Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1997, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1997, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1997 19 Sviðsljós ^ Útnefning vikuritsins People: Áhuga ver ðustu persónurnar Bandaríska vikuritið People birt- ir i nýjasta tölublaði sínu lista yflr þær 25 persónur sem þóttu áhuga- verðastar á árinu sem er að líða. Ýmis nöfn á þeim lista vekja athygli og vissulega hljóma sum nöfnin fram- andi vegna þess að þau hafa að- allega náð at- hygli almenn- ings vestanhafs en ekki hér á Fróni. Áhugaverð- asta persóna ársins að áliti ritstjómar People er leik- konan Rosie O’Donnell. Þessi þybbna leikkona á hug og hjörtu banda- rísku þjóðarinnar. Rosie hafði starf- að sem grínisti á sviði í nokkur ár við ágætan orðstir og hafði leikið í nokkrum myndum en aldrei slegið almennilega í gegn í þeim. Meðal þeirra voru A League of Their Own, Another Stakeout og Fred Flint- stone. Þau hlutverk hennar nægðu þó engan veginn en þegar hún fór af stað með viðtalsþáttinn Rosie O’Donnell Show sló hún loks í gegn. Þátturinn er með þeim vinsælustu í Bandaríkjunum af þessu tagi og al- þýðleg framkoma hennar og útlit þykir henta mjög vel fyrir banda- rískan almenning. Rændi piparsveininum Meðal annarra sem nefhd eru í upptalningu er Carolyn Bessette Kennedy. (Hver er nú það?) Henni tókst það sem milljónir kvenna þráðu, að stela hjarta eftirsóttasta piparsveins í Bandaríkjunum, Johns F. Kennedy jr. Hún hefur ver- ið mikiö I fjöl- miðlunum eftir að hún dró John upp að altarinu og þykir pluma sig vel í sviðsljósinu. Villimaðurinn Dennis Rodman, körfúboltasnill- ingurinn í Chigaco Bulls, er betur þekktur meðal íslendinga en hann hefur verið mjög áber- andi í fjölmiðlum vestanhafs Hann hefur einstakt lag á að koma fólki á óvart eða hneyksla það á einhvem hátt. Þessi frá bæri íþrótta- maður er tattóver- aður um allan líkamann, er einnig með hringi víða á glæstum skrokki sín- um og breytir jafn oft um háralit og nærbuxur. Þetta eitt ætti að nægja til þess að halda honum stöðugt í sviðsljósinu en hann er einnig skap- maður mikill og laginn við að koma sér í vandræði á íþróttavellinum. Dennis Rodman skrifaði einnig met- sölubók, Bad as I Wanna Be, sem var 20 vikur á metsölulista. Aftur á ný Mikla athygli vakti þegar sást til Dennis Rodmans á stefnumóti með Madonnu. Madonna er í hópi athyglisverðustu persónanna á árinu að mati People. Hún var fyrir nokkrum ámm daglega á slúðursíðum blaðanna en síðustu ár hefur heldur dregið úr. Madonna hef- ur í millitíð- inni gerst móðir og í lok síðasta árs sló hún í gegn í söngvakvik- myndinni Evitu. Madonna hef- nr ver- tilnefnd til Qölda verð- launa fyrir hlutverk sitt í þeirri mynd og þykir hafa minnt ræki- lega á sig á ný. Á meðal ann- arra nafna sem nefnd em á lista People er Díana prinsessa, sem alltaf er lagin við að halda sér í sviðsljós- inu, leikarinn Christopher Reeve, sem þyk- ir sýna ótrúleg- an baráttu- styrk og lífs- gleði eftir að hafa lamast, Tom Cru- ise, Brooke Shields, sem hóf að leika í sjónvarps- þáttaröð- inni Sudd- enly Sus- an sem slegið hef- ur í gegn, og leik- konan Goldie Hawn sem virðist aldrei eld- ast þrátt fyrir að vera 51 árs. Hetja ársins Ein af þeim 25 „persónum" sem People nefnir í upptalningunni er górillan Binti-Jua. Þessi 8 ára gamla apynja, uppáhald allra í Brookfleld- dýragaröinum í Blinoisríki var skyndilega á forsíðu allra dagblaða þegar hún bjargaði lífi þriggja ára gamals drengs sem féll ofan í gryfj- una hennar. Binti-Jua vissi það ekki þá, og enn síður nú, að verkn- aður hennar kemur tegund hennar að miklum notum. Hún er af gór- Blutegund frá V-Afríku sem er í út- rýmingarhættu, aðeins 35.000 eru eftir, en nú eru hafnar aðgerðir til að vernda stofninn. ABt er það hetjudáð Binti-Jua að þakka. * Lauren Holly er aöalstjarnan í nýrri spennumynd sem frumsýnd veröur vestanhafs um næstu helgi. Spennumyndin Turbulence gerist aö mestu t háloftunum um borö í Boeing 747 farþegaþotu. Holly leikur flugfreyju en í hinu aöal- hlutverkinu er Ray Liotta sem leikur stórhættulegan glæpamann sem veriö er aö flytja milli borga. Auövelt er aö geta sér til um meginlínurnar í söguþræöinum. Lauren Holly sést hér koma til frumsýningar myndarinnar í fylgd eigin- manns síns, spéfuglsins Jims Carreys. Símamynd Reuter AKUREYRI Blaðbera vantar í syðri brekkuna. Upplýsingar gefur umboðsmaður PV í síma 462 5013 9 0 4 * 5 0 0 0 Verð aðeins 39,90 mín. Þú þarft aðeins eitt símtal í Lottósíma DV til að fá nýjustu töiur í Lottó 5/38, Víkingalottó og Kínó ♦ iVj'A LÖTTOs/mi 9 0 4 - 5 0 0 0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.