Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1997, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1997, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1997 15 Ofbeldi í umferðinni Umferðarofbeldi er hegðun sem á sér stað í umferðinni og getur valdið skaða á heilsu eða manns- lífum. Umferðarreglur eru settar til að vernda fólk. Brot á umferð- arreglum er dæmi um umferðarof- beldi. Hugsanlegt er að umferðarof- beldi hafi ákveðinn tilgang, t.d. að komast áfram leiðar sinnar. Ungir ökumenn læra fljótt að mestar lík- ur eru að jafnaði á að sá sem beit- ir umferðarofbeldi komist upp með það en þegar umferðarreglum er fylgt þá fylgir oft ósigur, t.d. lengri biðtími eða áhorf á um- ferðarofbeldi annarra en ekkert sérstakt gerist hjá þeim. í einni rannsókn, sem var gerð í Bandaríkjunum, var kannað hvaða hegðun leiddi helst til árekstra ökutækja. Athugun fór fram á tæplega tveim milljónum lögregluskýrslna. „Hættulegur akstursmáti" var tiltekinn af lög- reglumönnum sem ástæða fyrir 55,7% árekstranna. Hættulegur keyrslumáti var flokkaður í: að víkja ekki, að aka of hratt og að keyra of nálægt næsta bíl en það leiddi til u.þ.b. helmings árekstra. Ökumaður, sem ekki var með at- hygli við aksturinn, kærulaus akstur og að virða ekki umferðar- skilti orsökuðu 27% árekstranna. Umferðarofbeldi Atferlisfræðingar hafa gert vís- indatilraunir þar sem þeir hafa reynt að minnka tíðni brota í um- ferðinni. Sem dæmi af atferli sem þeir hafa athugað er: ökuhraði, notkun sætisbelta, notkun stefiiu- ljósa, ólögleg notkun bílastæða fyrir fatlaða o.fl. Niðurstöður til- rauna hafa sýnt að umferðarhegð- un sé hægt að breyta með ýmsum hætti, t.d. með því að veita viður- kenningu fyrir að fylgja reglum, veita upplýsingar um að brot hafi verið framið strax eftir hrotið, minna oft á umferðarregl- una rétt áður en brot er líklegt, minna á upphæð sektarinnar sem fylgir því að vera tekinn fyrir að brjóta ákveðna reglu. Mikilvægasta niðurstaða hagnýtra tilrauna er að ef fólki er veitt viðurkenning fyrir að fýlgja reglum lærist sú hegðun en ef umi ferðarofbeldi er hegðunin sem borgar sig að jafhaði þá lærist hún „Hægt væri einnig að nota myndavélar við ákveðin gatnamót til að verðlauna þá sem fylgja reglum í stað þess sem nú er ætlunin, þ.e. að sekta ökumenn sem ekki hlýða reglum," segir Gabriela meðal annars í grein sinni. frekar. Af niðurstöðum tilrauna í atferl- isfræði er hægt að draga ályktanir um hugsanlegar aðgerðir sem gætu dregið úr umferðarofbeldi. „Mikilvægasta niðurstaða hag- nýtra tilrauna er að ef fólki er veitt viðurkenning fyrir að fylgja reglum þá lærist sú hegðun en ef umferðarofbeldi er hegðunin sem borgar sig að jafnaði þá lærist hún frekar.“ Lögreglumenn eða ökukennarar gætu reglulega fylgst með öku- mönnum um tíma, tekið niður bíl- númer og sent eigendum bíla „til hamingju-nótu“ hafi þeir farið eft- ir reglum umferðarinar meðan áhorf varaði. Hægt væri einnig að nota myndavélar við ákveðin gatnamót til að verðlauna þá sem fylgja reglum í stað þess sem nú er ætlun- in, þ.e. að sekta öku- menn sem ekki hlýða reglum. Eigendur bíla sem fara eftir reglum við þessi gatnamót gætu fengið happ- drættismiða. Auglýsa þyrfti vinningshaf- ann vel. Rannsóknir í atferl- isfræði hafa einnig leitt í ljós að um- hverfið þar sem