Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1997, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1997, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1997 íþróttir i>v NBA-körfuboltinn í nótt: Var svolítið ryðgaður - sagði Penny Hardaway eftir sigur Orlando Fæddur: 22. júní 1962. Hæð: 198 sm. Þyngd: 101 kg. Staða: Framherji. Númer á treyju: 22. Heimilishagir: Er kvæntur og á þrjú börn, tvo drengi og eina stúlku. NBA-leikir: 985, þar af 867 með Portland Trailblazers. Meðalskor í NBA: 34,5 stig. Flest stig í leik: 50 gegn Sacramento árið 1989. Flest fráköst: 18 gegn LA Clippers árið 1985. Flestar stoðsendingar: 16 gegn Sacramento árið 1986. Ferill: Var valinn af Portland í nýliðavalinu í fyrstu umferð 14. í röðinni árið 1983. Lék með Portland til ársins 1994 en var þá seldur til Houston. Tómstundir: Líður best í faðmi fjölskyldunnar, hefur gam- an af því að spila golf og tennis, les mikið. Uppáhaldsleikmenn: Julius Erwing og Walt Frazier. Ýmislegt: Er í 23. sæti yfir stigahæstu leikmenn frá upphafi í deildinni með 19.784 stig. Varð meistari með Houston árið 1985 og lék tvívegis til út- slita með Portland, 1990 og 1992. Var í draumaliðinu sem vann gull á ólympíuleikunum í Barcelona árið 1992. Hefúr níu sinnum tekið þátt í stjömuleiknum og hefur skorað samtals 96 stig. Er stigahæsti leikmaður Portland frá upphafi, með flest fráköst, flesta leiki og flesta stolna bolta. -GH Knattspyma: Kemur pabbinn stráknum í lag? Jordi Cruyff hefur átt í erfiðleik- um með að festa sig í sessi hjá Manchester United frá því hann kom til félagsins fyrir tímabilið. Cmyff hefur verið veralega langt frá því að vinna sér fast sæti í aðal- liði United og alls ekki náð sér á strik. Um jól og áramót kom karl faðir hans, Johan Cruyff, í heim- sókn og reyndi hann að auka sjálfs- traust stráksins. Hvort þessi heim- sókn pabba ber árangur kemur væntanlega í ljós á tímabilinu. -SK Sýn á sunnudag: Stjörnuleikurinn IEvrópuboltanum Á sunnudaginn verður á sjón- varpstöðinni Sýn sýndur stjömu- leikurinn í Evrópuboltanum sem fram fór í Istanbúl í Tyrklandi á dögunum. Allir fremstu körfúboltamenn Evrópu sýna þar listir sínar og ættu körfuboltaunnendur ekki að láta þessa útsendingu fram hjá sér fara sem hefst klukkan 17.30. Tíu leikir voru í í nótt og urðu úrslitin þessi: Toronto-LA Clippers .........80-87 Atlanta-Phoenix............105-103 Detroit-Milwaukee............76-86 Indiana-Cleveland............95-90 New Jersey-SA Spurs .........80-74 New York-Dallas .............102-72 Orlando-Philadelphia........109-88 Minnesota-Houston ...........95-104 Seatle-Miami.................94-85 Sacramento-Denver ...........96-109 John Starks skoraði 21 stig fyrir New York, þar af 17 í fyrri hálfleik í stórsigri liðsins á Dallas. Patrick Ewing var með 18 og tók 17 frá- köst. Hjá Dallas var Jackson með 20 stig. New York hefur leikið mjög vel upp á síðkastið og var sigur liðsins í nótt sá 13. í röð á heimavelli. James tryggöi Atlanta sigur 3ja stiga karfa frá Henry James tryggði Atlanta sigur á Phoenix í framlengdum leik. Christian Laettner skoraði 30 stig fyrir Atl- anta og Dikembe Mutombo 22 en hjá Phoenix var Chris Chapman með 32 og Person 19. Þetta var 12. heimasigur Atlanta í röð. Vin Bakers skoraði 25 stig fyrir Milwaukee, Ray Allen 19 og Glenn Robinson 18 en Grant Hill skoraði 24 fyrir Detroit. Dales Davis var með 21 stig fyr- ir Indiana og Travis Best 19 en hjá Cleveland skoraði Terell Brandon 26. Drexler fór á kostum Clyde Drexler fór á kostum þeg- ar Houston lagði Minnesota. Drexler