Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1997, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1997 Spurningin Hvaö truflar þig mest í lífinu? Jón Þór Ragnars nemi: Svona spurningar. Kristbjörg Kristbergsdóttir nemi: Uppáþrengjandi fólk. Sigrún Garðarsdóttir, verslunar- maður: Ruddalegt fólk. Karvel Ögmundsson tæknimað- ur: Óréttlæti. Ólafur Baldursson húsasmiður: Ekki neitt. Brynjar Agnarsson nemi: Að vakna á morgnana. Lesendur Fátækt á Islandi er ekki uppspuni Björgvin Þorvarðarson verka- maður skrifar: Sérkennileg ummæli hæstsvirts forsætisráðherra í áramótaávarpi hans til þjóðarinnar og sú skoðun sem hann lýsti í því um að fátækt meðal hluta þjóðarinnar og launþega sé upp- spuni tveggja fjölmiðla hljóta að vera umhugsunar- og áhyggjuefni æði margs atkvæðisbærs fólks. Þaö er ekki hægt annað en segja að vanga- veltur forsætisráðherra um að fátækt sé óljóst hugtak séu talsvert furðuleg- ar I ljósi þess að hér talaði sjálfúr for- sætisráðherra í upplýstu nútímasam- félagi. Ég hlýt því að benda forsætis- ráðherra á að fátækt og fátæktarmörk eru ágætlega og skilmerkilega skil- greind hugtök af alþjóðastofhunum, þeirra á meðal OECD sem gefur út viðmiðunartölur um hvað sé fátækt og hvað ekki. Áramót eru tími uppgjörs og heit- strenginga og það væri kjörið tæk- ifæri fyrir ríkisstjómina nú á nýbyij- uðu ári til að horfast í augu við það að atvinnu- og launastefiia liðinna ára hefur beðið skipsbrot og innleitt var- anlegt atvinnuleysi og fátækt hér á landi. Áramótaávarp forsætisráð- herra bendir ekki til þess að hún hafi horfst í augu við þessar staðreyndir. Sú ábyrgð sem sjálfur landsfaðirinn ber í þessum málum er öllum þorra fólks ljós og það er eiginlega ekki við Bréfritari er undrandi á ummælum forsætisráöherra í áramótaávarpi um fá- tækt á fslandi. hæfi að jafh alvarlegt mál og hér er um að ræða sé hundsað af þeim sem ábyrgðina bera og forsætisráðherrann afneiti því að það sé yfirleitt til. Fátækt er ekkert óljós í huga þess fólks sem lifir við og undir fátæktar- mörkum og sú vitneskja fer létt í maga fátæks manns að til jafnaðar hafi íslendingar það barasta gott. Staða margra launþega í dag er því miður svo slæm að grundvallarbreyt- ing á launakerfinu í landinu er nauð- synleg. Hæstvirtum forsætisráðherra er það tamt að vísa til ábyrgðar laun- þega og verkalýðs þegar kjaramál ber á góma og þeir hafa sannarlega ekki vikist undan henni á undanfómum árum. En forsætisráðherra mætti gjaman sjálfur líka þekkja sína eigin ábyrgð og sinn eigin vitjunartíma. Ég vil benda honum á það að ábyrgðin er í hans eigin höndum og viö launþegar munum, ef það verður nauðsynlegt, neyta neyðarréttar okkar og sækja okkar hlutdeild í því yfirlýsta góðæri sem við höfum sjálfir skapað á undan- fómum fimm árum. Ég vona að for- sætisráðherra og samráðherrar hans átti sig á þessu í tíma. Iþróttamaður ársins: Vala hefði átt að vinna Anna Österberg skrifar: Með spenning í hjarta settist ég fyrir framan sjónvarpið fimmtudag- inn 2. janúar 1997. Klukkan 21.05 hófst bein útsending þar sem til- kynna átti um val á íþróttamanni ársins. Þar sem þetta var bein út- sending var spennan enn meiri fyr- ir íþróttamennina sem höfðu raðað sér á fremstu bekkina. Hver myndi verða fyrir valinu í ár? Valiö var sérstaklega spennandi fyrir mig þetta árið þar sem ég er kona, fyrrverandi fijálsíþróttakona og Svíi. Að sjálfsögðu myndi Vala Flosadóttir vinna. Hver gæti slegiö út Evrópumeistaratitil, heimsmet unglinga, Norðurlandamet og sjötta sæti á heimslista afreksmanna? Ég bara spyr. Þama sat ég í kyrrð og ró og beið eftir því að sjá Völu Flosadóttur taka á móti verðlaun- vmum. Nú þegar við vitum niðurstöðuna skfijiö þið af hverju ég varð hissa. Kannski hef ég rangt fyrir mér, kannski er ég hlutdræg sem kona og Svíi, en hefði Vala ekki átt að vinna þegar tekið er tillit til árang- urs? Kannski er ekki tekið tillit til árangurs og ef svo er biðst ég afsök- unar. Ég vona að sigurvegarinn í ár, Jón Amar Magnússon, taki þetta ekki persónulega þar sem það era íþróttafréttamenn en ekki hann sem velja. Jón Amar er frábær íþróttamaöur og verður alls þess hróss sem hvmn fær. Ég