at- ferli fer fram skiptir máli. Mikilvægt er að fækka áreitum sem ——— geta kallað á um- ferðarofbeldi. í hugann kemur gatnakerfið, t.d. fjöldi ein- stefnugatna og aðgangur að hrað- brautum. Of margar hraðahindr- Kjallarinn Z.Gabriela Sigurðardóttir Ph.D., atferlisfræðingur anir og umferðarljós, sem eru sett upp til að auka öryggi, gætu hugsanlega aukiö lík- umar á umferðarof- beldi því þau fá öku- menn til að upplifa tafir sem þeir reyna að vega upp á móti með auknum öku- hraða og broti á um- ferðarreglum þegar tækifæri gefst. Mikil- vægt er að hugsa alltaf út í mat á ár- angri aðgerða ef koma á í veg fyrir eyðslu í úrræði sem geta aukið á vandann eða eru árangurslaus. ■ Nauðsynlegt er að kanna hvemig ástandið er áður en reynt er að breyta þvf svo að viðmiðun fáist fyrir mat á árangri aðgerða. Z. Gabriela Sigurðardóttir. Svikamylla kolkrabbans Nýja sjávarútvegsfyrirtækið Samherji hf. er nýjasta dæmið um eignatilfærslur frá íslensku þjóð- inni. Nú þegar þetta fyrirtæki fer á verðbréfamarkað áætla verðbré- fasalar sölu hlutabréfanna á hundraðföldu nafnverði. Eignir fyrirtækisins era taldar um 65 milljónir króna en verða seldar á verðbréfamörkuðum fýrir um 6-8 milljarða. Sem sagt meira en sex milljarða hagnað- ur á einni nóttu! Ástæðan er fisk- veiðikvótar sem ríkisstjómin hefur fært aðstandend- mn hins nýja fyr- irtækis á silfur- fati. Nú skal kvót- inn, sem bitlaður var fáeinum út- völdum, seldur þjóðinni í formi hlutabréfa. Að sjálfsögðu geta að- eins þeir sem betur standa þessa stundina meðal almúgans keypt góssið og er þeim að sjálfsögðu boðinn skattafsláttur í kaupbæti. Þeir sem minna hafa umleikis geta étið það sem úti frýs og er engin ástæða talin að bitla þeim arði af auðlindinni. Símsenda aflann í stað þess að afla sér og sínum tekna með heiðarlegum fiskveið- um gerir kolkrabbinn nú út á spilamennsku þjóðarinnar í hin- um nýju spilakössum bankanna. Enda er það alveg óþarft tilstand að standa upp fyrir haus árum saman í slímugum fiskitrollum þegar með einfaldri svikamyllu er hægt að renna önglinum í vasa hins óbreytta íslendings eftir fimmþúsundköllunum. Aflakónar landkrabbans eru búnir að upp- götva hve miklu einfaldara er að Bubbi foringi heyrir ekki sultarsönginn Þó að Bubbi foringi heyri ekki suitarsöng almúgamannsins á ís- landi virðist garnagaulið hafa ein- hvem slagkraft úr því að reglusyst- ur móður Theresu em mættar til Reykjavíkur í þeim tilgangi að hjálpa fátækum. Það er orðiö allískyggilegt þegar nunnur yfirgefa stræti Kalkútta, sem löngum hefur verið talin ein fátækasta borg heimsins, til að beita kröftum sínum í hafnarstrætum í Reykjavik. Óprúttnir foringjar hafa löngum náð mikl- um tökum á fylgi- sveinum sínum sem fylgja klíkunni í von um bitlinga í eigin þágu á kostnað hinna sem utan standa. Fylgifiskar foringj- anns sjá ekki svika- mylluna þvi eins og blindir kettlingar liggja þeir á spen- anum. Þannig fylgja heldri borgar- ar íslensku þjóðarinnar Bubba kóng án þess að spá nokkuð í kvik- syndi fátæktarinnar sem sífellt fleiri landar þeirra sökkva í. Að lokum mun áramótakóróna foringj- ans ein standa upp úr með yfir- skriftinni: Sér grefur gröf... Ástþór Magnússon „Þó svo að Bubbi foringi heyri ekki sultarsöng almúgamannsins á ís- landi virðist garnagaulið hafa ein- hvern slagkraft úr því