Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1997, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1997, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1997 ftéttir 11 .* ★ Menningarverðlaun DV í nítjánda skipti Þann 20. febrúar næstkomandi verða menningarverðlaun DV af- hent í nítjánda sinn við hátíðlega at- höfn í veitingasalnum Þingholti á Hótel Holti. Þar verður að venju snæddur nýstárlegur hádegisverð- ur, sjófang sem ekki er á borðum landsmanna hvunndags. í fyrra voru rauð sæeyru í skel í forrétt en aðalrétturinn var ofnbakaður ber- haus með súkkulaðikanilsósu, saffransoðnum kartöflum, salatlauk, spínati og fennel- og seljurótarmauki. Menningarverðlaun DV voru fyrst veitt árið 1979 - hétu þá raun- ar Menningarverðlaun Dagblaðsins - og eru langlífustu verðlaun af sínu tagi á landinu. Eins og sjá má á list- anum voru framan af veitt verðlaun í fimm listgreinum, leiklist, tónlist, bókmenntum, myndlist og bygging- arlist; kvikmyndir bættust við 1981 en listhönnun 1988. Alls eru list- greinamar þvl orðnar sjö. Þriggja manna dóm- nefndir velja verð- launa- hafa. Þær eru yfirleitt skipaðar emum Handhafar Menningarver&launa DV 1996 með verðlaunagripi sína. Þeir voru eftir Tinnu Gunnarsdóttur sem steypti munstur af gamalli útskorinni fjöl úr smjörskrínu í járn. Fremstur til vinstri á myndinni er Páli Guðmundsson á Húsafelli sem hann- ar verðlaunagripinn í ár. Vatnajökull uppseldur Fleiri bækur seldust vel um þessi góðu bókajól en íslenskar skáldsögur og ævisögur. Arctic forlagið seldi upp bókina Vatnajökull - frost og funi í 2.500 eintökum á íslensku. Enska útgáfan seldist álíka vel en hún var prentuð í stærra upplagi. Bókin er samvinnu- verkefni Ara Trausta Guð- mundssonar jarðeðlisfræðings og Ragnars Th. Sigurðssonar ljósmyndara. Engin ástæða er til að furða sig á þessum vinsældum því fáar bækur hafa fengið eins glæsilega markaðssetningu og það voru náttúruöflin sjálf sem sáu fyrir henni þó að fiölmiðl- arnir hafi vissulega tekið vel undir. í Ráðhúsi Reykjavíkur má fram á sunnudag 12. janúar sjá ljósmyndir Ragnars Th. Sig- urðssonar af Vatnajökli. Þar eru einnig ljósmyndir, kop- arstungur og teikningar úr leið- angri á gosstöðvar í Grimsvötn- um 1934 ásamt munum og tækj- um úr fórum Guðmundar Ein- arssonar frá Miðdal og Lydíu Pálsdóttur sem voru notuð í þeirri ferð. gagnryn- anda DV og tveim valin- kunnum áhuga- mönnum um listir með hon- um. Ekki er reglu- lega fiall- að um bygging- arlist og listhönn- un I blað- inu og nefndirn- ar, sem um þær greinar fialla, eru skipaðar utan- blaðsmönnum eingöngu. Nánar verður greint frá dómnefndum síðar hér á menningarsíðu. Þær tilnefna svo fimm aðila sem endanlegt val stendur um og verða tilnefningar kynntar í blaðinu um og eftir næstu mánaðamót. Listamaðurinn, sem hannar verð- launagripinn í ár, hlaut sjálfur verð- launin í fyrra fyrir myndlist. Þetta er Páll Guðmundsson á Húsafelli og verður sagt frá verðlaunagripnum um leið og Páll er tilbúinn að af- hjúpa hann. Eins og lesendur sjá á löngum lista hér á síðunni eru margir helstu listamenn þjóðarinnar meðal verðlaunahafa DV. Það verður spennandi að sjá hverjir bætast í hópinn í ár. Menningar- verðlauna- hafar DV Leiklist 1979: Stefán Baldursson. 1980: Kjartan Ragnarsson. 1981: Oddur Björnsson. 1982: Hjalti Rögnvaldsson. 1983: Bríet Héðinsdóttir. 1984: Stúdentaleikhúsiö. 1985: Alþýðuleikhúsið. 1986: Guðrún Gísladóttir. 1987: Islenski dansflokkurinn. 1988: Arnar Jónsson. 1989: Róbert Arnfinnsson. 1990: Gretar Reynisson. 1991: Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir. 1992: Guðjón Pedersen/ Hafliði Arngrímsson/Gretar Reynisson. 1993: Ólafur Haukur Símonarson. 1994: Þjóðleikhúsið. 1995: Viðar Eggertsson. 1996: Kristbjörg Kjeld. 1979: 1980: 1981: 1982: 1983: 1984: 1985: 1986: 1987: 1988: 1989: 1990: 1991: 1992: 1993: 1994: 1995: 1996: Gallerí Suðurgata 7. Ríkharður Valtingojer. §igurjón Ólafsson. Asgerður Búadóttir. Helgi Þorgils Friðjónsson. Jóhann Briem. Jón GunnarÁrnason. Magnús.Kjartansson. Gunnar Orn Gunnarsson. Georg Gu.