Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1997, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1997, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1997 Stjórnmála- menn og lýð- ræðisvitundin „Viö höfum enga þörf fyrir stjórnmálamenn með skerta lýð- ræðisvitund sem halda að þeirra sé að drottna og okkar að þiggja." Jóhann Rúnar Björgvinsson hagfræðingur, í DV. Óþolandi að búa í Hvalfirði „Það er að sönnu óþolandi að búa í Havlfirði og beinlínis sær- andi fyrir umhverfismeðvitund þeirra að þurfa að horfa upp á eiturefnin stíga dag eftir dag upp úr óvirkum hreinsunarbúnaöi Jámblendiverksmiðjunnar." Sigurbjörn Hjaltason, í Morg- unblaðinu. Að vera í skrúfstykki „Það er erfitt að vera í skrúf- stykki vegna fjárskorts." Þórhildur Þorleifsdóttir, leik- hússtjóri LR, í Alþýðublaðinu. Ummæli Ekkert mjög óvenjulegt „Þetta veðurfar er ekki það óvenjulegt að maður klóri sér í höfðinu yfir því.“ Trausti Jónsson veðurfræðing- ur, um hitann í desember, í DV. Mikil fátækt „Fátæktin birtist ekki í al- gjörri örbirgð en það er mikil fá- tækt á íslandi í þeirri merkingu að hafa af mjög fáu að taka eins og orðið er upphaflega myndað." Sr. Cecil Haraldsson fríkirkju- prestur, í Degi-Tímanum. Dagblöö komu fyrst út í Þýska- landi. Á íslandi eru gefin út flest dagblöö í heiminum ef miöaö er viö íbúafjölda. Blaðaútgáfa Fyrsta blaðið sem gefið var út reglulega kom út í Antwerpen árið 1605. Það hét Wettliycke Tigdinghe og kom út tvisvar i mánuði. Það var skrifað á frönsku og þýsku. Tvö fyrstu vikublöðin voru gefin út á þýsku. Aviso von Söhne í Wolf- fenbúttel í Saxlandi kom út í fyrsta skipti 15. janúar 1609. Keppinautiu- þess var Relation: Aller Fúrnemmen und Gedenckwúrdigen Historien sem gefið var út í Strasbourg. Til er 37. tölublað af þessu vikuriti og í því er þess getið að Galilei hafi fundið upp sjónaukann. Þetta blað kom út til ársins 1622. Fyrsta blaðið sem kom út á ensku var Corrant of Italy, Germany etc., prentað í Amster- dam á árunum 1620-1621. Blessuð veröldin Fyrstu dagblöðin Þjóðverjinn Timoteus Ritzsch frá Leipzig gaf út dagblað fyrstiu- manna. Blað hans, Einkomm- enden Zeitimgen, kom út dag hvem frá júlí fram í september árið 1650. Þess má geta að elsta blað Danmerkur er Berlingske Tidende sem er rakið aftur til 3. janúar 1749 en saga þess nær þó allt aftur til 1720. Fyrstu „ódým“ dagblöðin vora frönsk, La Presse og Le Siecle. Þegar áskriftarverð þeirra var lækkað í 40 franka árið 1836 fjölgaði áskrifendum um 20.000 þúsund á hvort blað. Talsvert írost í innsveitum Fyrir norðan land er lægðardrag sem fer suðaustur en minnkandi hæðarhryggur er yfir íslandi. Yfir Norður-Grænlandi er vaxandi 1025 mb hæð sem þokast suðaustur á bóginn. Veðrið í dag í dag verður hæg breytileg átt og víða léttskýjað fram eftir degi en norðaustankaldi og snjókoma eða él á norðanverðu landinu í kvöld. Talsvert frost í innsveitum en vægt frost við sjávarsíðuna. Á höfuðborgarsvæðinu verður suðaustangola í dag en austankaldi í kvöld. Skýjað með köflum og hiti nálægt