Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1997, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1997, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1997 DV Sandkorn Það kemur mér ekki við Sigurður Pálsson skáld er mikill húmoristi og einnig alveg einstak- lega orðheppinn. Sagan segir að ein- hvequ sirmi á námsárum hans í París hafi hann setið viö borð á úti- kaffihúsi og koníaksstaup staðið á borð- inu. Sigurður lét þama fara vel um sig í vorblíðimni, bæði sæll og glaður. Þá vatt sér allt í einu aö honum maður sem var bind- indispostuli og sagði. „Veistu ekki maður minn að áfengið drepur tvær milljónir Frakka á hverju ári?“ Sig- urður hallaði sér makindalega aftur í sæti sínu, dreypti á koníakinu og sagði. „Þaö kemur mér ekki við, ég er Islendingur!" Guði sé lof og dýrð í bókinni Þeim varð aldeilis á í messunni er saga af séra Sighvati Karlssyni, sóknarpresti á Húsavík, sem er í senn sorgleg og bros- leg. Það var einhverju sinni við messu að séra Sighvatur kenndi sér skyndilega las- lefka. Hann harkaði af sér um stund en þegar kom að því að tóna fann hann að hann gæti ekki komist fram úr þessu og yrði að hætta messunni. Hann sagði því: „Mér þykir það afar leitt en ég get ekki haldið áfram vegna lasleika." Kirkjukórinn var að sjáifsögðu til- búinn með messusvörun og svaraði að bragði: „Guði sé lof og dýrð fyrir sinn gleðilega boðskap." Hræðsla við Hval- fjarðargöngin Eftir þvi sem nær dregur að Hvalfjarðargöngin verði tilbúin til umferðar heyrist æ oftar hjá fólki að það muni tæplega þora að fara um þau þegar þau verða opnuð. Það sem flestir setja fyrir sig er að þurfa að aka undir sjó. Á dögunum var aðkomumaður staddur uppi á Akranesi og ræddi þar við kunningja sinn um göngin. Skagamaðurinn spurði þann aðkomna hvort hann myndi nota göngin þegar þar aö kæmi. Sá sagðist efast um það, sagði nóg að aka göng sem liggja í gepum fjöll hvað þá að aka undir sjó. Þá sagði Skagamaðurinn: „Blessaöur vertu, þetta verður ailt f lagi. Maður drekkur sig bara fúllan fyrir fyrstu ferðina og vegna þess að ekkert ger- ist og maður kemst í gegn fer mað- ur óhræddur aftur.“ Oft er gott sem gamlir kveða í umræðum á Alþingi um framtíð Skálholts taldi Guðni Agústsson, þingmaður Framsóknarflokksins á Suðurlandi, réttast að flytja bískupsembætt- ið að Skálholti og jafhvel guð- fræðideild Há- skóla íslands einnig. Gárung- ar hentu þetta tafarlaust á lofti og sögðu að umræðan um álver í kjör- dæmi Guðna hefði nú vikið fyrir kröfúnni um flutning biskups í Skálholt. í tilefni af þessu orti séra Hjálmar Jónsson: Oft er gott sem gamlir kveða, Guðni fyllist von. Suöurland fái álver eða Ólaf Skúlason. Umsjón Sigurdór Sigurdórsson _______________________________Fréttir Færeyingarnir orðnir sfærri en íslendingar - segir Pétur Björnsson hjá Isberg Limited í Hull „Færeyingamir hrúga héma inn flski og era orðnir miklu stærri en við. Það kom tímabil sem markað- urinn var sveltur og þá leituðu menn eðlilega eitthvað annað,“ seg- ir Pétur Bjömsson, framkvæmda- stjóri Isberg Limited í Hull, sem um árabil hefur selt ferskan fisk frá ís- landi. Útflutningur á ferskum fiski til Bretlands hefúr átt undir högg að