að reglu- systur móður Theresu eru mættar tll Reykjavíkur í þeim tilgangi að hjálpa fátækum.u símsenda aflann úr landi í gegnum bankakerfið en að standa í einhverju slorugu fiskistandi, nú þegar Alþingi er búið að festa kvótann við skipin og lögleiða svikamylluna. Talsmenn kol- krabbans skilja ekk- ert í því að rætt sé um fátækt á íslandi. Bubbi kóngur lýsti því sjálfur í áramóta- ræðu sinni hvemig tveir fjölmiðlar landsins hafa hrópað úlfúr, úlfur þegar ís- lendingar hafa aldrei haft það betra. Kjallarinn Ástþór Magnússon stofnandi Friöar 2000 Me5 og á móti Á Póstur og sími að ganga ________í VSÍ?_______ Auðveldar samningsgerð „Póstur og sími gerðist beinn aðili að Vinnuveitendasamband- inu um áramótin og sú aðild tek- ur til þess hluta rekstrarins sem sinnt er af öðrum starfsmönnum en þeim sem nú eru í Póst- mannafélaginu (PFÍ) og Félagi íslenskra síma- manna (FÍS) eða u.þ.b. fimmtungs starfsmanna. Markmiðið með þessari aðild er að auð- velda samn- ingsgerð í komandi kiarasaraningum. Þeir starfsmenn hjá Pósti og síma sem em utan FÍS og PFÍ eiga í raun og vem aðild að um 100 stéttarfélögum og því mikiö mál fyrir Póst og síma aö standa í samningum við öll þessi félög, jafnvel þó þau séu innan heildar- samtaka. Önnur ástæða fyrir þessari breytingu er sú að Póstur og sími er ekki lengur ríkisfyrirtæki. Við teljum því eðlilegt að fyrir- tækið sé í því samningsumhverfi sem nú er á almennum vinnu- markaði. Áfram verður samið við PFÍ og FÍS um kjör þeirra starfsmanna sem nú eru í þeim stéttarfélögum. Aðildin að VSÍ Guðmundur Björns- son, framkvæmda- stjórl Pösts og sima hf. snýr eingöngu að þeim aðilum sem em ekki innan þessara tveggja félaga í dag. Vitaskuld viljum við vinna með starfsfólk- inu og það væri auðvitað slæmt ef það myndaðist einhver gjá milli starfsmannafélaganna og okkar. En það er hlutur sem við erum að vinna í að leysa en ekki að breikka gjána.“ Orð skulu standa „Það er grundvallaratriði í samskiptum aðila sem semja um eitthvað að þeir komi til samn- ingaviðræðna af fullri hrein- skilni. Það hefúr Póstur og sími ekki gert gagn- vart PFÍ og FÍS. Allt frá fyrstu viðræð- um ráðuneytis- ins við þessi félög í tilefni af hlutafélaga- væðingu Pósts og síma var því marglýst af ráð- herra og öllum sem við áttum í viðræðum við að ekki yrði geng- ið 1 VSÍ og það áréttað margoft. Það kann ekki góðri lukku að stýra að kúvenda í miðjum samningaviðræðum og koma þá með einhverjar hæpnar skýring- ar. ú' M Þær skýringar sem við höfum fengið hafa verið afar óljósar á allan hátt, svo ekki sé meira sagt. T.d. aö þeir vilji komast sem næst því sem gerist á frjálsa markaðinum! Það er líka ein- kennileg pólitík að halda að þeir geti valiö um það hvar fólk er í stéttarfélögum af því einu að þeir hafi gengið í raðir VSÍ. Á sama tíma og fyrirtækið hefur verið að semja við PFÍ og FÍS hefur það verið í viðræðmn við VSÍ um inngöngu án þess að láta neitt uppi um það við viðsemjendur sína. Svona vinnubrögð eru eng- um sæmandi. Ef þeir halda að þeir fái betri samninga við inn- gönguna hlýtur það að þýða verri samninga viö okkar fólk. Ef þessi vitneskja hefði legið fyrir í upphafi samningaferilsins hefði samningaferlið verið með öðrum hætti en raun varð á. Orð skulu standa. -ingo

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.