frostmarki. Sólarlag í Reykjavík: 16.01 Sólarupprás á morgun: 11.07 Síðdegisfióð í Reykjavík: 17.55 Árdegisfióð á morgim: 06.19 Veöriö kl. 6 í morgun: Akureyri heiöskírt -9 Akurnes alskýjaö -1 Bergstaöir léttskýjað -5 Bolungarvík heiöskírt 1 Egilsstaöir heiöskírt -13 Keflavíkurflugv. skýjað -1 Kirkjubkl. léttskýjaö -2 Raufarhöfn heiöskírt -6 Reykjavík skýjaö 0 Stórhöfói alskýjaö 2 Helsinki snjókoma -8 Kaupmannah. snjókoma 2 Ósló þoka í grennd -14 Stokkhólmur skýjaö -4 Þórshöfn léttskýjaö 1 Amsterdam þokumóöa -7 Barcelona rigning 5 Chicago heiöskírt -11 Frankfurt kornsnjór -1 Glasgoui alskýjaö 0 Hamborg kornsnjór -8 London komsnjór -1 Madrid súld 1 Malaga rigning 11 Mallorca rigning 9 París alskýjaö -3 Róm heiðskírt 3 Valencia rigning 6 New York hálfskýjaö -2 Oriando hálfskýjaö 16 Nuuk léttskýjaö -2 Vín þokumóöa -3 Washington Winnipeg skýjaö -16 Gunnar Guðbjörnsson óperusöngvari: Mikið sungið í jólafríinu „Þótt ég hafi komið heim í jóla- frí þá hefur lítið orðið úr fríi, sjaldan verið jafh mikið að gera. Ég söng guðspjallamanninn í Jóla- óratoríunni fýrir norðan og einnig með Mótettukómum fyrir sunnan, en þetta er heilmikið sönghlutverk því guðspjallamaðurinn er sögu- maður og var ég að syngja þetta hlutverk í fyrsta sinn. Síðan tóku við æfingar fyrir ljóðatónleikana í Gerðubergi, sungið við jólamessur og ýmislegt annað sem hefúr tínst til,“ segir Gunnar Guðbjömsson óperusöngvari, en hann hélt ásamt Jónasi Ingimundarsyni pianóleik- ara ljóðatónleika í Gerðubergi á sunnudagskvöld fyrir fullu húsi og við mikla hrifhingu áheyrenda. Verða þessir tónleikar endurtekn- Maður dagsins ir í kvöld. Á tónleikum þessum syngur Gunnar meðal annars ljóðaflokkinn Dichterliebe eftir Schumann, lög úr ljóðaflokknum Clairiers dans le ciel eftir franska tónskáldið Lili Boulanger og ítölsk sönglög. Gunnar sagði margt fram undan hjá sér: „Ég er núna á leiðinni til míns gamla lærifóður, Sigm-ðar V. Gunnar Guðbjörnsson. Demetz, til að kíkja með mér á La Bohéme, en í vetur mun ég syngja Rodolfo. Ég ber mikið traust til Sigurðar og er gott að geta sótt til hans þegar ég er heima. Annars er það fyrst á dagskrá hjá mér eftir að ég kem til Lyon að halda ljóða- tónleika. í lok janúar held ég til Toulouse og syng þar Tamínó í Töfraflautunni. Það hlutverk hef ég sungið oft áður og verður gam- an að koma í óperahús þar sem ég hef ekki sungið áður, sérstaklega þegar það er óperuhús sem er í miklum metiun í Frakklandi.“ Gunnar hefur verið fastráðinn við óperuna i Lyon en mun hætta þar í vor: „Ég var á tveggja ára samningi og hefði undir venjuleg- um kringumstæðum getað fram- lengt hann um eitt ár. En þar sem á verkefnaskrá næsta árs er lítið af hlutverkum sem ég hefði passað inn í þá var það að samkomulagi að ég hætti 1 vor. Ég kem þó til með að búa áfram í Lyon enda líð- ur mér og fjölskyldu minni vel í borginni. Ég mun starfa sjálfstætt og er þegar kominn með verkefni næsta vetur, meðal annars i óper- uimi í París, auk ýmissa konserta. Heim kem ég líkast til í sumar og mun þá jafnvel