sendi hon- um hamingjuóskir og óska honum alls hins besta á árinu. Þyngri refsingar gætu dugað Þorsteinn Guðmundsson skrifar: Ég er sttmdum að hugsa um hvemig standi á því að svo mikiö er um glæpi, rán og ofbeldisglæpi hér á landi eins og raun ber vitni. Ég hugsa líka stundum vun þaö að við tökum á „glæpamönnum“ með of vægum hætti. Refsing er ekki góð í eðli sínu en ef hún er þannig að hún komi í veg fyrir glæp þá er hún af hinu góða. Ég set hér glæpamenn í gæsalapp- ir vegna þess að þeir sem fremja glæpi era ekki endilega glæpamenn í þess orðs merkingu. Vitaskuld era margir orðnir forhertir og brjóta ít- rekað af sér en einhvers staðar byija allir í einhverri vitleysu og fikti og ef refsing væri þung myndu kannski einhveijir hugsa sig tvisvar um áður en þeir létu leiöast [L1§1RD|d)Í\ þjónusta allan sólarhringii út í einhverja vitleysu. Hugsum okkiu- ungan mann sem í einhverri vitleysu ákveöur að bijóta rúðu í bíl til þess að stela út- varpi eða geislaspilara eins og svo algengt er um þessar mundir. Hvað myndi hann hugsa á vettvangi ef honum væri fullkunnugt um að ef hann yrði gómaður gæti hann þurft aö sæta svo og svo mikilli refsingu. Ég er ekki í nokkram vafa um að í flestum tilvikum myndu menn hætta við vitleysisganginn. Nú er það svo að þótt fólk sé staðið að verki sleppur þaö við dóm í mörg skipti og síðan þegar að dómi kem- ur er orðið mjög langt um liðið. Þeir dómar eru oft mjög léttvægir líka. Maður hefur heyrt að í mörgum suðrænum ríkjum eigi menn það á hættu að missa hönd ef þeir stela. Ég er kannski ekki að segja að höggva eigi hönd af þjófunum en allt að því. Menn þurfa að minnsta kosti að fá að finna vel fyrir því að þeir era að brjóta gegn almenningi og þjóðfélaginu. Slæmt við Tjörnina Guðlaugur skrifar: Þeir sem sækja mikið að Reykjavíkurtjöm vita að þar eru sums staðar, sérstaklega vestan við Tjörnina, engar skábrautir upp á gangstéttar, ef gangstéttar eru þá yfir höf- uð fyrir hendi. Ég hef verið að velta þessu fyrir mér á göngu með bamakemma hvemig að fotluðum er búið í miðbæn- um. Við þurfúm ekki að horfa nema heim að Dómkirkjunni og Alþingishúsinu til þess að sjá að þeim er ekki ætlað að fara þar inn. Þetta þyrftu borgarmenn að athuga. Frábær á Aðalstöðinni Skarphéðinn Einarsson hringdi: Mér er sérstaklega kær einn ákveðinn útvarpsmaður sem var um tíma á Aðalstöö- inni. Þetta er Einar Baldurs- son, rúmlega tvitugur piltur, og mér flnnst hann alveg frá- bær útvarpsmaður. Gott væri ef forráöamenn Aðalstöðvar- innar sæju sér fært að leyfa hlustendum að heyra meira frá þessum ágæta pilti. Hann spilar nýja og gamla tónlist og virðist kappkosta að koma til móts við ýmsa aldursflokka. Gott hjá Pósti og síma Berglind hringdi: Nú þegar allir era að bölsót- ast út í Póst og síma hf. finnst mér við hæfi að þakka fyrir þá viðleitni sem landsmönn- um var sýnd þann 1. janúar síðastliöinn þegar fólk gat hringt hvert á land sem er án þess að borga fyrir það. Póst- þjónusta þeirra er líka með ágætum og mig langar að þakka fyrir það og hvetja til þess að fólk láti af því að vera sífellt að gagnrýna fyrirtækið, af gömlum vana að því er virðist. Lausir hundar eru óþolandi Kári hringdi: Göngustígurinn sem liggur frá Ægissíöu og inn í Fossvog er mjög vinsæll og það var svo sannarlega þörf á slíkri fram- kvæmd. Það sem er hins veg- ar alveg óþolandi er þegar fólk, sérstaklega hjólreiða- menn, er með lausa hunda. Ég hef ekkert á móti hundahaldi en fólk þarf að fylgja þeim reglum sem settar era í samfé- laginu. Lausir hundar geta stokkið á fólk eða aðra hunda og það sem verst er, þeir geta hrætt börn og unglinga. Erfitt að ná í lækna Guðbjörg hringdi: Mig langar að koma því á framfæri að ég er ósátt við hversu illa mér gengur að ná í sérfæröimenntaða lækna. Það er ekkert auöveldara en að komast í rannsóknir, mynda- tökur og slíkt en síðan vand- ast málið þegar kemur að því að fá niðurstööumar. Væri ekki hægt að einfalda kerfið þannig að maður gæti hringt í eitthvert upplýsingaapparat sem hefði niðurstöður tilbún- ar svo maður þyrfti ekki enda- laust að reyna að ná í lækn- ana sjálfa?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.