars. A, B og C Það hefur örugglega farið fram hjá fæstum að þjóðin okkar er búin að liggja meira eða minna í ástandi sem í daglegu tali kallast flensa eða inflúensa. Ég sjálfur varð meira að segja fyrir þeirri yf- irskilvitlegu reynslu að lenda í svona úrtaki. Rúmlega í lengri tíma en ég bjóst við í fyrstu. Við erum að tala um allar hátíðimar. Það verður samt að segjast alveg eins og er að slíkt ástand jók strax trúarhitann og stillti mig inn á réttu heilabylgjumar sem best er aö vera á yfir hájólin. Að vísu er erfitt að einbeita sér við lestur og synda gegnum allt þetta bókaflóð þegar líkaminn er undirlagður af öðru eins óráði. En þeim mun betra er að horfa á boðskapinn sem berst okkur úr háloftunum í gegnum gervihnött og alla leið inn í sjónvarpið. Það er líka áberandi hvað myndbandaleigur em opnar oft og lengi yfir hátíðimar. Þjóðleg vís- indi Auðvitað var ég eins og margir búinn að heyra minnst á og meira að segja hef ég hlustað á heilu ræðurnar um inflúensur. Nú er svo komið að þetta em í rauninni orðin mjög þjóðleg vísindi sem flestir hafa áhuga á. Enda fer hún ekki í manngreinarálit heldur smeygir sér inn um vit næst- um því hvers sem er. Flensan er orðin reglulegur heimilis- gestur og við erum þess vegna búin að gefa henni nafn og líka nöfn. Það em nefnilega nokkrar tegundir. A og B og C. Það er erfittt að fullyrða eitthvað ákveðið um þetta allt saman en ein- hvern veginn hef ég samt á tilfinning- unni að þessi til- tekni flensufaraldur sé skæðari nú en fyrr. Að sjálfsögðu era ákveðnar ástæð- ur fyrir því. Eins og fyrir öllu öðm. Það er morgunljóst að með auknum samskiptum manna í millum eykst smithætta í réttum hlutfollum. Þess vegna þarf enginn að velkjast í vafa um að til dæmis stærri samkomustaðir eins og Kringlan koma vei- runni betur til skila en til að mynda fáfarin bersvæði. Loftræsti- kerfi eru sömuleiðis sterkur smitberi. Það segir sig sjálft. Viðkomustaöir veirunnar Nútímatækni býður okkur upp á alls kyns loft- og hitamyndir frá ólíkum heimshornum. Það ætti þar af leiðandi fyrir löngu að vera búið að hanna kort sem sýnir ferli og hreyfing- ar inflúensanna um til dæmis höfuðborgar- svæðið. Hæðir og lægð- ir í mismunandi svæð- isnúmerum. Hvernig þær dreifast almennt. Slíkt er ofureinfalt í framkvæmd og koma þá strax upp í hugann veðurkortin sem við erum vön að sjá í sjónvarpinu á hverju kvöldi. Með þessu móti gætu borgarbúar og fólk í öðrum þéttbýliskjörnum landsins hagað ferðum sínum með tilliti til við- komustaða veirunnar sem slíkrar. Þannig er auðvelt að forðast smit- ið. Kortin gætu hreinlega komið upp á skerminn eftir venjulegar veðurfréttir. Þetta er spuming um sjálfsagða þjónustu. Og almennt öryggi. Mað- ur skilur eiginlega ekki af hveiju þetta er ekki fyrir löngu orðinn hluti af okkar margrómaða raun- veruleika. Haraldur Jónsson „Nútímatækni býöur okkur upp á alls kyns loft• og hitamyndir frá ólíkum heimshornum. Þaö ætti þar af leiöandi fyrir löngu aö vera búiö aö hanna kort sem sýnir ferli og hreyfingar inflúensanna um til dæmis höfuöborgarsvæöiö. “ Kjallarinn Haraldur Jóns- son myndlistarmaöur Skoðanir annarra Fátækt áhyggjuefni „Engu að síður er tíundi hver íslendingur undir fátæktarmörkum, samkvæmt skilgreiningu Félags- vísindastofnunar. Fjórir af hveijum tíu í þessum lág- kjarahópi era atvinnulausir. Þessi veruleiki er vera- legt áhyggjuefni, sem samfélagið verður að staldra við. Við megum ekki festast í því fari að töluverður hluti þjóðarinnar búið við óviðunandi kjaralegar að- stæður; aöstæður sem meirihlutinn, er betur býr, virðist hafa takmarkaðan áhuga á að færa til betri vegar þegar tekizt er á um skiptingu þjóðarkökunn- ar.“ Úr forystugrein Mbl. 7. jan. Engin ölmusa „Það vill nefnilega svo til að gamalt fólk er fjöl- mennasti hópurinn sem á allt sitt eða mestallt und- ir ríkinu, það er elli- og örorkulífeyrinum. Þetta fólk er ekki að fá ölmusu - eins og stjómvöld virðast halda - heldur laun fyrir unnið ævistarf, laun sem þetta sama fólk hefur þegar borgað með sköttum sín- um og skyldum i rikissjóð og aðra opinbera sjóði. Þess vegna er í raun verið að fara aftan að þessu fólki með endalausri ranu skerðingarreglugerða frá ríkisstjórninni." Svavar Gestsson í Mbl. 7. jan. Kvótakerfið dýrkeypt „En dýrkeyptast fyrir landsbyggðina er kvótakerf- ið og allt braskið sem því fylgir í sjávarútvegi. Fyrr á áram byggðist atvinnulífið meðal annars á fram- kvæði og atorku margra við sjóinn með rekstri lít- illa og meðalstórra útvegsfyrirtækja. Það er liðin tíð. Nú era það fáir og sterkir risar, sem í krafti kerfis og pólitískrar vemdar hafa eignast sjóinn, fiskinn og fólkið. Eignarhaldið er gersamlega lokað og allur að- gangur öðrum en eigendum bannaður. Og eignar- haldið gengur í erfðir. Það er einasta opnunin fyrir nýja aðila að komast að auðlindinni. Gunnlaugur Stefánsson í Alþýðubl. 7. jan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.