fara eitthvað út á land og hef ég hug á að undirbúa með Jónasi Inghmmdarsyni Ijóða- flokkinn Vetrarferðin og ljúka Schubert-árinu með flutningi á honum í desember. Gunnar sagöi að úti væri lítill tími fyrir annað en músíkina, það væri áhuginn og vinnan og að njóta þess að vera með fjölskyld- unni, en í Lyon býr Gunnar ásamt eiginkonu sinni, Ólöfu Breiðfjörð, og ungunj syni þeirra sem heitir ívar Glói. -HK Myndgátan Niðurskurður á fé Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Afturelding er í efsta sæti 1. deildar- innar. Liöiö er hér í leik gegn FH fyrr í vetur. Heil umferð í 1. deild karla í handbolta Handboltinn verður í sviðsljós- inu í kvöld en þá verður leikin heil umferð í 1. deil karla, er það 14. umferðin. Afturelding hefúr um þessar mundir nokkuð örugga forystu í deildinni, leika Mosfell- ingar á heimavelli í kvöld gegn ÍBV og verða heimamenn að telj- ast mun sigurstranglegri. í Digra- nesi leikur HK gegn KA, í Kaplakrika leika FH og Selfoss, í Seljaskóla leika ÍR og Fram, á Sel- tjamamesi leikur Grótta við Hauka og í Valsheimilinu leikur Valur gegn Stjömunni. Allt era íþróttir þetta fyrirfram spennandi leikir enda berjast liðin um hvert stig til að tryggia sér rétt í úrslita- keppninni. Allir leikimir hefjast kl. 20.00. Einn leikur er í 1. deild kvenna í kvöld, Valur og FH leika í Vals- heimilinu og hefst leikurinn kl. 18.15, þá era nokkrir leikir í Meistaraflokki karla B. Ekkert er um að vera í körfuboltanum í kvöld en á morgun verða fimm leikir í úrvalsdeildinni. Bridge Spilin í Reykjavíkurmótinu í sveitakeppni era forgefin og sömu spil eru því spiluð í öllum leikjum riðlakeppninnar í hverri umferð. Eitt af þeim spilum sem vakið hefur miklar umræður er spil 7 í sjöundu umferð riðlakeppninnar. Stórar töl- ur sáust á mörgum borðum þegar NS gátu ekki hamið sig í sögnum og fengu harða refsingu. Sagnir gengu þannig á mörgum borðum, suður gjafari og allir á hættu: * Á1065 «f KG763 ♦ -- * DG83 * DG432 * ÁD982 •f 942 * — * K987 «» — * ÁG653 * Á1062 Suður Vestur Norður Austur 1 -f pass 1 «e 1 * 2 * pass 3 * pass 3 grönd dobl p/h Þrátt fyrir lélega samlegu litanna á höndum AV vora margir sem létu sér ekki segjast heldur létu sagnir vaða alla leið upp í dauðadæmd þrjú grönd. Vissulega er það vondur samningur en lega spilanna hjá and- stæðingunum getur heldur ekki ver- ið öllu verri. Vestur á auðvelt refsidobl sem biður um tígulútspil og sagnhafi á ekki sjö dagana sæla. Fjölmargir sagnhafar spiluðu þrjú grönd dobluð og skráðu stuttu síðar ýmist 1.400 eða jafhvel 1.700 í dálk andstæðinganna. Það hlýtur að telj- ast furðulegt að enda í þessum samningi dobluðum. NS hefðu til dæmis í þessari sagnseríu átt að flýja í fjögurra laufa samning. Hann er að sjálfsögðu einnig doblaður en er sennilega ekki nema einn niður. Fjögurra spaða samningur er einnig furðu góður þrátt fyrir 5-0 leguna. Sagnhafi á að geta skrapað saman 9 slögum í þeim samningi. ísak Öm Sigurðsson * — «e 1054 ■f KD1087 * K9754

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.