Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1997, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1997, Blaðsíða 32
L«TTt til íniWAs \/||, flö N » ~> * Vinningstölur 7.1/97 Í20N) (26) Í30) FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1997 Akureyri: Drengur fyrir bíl Átta ára drengur varð fyrir bíl á gatnamótum Skarðshlíðar og Litlu- t^filiðar á Akureyri um kvöldmatarleyt- ið i gær. Drengurinn fékk höfuðá- verka og var fluttur á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur í Fossvogi með flugi síðar um kvöldið. Slíkt mun nánast vera regla þegar um höfuðá- verka er að ræða. Að sögn sérfræð- ings á gjörgæsludeOd Sjúkrahúss Reykavíkur virðist hafa farið betur en á horfðist og er líðan drengsins góð. ______________________-JHÞ ísaQörður: Lífsbjörgin tekin „Þetta sannar bara enn einu sinni íádl^ð með kvótalögunum var lífsbjörgin tekin frá vinnandi fólki og atvinnuör- yggi þess og örlög, fjöregg þess, sett á fárra manna hendur. Þetta fjöregg geta þeir svo selt hveijum sem er hvenær sem er,“ sagði Pétur Sigurðs- son, formaður Verkalýðsfélagsins Baldurs á ísafirði um söluna á frysti- togaranum Guðbjörgu ÍS til Sam- herja á Akureyri. Hann segir dæmin um þetta mörg en þetta með Guðbjörgu ÍS sé bara svo stórt og því sé eftir því tekið. -S.dór Marta Bergmann, félagsmálastjóri HafnarQarðar: Lág laun að eyði- leggja þjóðfélagið - það er eins og ráðamenn skilji ekki eða vilji ekki skilja þetta „Það er eins og ráðamenn skiiji ekki eða vilji ekki skilja hvað það vindur upp á sig að halda launum fólks niðri árum saman, eins og gert hefur verið og hvað það þýð- ir í raun fyrir þjóðfélagið. Auðvit- að þýðir það bara aukna fjarveru fólks frá heimili og börnum og af- leiðingamar eru fjölskyldueifið- leikar. Fólk þolir einfaldlega ekki endalaust það mikla álag sem fylg- ir því að vinna botnlausa auka- vinnu til þess eins að hafa ofan í sig og á, bara vegna þessarar fá- ránlegu láglaunastefnu sem ríkir í þjóðfélaginu. Það er alveg sama hvort fólk er að þræla í eftirvinnu eða bara að leggja kapal, sem dæmi munu vera um, þetta kallar á mikla fjarveru frá fjölskyldunni og afleiðingamar sjá allir,“ sagði Marta Bergmann, félagsmálastjóri í Hafnarfirði, um aukna fátækt í landinu og erfiðleika fólks þess vegna. Hún segir að þetta sé mjög al- varlegt fyrir þjóðina frá uppeldis- legu sjónarmiði. Hún segir aga- leysi blasa hvarvetna við í þjóðfé- laginu. „Það er vegna þess að foreldrar koma heim dauðþreyttir eftir langan vinnudag og geta því ekki sinnt bömum sínum sem skyldi. Þetta leiðir síðan til sífelldrar morgunþreytu, ergelsis og margs fleira sem er neikvætt fyrir alla. Það liggur alveg ljóst fyrir að þjóð- in þolir þetta ekki lengur. Þessu verður að breyta," segir Marta. Hún var spurð hvort þeim hefði fjölgað fyrir síðustu jól sem leit- uðu aðstoðar Félagsmálastofnun- ar Hafharfjarðar: „Eftir að heldur hafði dregið úr aðstoðarbeiðnum á árinu fjölgaði beiðnum rnn aðstoð mjög fyrir jól- in. Þetta var meira en við áttum von á. Þetta virðist vera þannig að róðurinn þyngist hjá þeim ein- staklingum sem hafa hvað minnstar tekjur. Langtíma tekju- leysi veldur því að fólk frestar mörgu sem þarf að leysa, svo sem eins og að fara til tannlæknis og annað þvi um líkt. Svo er allt í einu ekki hægt að fresta málinu lengur og þá verður að leita að- stoðar. Ég hef tilfinningu fyrir því að munurinn á þeim sem hafa litlar tekjur og þeim sem hafa góðar tekjur fari vaxandi, bOið sé að breikka. Það eru ákveðnir hópar í þjóðfélaginu sem hafa litlar tekjur og róöurinn hjá þeim þyngist sí- fellt. Samt var það svo með síðasta ár að það var ekki eins þungt hér hjá okkur á Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar og árið áður. Það mætti segja mér að þetta sé vegna þess að heldur hefur dregið úr at- vinnuleysinu. Samt fmnur maður að byrði þeirra fátækari eykst,“ sagði Marta Bergmann. -S.dór Lítill drengur sem brenndist í hver: Nauösynlegt er aö girða hverasvæðið - segir faðir drengsins ~ - „Ég var í vinnunni þegar ég fékk þessar skelfilegu fréttir, að litli drengurinn minn hefði fallið ofan í sjóðheitan hver. Ég hljóp út í bíl og gaf bensínið í botn. Það fóru ótal hugsanir um kollinn á mér og ég verð að viðurkenna að ég bjóst við hinu versta," segir Bjami Halldórs- son, faðir þriggja ára drengs sem brenndist alvarlega í hver á Reyk- hólum laugardaginn 28. desember sl. Drengiuinn hlaut djúp brunasár á um 20 prósentum líkamans og brenndist annar handleggurinn sér- staklega illa. Drengurinn er nú á batavegi og var úrskrifaður af gjör- gæsludeild Landspítalans um helg- (jfcína. Bjarni og eiginkona hans hafa verið hjá syni sínum á spítalanum allan þennan tíma. Bjami gagnrýnir mjög að hverasvæðið vestur á Reykhólmn skuli ekki vera girt af. Þar hafi tvö slys orðið með þessum hætti á undanfömum ámm. Þá telur Bjarni að það taki of langan tíma að senda allar upplýsingar áður en þyrlan er send á vettvang. „Það liðu rúmir fjórir klukkutím- ar ffá því að slysið átti sér stað og þar til þyrlan kom með hann á Landspítalann. Mér fannst of langur timi líða á þarna á milli. Það er greinilegt og að það er krafist miklu meiri upplýsinga og læknaúrskurð- ar áður en þyrlan er send á vett- vang en ef um sjúkrabíl væri að ræða. -RR Bjarni Halldórsson ásamt þriggja ára syni sínum, Birgi, á deild 13 E á landspítalanum í gær. Birgir litli brenndist al- varlega þegar hann féll ofan í sjóöheitan hver á Reykhólum. Bjarni segir aö þaö veröi aö giröa hverasvæðið af svo börn fari sér ekki aö voöa þar. DV-mynd ÞÖK ÞAÐ HEFUR pk VERIÐ STÁL í ÁL! Veöriö á morgun: Dálítil él Á morgun verður norðaustan stinningskaldi norðvestan til en austan kaldi í öðrum landshlut- um. Um landið norðan og austan- vert verða dálítil él en skýjað með köflum suðvestan til. Frost verður á bilinu 0 til 6 stig, mildast á Suð- ur- og Suðvesturlandi. Veðrið í dag er á bls. 28 MERKILEGA MERKIVELIN brother íslenskir stafir 5 leturstærðir 8 leturgeröir 6, 9 og 12 mm prentborðar Prentar i tvær llnur Verð kr. 6.995 Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.