ðni Hansson. Siguröur Orlygsson. Kristján Guðmundsson. Kristinn E. Hrafnsson. Kristinn G. Harðarson. Pétur Arason. Finnbogi Pétursson. Ragnheiður Jónsdóttir. Páll Guðmundsson. 1! 1980 1981: 1982: 1983: 1984: 1985: 1986: 1987: Tónlist 1979: Þorgerður Ingólfsdóttir. 1980: Helga Ingólfsdóttir/ Manuela Wiesler. 1981: Jón Ásgeirsson. 1982: Árni Kristjánsson. 1983: Guömundur Jónsson. 1984: Jón Nordal. 1985: Einar Jóhannesson. 1986: Hafliði Hallgrimsson. 1987: Sinfóníuhljómsveit æskunnar. 1988: Paul Zukofsky. 1989: Rut Ingólfsdóttir. 1990: Hörður Áskelsson. 1991: Guðný Guðmundsdóttir. 1992: Blásarakvintett Reykjavlkur. 1993: Petri Sakari. 1994: Helga Ingólfsdóttir. 1995: Caput-hópurinn. 1996: Osmo Vánská. 1988: 1989: 1990: 1991: 1992: 1993: 1994: 1995: 1996: Gurinar Hansson. Manfreð Vilhjálmsson/ Þorvaldur S. Þorvaldsson. Gunnar Guðnason/Hákon Hertervig. Birna Björnsdóttir. Pétur Ingólfsson. Valdima.r Haröarson. Stefán Örn Stefánsson/ Grétar Markússon/ Einar Sæmundsson. Finnur Birgisson/ Hjörleifur Stefánsson. Hróbjartur Hróbjartsson/ Sigurður Björgúlfsson. Manfreö Vilhjálmsson. Leifur Blumenstein/ Þorsteinn Gunnarsson. Ingimundur Sveinsson. Guðmundur Jónsson. Ingimundur Sveinsson. Margrét Haröardóttir/ Steve Christer. Högna Sigurðardóttir. Dr. Maggi Jónsson. Hróbjartur Hróbjártsson/ Sigriður Sigþórsdóttir/ Richard Ó. Briem/ Sigurður Björgúlfsson. Bókrtienntir 1979: Asa Sólveig. 1980: Sigurður A. Magnússon. 1981: Þorsteinn frá Hamri. 1982: Vilborg Dagbjartsdóttir. 1983: Guðbergur Bergsson. 1984: Thor Vilhjálmsson. 1985: Álfrún Gunnlaugsdóttir. 1986: Einar Kárason. 1987: Thor Vilhjálmsson. 1988: Ingibjörg Haraldsdóttir. 1989: Bjórn Th. Björnsson. 1990: Vigdís,Grímsdóttir. 1991: Fríða Á. Sigurðardóttir. 1992: Guðmundur Andri Thorsson. 1993: Linda Vilhjálmsdóttir. 1994: Einar Már Guömundsson. 1995: Sjón. 1996: Pétur Gunnarsson. Kvikmyndir 1981: Sigurður Sverrir Pálsson. 1982: Utlaginn. 1983: Erlendur Sveinsson. 1984: Egill Eðvarðsson. 1985: Hrafn Gunnlaugsson. 1986: Karl Óskarsson. 1987: Óskar Glslason. 1988: Friörik Þór Friöriksson. 1989: Viðar Víkingsson. 1990: Þráinn Bertelsson. 1991: Lárus Ýmir Óskarsson. 1992: Börn náttúrunnar. 1993: Snorri Þórisson. 1994: Þorfinnur Guðnason. 1995: Ari Kristinsson. 1996: Hilmar Oddsson. Listhönnun 1988: Sigrún Einarsdóttir/ Sören Larsen. 1989: Valgeröur Torfadóttir. 1990: Kristín ísleifsdóttir. 1991: Guðrún Gunnarsdóttir. 1992: Þröstur Magnússon. 1993: Kolbrún Björgólfsdóttir. 1994: Leifur Þorsteinsson. 1995: Jan Davidsson. 1996: Eva Vilhelmsdóttir. ÍDV Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir Nína Margrét í Toronto Eftir tónleika Nínu Margrétar var boðið til tveggja heiöursfélaga Islensk-kanadíska og Erlu Macaulay. veislu. Hér er píanóleikarinn milli félagsins í Toronto, Siggu Moore Nína Margrét Grímsdóttir píanó- leikari hélt nýlega einleikstónleika hjá Íslensk-kanadíska félaginu í Toronto. Einn félagsmanna, Ar- iadna Stebelsky, sendi DV frásögn af þessum tónleikum sem hún segir hafa verið óvenjuhrifandi stund, bæði fyrir áheyrendur af íslenskum ættum og unnendur tónlistar af öðru þjóðemi í salnum. Nína Mar- grét lék verk eftir Mozart og Mendelssohn og sýndi djúpan skiln- ing á báðum höfundum, að mati Ariödnu. „í leik hennar var hárná- kvæmt jafnvægi milli íhygli og til- finninga, tæknilegrar útfærslu og djarfrar tjáningar." Þriðja tónskáldið var Jónas Tómasson, en eftir hann lék Nína Margrét Sónötu VIII frá 1973. Þetta verk var „uppgötvun" kvöldsins fyr- ir Torontobúa, segir Ariadna: „Sá hluti efnisskrárinnar sem heillaði mest var Sónata Jónasar Tómasson- ar. íslenski píanóleikarinn fann í þessu verki og túlkaði með list sinni bláan himin síns ástkæra foður- lands, snævi þakta fiallstinda, græn tún og ógnþrungna eldgíga. Þó að verkið sé stutt eru í því ríkar and- stæður og litir og það kemur sífellt á óvart.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.