skoraði 37 stig og Hakeem Olajuwon 22 þar af 12 í síðata leik- hlutanum. Jayson Willimas skoraði 19 stig og tók 16 fráköst í sigri New Jers- ey á SA Spurs en þar á bæ voru þeir Johnson og Williams með 16 stig hvor Gary Payton var með 30 stig fyr- ir Seattle, Detlef Schrempf 19 og Sam Perkins 18. LA Clippers vann sinn 4. sigur í röð þegar liðið vann sigur á Toronto. Loy Vaught skoraði 21 stig fyrir Clippers og tók 14 fráköst en hjá Toronto var Damon Stouda- mire stigahæstur að venju með 25 stig. Orlando meö sitt besta lið í fyrsta sinn í vetur gat Orlando stillt upp sínu sterkasta byrjunar- liði þegar liðið mætti Phila- delphia. Það var ekki að sökum að spyrja, Orlando vann öruggan sig- ur. Ron Seikaly skoraði 23 stig, Horace Grant 22, Penny Hardaway skoraði 15 stig og tók 7 fráköst og Nick Anderson var með 12 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar í sínum fyrsta leik í einn mánuð. Ég var ekkert stressaöur „Ég var ekkert stressaður út af meiðslunum heldur var ég ákveð- inn í að standa mig vel og að vinna sigur í leiknum. Ég var kannski svolítið ryðgaður en þetta stendur allt til bóta,“ sagði Penny Hardaway sem lék aðeins sinn 5. leik í vetur en hann hefur átt við hnjámeiðsli að stríða. Það var ánægjulegt að fá alla mennina til baka og við náðum að sýna styrk okkar. Liðið lék sem ein sterk heild eins og sést best á því að sex leikmenn skoruðu 10 stig eða meira,“ sagði Brian Hill, þjálfari Orlando, eftir leikinn. LaPhonso Ellis skoraði 30 stig og Mark Jackson 22 í sigri Denver á Sacramento þar sem Mitch Richmond var atkvæðamestur með 19 stig. Radja í uppskurð Dino Radja, Júgóslavinn öflugi hjá Boston, gengst undir uppskurð á hnéskel í dag. Ólíklegt er að hann leiki meira í vetur og Boston má illa við því. Radja er næststiga- hæsti leikmaður liðsins á þessu tímabili og hefur tekið flest frá- köst. -GH Patrick Ewing og félagar hans í New York unnu stórsigur á Dallas f nótt. Ewing lék aö venju stórt hlutverk meö liöi sínu. Hann skoraöi 18 stig og tók 17 fráköst. New York hefur leikiö vel aö undanförnu og er til alls líklegt i vetur. Símamynd Reuter Tölfræði úr NBA-deildinni í körfuknattleik: Michael Jordan skorar mest Michael Jordan, snillingurinn hjá Chicago Bulls, er sem fyrr stigahæsti leikmaðurinn í NBA- deildinni. Jordan, sem hefur skor- að tæp 1000 stig í vetur, skorar aö jafnaði 30,7 stig að meðaltali í leik. Tíu stigahæstu leikmennimir era: Michael Jordan, Chicago........30,7 Shaquille, O’Neal, Lakers......26,2 Karl Malone, Utah ............25,4 Latrell Sprewell, Golden St....24,9 Mitch Richmond, Sacramento . . 24,3 Hakeem Olajuwon, Houston . . . 23,9 Tom Gugliotta, Minnesota.......22,4 Gary Payton, Seattle...........22,3 Vin Baker, Milwaukee ......22,3 Allen Iverson, Philadelphia .... 22,0 Fráköst: Dennis Rodman, Chieago ....16,2 Charles Barkley, Houston...15,1 Shaquille O’Neal, Lakers...13,0 Dikembe Mutombo, Atlanta ... 11,6 Shawn Kemp, Seattle .......11,5 Stoösendingar: Mark Jackson, Denver ......12,0 John Stockton, Utah........10,7 Jason Kidd, Phoenix.........9,1 Robert Pack, New Jersey .....8,8 Nick Van Exel, Lakers........8,8 Varin skot: Shawn Bradley, New Jersey ... 4,19 Dikembe Mutombo, Atlanta . . . 3,61 Kevin Gamett, Minnesota.....3,07 Shaquille O’Neal, Lakers....2,91 Alonzo Mouming, Miami ......2,71 Stolnir boltar: Eddie Jones, Lakers ........2,85 Gary Payton, Seattle........2,53 Greg Anthony, Vancouver.....2,43 Allen Iverson, PhUadelphia .... 2,19 Mookie Blaylock, Atlanta ...2,16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.