sækja á undanfornum ámm. Margir hafa haldið því fram að með því að selja óunninn fisk til útlanda i stað þess að vinna hann heima væru ís- lendingar að grafa eigin gröf. Mikill samdráttur hefur orðið í þessum út- flutningi eins og sjá má af því að magnið á Bretlandsmarkað losar 20 þúsund tonn af ísfiski en komst upp i 66 þúsund um 1990. Pétur segir markaðinn þó vera heldur að rétta við frá því að vera um 14 þúsund tonn árið 1995. „Ég held að það verði þokkalegt ár sem nú er nýþyrjað. Það er aukn- ing í þorskkvóta á íslandi og land- vinnslan hefúr dregist saman. Þetta ætti að auka streymið inn á mark- aðinn hér,“ segir Pétur. Á undanfornum árum hefur verð verið gott á Bretlandsmarkaði í kringum áramót. Þorskur hefur á þeim tíma oft farið á metverði. Pét- ur segir verð nú vera lakara en und- anfarin ár. „Það var ekkert flug á verði núna. Þorskurinn fór á 125 til 160 krónur kílóið. Á undanfömum árum hefur þorskurinn farið í 250 krónur eftir áramót og jafnvel hærra. Núna er mikið framboö frá Skotlandi og Fær- eyjum. Því ræður gott veðurfar og stór floti," segir Pétur. -rt Yoga Hefobundnir Yogatímar Góðir gegn streitu og stressL Anna Bjömsdóttir Hádegisþrek Góð 50 min. keyrsla. Guðrún Kaldal, iþróttak. Vaxtarmótun II Hér er Sóley á heimavellL Morguntími kl. 06:40 Þú kemur vel vakandi út úr þessum tlma Þórhalla Andrésdóttir Yfir þröskuldinn Frábært 6 vikna byrjendanámskeið Védfs Grönvold, iþróttak. / / * i 1 s * » 1 » t i KL. ' MánudVMiðvikud. ; »■ ; ÞriðjudJFimmtud. KL Föstudagur KL. ; Laugardagur 9:00 i ''Vaxtarmótun II -Sóley J 06:40 ■ ' Morgunleikf.-Ás/No/Þór 09:00 Teygjur-Só/ey ! 09:15 1 • Yfirþröskuldinn-Vérfis 10:00 Yfirþröskuldinn-Guðnin *. 09:00 Vaxtarm.l8ill-Só/ey 10:00 Yfir þröskuldinn-Guðrún ; 10:15 MRi-lngiabjörg / 12:00 Gauti-íokað '•10:30 Yoga-Anna Björns 12:00 Gauti-Lokað 11:00 Yoga-Anna Björns f 12:05 Hádegisþrek-Guðrún 12:00 Gauti-Loiað 12:05 Hádegisþrek-Guðrún -' 11:15 Pallar&æf.-Bjargey 'S 13:15 Vaxtarmótun-Sd/ey 14:30 60-y-lngibjörg IHefst 15/1) 13:15 Teygjur-Só/ey 12:15 Þrekhringur-/Vonn/ 14:30 MRL-B/ma 16:30 Vaxtarmótun-Véd/s 14:30 MRL-Birna 12:15 Karlar 2-/Vonn/ 16:30 Pallar & æf.- Bjargey 16:45 Yoga-Anna laðeins þrið/ 16:30 Pallar & æf .Birna 17:30 Vaxtarmótun-Sd/ey ,--17:30 Vaxtarm/202020-B/argey 17:30 Teygjur-Sd/ey KL 17:45 Líkamsrækt-Bjargey ; 18:00 Yfirþröskuldinn-Pdrba//a 17:45 Pallar -Ásgeir 18:30 Pallar II -Ásgeir ! 18:30 Þrekhringur-/Vonn/ 18:30.- Þrekhringur-A/onn/ 11:45 Púl-Ýmsir 19:00 Yfir þröskuld.-Verf/s ; 19:00 Þrek/Jazzfunk./97-Birna 19:30; Karlar \-Nonni 19:30 MRL-/ng/b/órg ! 19:30 Pallar & æf .-Guðrún í\ 20:00 Karlar 1 -Nonni ; 20:00 Karíar 2-Nonni/Þórhalla 20:30 Súperbrennsla-Véífó ! 20:30 African Danc e-Uriel Þokkabót áskilur sér rétt til þess að gera 21:00 Fun/Fit/Yoga-L/r/e/ ; i ; Lokaðir timar breytingará tímatöflu þessari án fyrirvara. Barnapössun Gufuböðoð nuddpotta^ ttt Vaxtarmótun-202020 Fjölbreyttur timi sem hentar byrjendum sem lengra komnum. Bjargey Aðalsteinsdóttir, MA Þrekhringur Fjör, púl, hiti og svKL Jón Halldórsson, iþróttak. g " J - LÍKAMSRÆKTARSTÖP f FROSTASKJÓLI 6 SÍMI 561-3535

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.